Morgunblaðið - 07.11.1959, Blaðsíða 16
16
MORGUNBL/iÐlh
Föstudagur 6. nóv. 1959
Hentugar
fermingttgjafir
Janet vissi, að Gloría hefði
aldrei svikið neinn. Ef hún hefði
veitt Rupert ást sína, hefði hún
ekki gert það í hugsunarlausri
léttúð. Gloría hefði aldrei hugs-
að meira um einkatilfinningar
sínar en skyldurnar, það var
Janet viss um. Ef hún hefði með
þvi að elska Rupert orðið að
svíkja Michael og Androvíu,
hefði hún lokað hjarta sínu fyrir
honum. Janet efaðist ekki eitt
andartak um það. Og auk þess
var Páll litli. Af bréfunum frá
henni vissi Janet, hve innilega
Gloría elskaði drenginn sinn.
Henni hefði aldrei komið til hug
ar að fórna honum. Það var blátt
áfram hlægilegtí að hugsa sér,
að hún hefði viljað sjá þann
mann, sem reynt hefði að ræna
drengnum, eins og greifafrúin
hélt að Rupert hefði gert.
Nei, það hlaut eitthvað að búa
undir framkomu Gloríu. Og nú
var ekki um annað að gera en
reyna að komast fyrir, hvað það
hefði verið. Hún varð að komast
að því sanna um Gloríu, Rupert,
Michael og Androvíu. Hún hafði
aldrei brugðizt systur sinni, og j
hún ætlaði ekki að byrja á því
nú.
Nú var ákvörðun hennar full-
mótuð.
— Mér finnst aðeins eitt hægt
að gera, sagði hún og greifafrú
in rak upp stór augu, því Janet
talaði nú með þeim myndugleik,
sem drottningu sæmdi. — Þið
hafið tilkynnt, að drottningin
væri veik — já, þá er áreiðan-
lega bezt f.ð segja, að vegna þess
ara veikinda þjáist hún enn af
minnisleysi. Þið getið sagt, að
það sé ekkert alvarlegt, en það
nægir þó til að skýra þau mis-
tök, sem mér /erða á. Með þessu
móti get ég sýnt mig á almanna-
færi mjög bráðlega.
Augu greifafrúarinnar Ijóm-
uðu og hún hneigði sig djúpt.
— Þér eruð sannarlega vor
ástkæra drottning Gloría endur-
lífguð, sagði hún hæversklega.
— einmitt svona snilldarráða-
gerð hefði hún komið með. Þetta
er prýðilegt. Ef þér hafið ekki á
móti því, ætla ég að ná í hers-
höfðingjann.
Án þess að bíða svars, tók hún
í bjöllustrenginn. Brátt komu
hershöfðinginn og Max Retchard
Þeir slógu saman hælunum og
hneigðu sig hátíðlega eins og
ætíð.
— Hvert er erindið? spurði
hershöfðinginn á sin hrjúfa hátt.
— Við eigum annríkt. Það hafa
komið slæmar fréttir. Lögreglu-
1 stjórinn tilkynnir, að almenn
óró sé í borginni. Það ganga kvik
sögur um, að drottningin sé lát-
in, og fylgjendur Ruperts hafa
það í hámælum. Þeir segja, að
langt sé síðan drottningin ók
gegnum borgina, og krefjast þess
að fá að sjá hana. Við neyðumst
til að aðhafast eitthvað.
— Það gerum við líka, sagði
greifafrúin og skýrði frá ráða-
gerð Janet.
— Prýðilegt! sagði Bersonin
hershöfðingi og leit á Janet með
sýnilegri virðingu. — Við send-
um út tilkynningu þegar í stað.
Við segjum, að líkamlega hafi
drottningin náð sér alveg, og
minnið sé að smáskýrast, en
læknarnir segi, að hún megi
ekki reyna um of á það. Það ætti
að sefa fólkið.
— Já, sagði Max, — og þegar
konungurinn ekur um borgina á
morgun, þá látum hana vera með
honum!
— En látið ekki vitnast fyrr
en á síðustu stundu, að hún verði
með, sagði greifafrúin. — Látum
það koma algerlega á óvart. Ég
hefði gaman að sjá framan í
Rupert, þegar hún birtist með
Michael!
Þrír
meginkostir
borðbúnaðar
fyrir hótel
og heimili
Eftir langa mæðu sofnaði
Janet óværum svefni, en það var
eins og hún væri ný sofnuð, þeg
ar greinfafrú Arnberg kom inn
og vakti hana. Hér virtist ekki
mikill tími til svefns.
Á meðan hún klæddist fínum
fötum af Gloríu, varð hún að
hlusta á greifafrúna, sem lagði
henni lífsreglurnar. Líf hennar
var ekki lengur hennar eign. Og
þegar hún leit í spegilinn, lá
henni við að hrópa: „Gloría!“
Þessi háa, tígulega kona með
fagra hárið sett hátt upp á höf-
uðið, gat ómögulega verið hin
látlausa Janet Hamlyn, sem
helzt vildi hafa allt fábreytt Qg
hispurslaust. Én spegillinn veitti
henni sjálfstraust. Henni fannst
hún vera drottning fram í fing-
urgóma.
En sjálfstraustið dvínaði, þeg-
ar hún heyrði undarlega smelli
og skrjáf úti fyrir og skildi, að
það voru varðmenn, sem neiis-
uðu.
„Það er konungurinn!" sagði
greifafrúin og hneigði sig alveg
niður að gólfi, þegar dyrnar opn
uðust.
Janet stóð stíf og vissi ekki,
hvað hún átti að gera þegar hann
kom inn. Þessi Michael sem
ljómaði af gullsnúrum og heið-
ursmerkjum, var svo gjörólíkur
unga hermanninum í látlausa
einkennisbúningnum, sem unnið
haLl hjarta Glcríu. Hann var
eldri, mjög fölur, dálítið hrukk-
óttur í andliti, og það var eitt-
hvað í tilliti hans, er hann leit á
Janet, sem fékk hana til að
líta niður.
Andartak var alger þögn.
„Dásamleg!" sagði Michael
loks og tók andann á lofti. „Sem
snöggvast hélt ég raunverulega,
ar það væri Gloría. Þú ert afar
falleg, Janet“.
Hún leit upp á hann og hörf-
aði ofurlítið undan, þ., svo ieit
ú sem ha..n ætlaði að kyssa
bana.
„Þetta var skelfilegt .eð Glor
íu, Michael“, sagði hún. „Ég get
ekki sagt þér hve — hve mig
tekur sárt til þín“.
Hann andvarpaði, en hélt á-
fram að horfa á hana.
— Það hafði ekki getað skeð
á óheppilegri tima, tautaði hann.
— Hefðir þú ekki verið, gætl
það hafa kostað mig hásætið.
Hún starði á hann og trúði
vart sínum eigin eyrum. Þvílíkt
tilfinningaleysi. Ekki eitt orð til
að láta í Ijós sorg vegna dauða
Gloríu.
— Vesalings Gloría, stamaði
hún.
— Hún vildi aldrei þiggja ráð.
Ég sagði henni, að hún mætti
ekki ríða þessum hesti. Líf henn-
ar var alltof dýrmætt til að kasta
því þannig burt.
— Dýrmætt fyrir þig? Gat
hún ekki stillt sig um að spyrja,
og það var sem honum skildist
loks, að henni þætti hann taka
konumissinum furðulétt.
—Já, vitanlega, sagði hann.
Þú veizt, hversu heitt ég elsk-
aði hana. En ég er hræddur um,
að þú verðir að læra hér, að við
höfum um mikilvægari mál að
hugsa en einkatilfinningar okk-
ar. Gloría var mikilsvirði fyrir
Skrifhorðslampar
VEB Auer Besteck- und Silberwerke, Aue/Sachen
Deuteche Demokratische Republik
—-------------------------------t
Jfekla
Austurstræti 14
Sími 11687.
I
1) Hvar ætli þeir Depill og
Andi súu eiginlega, pabbi. —
Þeir verða víst laglega útleiknir
í þessu vatnsviðri.
2) Vatnsflaumurinn fyrir ut-
an hellinn, þar sem Andi og
Depill eru innilokaðir, vex óð-
um.
3) Og fyrr en varið er hellis-
gólfið yfirflotið vatni.
Androvíu, af því að fólkið unni
henni. Sem drottning landsins
hefði hún aldrei átt að stofna
lífi sínu í hættu. En svo er þér
fyrir að þakka, þessu óhugnan-
lega líka útliti og hugrekki þínu,
að nú getum við bætt það upp.
Janet herti sig upp og minnti
sjálfa sig á, að hún ætlaði ekki
að láta bugast. En nú fannst
henni ennþá greinilegar en áð-
ur, að það væri margt og mikið
undir yfirborðinu, sem hún hefði
ekki enn fengið að vita. Hún
fann, að henni varð æ minna
gefið um Michael. Henni fannst
óþægilegt, hvernig hann horfði
á hana, og slapplegur og sérgæð
ingslegur munnsvipurinn var
meira áberandi en verið hafði
áður, þegar hann var í Englandi.
Hún tók líka eftir því, að þótt
þetta væri snemma dags, hafði
hann drukkið töluvert.
— Jæja, nú förum við þá út
og ökum dálítið, sagði Michael
til að gera enda á óþægilega
þögn.
— Það er gott að hugsa til
þess. Mér féll alls ekki sú til-
hugsun að aka einn — maður
veit aldrei upp á hverju skríll-
inn í borginni getur tekið. Hann
þrengir sér alltaf þétt að bíln-
um. En það er allt gott, þegar
Gloria er með, og það er hún,
þegar þú situr við hlið mér. Þeg
ar ég lít á þig, veit ég, að ég
þarf ekkert að óttast.
Aftur hörfaði hún undan, þvi
á meðan hann talaði, færði hann
sig nær og lagði höndina á hand
legg hennar.
— Hörfaðu ekki svona frá
mér, Janet, bað hann. Við verð-
um að vera mikið saman, hvort
eð er.
— Hvað er með barnið — Pál?
flýtti hún sér að spyrja.
— Hann er svo skrítinn, sagði
Michael. Hann vill ekkert hafa
með mig. Hann vill bara fá
mömmu sína. Hann yppti öxlum.
„Þú neyðist til að tala við
hann fljótlega.
— En Michael, hann mun
finna.
......gporið yóur hlaup
fl mifli maj-gra verzioaa1-
OÖRUML
ÍH
DíWJM1
Ausfcurstiæti
3Jlltvarpiö
Laugardagur 7. nóvember
8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05
Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik-
ar — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleik-
ar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20
Tónleikar.
12.00—13.15 Hádegisútvarp. — (16.25
Ffréttir og tilkynningar).
13.00 Oskalög sjúklinga (Bryndís Sig-
urjónsdóttir).
14.00 Raddir frá Norðurlöndum: Ingolf
Rogde les kvæði eftir Ivar Aasen
og Johan Herman Wessel.
14.20 Laugardagslögin. — (16.00 Fréttir
og veðurfregnir).
17.00 Bridgeþáttur (Eiríkur Baldvins-
son).
17.20 Skákþáttur (Baldur Möller).
18.00 Tómstundaþáttur barna og ungl-
inga (Jón Pálsson).
18.25 Veðurfregnir.
18.30 Utvarpssaga barnanna: „Siskó á
flækingi“ eftir Estrid Ott; III.
lestur (Pétur Sumarliðason kenn-
ari).
19.55 Frægir söngvarar: John Mc Cor-
mack syngur.
19.00 Tónleikar. — 19.30 Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
20.30 Leikrit: „Rakari greifans", eftir
Gúnther Eich, samið með hlið-
sjón af sögu eftir Nikolaj Ljes-
kov. Þýðandi: Bjarni Benedikts-
son frá Hofteigi. — Leikstjóri:
Þorsteinn O. Stephensen. Leik-
endur: Haraldur Björnsson, Ró-
bert Arnfinnsson, Valdemar Helga
son, Gestur Pálsson, Arni Tryggva
son, Baldvin Halldórsson, Klem-
ens Jónsson, Valur Gíslason, Stein
dór Hjörleifsson, Lárus Ingólfsson
Brynjólfur Jóhannesson, Jón Að-
ils, Lárus Pálsson, Gísli Halldórs
son, Þorgrímur Einarsson, Mar-
grét Guðmundsdóttir, Guðbjörg
Þorbjarnardóttir, Inga Þórðardótt
ir, Nína Sveinsdóttir, Anna Guð-
mundsdóttir og Arndís Björns-
dóttir.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Danslög. — 24.00 Dagskrárlok.