Morgunblaðið - 07.11.1959, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.11.1959, Blaðsíða 8
8 MORCUTSfíLAÐIÐ Fostudagur 6. nóv. 1959 Ui SKÁK 111 í Zagreb, 5. 10. ÍSFTIRFARANDI skák er tefld í 16. umferð og á Friðrik þar í höggi við hinn örugga Petro- sjan. Skákin er ekki ýkja skemmtileg, en það má greina þunga undiröldu, eins og í svo mörgum af skákum Friðriks. Hvítt: T. Petrosjan. Svart: F. Ólafsson. Nimzoindversk vörn. 1. c4, e6, 2. Rc3, Rf6, 3. d4, Bb4, 4. e3, c5, 5. Rge2. Þessum leik er oftar leikið eftir 4...0—0, en það er einnig mögulegt að leika honum á þessu stigi málsins. 5......d5, 6. a3, Bxc3t Hér er önnur leið 6.....cxd4. 7. exd4, Be7, 8. c5, Rc 6, með mjög flóknu tafli. 7. Rxc3, cxd4, 8. exd4, dxc4, 9. Bxc4. Hernaðaráætlun svarts hefur nú komið í ljós. Hvítur hefur fengið einangrað peð á miðborðinu, sem svartur reynir síðan að hefta með því að leika Rc6 — e7 — d5, en þessi áætlun nær því aðeins tilgangi sínum að svartur þurfi aldrei að drepa með e6 peðinu til d5, því þá hefur hann sjálfur fengið sams konar veikleika í sína stöðu. í kaupbæti fyrir einangr- að d-peð fær hvítur biskupa- parið, sem mörgum skákfræð- ingum þykir nægileg uppbót. 9 ....Rc6. 10. Be3. 10. d5 væri aðeins beiðni um jafntefli eftir 10 ....xexd5. 11. Rxd5, Be6. 10..... 0—0, 11. 0—0, b6, 12. Dd3, Bb7, 13. Hadl, h6. Nauð- synlegt vegna hótunarinnar Bg5. 14. Hfel, Re7, 15. Bf4, Hc8, 16. Be5, Rfd5, 17. Rb5. Leikur, sem lítur vel út, en er ekki að sama skapi sterkur. Ég hefði kunnað miklu betur við leik eins og 17. Ba2 ef t. d. xc3, 18. bxc3, Rg6, 19. Bg3 og hvítur hefur mörg sóknarfæri. T. d. með He3 og h4. Ef svartur reyndi 17........ Rg6 þá 18. Rx6xRe4. 17.......... Ba6”. 18. a4, Rf5. 19. b3, Ha8. Þvingað vegna Rxa7. 20. Df3. — Petrosjan hefur algjörlega mis- heppnazt hernaðaráætlun sín. Ef við athugum stöðu hvítu mann- anna þá sjáum við fljótlega að þeir eru ekki rétt staðsettir þeg- ar miðað er við að hvítur hefur einangrað miðborðspeb. Auðvit- að verður hvítur að beina þeim að kóngsstöðu svarts en ekki að drottningarvæng. Ég vil nú hiklaust telja svörtuna stöðuna betri. 20....Bb7, 21. Dg4. — Sóknin, sem kom of seint. ■— 21.....Dg5, 22. h3, Hfd8, 23. Bd3, Hd7, 24. Dxg5, hxg5, 25. Bxf5, exf5, 26. Rd6, f6, 27. Rxb7, Hxb7. 28. Bd6, Kf7, 29. Hcl, Had8, 30. Hc6. Að öðrum kosti kemur Rf 4 og vinnur d-peðið. 3<f. .... Hb—d7, 31. Ba3, Hh8, Hee6, Hhd8, 33. Kfl, Rf4, 34.Hed6, Hxd6, 35. Bxd6. Ef 35. Hxd6, Hx d6 36. Bxd6 Re6 37. Bb8 a6 38.Ba7 b5, 39. Ke2, Ke7, 40. Ke3, Kd6 og hvítur er í miklum erfiðleik- um. 35.......Re6, 36. d5, Rd4, 37. Hc7f Kg8! Vel leikið. Ef 37. .... Kg6, 38. Ba3 og hvítur myndi vinna leik síðar með Bf8 og hóta peðinu á f6. 38. Be7, Hxd5, 39. Hxa7, Rxb3, 40. Hb7, Rd2t, 41. Ke2, Rc4. Biðleikur Friðriks. 42. Bb4, He5t, 43. Kfl, He8, 44. Ha7! Bezta vörnin. Ef 44. Hc7, Rb2! 45. a5, Rd3! 46. Bc3, bxa5, 47. Bxa5, Hb8! og hrókur- inn og riddarinn vinna svo vel saman að mjög erfitt yrði fyrir hvítan að halda stöðunni. 44.. .f4, 45. Bc3” Kh8. Tilraun til þess að fiska eftir afbrigðinu, sem ég gaf upp áðan. 46. Hc7. Petro- sjan lætur ekki ánetjast. 46.... Rd6, 47. Hc6, Re4, 48. Bel, Hb8. Ef 48.....Ha8, 49. Hxb6, Hxa4, 50. Hb4. 49. f3, Rg3t, 50. Bxg3, fxg3, 51. Hc4, Hd8, 52. Ke2, Hd5! Skákin er vitaskuld ekkert nema jafntefli, en það finnst ein og ein gildra sem hvítur þarf að vara sig á.53. f4!, gxf4, 54. Hxf4, Hc5, 55. Hb4(?) Gefur svörtum aukna möguleika, sem ættu þó ekki að nægja til vinnings. Bezt var 55. Kf3. Hc3t, 56. Kg4, Hb3, að öðrum kosti Hb 4. 57. Hf3, Hb4t, 58. Hf4, Hxf4, 59. Kxf4, Kg8, 60. Kxg3 og jafntefli ætti ekki að vera langt undan. — 55...... Hf4!! 56. Hxb6, Hf2t, 57. Ke3, Hxg2, 58. Kf3, Ha2, 59. Kxg3, Hxa4. Slíkar stöður hafa komið upp í tugum kappskáka, og eru það sem skákfræðin nefn- ir jafntefli með beztu tafl. mennsku. — 60. Hb3. — Eg myndi kunna vel við leik eins og 60. h4 og svartur kemst ekki fet áfram. 60.....Kh7, 61. Hc3, Kh6, 62. Hb3, Kg5, 63. Hc3, f5, 64. Hc8? Eftir þennan afleik lendir Petrosjan í miklum erfið- leikum sem honum tekst ekki að bjarga sér út úr. Betra var vita- skuld að leysa svörtum að leika f4 og fara þá af stað með hrók- inn. 64.....Ha3t, 65. Kg2, Kf4, 66. Hc4t — Það hefði orðið erfitt fyrir svartan að komast lengra eftir 66. Hc2. Það er eins og Petrosjan sé búinn að.gefast upp en ef til vill á þessi yfirsjón ræt- ur sínar að rekja til þess hávaða er barst frá fólkinu utan af göt- ÞETTA eru gamanteikningar úr júgóslavnesku blaði þar sem skákmennirnir eru hafðir að skotspæni. Blaðið er nánar tiltekið frá Zagreb og efst eru garparnir á hlaupum í þeirri röð, sem þeim í Zagreb hefur sýnzt að verða mundi á þeim við endamarkið. Frekari skýr- ingar eru þessar. 1) Nú snýst allt um skák- ina og hillurnar í' skóbúð- inni eru jafnvel orðnar að skákborði, því hann spyr kon- una eftir að hafa dregið fram ósköpin öll af skóm: — Þér viljið líklega ekki máta þessa á G-7? 2) Tal og Petrosjan eru ró- legir yfir skákinni, annar les íþróttablað, hinn skákblaðið. 3) Einn áhorfenda kallar: Skýringarnar eru rangar, við héimtum réttlæti! 4) Bobby var fús til að gefa öllum eiginhandaráritun. 5) Þessi mynd á að sýna hvernig skrifstofufólk í Za- greb varði vinnutímanum meðan á mótinu stóð. 6) Friðrik er alltaf í tíma- þröng og Tal sprettir úr spori. 7) 1 Júgóslavíu eru tafl- mennirnir nefndir „vinnu- menn“ — og bílstjóranum er ekkert gefið um „vinnu- menn“, þeir aka hvorki í bíl né þeysast á reiðhjóli. 8) Klukkan varð Benkö æði oft þung í skauti. 9) Fischer er yngstur og nýtur hann hylli ungmeyja. unni og eins þess er statt var í skáksalnum. Ég hef aldrei kynnzt öðrum eins látum í skáksal eins og hérna í Júgóslavíu. 66...... Ke3, 67. Kg3, g5, 68. h4? Eftir þennan leik er hvítui gjörsam- lega glataður. Betra var 68. Hc2. 68......Kd3! 69. Hb4, Kc3! 70. Hb8, Kd4, 71. Kg2, g4, 72. h5, Hh3, 73. Hh8, Ke5, 74. h6, Kf6, 75. Hf8t, Kg6, 76. Hg8f, Kxh6 og hvítur gafst upp. Ef 77. Hh8f, Kg5, 78. Hxh3, gxh3, 79. h, Kf4 og vinnur. Fjöldi manns hafði safnazt saman fyrir utan skákstaðinn og fylgzt með skákinni af stóru sýningarborði. Fólkið tók nú að hrópa á Ólafsson og varð hann að fara út á svalir og veifa fjöld- anum. Sennilega hefur þetta ver- ið nokkur upjbót á tapi Gligoric í annari umferð gegn Tal. ★ Hvítt M. Tal. Svart: V. Smyslov. Karo-Kan. I. e4, c6; 2. cl3, d5; 3. Rd2, c5; 4. Rf3, Rd7; 5. d4! Þessi leikur er ekki ákaflega sannfærandi, því pað hefur tekið hvítan tvo leiki að leika d2—d4 í stað þess að venjulega nota menn aðeins einn leik til þess. Það eina sem rétt- lætir þennan leik er að hann kem ur Smyslov á óvart og opnar stöð una, en í opnum stöðum kann Tai vel við sig. 5. — dxe4; 6. Rxe4, exd4; 7. Dxd4, Rgf6; 8. Bg5, Be7; 9. 0-0-0, 10. Rd6, Da5; II. Bc4! Nú hefjast vendingar í anda Aljechin. 11. — b5; tó. Bd2! Ekki dugar að leika hér 12. Bb3, vegna c5 og ef 12. Rf5 þá Bc5 og vinnur mann. 12. — Da6; 13. Rf5, Bd8; 14. Dh4, bxc4; 15. Dg5 Mát- hótun í 15. leik, það verður að teljast til nokkurra tiðinda á slíku móti. 15. — Rh5? Hér kvaðst Smyslov geta haldið jafntefli, þegar þeir fóru að rann® saka skákina eftir á. T. d. 15. — g6; 16. Bc3, Dxa2 og ef 17. Hxd7 þá Bxd7; 18. Rh6f, Kg7. Betra virðist því 17. Rh6t, Kg7; (Ekki h8 vegna Hxd7!) 18. Rf5t. 16. Rh6t!, Kh8; 17. Dxh5, Dxa2; 18. Bc3, Rf6; 19. Dxf7!! Kjarninn í kombinasjóninni. Hót- ar Hxd8 Dg8 og mát á f7. 19. — Dalt. Ef 19. — Bg4 þá Rfg5; 20. Kd2, Hxf7; 21. Rxf7, Kg8; 22. Hxal, Kxf7; 23. Re5t, Ke6; 24. Rxc6, Re4t; 25. Ke3, Bb6f; 26. Bd4 og Smyslov gafst upp. Þessi sigur er óneitanlega full uppbót á ósigrinum í fyrstu um- ferð. IRJóh. Kirkjuvika og presia- fundur í Seifosskirkju Á SUNNUDAGINN kemur hefst á Selfossi kirkjuvika Selfosssafn aðar. Er þetta þriðja kirkjuvikan sem séra Sigurður Pálsson prest- ur á Selfossi, gengst fyrir í söfn- uði sínum. Á sunnudagskvöldið hefst kirkjuvikan með messu í kirkj- unni kl. 8,30. Biskup landsins, herra Sigurbjörn Einarsson, verð ur viðstaddur og mun tala í kirkj unni. Einnig predikar síra Jón Árni Sigurðsson prestur í Grinda vík. Á mánudaginn verður haldinn í Selfosskirkju aðalfundur Presta félags Suðurlands. Aðalefni fund arins verður samstarf presta og starfshættir innan kirkjunnar, til að mæta breyttum kringumstæð- um þjóðfélaginu. Munu séra Garðar Svavarsson prestur Laug arneskirkju, séra Jón Þorvarðsson prestur Háteigssóknar og séra Sigurður Pálsson reifa málið á fundinum. Þá um kvöldið verður sam- koma í ki'rkjunni og munu þrír prestar tala, þeir séra Gunnar Árnason, séra Sveinbjörn Svein- björnsson í Hruna og séra Arn- grímur Jónsson í Odda. Á þriðjudagskvöldið flytur séra Jóhann Hannesson prófessor erindi. Á miðvikudagskvöld verð ur enn flutt erindi og er það Ólafur Ólafsson kristniboði sem þá talar. Á fimmtudagskvöldið kemur til fyrirlestrahalds á kirkjuvikunni prófessor Þórir Þórðarson. Á föstudags og laug- ardagskvöld verða sérstakar æskulýðssamkomur í Selfoss- kirkju og þar tala þeir Kolbeinn Þorleifsson stud. theol. og Frans Halldórsson stud. theol. og á æskulýðssamkomunni seinna um kvöldið talar séra Bjarni Jóns- son vígslubiskup. Kemur þá með honum kór KFUM. Ýmsir söngv- arar verða fleiri kvöld vikunnar, en samkomur allar hefjast klukk an 8,30 á kvöldin og eru þangað • allir velkomnir. — Ambassador Framh. af bls. 6. Þá eru vafalaust á listanum áætianir um að reisa mikla trjá- vöruverksmiðju í Kirkjunesi í N- Noregi í samstarfi við Finna, en henni yrði að fylgja miklar sam- göngubætur í Norður Finnlandi Framkvæmdir á sviði námu- graftar koma einnig til greina og einnig eru að sögn Trygve Lie á listanum iðnaðarfyrirtæki á algerlega nýju sviði. Hversvegna velja menn Noreg? Um leið og Trygve Lie flýgur til útlanda er norska stjórnin að undirbúa ýmsar hliðarráðstafan- ir til að laða að erlent fjármagn. Gefinn hefur verið út svolítill bæklingur á ensku, sem nefnist „Why investors pick Norway“ eða „Hversvegna velja menn Noreg til fjárfestingar", og inn- an skamms mun koma út stór hanbók á ensku sem á að inni- halda allt sem hægt er að hugsa sér að erlendir auðjöfrar hafi áhuga á að vita um norskt efna- hagslíf og framleiðslufyrirtæki. Norðmenn geta m. a. boðið upp á ótakmarkaða vatnsorku og stöð ugleika í efnahagsmálum. Þeir hafa líka ætíð staðið vel í skilum með afborganir af lánum. Hins- vegar vekur það ekki traust er- lendis, að flokkur með sósíalíska yfirhöfn er við völd og skatta- löggjöf og verðlagslöggjöf er ó- hagstæðari en í mörgum öðrum löndum. En stjórnin hefur við góð orð að breyta þessu síðasta, eða að gefa t. d. skattaundan- þágur. Stjórnarandstæðingar í Noregi standa álengdar og horfa kald- hæðnislega á. Það er talað Jilá- lega um hjónaband norsks sósíal isma og amerísks kapitalisma. En um hitt efast enginn, að Trygve Lie sé tilvalinn maður í embætti „dollara-ambassadorsins", því að enginn norskur maður nýtur þvl- líks álits sem hann á alþjóða- vettvangi. Þ. Th.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.