Morgunblaðið - 07.11.1959, Blaðsíða 3
Föstudagur 6. nóv. 1959
MORCUNBLAÐIh
3
Hann á 70—100 lestir
at blöðum og bákum
1 INGÓLFSSTRÆTI 8 stend-
ur yfir bóka- og blaðamarkaS-
ur. Þar er Helgi Tryggvason
að losa sig við það úr safni
sínu, sem enginn hefur beðið
um, og að reyna að koma því
sem er mest virði í söfn og til
bókasafnara, eins og hann orð
ar það sjálfur. Það sem þarna
er á boðstólum er aðeins brot
af því sem hann á af blöðum,
tímaritum og bókum, en allt
mun það vega milli 70 og 100
tonn.
— Ég er með þetta alls stað
ar, sagði hann, er fréttamaður
bíaðsins innti hann eftir þessu
í gær. Þrjú herbergi, bílskúr-
inn og kjallaraherbergi fullt
heima hjá mér, og auk þess
fæ ég að hafa til afnota 25 m.
langt loft á Bessastöðum, sem
ekki er notað til annars. Þar
er rúmgott og þar eru góð
vinnuskilyrði. Það hefur al-
veg bjargað mér í þessari söfn
un, því áður var ég með blöð-
in og bækurnar á 7 stöðum og
vissi ekkert hvar hvað var.
Ég safna mest tímaritum og
blöðum, en ég neyðist til að
taka bækur líka, þegar ég
kaupi heil söfn, og þar sem
ég hefi ekki opnað verzlun,
safnast þetta fyrir hjá mér.
Lét allt safnið — og byrjaði
aftur
— Hvenær byrjaðirðu á
þessari söfnun?
— Eftir 1933, þegar bóka-
safn tengdaföður míns, sr.
Einars Jónssonar á Hofi í
Vopnafirði brann. Þeir Bogi
Ólafsson og Hafliði Helgason
sögðu: „Vertu ekki svona vit-
laus að snúa þér að blaðasöfn-
un. Þú kemst ekkert með
það.“ En svo var ég alltaf að
sjá blöð fara í öskutunnurnar,
og þá . . . Ég reyndi að ná
blöðum saman handa söfnur-
um. Það eru margir sem liggja
með hrafl af þeim, og það er
ekkert varið í að eiga þau ef
vantar í árgangana, auk þess
sem dýrt er að binda þau inn.
Það er því erfitt að fá þau
keypt. Auk þess hefi ég oft
samið við menn, sem kaupa
blöðin, um að fá þau fyrir
þriðjung verðs eftir árið.
Annars seldi ég ríkinu tíma
rita- og blaðasafnið mitt 1947.
*::*0-0'0 0 0 0 ,
Það var notað til að fylla upp
í blaðasafnið á Landsbóka-
safninu og afgangurinn í önn-
ur söfn. Þá ætlaði ég að slá
botninn í þetta allt, og var
búinn að selja síra Einari
Sturlusyni afganginn. Hann
vann úr því í safnið, sem hann
gaf Manitobaháskóla. Þá ætl-
aði ég að snúa mér aftur að
mínu gamla fagi, bókbandinu.
En svo var fólk allfcaf að
hringja til mín, og það átti
íyiir mér að liggja að kaupa
aftur af Einari það sem hann
átti eftir.
Já, það hefur margt fágætt
farið í gegnum hendurnar á
mér. Oðeins tvö íslenzk tíma-
rit, sem út hafa komið, hef ég
aldrei haft heil. Það er Maan-
— Nei, ég er læknaður at
því að halda eftir. Það skiptir
ekki máli, bara ef þetta kemst
á réttan stað.
Ég hefi aðeins í huga söfn og
safnara.
— Ég ætla ekki að skilja
krökkunum mínum eftir nema
svolítið safn af þjóðlegum
fróðleik. Mest af því sem ég
fæ, sel ég gegnum síma og með
bréfaskriftum. Ég veit mikið
til hvað safhara vantar í söfn
sín. Og þetta er ákaflega
spennandi og viðburðarríkt
starf. T. d. þegar maður ligg-
ur með fágætar útgáfur, sem
vantar í og fréttir svo af ein-
hverju safni. Ég man eftir því
að ég lá einu sinni í þrjú ár
Helgi Tryggvason
Frá bókamarkði Helga Tryggvasonar í Ingólfsstræti 8.
edstidende frá 1773—1776,
fyrsta íslenzka tímaritið, og
Hirðir 1858—1861.
Bara ef það er á rétturn stað
— Sérðu ekkert eftir þess-
um dýrgripum þínum, þegar
þeir fara? Reynirðu ekki að
halda eftir því bezta
með Árbók Fotrnleifafélags-
ins ,sem aðeins vantaði %
hefti í, og þá fékk ég allt í
einu kápueintak.
— Það hefur ekki verið erf-
itt að losna við það. Hvað
seldirðu það á?
— 3000 kr. Nei, það var
ekki erfitt að losna við það.
Það beið safnari eftir því.
— Það sem mesta fyrirferð-
in er í og minnst sala, eru
blöðin, og því hefi ég tvisvar
sinnum sett upp slíkan mark-
að í nokkra daga, til að koma
þeim á framfæri, í fyrravetur
nú núa, sagði Helgi að lok-
um.
Risa-
Siákarl
Þessa mynd birti bandaríska
vikuritið News Week nú um helg-
ina og segir jafnframt frá því,
er Guðjón Illugason fangaði risa
hákarl ásamt 13 Inndverjum aust
ur við lndlandsströnd ekki alis
fyrir löngu. Morgunblaðið hefur
áður sagt frá þessum atburði og
birt mynd af risahákarlinum.
sem var 32 feta langur og vóg
5 tonn. Guðjón skutlaði hákarl-
inn, en ekki tókst veiðimönn-
unum að yfirbuga skepnuna fyrr
en eftir 7 klukkustundir. News
week getur þess jafnframt, að
ásamt Guðjóni séu tveir íslend-
iingar þar eystra á vegum Mat-
váíla og Iandbúnaðarstofnunar
Sameinuðu þjóðanna til þess að
kenna Indverjum nútímatækni
við fiskveiðar.
STAKSTtlMR
„Stórfellduitu fjár-
glæfra- og lögbrotamál
hér á landi“
Þóðviljinn heldur áfram að
skrifa um olíumálin og segir i
gær:
„Hin siendurteknu svikamál
Olíufélagsins hf. og Hins íslenzka
steinolíufélags eru stórfelldustu
fjárglæfra- og lögbrotamál sem
upp hafa komizt hér á Iandi. Þau
eru ærið tilefni til þess að starf-
semi þeirra félaga verði gersam-
lega bönnuð. Þannig er farið með
einstaklinga sem fremja marg-
falt minni brot í rekstri sínum;
þeir eru sviftir atvinnuleyfum“.
*
Engu betri?
Hrosshófur kommúnismans
ieynist ekki lengi, því að í beinu
framhaldi þessa er sagt:
„Auðvitað væri engin bót að
því að stöðva starfsemi olíufé-
laga Framsóknarflokksins og af-
henda hana olíufélögum íhalds-
ins. Þau eru sízt betri, eins og
fjölmörg dæmi sanna, enda þótt
þau hafi um skeið ekki haft sömu
aðstöðu til gróðabralls og Fram-
sóknarfélögin, sem hafa haft
einkarétt á hermangi. Hin rök-
rétta og sjálfsagða leið er að taka
allar eignir olíufélaganna eignar-
námi og taka upp ríkisrekstur á
þessu sviði“.
Hér birtist enn sami hugsunar-
hátturinn og þegar Tíminn f jarg-
viðraðist út af því á dögunum,
að einungis Hannesi Pálssyni og
Sigurði Sigmundssyni var vikið
úr húsnæðismálastjórn en ekki
einnig hinum, sem fyrir engum
sökum voru hafðir!
Þjóðviljinn kann ekki að nefna
nein hliðstæð dæmi „svika, fjár-
glæfra og lögbrota" um hin olíu-
félögin og olíufélög SÍS hafa gert
sig sek um. Samt heimtar hann,
að hinum saklausu verði einnig
refsað!
450—500 nefndir
Aiþýðubiaðið í fyrradag segir:
„Samkvæmt heimildum, er Al-
þýðublaðið hefur aflað sér, munu
um það bil 450—500 ráð og nefnd
ir vera starfandi á vegum hins
opinbera (ríkisins) árið um
kring. Þar af eru um það bil 250
skólanefndir barna og unglinga-
skóla.“
Upplýsingar þessar munu vera
úr „Skrá um ýmsar opinberar
nefndir o. fl.“, sem forsætisráðu-
neytið hefur gefið út og barst í
pósti sama dag upplýsingar
Alþýðublaðsins birtust. Alþýðu-
blaðið segir:
„Fjölmargar nefndir hafa sem
betur fer nauðsynlcgum störfum
að gegna, en hlutverk annarra
koma leikmönnum spánskt fyrir
sjónir. Þannig eru til nefndir eins
og Dómnefnd raffangaprófun-
ar. „Jeppa“-nefnd, Ingólfsnefnd,
Meistaraprófsnefnd, Launanefnd,
Námsefnisnefnd, Tæknimenntun-
arnefnd.
íslendingar eiga sitt Öryggis-
ráð, sparnaðarnefnd, starfsmanna
nefnd („tillögur um hagfelldari
vinnubrögð í ríkisstofnunum til
að spara mannahald og annan
rekstrarkostnað“) og skipulags-
nefnd fólksflutninga með bifreið-
um. Ennfremur er nokkuð til,
sem heitir Stjórn hljómplötu-
deildar Þjóðminjasafnsins, stjórn
Nótnasjóðs íslands, Stjórn Líf-
eyrissjóðs Ijósmæðra — — — .
Til er Yfirmatsnefnd um lax og
silungsveiði — — — , Útgáfu-
stjórn Nordisk Kulturleksikon,
Stjórnarnefnd Upptökuheimilis í
Elliðahvammi, Skipulagsnefnd
prestsetra og Ábúðarlaganefnd.
Til eru enn a. m. k. 3 heiðurs-
merkjanefndir, 6 bankaráð og 8
byggingarnefndir'v