Morgunblaðið - 18.11.1959, Side 2

Morgunblaðið - 18.11.1959, Side 2
2 MORCVNBT/AÐIÐ Miðvik'udagur 18. nóv. 1959 — Mikojan Framh. af bls. 1. sem hann var innan um íslend- ingana. Flugvélin lagði af stað frá Moskvu um kl. 6 í gærmorgun eftir íslenzkum tíma og lenti á Keflavíkurflugvelli um 10-leytið, eins og fyrr getur, eða nákvæm- lega eftir 4 klst. 52 mín. flug. 1 fyrstu var ráðgert, að flug- vélin færi beint til Gander, en vegna þess hve veður var gott í Keflavík, var ákveðið að hafa þar viðdvöl. Þegar fréttamenn Morgun- blaðsins voru á leiðinni suður á Keflavíkurflugvöll um morgun- inn ,brutust rauðir geislar morg- unsólarinnar undan skýjaþykkn- inu skammt fyrir sunnan Keili: — Mikojan verður áreiðanlega í góðu skapi í dag, sagði ljósmynd- arinn og átti það eftir að koma á daginn. Þegar starfsmenn Keflavíkur- flugvallar höfðu sett landgöngu- brúna að vélinni, gekk sendi- herra Sovétríkjanna inn í vélina ásamt Helgu Tryggvadóttur, flug- freyju, en skömmu síðar birtust þau aftur í dyrunum með bros- andi Mikojan á milli sín. Hann er lágur maður vexti með svart yfirskegg og dökkt liðað hár, sem hann greiðir beint aftur. Hann er örlítið farinn að hærast, enda ekki að ástæðulausu, því marga erfiðleika hefur hann þurft að glíma við á viðburðaríkri ævi (sjá nánar á bls. 18). — Mikojan brosir oft og hefur gam- an af að segja „brandara“. Rúss- amir, sem kringum hann eru, setja sig aldrei úr færi að hlæja af lífs og sálarkröftum að gam- anyrðum ráðherrans og minnir það á kennara, sem hefur gaman af að láta lærisveina sína hlæja í tímum. Óhætt er líka að full- yrða, að þeim mönnum, sem hittu Mikojan að máli á Keflavíkur- flugvelli í gærmorgun, hafi þótt hann þægilegur maður í um- gengni. Hann lék á als oddi, eins og fyrr getur, og naut sín eink- arvel, ekki sízt, þegar hann var kominn upp í móttökuherbergið á efri hæð flugvallarhótelsins. Þar fór hann úr frakkanum og þá kom í Ijós, að hann bar í vinstra barmi gyllta stjörnu með hamri og sigð, sem var fest við rauðan borða, og er það til merk- is um það, að hann hafi verið kjörin „hetja Sovétríkjanna“. Ekki er hægt að segja að Miko- jan sé svipfagur maður, þó hann sé viðfeldinn, en augun í honum eru brún og góðleg og líta ekki undan, þó í þau sé horft. Mikojan átti mjög auðvelt með að umgangast Bandaríkjamenn þegar hann var fyrir vestan í janúar sl. eins og kunnugt er Má raunar segja að för hans vestur til Bandaríkjanna hafi markað nokkur tímamót, því hann aflaði sér vinsælda fyrir þægilega fram- komu, og svo hrifnir urðu Banda- ríkjamenn af hæfileikum hans á viðskiptasviðinu, að þeir sögðu að hann gæti selt allt. Sumir hafa sagt, að með för sinni til Banda- ríkjanna hafi Mikojan brætt is- inn í kalda stríðinu. Þegar Gylfi Þ. Gíslason hafði heilsað upp á Mikojan, gengu þeir saman inn í flugvallarhótel- ið. Fréttamaður Morgunblaðsins heyrði á tal þeirra. Mikojan skýrði frá því, að hann hefði ver- ið að lesa sögu Mexico. — Er þetta í fyrsta skipti sem þér farið til Mexico, spurði Gylfi Þ. Gíslason. — Já, þetta er í fyrsta skipti, svaraði Mikojan. Svo leit hann upp í loftið og sagði: — Hér er ágætt veður, sagði hann. Ég var hræddur um, að hér yrði vont veður. Það var snjór í morgun í Moskvu, en undanfarið hefur verið gott og þægilegt frost þar. Síðan fór Mikojan að tala um, að hann hefði haft gaman af að reyna að glima við íslenzkuna og minntist síðan á sildina. Síld og vodka Margir Bandaríkjamenn voru nú komnir til að horfa á þennan fræga rússneska leiðtoga og ýms- ir tóku myndir. Bandarískur major hristi höfuðið: — Hann hlýtur að vera ánægður með öll þessi broshýru andlit, sagði hann, án þess að skilja þær vinsældir, sem Mikojan virtist þá þegar hafa aflað sér í Keflavík. Síðan var gengið í einni hala- rófu upp í móttökuherbergið. Þar var borið fram vín og smurt brauð. Mikojan sagði um leið og hann tók glas: — Er þetta létt íslenzkt áfengi? — Nei, þetta er Staraja (gam- alt) vodka, var honum sagt, og svo getið þér líka fengið nýrra vodka. Það var augljóst, að Mikojan varð fyrir dálitlum vonbrigðum af þeirri fátækt íslendinga að geta ekki veitt honum létt, ís- lenzkt vín. Hann tók samt glas- ið og sagði: — Vínið losar um málbeinið. Gylfi Þ. Gíslason sagði: — Yðar skál! Mikojan: — Skál fyrir vináttu íslands og Sovétríkjanna. Síðan fóru þeir að ræða um viðskipti íslands og Sovétríkj- anna. Gylfi Þ. Gíslason skýrði Mikojan frá því, að íslendingar hefðu selt milli 20—30% af fisk- afurðum sínum til Sovétríkj- anna. — Eruð þið ekki ánægðir með viðskiptin? spurði Mikojan. Haf- ið þið nokkrar kvartcuiir fram að færa? Krúsjeif talar digurbarkalega um; Eldflaugar og — Leynd Framh. af bls. 1. Veiðar þar um langt skeið, mættu þó gera það áfram. — Embættis- mcnn hér, sem fylgzt hafa vel með þessum málum, telja sumir, að úrslit þessa máls verði þau, að slik veiðiréttindi verði sam- þykkt um skeið — en 12 milna fiskveiðitakmörk verði leidd í lög áður en lýkur. — Ef slík mála- miðlunartillaga næði fram að ganga á sjóréttarráðstefnunni í Genf að vori, gætu brezkir togar, ar, a. m. k. um skeið, haldið á- fram veiðum við ísland utan 6 milna frá ströndum. Ekki hefir verið unnt að fá neitt fram af opinberri hálfu hér um raunverulegt viðfangsefni ráðstefnunnar — aðeins lögð á- herzla á, að hún sé einungis tii „könnunar“, en engar ákvarðanir verði þar teknar. Viðko.mandi brezkir embættismenn segja, að náið samband verði áfram haft við aðrar þjóðir um þessi mál, fyrir Genfarráðstefnuna. Á blaðamannafundi sagði for- mælandi brezka utanríkisráðu- neytisins aðspurður: „Ráðstefna þessi er raunverulega aðeins framhald sams kojiar viðræðna, sem vér höfum átt við alla áhuga- sama aðila um rúmlega sex mán- aða skeið, um réttarreglur á haf- inu“. — Er spurt var, við hverja hefði áður verið rætt, sagði tals- maðurinn: „Við nágrannaríki þau, er sýnt hafa málinu áhuga og eiga hér hagsmuna að gæta, og við Bandaríkin. — Talsmaður- inn lagði áherzlu á, að þetta væru óformlegar viðræður, en ekki haldnar til þess að ganga frá nein um samningum. Hann sagði fréttamönnum, að slíkir embættismannafundir hefðu áður verið haldnir, en þessi væri hinn fjölmennasti hingað til. — Talsmaðurinn skaut sér hins vegar undan að svara því, hvort Bretar hefðu boðað til þessarar ráðstefnu. vetnissprengjur MOSKVU, 17. nóvember. í SOVÉTRÍKJUNUM er verksmiðja, er framleiðir ár- lega 250 eldflaugar, sem hver um sig er búin vetnissprengju, sagði Krúsjeff m. a. í ræðu, sem hann flutti á blaða- mannafundi í Moskvu sl. Iaugardag. 'k 1 ræðu þessari, sem var gerð opinber hér í kvöld, sagði Krús- jeff og, að Sovétríkin væru reiðubúin til þess að varpa þess- um ægilegu vopnum í djúp hafs- ins — í þágu friðarins. — Eftir því sem forsætisráðherrann sagði, eru nú miklar birgðir eldflauga víðs vegar um Sovét- ríkin, og eru þær ýmist búnar venjulegum kjarnorkusprengjum eða vetnissprengjum. Með þessum vopnum gætum við þurrkað alla óvini okkar út af yfirborði jarðar, sagði Krús- jeff, ef á okkur yrði ráðizt — en við munum líka gjama varpa þeim á hauga, ef önnur ríki eru reiðubúin að gera slíkt hið sama. k Krúsjeff minntist á fyrirhug- aða fór sína til Frakklands og sagði m. a. í því sambandi, að það væri mikilsvert að efla gagn- kvæman skilning með Frökkum og Rússum, en hann undirstrik- aði, að Sovétríkin hyggðust ekki breyta stjómmálastefnu sinni í neinum grundvallaratriðum. — Við erum fæddir kommúnistar, sagði Krúsjeff, við lifum sem kommúnistar — og við 'munum halda áfram að vera kommún- istar. — Hann sagði jafnframt, að þrátt fyrir mikinn skoðana- mismun, færi nú spennan í heimsmálum greinilega minnk- andi. 1 Krúsjeff vék að áætlunum V- Þjóðverja, að reisa útvarpsstöð í Berlín ,og sagði að slíkt væri ó- löglegt og ögrandi. — Síðan ræddi hann um sovézku afvopn- unartillögurnar og kvaðst vilja taka fram, að þær væru ekki fram komnar vegna þess, að Sovétríkin væru nú veikari en áður, eins og sums staðar hefði verið gefið í skyn. — Þvert á móti — við erum sterkari á öll- um sviðum en nokkru sinni fyrr, sagði Krúsjeff, en við óskum eft- ir friði og teljum það skyldu okkar að gera allt, sem í okk- ar valdi stendur til þess að tryggja varanlegan frið. KAUPMANNAHÖFN — Danir eru nú í óðaönn að höggva og flytja út jólatré. — Var þess getið í blaðinu Berlingske Tidende í gær, að daginn áður (mánudag) hafi verið skipað 50 lestum af jólatrjám um borð í Gullfoss, er verði flutt með skipinu til íslands í þessari ferð. Truman fylgdar- maður Eisen- howers? AUGUSTA, Bandaríkjunum, 17. nóv. (NTB/Reuter). — Seint í kvöld upplýsti opinber talsmaður forsetaembættisins, að Eisenhower hefði í hyggju að fá Truman, fyrrverandi for- seta, til þess að slást í för með sér á fyrirhuguðu ferða- lagi til Evrópu, Afríku og Asíu í næsta mánuði. — Eisenhow- er mun þá heimsækja a. m. k. ellefu lönd, eins og fyrr hefir verið skýrt frá. Gylfi Þ. Gíslason svaraði, að viðskiptin hefðu gengið greitt og íslendingar hefðu ekki fram að færa neinar kvartanir. Þá greip Jónas Haralz fram í og sagði: — Við höfum að vísu ekki feng ið allar þær þykktir og stærðir af timbri, sem við höfum óskað eftir frá Sovétríkjunum, en það er sennilega vegna þess, hversu markaðurinn hér er lítill. Þá hristi Alexandrov, sendi- herra, höfuðið og skaut inn í, að þessi gagnrýni væri ekki rétt- mæt: — Við höfum staðið við allar okkar skuldbindingar, sagði hann. Mikojan brosti, og sagði, að sendiherrann kynni, eins og góð- sov, að nafni, sem hann talaði við um stund undir róm. Svo leit hann á gestgjafa sína og sagði: — Þetta er aðstoðarráð- herra um utanríkisviðskipti. Ég hef talað við hann. Hann ætlar að gera sitt bezta til að bæta úr þörfum ykkar. Borisov er ágæt- ur máður. Hann berst á móti skriffinnunum og vill allra vand- ræði leysa. Hann er mikill sölú- maður og vill helzt selja allt strax. Hann hefur lagt sig svo fram um viðskiptin, að hann hef- ur misst allt hárið, eins og þið getið séð. En það er ekki við- skiptunum við ísland að kenna, þau hafa víst gengið ágætlega, er ekki svo? Svo bætti Mikojan við: Mikojan gengur úr flugvélinni í fylgd Alexandrow sendiherra ur flokksmaður, betur við sjálfs- gagnrýni en gagnrýni utanað- komandi frá. Það var hlegið mikið og einsk- is manns orðstír lengur í hættu. Gylfi Þ. Gíslason hélt áfram að skýra Mikojan frá viðskipt- um okkar við Sovétríkin. Hann benti honum á, að hann hefði aðallega talað um síldina, en hún væri ekki aðalatriðið. Við legð- um höfuðáherzlu á að selja fros- in flök til Sovétríkjanna: — 80% af útflutningi okkar til Sovét- ríkjanna eru frosin flök, sagði hann. Það er mikilvægast fyrir okkur að geta selt fryst flök til Sovétríkjanna. Síðan skýrði ráðherrann Miko- jan frá því, að þetta væri til- tölulega ný framleiðsluaðferð og skaut Mikojan inn í, að allt það sem nýtt væri ætti erfitt upp- dráttar: — Hingað til höfum við aðallega sett ísland í samband við síld, sagði hann. Síld er mjög vinsæll réttur í Sovétríkjunum og er einkum borðuð með kar- töflum. En hafið þið annars nokk- uð yfir viðskiptum við okkur að kvarta? sagði hann enn og bætti við: — Bandaríkjamenn segja, að við viljum ekki verzla nema hagnast á því sjálfir. Hvað seg- ið þið um þetta? Hafið þið yfir nokkru að kvarta? Gylfi Þ. Gíslason skýrði frá því, að við flyttum aðallega inn olíu frá Sovétríkjunum og hún væri mjög auðveld í meðförum. — 80% af innflutningi okkar frá Sovétríkj unum er olía og benzín, sagði hann. Rússneska olían er alveg eins og olía frá öðrum lönd- um, a. m. k. lyktar hún eins! — Báðir eiga að græða, sagði Mikojan, og beindi svo máli sínu nokkra stund að samferðamönn- um sínum, einkum einum, Bori- — En við eigum báðir að græða, og það bezta í viðskiptum okk- ar er enn hægt að bæta til muna. Nú var borið smurt brauð fyr- ir Mikojan. Hann athugaði, hvað væri á boðstólum og var lengi að ákveða, hvað hann ætti að taka: — Ég verð víst að taka síld, sagði hann, því annars haldið þið, að ég hafi ekkert meint með því, sem ég sagði áðan um síldina og Island. Svo leitaði hann að síld, en fann aðeins sneið með dálitl- um síldarbita og eggjum. Hann valdi sér hana og brosti með sín- um brúnu augum og þar með áttu allir að vera sannfærðir um, að hann meinti hvert orð, sem hann hafði sagt. Svo litaðist hann um í herberg- inu og sagði: — Ég er orðinn sveittur. Það er ekki vínið, held ég, það er loftið í herberginu. Einn af fulltrúum utanríkis- ráðuneytisins hljóp til og opnaði gluggann. Síld og egg eiga vel saman, hélt Mikojan áfram. Síld er samt bezt með kartöflum. Vodka er líka ágætt. Fólki í Norður-Ev- rópu finnst vodka gott. Mér finnst gott að fá mér vodka, þeg- ar ég kem heim úr frostinu eftir langan og erfiðan vinnudag. Gylfi Þ. Gíslason: — Á flestum veitingahúsum hér er hægt að fá vodka. Mikojan: — Við kaupum af ykkur síld, þið kaupið af okkur vodka. Það á vel saman. Skál fyr- ir öllum íslenzkum fiski. Og svo var skálað fyrir þorsk- inum. — En viljið þið ekki kaupa af okkur meira, spurði Mikojan enn fremur. Hversvegna kaupið þið ekki af okkur myndavélina, sem tók myndina af hinni hlið tungls- ins? Ræðir við fréttamenn Það var hlegið. Svo ávarpaði Mikojan islenzku blaðamennina nokkrum orðum, og sagði m.a., að það sem væri gott í sambúð ís- lendinga og Rússa mætti enn bæta. Þjóðirnar ættu við svipaða örðugleika að etja, því báðar byggju i harðbýlum og erfiðum löndum. Vinátta okkar, sagði hann ennfremur, er gott dæmi þess, hvernig hægt er að bæta sambúðina milli stórra og lítilla rikja. Við viljum friðsamlega sambúð. Krúsjeff, forsætisráð- herra Sovétríkjanna, hefur oft talað um friðsamlega sambúð og nú síðast hefur hann með heim- sókn sinni til Bandarikjanna sannfært milljónir Bandaríkja- manna um, að við séum að vinna gott starf í þágu friðarins. Ég veit, það þarf ekki að sannfæra ykkur um slíkt. Skál fyrir friði! Eruð þið kannski á móti því að skála fyrir friði? Og litlu síðar hélt hann enn áfram: — Þið hafið ameriska herstöð hér i landi ykkar. Þegar afvopn- unartillögur okkar hafa náð fram að ganga verður engin þörf fyrir slíka herstöð og þá verður bezt að leggja hana niður. Þegar hér var komið sögu, var Mikojan bent á, að bandariskt herlið væri á Keflavíkurflugvelli. Hann sagði aðeins: — Það er bezt að breyta hcrstöðinni hér í íþróttasvæði. Flugvöllurinn er ágætur til að iðka á honum skautaíþrótt. Nú fengu fréttamenn tækifæri til þess að spyrja Mikojan nokk- urra spurninga. Fréttamaður

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.