Morgunblaðið - 18.11.1959, Page 9

Morgunblaðið - 18.11.1959, Page 9
Miðvikudagur 18. nóv. 1959 MORCVN Ttr ,AÐIÐ 9 Fimmtugur i dag: Svavar Guónason mera miðum ÉG las það í Morgunblaðinu r.ý- lega, að hér á landi hefði verið stofnað sjóstangaveiðifélag, það mætti segja mér að líf yrði í því félagi. Ég las svo í Tímanum nokkru seinna að tveir Reykvík- ingar hefðu farið norður á Ak- ureyri til hámeraveiða, en svo virðist að veiði hafi verið treg utan einn ódráttur (selur) sem kom á krókinn, og með það héldu þeir heim. „Aumingja mennirn- ir“, hugsaði ég eftir að hafa lesið greinina. Að draga rauðmaga eða sel á færi, var talið að boðaði feigð, sjálfur hefi ég orðið fyrir því að draga rauðmaga, en lifi all-sæmilega ennþá, eins vona ég verði með þessa ágætu menn, að við lifum bæði vel og lengi, og eigum kannski eftir að vera sam- an á ódráttaveiðum. Það var leiðinlegt, að veiði- garpurinn Norton C. Bracy, skyldi þurfa að halda heim há- merarlaus, jafnvel þótt hann sé Breti. Til þess að það þurfi ekki að endurtaka sig, ef hann kæmi aftur, vildi ég kynna fyrir áhuga mönnum um þennan veiðiskap.há meramið sem ég hygg að muni Vera þau fengsælustu, og skemmtilegustu hér við land. Mið þessi eru við Látrabjarg utanvert, örskammt frá landi, en á litlu svæði, en þar virðist þessi ódráttur, sem talinn var, eiga sér góðan samastað, og hafa átt um langan aldur, er ekki nýlt að maður sjái þrjár og fjórar sam- tímis, sumar litlar eða um ]00 kg, en sumar risastórar, hrúðrað- ar og bitnar, einnig sveima þarna oft í sjóskorpunni stórar lúður, sem taka þá oftast agn, um þær er þó meira lengra frá landi. Oft er þarna vel um fisk, en stundum varð maður að fara þaðan vegna Það skal tekið fram, að L „ódrátturinn“, sem Þórður / á I.átrum las um í Timan- J um var aðeins hugarsmíð 1 þess blaðs. Reykvíkingarnir, sem fóru norður, veiddu engan sel. Tvær hámerar fengu þeir hins vegar. Hér á myndinni sést annar þeirra, Valdimar Valdi- | marsson, með veiði sína. hámerar, því hún tók hvern fisk sem dreginn var, eða klippti i sundur, stundum tók hún þá við borðið meðan maður kippti lóð- ínu innfyrir. Stundum tók maður til þess ráðs að ná í eina eða tvær hámerar, skera þær í stykki og festa við bátinn, og láta vera 4—5 m niðri í sjónum, gafst það oft vel. Eftir að nælonfærin komu til sögunnar var hún þarna nreinn vágestur því áður en varði var hún búin að vefja öllum slóðan- um um sig, og þurfti þá ekki að spyrja að leikslokum, því næ- lonið var lítiis virði í kjafti hennar. Straumur er þarna mjög harður, 6 mílur eða meira um stórstraum, eu umskipti sjávar- falla straumlaus, og þá kemur hámerin á kreik. Þeir sem þarna vildu stunda hámeraveiði, verða að þekkja strauminn við Bjarg- tanga nákvæmlega, því undir því væri veiðin komin. Hætt er við að ókunnugir væru þarna alltaf í bullandi straumi, en kunnugur getur valið þar straumlausa bletti, eftir því hvernig straum er háttað, en í straumlygnunni heldur hámerin sig og tekur æti. Dýpi er um 15 —20 faðm., alltaf sléttur sjór ef sæmilegt er veður. Veiðitími er beztur á haustin, annars er hún þarna allt sum- arið og framá vetur. Svo ná- kvæmt er þarna með strauminn, að ef tveir bátar stoppa þarna og á milli þeirra væri 10—12 ro þá gætu þeir rekið sinn í hvora áttina, og innan skamms orðið langt bil á milli þeirra, en við þessa hringiðu og straumjaðar- inn heldur hámerin sig, enda er hennar helzt að leita í straum- lygnu við straumþungar rastir, þótt hún flækist um allt. Skemmtilegra veiðisvæði til slíkra veiða held ég verði ekkx á kosið, sléttur sjór, bjargið gnæf- ir yfir, að sumrinu morandi af íngli, og útselurinn kókar upp við hleinarnar skammt frá, bó ekki líklegur til að taka krók. Ég læt svo þetta nægja um miðin, en veiti fúslega frekari upplýsingar ef óskað er, Látrum, 30. okt. 1959. Þórður Jónsson. f DAG eru fimmtíu ár síðan Svavar Guðnason leit dagsins ljós. Varla hefur verið logn á Höfn í Hórnafirði daginn þann. — Frá Svavari og um hann hefur jafnan gustað, og hvers konar lognmolla mun manninum hvim- leið. Svavar fékkst við ýmiss kon- ar storf, þar til stormurinn í blóð ihu bar hann til borgarinnar við Eyrarsund. Þar hóf hann fyrir al- vöru lífsstarf sitt sem málari og skipaði sér strax í fremstu víg- línu þarlendra brautryðjenda og baráttumanna, en er sigurinn var unninn og Svavar hafði hlotið al- menna viðurkenningu sem einn af framsæknustu og áhrifamestu listamönnum Danmerkur, einmitt þá, fluttist hann alfarinn frá Eyr- arsundi til íslands. Þar hóf hann nýja baráttu gegn hleypidómum og skilningsleysi, en veitti jafn- framt nýjum og ferskum þrótti inn í íslenzka myndlist. Svo lengi var Svavar Guðnason búinn að dvelja erlendis, að hann kom heim enn meiri íslendingur en hann fór utan. Það verður vart fundinn listamaður jafn rammur í þjóðerniskennd og Svavar. Honum hefur ef til vill verið það ljósast allra, að ein- mitt í íslenzkri náttúru myndu hæfileikar hans öðlast þá lífsnær- ingu, er honum var ljúfust og efn isríkust, og hugsað til þess, er hann hvarf frá því öryggi, sem viðurkenning á erlendum vett- vangi gat veitt honum. Verk Svavars bera þess merki, að hann er uppalinn í einni fegurstu byggð íslands. Hann hefur náð í verk sin sterkum áhrifum frá átthögunum: hinar miklu and- stæður, kyrrð Lónsins, hrikaleg fjöll, ógnir jökulsins og máttur hafsins — þetta er sá þráður, sem hann hefur spunnið verk sín úr. Viðkvæmt og littært hagablómið á sér þar einnig athvarf. Svavar líkist um margt átthög- unum, og hann og Hornafjörður eru tengdir römmum taugum. Svavar minnir á fjöllin og jökul- inn, stórbrotinn og fyrirferðar- mikill, kröfuharður við sjálfan sig og aðra. Hrjúft yfirborðið hef ur villt mörgum sýn, en þeir, sem brotið hafa þessa skum, finna ylinn frá eldinum, sem brennur inni fyrir. Svavar er höfðingi heim að sækja, og á kvöldin skín Hornafjarðarmáninn yfir heimili hans og Ástu, konu hans, sem ber hornfirzka lúru á borð, meðan húsbóndinn segir sögur af körlum og kerlingum í Suðursveit og Lóni með skaft- fellsku orðfæri. Svavar hefur átt mikinn þátt í félagsmálum listamanna og unn- ið þar af röggsemi og samvizku- semi. Forusta hans er örugg og mótast jafnan af staðfestu og dugnaði. I kvöld verður opnuð sýning á verkum efíir Svavar Guðnason í Listamannaskálanum. Þar verð- ur almenningi gefinn kostur á að kynnast að nokkru þróunarferli Svavars á þeim árum, er hann dvaldi erlendis. Þó verður að taka það fram, að öll veigamestu verk Svavars frá þessum árum eru í Danmörku og fengust ekki að láni til þessarar sýningar. Við fáum aðeins að sjá einn þátt frá starfi hans þessi ár, en sá þáttur er lifandi, sterkur og ber oll eín- kenni hins mikla málara. Þegar við yngri málarar lítum á sýningu Svavars, sem nú er verið að opna, skilst okkur skuld okkar við þá menn, sem fyrstir riðu á vaðið og fluttu nýja strauma í íslenzka myndlist. Svavar hefur þegar lagt drjúgan skerf til íslenzkrar listar, en hann er enn einn af ungu málurunum, eitt af traustustu öflum íslenzkr- ar myndlistar og við miklu má j búast frá hans hendi í framtíð- ! inni. | SVAVAR fimmtugur! Þessi orð láta ankannalega í eyrum þegar manní verður hugsað til mynd- anna hans, sem eru bornar uppi af takmarkalausu æskufjöri, sí- frjóu ímyndunarafli, eldlegum á- huga, þróttmiklu starfi. En hljóm urinn í eyranu vérður að láta undán síga fyrir staðreyndinni við nánari athugun. Það er sem sé óhugsandi, að nokkur mann- eskja geti skapað slik listaverk án þess að fórna álitlegum skerf af þroskaárum sínum í samræmx við lögmál lífsins. „Lögmál“. Hefur Svavar hirt nokkuð um þau? Ég held varla, að þessu orði skjóti upp í huga hans nema að því leyti, sem það snertir kröfurnar um veiðar á djúpmiðum og djúpmiðum ein- vörðungu. Annars er það engan veginn ætlun mín að fara að telja upp landvinninga Svavars Guðna sonar í málaralist bæði hér á landi o.g annarsstaðar. Ég er ekki nægilega kunnugur verkum hans frá Kaupmannahafnarárunum, til að geta lýst þeim að nokkru ráði, utan hvað ég veit, að þau eru metin þar að verðleikum. Ég vildi aðeins minna á, að þegar Svavar kaus sér það hlutskipti í styrjaldarlok að halda heim í fá- sinnið, þá flutti hann með sér ferskan blæ inn í málaralist okk- ar íslendinga. Þessi blær var svo hreinn og heilnæmur, að haxm hefur leikið um okkur síðan alla daga og allar nætur án þess að nokkurntíma kenndi þyngsla í andrúmsloftinu. Nú skyldi enginn halda, að ég sé að reyna að læða því að mönnum, að áhrifin, sem Svavar flutti hingað, séu af dönsk um toga spunnin, þótt ekkert væri ljótt við það. Síður en svo. Nei, Svavar er rammíslenzkur málari að upplagi og gerð en lisimálari skólaður á vísu heimsins bæði hvað vinnuna sn; rtir og hug- myndirnar um nýtt, ólgandi og fjölskrúðugt líf, sem slær í takt við rásir frámþróunarinnar á öðr- um sviðum mannlegt hugar. Þess vegna hefur honum tekist að búa til mögnuðu myndirnar, sem við skynjum allstaðar í kringum okk- ur. Vegna þess hefur hann hrist af sér hlekki „vanalögmálanna“ fyrir fullt og allt. Og sakir þess ætti hann að vera hirðmálari okk ar í dag og búa í steinhöll á Sig- urbrún. En hæfileikar Svavars eru ekki bundnir við pensilinn einan eða hnífinn, því að mig grunar, að málarinn noti hann stundum fullt eins mikið við vinnu sína. Hann er líka þéttur og góður forustu- og félagsmaður í samtökum okk- ar myndlistarmannanna. Sjaldan hefur okkur verið stjórnað af jafnmikilli röggsemi og ratvísi og á valdadögum Svavars, að ég tali nú ekki um samviskusemina og vandvirknina, sem lýsti sér í stjórnarathöfnum hans þessi skemmtilegu og að ýmsu leyti róstursömu ár. Ég veit líka, að hann hefur unnið fágætlega gott starf í sambandi við erlendar listsýningar, sem sendar hafa verið hingað og íslenzkar sýning- ar, sem haldnar hafa verið á er- lendri grund. Og svo er það maðurinn sjálf- ur í persónulegri viðkynningu, ekki má gleyma honum. Hann er jafnríklundaður og skapstór og málarinn Svavar Guðnason en á- kaflega höfðinglegur í raun, ein- lægur, traustur og hlýr vinur, — einn af þessum mönnum, sem maður hefði ekki viljað vera án þess að kynnást á lífsleiðinnL Hjörleifur Sigurðsson. Cardínuefni í fjölbreyttu úrvali fyrirliggjandi O. V. Johaitnson & Co. Hafnarstræti 19 — Símar 12363 og 17563 Atvinna 2 duglegar stúlkur óskast til iðnaðarstarfa nú þegar. — Uppl. í verksmiðjunni Þverholti 17. Vinnufatagerð Ístanás hf. Valtýr Pétursson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.