Morgunblaðið - 03.11.1959, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 03.11.1959, Qupperneq 23
Þriðjudagur 3. nóv. 1959 MORGUVUtLAÐlÐ 23 „Svendborg“ í grænlenzkri höfn. Hið týnda Crœn- landsfar fannst Haíði verið ,,týnt44 í heila viku Leit. Til öryggis fór útgerðarfélag- ið þess á leit á laugardaginn við slysavamafélagið í Danmörku, að hafin yrði leit að skipinu. Slysa- varnafélagið sendi boð um út- varpið í Þórshöfn til allra skipa og strandstöðva á Norður-Atlants hafi um að hafa vakandi auga með því, hvort sæist til ferða skipsins. Jafnframt var þess farið á leit við flugbjörgunarsveitir í Skotlandi og íslandi, að leit yrði gerð að skipinu. Frá Skotlandi var tilkynnt að leit úr lofti yrði hafin í dögun á sunnudagsmorg- un, ef ekki hefði heyrzt til skips- ins. Fríverzlunarsamningur sjö ríkja í desember STOKKHÓLMI, 2. nóv. — NTB. — Norska stjórnin getur ekki tekið afstöðu til tillögunnar, sem fram hefur komið um fiskveiði- vandamálið, fyrr en hún hefur rætt hana við utanríkismála- r.efndina og fulltrúa framleið- enda. Þetta er haft eftir góðum heimildum í Stokkhólmi. Þetta hefur það í för með sér, að ekki kemur í ljós fyrr en á ráðherra- fundinum um miðjan rióvember, hvort náðst hefur samkomulag milli Norðmanna og Breta lun ákvæði varðandi þetta máL Af hálfu Norðmanna hefur það verið sagt, að umræðurnar um fiskveiðivandamálið gangi vel, en norsku fulltrúarnir á fundi sérfræðinganna í Stokkhólmi vilja alls ekki láta neitt frekara uppi um gang málsins. Af þess- um sökum er ekki hægt að fá vitneskju um, hvort sá orðróm- ur er réttur, að Bretar hafi í stórum dráttum fallizt á að fisk- flök og rækjur verði fríverzlun- arvörur. Og ekki er heldur hægt að fá úr því skorið, hvort rétt sé að Bretar hafi krafizt þess, að settur verði sá varnagli í samninginn, að vandamálið verði tekið til endurskoðunar, ef Sænsk „mnrás“ í Noreg stöðvuð Osló, 2. nóv. — SÆNSK „innrás" í Noreg var stöðvuð í dag. Um helgina höfðu um 250 ungir menn frá Sviþjóð, allir iiman við tvítugt, safnazt saman í um 50 gömlum amerísk um bílum við norsku landamær- in, og var ætlunin að taka Osló með „áhlaupi“ og finna kven- fólk og bardagaseggi. En fyrir ötult samstarf sænsku og norsku íögreglunnar komust ekki nema örfáir unglinganna á ’eiðarenda. Þeir fengu hlýjar viðtökur — hjá lögreglunni. Dagbœkur Alanbrookes vekja athygli og deilur Kaupmannahöfn 2. nóv. Danska vélskipið „Svendborg“, sem sakn að var eftir að ekki hafði heyrzt til þess í viku, fannst í fyrrinótt fyrir sunnan Noreg. Skipið var á leið frá Angmagssalik til Kaup- mannahafnar, og hafði ekkert heyrzt frá því í sjö sólarhringa á laugardaginn. Á sunnudag var ætlunin að hefja leit að skipinu bæði frá Skotlandi og Keflavík, en í dögun var leitinni aflýst, þegar danska flutningaskipið „Eowan" hafði náð útvarpssam- bandi við „Svendborg", sem hafði fimm manna áhöfn. Var skipið þá statt fyrir sunnan Lindenes í Suður-Noregi. Bilun? Álitið er að „Svendborg" hafi legið í vari í nokkra daga í hinu mikla óveðri og ekki getað sent tilkynningu um stöðu sína vegna bilunar í senditækjum. ,.Svendborg“ er tréskip, byggt árið 1951, og hefur mjög einföld senditæki, þannig að það nær að eins sambandi við skip eða strand stöðvar, sem eru í tiltölulega lít- illi fjarlægð. ic Skeytið. Laugardaginn 24. október sendi ^Svendborg" skeyti um stöðu sína 150 kílómetrum fyrir sunn- an Keflavík, og daginn eftir hafði Grænlandsfarið „Kaskelot“ síma samband við skipið, sem þá var komið suður fyrir Vestmanna- eyjar. „Svendborg" skýrði þá frá því, að útvarpssenditækin væru í ólagi, en að öðru leyti var allt í lagi um borð. STOKKHÓLMI, 2. nóv. NTB. — Afstaða norsku stjórnarinnar í viðræðunum um fríverzlunar- svæði annars vegar og tolla- bandalag Norðurlanda hins veg- ar er ekki á nokkurn hátt óskýr, sagði þingleiðtogi Hægri flokks- ins norska, John Lyng, þegar alls herjarumræðum Norðurlanda- ráðsins lauk £ dag. Hann sagði að stjórnarandstaðan í Noregi hefði enga gagnrýni fram að færa á hendur norsku stjórninni í þessu málL Annars kom fátt athyglisvert fram í umræðunum í dag, segir LONDON, 2. nóv. Reuter. — f leiðara brezka blaðsins „Daily Express", sem * er hægrisinnað, segir Beaverbrook lávarður, sem var ráðherra flugvélaframleiðsl- unnar á stríðsárunum, um hinar umdeildu dagbækur Alanbrookes Loft féll niður SfflDEGIS í gær féll niður loft í húsi, sem er í byggingu við Hvassaleyti, og með því þrír menn og hjólbörur, sem þeir voru að vinna með. Sluppu tveir alveg ómeiddir og meiðsli Jóns Erlendssonar, Seljaveg 3A, sem fluttur var á Slysavarðstofuna, reyndust mjög lítil. Má það telj ast mesta mildi að þarr.a varð ekki stórslys. fréttaritari NTB. Þó má benda á, að nú hafa Danir og Svíar tekið við því hlutverki Norðmanna í ráðinu að deila um stefnuna í samvinnu Norðurlanda. Á sama tíma og norsku fulltrúarnir virð- ast allir vera á einu máli, halda sænsku og dönsku fulltrúarnir uppi deilum sínum um, hvort það hafi verið skynsamlegt eða ekki að leggja hugmyndina um tolla- bandalag Norðurlanda á hilluna. f dag hófu fimm fastanefndir ráðsins störf sín, og á morgun er búizt við, að nefndirnar skili áliti um flest málin, sem lögð hafa ver ið fyrir þær. marskálks, sem eru nýútkomnar: „Ég hafði enga hugmynd um að þessi maður væri stríðshetja fyrr en ég las útdrætti úr bók hans“. Leiðarinn var nefndur „Hetjan'* og birtist í stæstu útgáfu blaðs- ins. Alanbrooke marskálkur, sem var formaður brezka herforingja ráðsins í heimsstyjöldinni, segir m.a. í dagbókum sínum, að Eis- enhower núverandi Bandaríkja- forseti hafi leikið golf í stað þess að stjóma hernaðaraðgerðum í Evrópu. um eitt skeið árið 1944. . Útkoma dagbókanna hefur vak ið athygli og valdið deilum báð- um megin Atlantshafsins um störf Eisenhowers á stríðsárun- um. — Sjónvarp Framh. af bls. 1. heyrslan fór fram. Salurinn var yfirfullur af áheyrendum, bæði blaðamönnum og öðrum forvitn- um borgurum. Sér til afsökunar sagði van Doren, að hann hefði frá byrjun ætlað sér að taka bátt í heiðarlegri samkeppni í spurn- ingaþættinum, en stjórnandi þátt arins, Fredman, hefði ekki verið ánægður með frammistöðu hans og boðið honum miklar fjárfúlg- ur, ef hann féllist á að taka þátt í spurningaþætti, sem væri fals- aður. „Frá byrjun var þetta allt saman saklaust, en smám saman varð ég þjóðhetja og á endanum var ég fastur í gildrunni og átti enga leið til undankomu", sagði van Doren. Hann kvaðst að lok- um vilja gefa hvað sem væri, ef hann fengi að lifa síðustu þrjú ár á nýjan leik. einhverjar verulegar breytingar verði á fiskveiðum. Umræðurnar um uppkastið að fríverzlunarsamningi, sem sjö ríki taka þátt í, halda áfram á morgun, en síðan verður þeim hætt. Sérfræðingarnir munu hins Ræða heimsókii Krúsjeffs KAUPMANNAHÖFN, 2. nóv. Einkaskeyti til Mbl. — „Kriste- ligt Dagblad“ skýrir frá því í dag, að sænska stjórnin hafi fengið skýrslu þess efnis, að Krú- sjeff forsætisráðherra Sovétríkj- anna hafi mikinn hug á að heirn sækja Norðurlönd. Leiðtogi sænska Þjóðarflokks- ins, Bertil Ohlin, sem var í Banda ríkjunum þegar Krúsjeff kom í heimsókn þangað, kvaðst vera þeirrar skoðunar eftir Banda- ríkjaförina, að Krúsjeff ætti ekki að koma til Norðurlanda. „Ég var á móti heimsókn Krúsjeffs, áður en ég var viðstaddur heim- sókn hans til Bandaríkjanna", sagði Ohlin“, og ég er ekki síður mótfallinn henni eftir að ég varð vitni að Bandaríkjaheimsókn hans". Tage Erlander forsætisráð- herra Svia sagði í kvöld, að ekki væri fótur fyrir fregnum þess efn is, að sænksu stjórninni hefði bor izt skýrsla um áhuga Krúsjeffs á heimsókn til Norðurlanda. Hann sagði, að fréttin væri úr lausu lofti gripin, og því væri ekki hægt að ræða hana, enda hefði aldrei komið til orða að ræða málið í Norðurlandaráðinu. vegar hittast aftur, áður en ráð» herrafundurinn hefst, til að ganga úr skugga um, hvort þeir geti leyst fleiri af þeim vanda- málum, sem enn eru óleyst. Gert er ráð fyrir, að samningurinn verði undirritaður um miðjan desember. — Knattspyrnan Framh. af bls. 22. (Tottenham); Bobby Evans (Cel tic); Bert McCann (Motherwell); Graham Leggatt (Fulham); John White (Tottenham); Ian St. John (Motherwell); Dennis Law (Hud dersfield); Bertie Auld ( Celtic). Markhæstu leikmenn í 1. deild, fyrir þessa helgi, voru þessir: Violett (Manch. U.) 14 mörk, Smith (Tottenh.) 13 mörk. Deeley (Wolverh.) 12 mörk. Greaves (Chelsea) 12 mörk. McAdams (Manch. C.) 12 mörk. Murray (Wolverh.) 11 mörk. Dobing (Blackburn) 10 mörk. í 2. deild voru þessir leikmenn markahæstir; Clough (Middlesborough) 11 m. Johnston (Leyton O.) 12 mörk. Carter (Plymouth) 10 mörk. Curry (Brighton) 10 mörk. McParland (Aston Villa) 10 m. Phillips (Iqswich) 10 mörk. Að 15 umferðum loknum er staðan þessi: 1. deild (efstu og neSstu liðin) Tottenham 15 8 6 1 36:17 82 Wolverhampton 15 9 Z 4 45:29 20 West Ham. 15 7 5 3 27:19 19 Blackburn 15 8 3 4 28:21 19 Preston 15 8 3 4 33:27 19 Fulham 15 9 1 5 33:35 19 Leeds 15 3 5 7 21:33 11 Leicester 15 3 5 7 24:40 11 Birmingham 15 3 4 8 20:28 10 Luton 15 2 4 9 12:28 8 2. deild (efstu og neðstu liðin) Aston Villa 16 10 5 1 28:13 25 Cardiff 15 9 5 1 31:19 23 Botherham 15 7 6 1 30:21 20 Bristol City 14 4 1 9 20:30 9 Portsmouth 15 2 4 9 17:31 9 Hull 15 2 3 10 12:39 7 Innilegar þakkir til allra nær og fjær, sem glöddu mig á fimmtugsafmæli mínu, 24. október sJ. með heim- sóknum, góðum gjöfum, blómum og skeytum og gerðu mér daginn ógleymanlegan. Lifið heil. Tryggvi Tryggvason, Hjarðarhaga 24. Fósturmóðir mín, GUÐFTNNA JÓNSDÓTTIR lézt að heimili sínu, Frakkastíg 20, laugardaginn 3L október. Sigríður Maguúsdóttir Útför móður minnar, FRÚ SIGRÚNAR 1. BJARNASON sem andaðist í sjúkrahúsi í Danmörku 11. október, fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 4. nóvember og hefst kl. 14. í stað blóma, skal vinsamlegast bent á barnaspítala- sjóð Hringsins. Fyrir hönd aðstandenda Karítas Andersen. Hjartans þakkir til allra nær og fjær sem sýndu okkur vináttu og samúð við andlát og jarðarför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, EYJÓLFS STEFANSSONAR frá Dröngum Salbjörg Eyjólfsdóttir og ættingjar Hjartanlega þökkum við öllum er sýndu okkur samúð við andlát og jarðarför móður okkar, tengda- móður og ömmu PÁLÍNAR ÞÓRUNNAR GUÐMUNDSDÓTTUR Hafnarfirði. Jóliannes Jóelsson, IEIín Jóelsdóttir, Ingimar Jónsson, Guðríður Rósantsdóttir, Guðjón Vilhjálmsson, Margrét Einarsdóttir, Ólafur Björnsson, og barnabörn. Norðmenn einhuga í Norðurlandaráðinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.