Morgunblaðið - 07.11.1959, Blaðsíða 10
10
MORCUNfíT4fíl 9
Fösfuclagur 6. növ. 1959
iðnMðfrtfr
tJtg.: H.f. Arvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargald kr 35,00 á mánuði innamands.
I lausasölu kr. 2.00 eintakið
UTAN UR HEIMI
VIÐRÆÐUR UM STJORNAR-
MYNDUN
Svo sem frá hefur verið
sagt í blöðum, eru nú
hafnar viðræður um
möguleika á stjórnarmyndun
milli fulltrúa Alþýðuflokks og
Sjálfstæðismanna. Enn eru þess-
ar viðpæður á könnunarstigi.
Verið er að athuga hinn mál-
efnalega vanda, sem fyrir hendi
er, og verður því ekkert um það
sagt, hvort samkomulag næst
eða ekki.
Nú þegar er þó séð, að þessar
viðræður hafa valdið miklum
vonbrigðum hjá þeim, er hugðu
á endurreisn V-stjórnarinnar. —
Tíminn segir í gær:
„Viðræður hafnar milli íhalds
og krata um stjómarmyndun.
Alþýðuflokkurinn svarar ekki
bréfi frá Framsóknarflokknum
um myndun vinstri stjórnar“.
Vonbrigðin skína út úr hverju
orði. Tíminn reynir helzt að ' stjórn.
hugga sig við að fjölyrða um
ótta Þjóðviljans!
Hugarangur Tímans og Þjóð-
viljans segir hins vegar lítið um,
hvernig stjórnarmyndunartil-
raunir muni raunverulega ganga.
Engin ástæða er til að dylja sig
þess, að mikil og erfið vandamál
bíða úrlausnar.
Miðað við yfirlýsingar flokk-
anna fyrir kosningar getur eng-
um dulizt, að þó að Sjálfstæðis-
menn og Alþýðuflokk greini á
um margt, þá er þó líklegast, að
þeir geti komið sér saman um
raunhæfa úrlausn þess vanda,
sem við er að etja. Það verður
að kanna til hlítar.
Saman hafa flokkarnir rífan
meirihluta á Alþingi og nær
55% fylgi meðal kjósenda. Ef
þeim kemur málefnalega saman,
hafa þeir því öll skilyrði til þess
að tryggja landinu starfhæfa
MENNINGARÞJOÐ?
Islenzka þjóðin hefur lengi
verið talin til menning-
arþjóða, og hefur sjálf
talið sig vera framarlega í þeim
flokki. Margt bendir til, að
þetta sé rétt mat en því miður
er ljóður á' Hér kunna allir að
lesa og skrifa, áhugi er veruleg-
ur, jafnvel mikill, á bókmenntum
og listum, þrifnaður er allmikill
og fer vaxandi og fleira mætti
telja.
Á neikvæðu hliðinni mætti
einnig gera upptalningu, en hér
verður aðeins eitt gert að um-
talsefni, og jafnframt eitt hið
alvarlegasta, en það er almenn
umgengni, sem er ekki á hærra
stigi en svo, að erfitt er að verja
ýmis verðmæti skemmdum.
Ekki er langt síðan, að sagt
var frá því í blöðum, að brotið
hefði verið af styttu, sem komið
hefði verið upp á almannafæri
Og að höggmynd hefði verið ötuð
tjöru. Og nú alveg nýlega var
skýrt frá því hvernig unglingar
valda stundum stórskemmdum í
strætisvögnum, einkum með því
að skera bök og setur með hníf-
vm. Flestir þekkja hvemig farið
er með hin nauðsynlegu strætis-
vagnaskýli. í sambandi við þau
brýzt ómenningin fram í
sinni frumstæðustu mynd og
jafnvel dagleg hreinsun nægir
ekki til þess að fólk hafi full not
skýlanna. En sum skýli hafa orð-
ið fyrir svo miklum skemmdum,
að þau hafa verið, eða verða,
tekin niður.
Itrekaðar tilraunir til að bæta
þrifnað á götum úti, með því að
setja upp ílát fyrir rusl, hafa að
miklu leyti farið út um þúfur,
þar sem ílátin hafa verið
skemmd. Og lengi var það í tízku,
þó að eitthvað muni hafa dregið
úr henni, að rífa upp bekki á
almannafæri. 1 þessum tilfellum
eru það menn með töluverða
líkamskrafta, en litla háttvísi,
sem eru að sýna hvers þeir eru
megnugir. Sumir myndu segja,
að þetta gerðu aðeins fullir
menn. En er það nokkur afsök-
un?
Eitthvað mun hafa dregið úr
því, að skyttur notuðu hættu-
merki á vegum úti fyrir skot-
mörk, en samt eru þau í stöð-
Piccadilly Circus í Lundún-
um er frægur staður, sem
flestir ferðamenn kannast vel
við. Sagt hefur verið um
þennan stað — auðvitað ekki
í fullri alvöru — að ef maður
gæti beðið þar nógu lengi,
mundi maður hitta þar alla
sína kunningja. Piccadilly
Circus hefur verið nefndur
„hjarta brezka samveldisins"
— og margar fleiri nafngiftir
hefur hann hlotið, sem við
skulum ekki vera að telja upp
hér.
En sú kemur tíð, o"g það
fyrr en varir, að Piccadilly
Circus verður ekki hirm sami
og áður — svo að „gamlir
kunningjar“ munu tæplega
þekkja sig þar. Á næstu árum
er meiningin að rífa til
grunna hinar gömlu bygging-
ar umhverfis torgið og reisa
þar síðan mikil og há-nýtízku
leg verzlunarhús, þar sem
nægt rúm skal vera fyrir risa-
ugri hættu eins og bekkimir í
bæjunum. Á sumum fegurstu
stöðum landsins er umgengnin
slík, að fá verður sjálfboðaliða
til að hreinsa eftir gestina eða
ætti e. t. v. heldur að segja
skrílslæti íbúa menningarlands-
ins?
Þessi upptalriing er langt frá
því að vera tæmandi, en gefur
nokkra hugmynd um ástandið.
Þó er ekki talið það, sem er eitt
hið alvarlegasta, en það er um-
gengnin um skipbrotsmannaskýli
og eyðibýli með ströndum fram.
Hvort tveggja þetta, og þó eink-
um hið fyrrnefnda, getur, bjarg-
að mannslífum, en þó eru rúður
brotnar, matvælum stolið og þau
skemmd, sem og eldsneyti. Von-
andi er það rangt, sem sumir
segja, að jafnvel sjómenn hafi átt
þátt í síðastnefndu skemmdar-
verkunum.
Hvernig yrði sjómanni innan-
brjósts, ef hann kæmi skipreka
að skipbrotsmannaskýli, sem
hann hefði sjálfur tekið þátt í að
skemma og ræna?
Óhætt mun að fullyrða, að
það er mikill minnihluti þjóðar-
innar, sem setur þennan ómenn-
ingarstimpil á hana, en hópur-
inn er samt óhugnanlega fjöl-
mennur. Og þjóðfélagið er að
miklu leyti varnarlaust gagn-
vart þessari plágu. Það er aug-
ljóslega ekki vinnandi vegur, að
hafa laganna verði alls staðar ná-
læga, þar sem skemmdarfýsn og
aðrir lestir geta fengið útrás. Ein
asta vonin er því fólgin í heil-
brigðara almenningsáliti og því,
að börn og unglingar verði þann-
ig upp alin, að það endist þeim,
sem gott veganesti, allt lífið.
Aðalskyldan liggur hjá for-
eldrum, en skólarnir verða líka
að gera sitt bezta. Menningarleg
umgengni og tillit til náungans
og þjóðfélagsins er ekki minna
virði, en aukin þekking á ýms-
um almennum fræðigreinum, 1 mer“.
sem kenndar eru. Vandamálið er
svo alvarlegt og á svo háu stigi,
að tæpast er von skjótra umbóta,
en því meiri nauðsyn er sam-
stilltra átaka, til þess að þjóðin
fái einhvern tíma rekið þessa ó-
menningu af höndum sér.
Churchil I-siyifan
SÍÐASTLIÐINN laugardag var
afhjúpuð stærðar-myndastytta
(nær 2,60 m.) af Churchill gamla
í kjördæmi hans Woodford. Mynd
höggvarinn heitir David McFall.
Listgagnrýnendur eru yfirleitt
litt hrifnir af styttunni — hafa
sumir Iátið orð um það falla, að
hún líkist fremur górilluapa en
hinum víðfræga stjórnmálaskör-
ungi! — Aftur á móti virtist gamli
maðurinn hinn ánægðasti með
verkið. Þegar styttan var afhjúp-
uð, drundi í honum: „Þetta er
allra snotrasta likneski — bara
Það var Montgomery marskálk
ur, sem afhjúpaði siyttuna og
mælti nokkur orð í tilefni þess.
Á raeðan hann var að tala, hneggj
aði einn af hestum viðstaddra
lögreglumanna nokkrum sinnum
mery varð að gera hlé á máli
sínu. Hin gamla stríðshetja gat
illa leynt gremju sinni yfir svo
óviðurkvæmilegri truflun á hátíð
legri stund — en Churchill gamli
brosti í kampinn og hafði sýni-
lega býsna gaman af. — Mont-
gomery sagði m.a., að komandi
kynslóðum bæw að minnast þess
hvernig Churchill hefði „tekið
harðstjórnina kverkataki og hrif-
ið frelsið úr klóm hennar . . .“
í ræðu, sem Churchill flutti
við þetta tækifæri, Iýsti hann
bjartsýni sinni á framtíðina, sem
væri „full af fyrirheitum“. —
Á meðfylgjandi mynd sjást þeir
ChurchiII og Montgomery til
vinstri, en til hægri er mynda-
styttan — og geta menn nú sjálfir
dæmt um, hvort hún líkist meira
„gamla manninum“ — eða gór-
svo hressilega, að Montgo- illw
auglýsingar
skreytingar.
og neon-ljósa-
Til vinstri á myndinni sést
„norðurhlið“ Piccadilly Cir-
cus, eins og hún lítur út í dag
— en til hægri er teikning af
risabyggingu þeirri, sem ætl-
unin er að verði risin á þess-
um stað í lok ársins 1962. Það
verður 13 hæðir. Á neðstu
hæðunum verða aðallega
verzlanir, síðan veitingasalir,
skrifstofur o. s. frv. — Mikið
verður um stórar auglýsingar,
eins og áður segir, og verður
stór „krani“ staðsettur upp á
þakinu til þess að skipta um
auglýsingaspj öldin.
Til huggunar gömlum kunn
ingjum Lundúna skal það tek-
ið fram, að eitt höfuðtákn
Piccadilly Circus, Erosar-
styttan, mun standa af sér öll
þessi umbrot....
Xavier Cugat
í hneykslinu
WASHINGTON. — Fyrir nokkru
komst upp um mikið hneyksli í
safnbandi við sjónvarpsspurn-
ingaþætti í Bandaríkjunum.
Kom m.a. í ljós, að prófessor
nokkur við Columbia-háskólann,
sem oft hefir komið fram í þætt-
inum og var orðinn nokkurs kon
ar þjóðhetja í Bandaríkjunum
vegna „gáfna“, hafði fengið að
vita svör við spurningum sín-
um fyrirfram. Hafði þessi mað-
ur, Charles Van Doren, 129 þús.
dollara upp úr krafsinu á sínum
tíma.
En nú beinast spjótin að fleir
um. í þetta skiptið er það rumbu
kóngurinn Xavier Cugat, sem
einnig fékk að vita svörin fyrir-
fram. Viðfangsefni hans var um
þá músík, sem hann dýrkar, —
og þær spurningar, sem hann
gat ekki svarað — fyrir þáttinn
— fékk hann óðar að vita. f hans
hlut komu 16 þús. dollarar, en
hann segir obbann af því hafa
farið í skatta og fieiri útgjöld.
Þá er 11 ára gömul telpa, sem
vann 32 þús. dollara í afar erfið-
um spurningum um músík. Og
fleiri munu eiga hér hlut að
máli, en yfirheyrslur standa yf-
ir— og böndin berast að æ fleir-
um. Stjórnendur þáttanna hafa
að sjálfsögðu verið teknir fynr.
Eins og að líkum lætur, hefir
fólk nú fengið mikla andúð á
þáttum þessum, og að vonum
hætt að hafa trú á þeim.