Morgunblaðið - 07.11.1959, Blaðsíða 19
Föstudagur 6. nóv. 1959
MORGUNMAÐIÐ
19
Jóhann Briem hefur um þessar mundir sýningu á málverk-
um sínum í Bogasal Þjóðminjasafnsins. Myndin hér að ofan
er af einu málverkanna, sem heitir „Hvítur hundur horfir á
himininn.“ — Sýningunni lýkur á morgun.
— Thor Thors
Framh. af bls. 11
á almennri afvopnun, verður
nauðsynlegt að taka ýmsar breyt-
ingar á stofnskrá Sameinuðu þjóð
anna til athugnar, því hún er að
miklu leyti miðuð við tilvist mik-
illa hemaðarvelda. Það er hugs-
anlegt að gera verði verulegar
breytingar á neitunarvalds-rétt-
inum, á skyldum og starfssviði
Öryggisráðsins í samanburði við
hlutverk Allsherjarþingsins, en
gefast mun nógur tími og tæki-
færi til aðgerða í þessu efni, ef
góður vilji og skilningur varðveit
ist.
Við almenna athugun afvopn-
unarmálanna verður að hugsa
fyrir margs konar framtíðarráð-
stöfunum, sem nauðsynlegar
verða til að vernda friðinn. Fyrst
þarf að íhuga stofnun alþjóðlegr-
ar lögreglu. Einhvers alþjóðlegs
valds verður þörf til að tryggja,
að alþjóðlegum lögum sé fylgt í
sambúð hinna afvopnuðu þjóða.
Það verður og nauðsynlegt að
efla til mikilla muna hlutverk al-
þjóðlegs dómstóls, og sjá fyrir
því, að þjóðir heimsins skuldbind
ist til þess að hlíta úrskurðum
hans. Mannlegt félag án laga, og
valds að baki laganna, gæti aldrei
staðizt lengi, og hlyti að leiða tii
óeirða, eða almenns glundroða.
Þá ber að athuga þá spurningu,
að hve miklu leyti væri hægt að
leyfa þjóðum að hafa innanlands
lögreglu svo að sem tryggast
væri, að hún gæti ekki ógnað
friði og öryggi annarra þjóða.
Mörg og mikilvæg vandamál verð
ur að leysa áður en samfélag þjóð
anna getur búið við almenna og
algerða afvopnun. Og jafnvel
þótt því marki yrði náð, færi
fjarri því, að öllum áhyggj-
um hefði þar með verið létt af
mannkyninu. Allt kynni svo út
að líta, sem friður ríkti á jörðu,
og þó enginn verið öruggur fyrir
því, sem hrærðist í hugum og
hjörtum manna, sem enn hefðu á
valdi sínu að stofna til ofbeldis
og árúsa. Gæti ekki sambúð mann
anna og friðnum milli þjóðanna
haldið áfram að vera hætta búin
af illum eða misráðnum mann-
legum hugsunum, af árásarráða-
gerðum stjórnenda í einstökum
ríkjum, af tilraunum til að færa
út landamæri, eða til að stofna til
byltinga í öðrum löndum, eða
blátt áfram af handaflinu einu —
uppáþrengingu og yfirtroðslu
múgahreyfinga, eins konar nýj-
um þjóðflutningum? Afvopnun
er í sjálfu sér æskileg, og myndi
verða mannkyninu til mikilla
heilla, en ef tryggja á sem full-
komnasta þjóðasambúð, verður
mannkynið að sækja vizku og
þrótt í æðstu hugsjónir hinna
ýmsu trúarbragða. Það myndi
ekki nægja að hrópa „niður með
vopnin“, þau sem gerð eru af
manninum, heldur yrðum við
líka að kveða niður vopn og vél-
ar hins illa í hugum mannanna,
allra hvata sem beinast að rang-
læti og illverkum. Meðan full-
komnara skipulag á enn langt í
land verðum við að beina at-
hygli okkar — af raunsærri sjón,
að þeim heimi, sem við okkur
blasir í dag, og hefja göngu okk-
ar í áttina til betra heims. Af-
vopnun er eitt af því, sem mest
er aðkallandi, svo að við fáum
lifað við frið og öryggi, og gagn-
kvæmt traust, og án ótta. En af-
vopnun ein breytir ekki heim-
inum. Jafnframt henni verður
okkur að lærast það sem stofn-
skrá okkar talar um: „að iðka
umburðarlyndi, og lifa saman í
friði hver við annan eins og góðir
nábúar".
Það dregur nú að lokum þess-
arar almennu umræðu. Hún hef-
ur farið virðulega úr hendi, og
þess er að vænta að ummæli
margra fyrri ræðumanna reynist
tíu-ríkja nefndinni gagnleg,
vegna þess að þau segja til um
hugmyndir og skoðanir í stjórn-
málanefndinni okkar. Það væri
mjög æskilegt, að umræðum okk-
ar lyki með tillögu, sem allar
þjóðir okkar gætu fallist á, og
samþykkt yrði hér með öllum
samhljóða atkvæðum. Það myndi
spá góðu um samkomulag og raun
hæfar niðurstöður af hálfu tíu-
ríkja nefndarinnar, og þá værum
við á leið til afvopnunar, sem er
ein af heitustu þrám allra þjóða,
og ekki sízt smáþjóðanna.
Björgunarskúta
Austurlands
í TILEFNI greinar, sem Árni
Vilhjálmsson hefur sent dagblöð-
um bæjarins til birtingar um
itjörgunarskútusjóð Austurlands,
vil ég bæta því við, að Aust-
firðingafélagið í Reykjavík
hyggst á næstunni að gefa út
rninningarspjöld til styrktar
björgunarskútusjóði Austur-
lands, auk þess sem ágóði af
síðustu árshátíð rennur til skút-
unnar, og síðast en ekki sízt vil
ég geta þess, að n. k. sunnudag
(8. nóv.) efna austfirzku átt-
hagafélögin hér í Reykjavík til
kaffisölu í Breiðfirðingabúð, og
eru það vinsamleg tilmæli mín
til Austfirðinga hér í bænum og
annara velunnara þessa göfuga
málefnis, að þeir sýni hug sinn
í verki og mæti til kaffidrykkju
i Breiðfirðingabúð á sunnudag-
inn kemur.
V ir ðingarf yllst
Reykjavík, 5. nóv. ’59
Sigmar Pétursson.
Sinfóníuhljómleikar
í Þjóðleikhúsinu
SINFÓNÍUHL J ÓMS VEIT Is-
lands heldur tónleika í Þjóðleik-
húsinu nk. þriðjudagskvöld, 10.
nóv., kl. 8,30. Stjórnandi þessara
tónleika er dr. Róbert Abraham
Ottósson og einleikari með
hljómsveitinni Rögnvaldur Sig-
urjónsson. Báðir hafa þeir ný-
lega unnið merk afrek, hvor á
sínu sviði. Róbert hlaut fyrir
skömmu doktorsnafnbót fyrir
ritgerð sína um Þorlákstíðir, en
Rögnvaldur er nýlega kominn úr
tónleikaför til Þýzkalands, þar
sem hann hlaut mikið lof fyrir
tónleika í Köln og víðar og lék
auk þess í útvarp og á plötur.
Tónleikarnir hefjast með for-
leik að óperunni „Töfraflautan“
eftir Mozart. Síðan leikur Rögn-
Pólitískur
flóttamaður
WASHINGTON, 5. nóv. (NTB
/Reuter) — Sendifulltrúi við
sendiráð Tékkóslóvakíu í
Washington hefir snúið sér til
bandarískra yfirvalda og heð-
ið um hæli fyrir sig og fjöl-
skyldu sína — sem pólitíska
flóttamenn. — Þetta var opin-
berlega tilkynnt í dag.
Það var talsmaður utanrík-
isráðuneytisins, Lincoln White
sem staðfesti það á blaða-
mamiafundi, að sendifulltrú-
inn, Frantisek Tisler, hefði
komið slíkri beiðni á framfæri.
Lincoln White sagði, að mál-
ið væri í aíhugun hjá viðkom-
andi yfirvöldum. Hann viidi
ekkert segja um, hvernig mái-
iu mundi lykta, en játaði því
aðspurður, að maðurinn hefði
komið beiðni sinni á framfæri
þegar í lok júlí eða byrjun
ágúst sl.
Enn flytzt fólk
GJÖGRI, Ströndum, 5. Okt. — í
gær var Skjaldbreið hér á suð-
urleið og fóru með henni tvær
fjölskyldur héðan úr byggðar-
laginu. Eru þær að flytja alfarn-
ar. önnur fjölskyldan fer til
Reykjavíkur og hin til Akureyr-
ar. Er þetta 10 manns alls, allt
fullorðið fólk og flest á bezta
aldri.
Það þykir góður og sjálfsagð-
ur siður í sveitum landsins, að
fylgja fólki út fyrir túngarðinn,
en oddvitinn fylgdi þessum fjöl-
skyldum alla leið til Reykja-
víkur, og ætlar hann að tala við
hina nýkjörnu þingmenn okkar
um hið ískyggilega útlit, sem
hefur verið hér undanfarin ár,
er fólk hefur flutzt tugum sam-
an úr Árneshreppi á ári hverju
vegna atvinnuleysis. — Regína.
F élagslíf
fþróttafélag Keflavíkurflugvall-
ar tilkynnir:
Körfuknattleiksæfingar I.K.F.
verða framvegis á sunnudögum
kl. 17.00 í íþróttasal Varnarliðs-
ins (skólanum). Nýir félagar vel-
komnir
Stjóm I.F.K.
KR Skíðadeild:
Mætum öll í sjálfboðavinnuna
í Skálafelli um helgina. Farið
verður frá Varðarhúsinu kl. 2 á
laugardag.
Stjórnin
Skíðadeild ÍR:
Nú verða allir «ið mæta í
Hamragilið um helgina, svo hægt
sé að dvelja í hinum nýja skála
í vetur. Verum samtaka og mok-
um öll með hamar og sög.
Ferðir frá BSR laugard. kl. 2
og 6 e.h.
valdur píanókonsert nr. 1 í C-
dúr eftir Beethoven ,og hefir
þetta undurfagra verk ekki
heyrzt hér mjög lengi. Eftir hlé
verða flutt verk, sem aldrei hafa
verið flutt hér á tónleikum áð-
ur: Sinfónía í C-dúr eftir Bizet
og slavneskir dansar eftir
Dvorák. — Bizet, höfundur
óperunnar „Carmen", samdi
ekki nema þessa einu sinfóníu
og var þá aðeins 17 ára gamall.
Hún er full af æskuþokka, leyn-
ir ekki áhrifum frá fyrirrrenn-
urum tónskáldsins, bæði Vínar-
meisturunum og frönskum höf-
undum, en er þó um sumt frum-
leg, og ýmislegt er þar, sem
bendir til hins fullþroska Bizet.
— Dvorák samdi tvo flokka af
slavneskum dönsum, op. 46 og
op. 72. Fyrri flokkurinn var með-
al þeirra verka tónskáldsins,
sem fyrst unnu honum vinsældir
víða um lönd. Dansarnir fjórir,
sem fluttir verða á þessum tón-
leikum, eru úr síðari flokknum,
og eru þeir eigi síður fagrir og
áheyrilegir. Allir eru dansarnir
í þjóðlegum og alþýðlegum stíl,
hljóðfallið frísklegt og hljóm-
sveitarbúningurinn litríkur og
glæsilegur.
Ný fiskbúð
í Hafnarfirði
HAFNARFIRDI. — Á fimmtu-
daginn var opnuð hér fiskbúð að
Reykj avíkurvegi 3 og rekur hana
HaJlgrímur Steingrímsson. Búðin
sjáif er 22 ferm. og hin snyrti-
legasta flísalögð og hin bjart-
asta. Áfast við hana er allstórt
geymslu- og vinnupláss, þar sem
Hallgrímur kveðst, er fram líða
stundir, koma fyrir ísklefa, reyk
húsi og klefa til að þurrka fisk.
Var orðin mikil þörf fyrir fisk-
búð hér í miðbænum, því að síð-
an Jóngeir hætti, hefir oft verið
erfiðleikum háð að fá hér fisk
og langt að fara. — Kveðst Hall-
grímur munu reyna að hafa á
boðstólum allar þær fisktegund-
ir, sem fyrir hendi eru hverju
sinni. — Búðin er opin kl. 9—12
og 4^-6. — G.E.
Innflutnings-
bömltir afnumdar
PARÍS, 6. nóv. — Frakkar munu
innan næstu tveggja ára upp-
hefja allar takmarkanir á inn-
flutningi frá dollarasvæðinu og
V-Evrópulöndum. Pinay, fjár-
málaráðherra, viðhafði þessi um-
mæli í dág, er hann hóf umræð-
ur um fjárlagafrumvarp frönsku
stjórnarinnar.
Nú þegar verða afnumdar tak-
markanir á innflutningi á ýmsum
vörutegundum frá Bandaríkjun-
um, Kanada og 11 OEEC-löndum.
-Lét Pinay mjög vel yfir fjármála
ástandinu.
□-
Sastifcofiiftiir
Kristniboðsfélag kvenna í
Reykjavík
heldur sína árlegu fórnarsam-
komu í húsi kristniboðsfélaganna
Betaníu, Laufásvegi 13, laug-
ard. 7. nóv. kl. 8.30 e.h.
Dagskrá:
1. Kristniboðsþáttur, Bjarnl
Eyjólfsson, ritstjóri.
2. Einsöngur: Frú Astrid
Hannesson.
3. Hugleiðing o. fl.
Tekið á móti gjöfum til kriStni
boðsins í Konso.
Góðir Reykvíkingar! Styrkið
okkur í góðu verki. — Stjómin.
Kristniboðshúsið Betanía,
Laufásvegi 13:
Á morgun: Sunnudagaskólinil
kl. 2 e.h. öll börn velkomin.
ZÍON, Óðinsgötu 6.
Samkomiur á morgun, sunnu-
dagaskóli kl. 10. Almenn sam-
koma kl. 20,30.
Hafnarfjörður: Sunnudaga-
skóli kl. 10. Almenn samkoma
kl. 16. Allir velkomnir. Heima-
trúboð leikmanna.
Fíladelfía:
Safnaðarsamkoma í kvöld,
laugardag kl. 8,30.
K. F. U.M.
Á morgun kl. 10 f.h. Sunnu-
dagaskólinn, kl. 1,30 e.h. —
Drengjadeildirnar á öllum stöð-
unum kl. 8,30 e.h. Bænasamr
koma. Bænavikan hefst. Gunnar
Sigurjónsson cand. theol. talar.
Allir velkomnir.
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu mér mikla vin-
áttu og tryggð á 70 ára afmæli mínu 3 nóv. s.l.
Jóel Fr. Ingvarsson
Innilegar þakkir færi ég öllum þeim er glöddu mig
með heimsóknum, gjöfum, blómum og skeytum á 60
ára afmælisdegi mínum.
Skólastjóra og kennurum Melaskólans færi ég sérstak-
ar þakkir fyrir mér sýndan hlýhug og virðingu.
Henny Kristjánsson
Eiginmaður minn,
KÁRI SIGURÐSSON
lézt 4. þ.m. að heimili sínu, Álfheimum 62.
Guðríður Guðlaugsdóttir
Þakka innilega auðsýnda samúð og vinarhug við and-
lát og jarðarför systur minnar
JÓNlNU JÓNASDÓTTUR
Sólrún Jónasdóttir
Það tilkynnist vinum og vandamönnum að
GUÐMUNDUR JÓNSSON
fyrrv. baðvörður
andaðist að Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund þann 5.
þ.m. 103 ára gamall.
Oddný G. Jónsdóttir