Morgunblaðið - 18.11.1959, Page 10

Morgunblaðið - 18.11.1959, Page 10
10 MOHGUTSBLAÐÍB Miðvik'udagur 18. nóv. 1959 Útg.: H.f. Arvakur Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Sigurður Bjarnason frá Ví'””- Matthías Johannessen. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargald kr 35,00 á mánuði innamands. í lausasölu kr. 2.00 eintakið BÁGBORINN ARFUR - STÓR- BROTIN VIÐFANGSEFNI SÚ ríkisstjórn, sem væntan- lega tekur við völdum á næstunni, tekur við bág- bornum arfi. Hún tekur við arfi, sem vinstri stjórnin skilaði, er hún hrökklaðist frá völdum. Minnihlutastjórn Alþýðuflokks- ins hefur aðeins verið bráða- birgðastjórn, sem reynt hefur með stuðningi Sjálfstæðisflokks- ins að skirra vandræðum og fleyta þjóðinni yfir torfærurnar, sem vinstri stjórnin skapaði. Þeg- ar hún fór frá völdum 4. desem- ber sl. var ný dýrtíðaralda risin. Vísitalan var komin yfir 200 stig og efnahagsmálasérfræðingar rík isstjórnarinnar gerðu ráð fyrir að hún myndi á árinu 1959 komast upp í 270 stig, ef ekki yrði að gert. Gegn þessum voða átti vinstri stjórnin ekkert úrræði. Hermann Jónasson lét sér nægja að stökkva fyrir borð af hinni strönduðu vinstri stjórnar skútu og sá þjóðin þar í iljar hins mikla og kok- hrausta vinstri hertoga. Síðan hafa aðeins verið fram- kvæmd bráðabirgðaúrræði til stöðvunar verðbólgunni. Kaup- gjald og verðlag var að vísu lækk að lítillegg til þess að stöðva verðbólgukapphlaupið. En megin ráðstafanirnar hafa verið fólgnar í því að auka verulega niður- greiðslur á verðlagi. En í því felst, eins og alþjóð skilur nú áreiðanlega betur en áður, engin varanleg lækning á því meini, sem nú þjáir íslenzkt efnahagslif. Þjóðin verður að vita sannleikann Hermann Jónasson lofaði ís- lenzku þjóðinni því, þegar vinstri stjórnin tók við völdum, að fram- kvæmd skyldi „úttekt“ á þjóðar- búinu, spilin lögð á borðin um allt ástand efnahagslífs lands- manna. Þetta loforð var eins og mörg önnur svikið. Sú ríkisstjórn, sem nú tekur við völdum, má ekki láta slíkt slys henda sig. Hún verður að segja þjóðinni satt og rétt um ástand efnahagsmála hennar og má þar ekkert undan draga. Þjóðin á kröfu á því að vita sem greinilegast, hvernig vinstri stjórnin skildi við, hvaða afleiðingar stefna hennar og vö!d höfðu í för með sér fyrir hana. Engin ástæða er til þess að draga í efa að þeir flokkar, sem að nýrri ríkisstjórn standa, vilji fullnægja þessari réttoætu kröfu þjóðarinnar. Það hlýtur einmitt að vera ein af forsendum þess að vel takist til um þá efnahags- legu viðreisn, sem nauðsynlegt er að nú verði hafin, að þing og þjóð viti, hvar við erum á vegi staddir í dag, geri sér Ijósa þá erfiðleika, sem við er að etja og kunni jafnframt skil á þeim leið- um, sem um er að ræða til þess að sigrast á þeim. Ef ný og ábyrg ríkisstjórn legg- ur málin þannig hreinskilnis- lega og án undandráttar fyrir þjóðina, hlýtur að mega treysta því, að hún taki með skilningi þeim nauðsynlegu ráðstöfunum. sem gerðar verða til þess að bægja voðanum frá dyrum henn- ar. Efling og aukning framleiðslunnar Efnahagsleg viðreisn á íslandi verður þannig fyrsta og stærsta verkefni nýrrar ríkisstjórnar. En jafnhliða því, sem lagður verður nýr og traustari grundvöllur að efnahagskerfi þjóðarinnar, hlýtur áherzla að verða lögð á áfram- haldandi uppbyggingu atvinnu- vega hennar og framleiðslutækja til lands og sjávar. Þjóðinni fjölgar og kröfur hennar til lífs- ins og gæða þess aukast. Þess vegna er óhjákvæmilegt að hver einasta ríkisstjórn beiti sér fyrir því, að sókn þjóðarinnar til öfl- unar betri og fullkomnari tækja til að bjarga sér með, haldi á- fram. í því sambandi skiptir það meginmáli, að einstaklings- og félagsframtak verði eflt og að- staða bætt til þess að hafa for- göngu um blómlegt og þróttmikið atvinnulíf í öllum byggðarlögum landsins. Vaxandi athafnafrelsi, þverrandi höft og ófrelsi, eru frumskilyrði þess, að kraftar ein- staklinganna nýtist til ómetan- legs gagns fyrir þjóðarheildina og þá sjálfa. Mikið í húfi Það er þess vegna óbifanleg skoðun Sjálfstæðisflokksins, að til þess að nauðsynleg framleiðslu aukning geti orðið, þurfi aðstaða einstaklinganna að verða sem bezt til þess að afla sér atvinnu- tækja og reka þau á heilbrigðum grundvelli. Að því ber ríkisvald- inu að stuðla eftir fremsta megni á hverjum tíma. Arfurinn, sem vinstri stjórnin lét eftir sig var aumur. Það kost- ar mikið átak að framkvæma þá efnahagslegu viðreisn, sem nú er nauðsynleg. En ríkisstjórn, sem gengur heils hugar að því þjóð- nytjastarfi, og að alhliða upp- byggingu í þjóðfélaginu, á stuðn- ing mikils meirihluta íslenzku þjóðarinnar vísan. Þau öfl, sem sýndu fullkomið úrræðaleysi sitt á valdatímabili vinstri stjórnarinnar og leiddu þá margvíslega erfiðleika og vandræði yfir íslendinga, munu vafalaust reyna að torvelda það viðreisnarstarf, sem framundan er. En á miklu veltur, að allur almenningur komi nú fram af á- byrgðartilfinningu og sýni skiln- ing sinn á þeim vanda, sem við er að etja. Allir íslendingar eiga mikið í húfi um að efnahagsleg við- reisn takist. Þessi þjóð hefur af miklum dugnaði og bjart- sýni byggt land sitt upp og skapað sér góð lífskjör á til- tölulega skömmum tíma. Hún má ekki láta það henda, að hrun og bágindi verði hlut- skipti hennar. Hún á glæsilega framtíð í vændum, ef hún að- eins skilur nú sinn vitjunar- tima. -^>1 // Cervi'4,pencillin beira en hið eiginlega? DANSKA blaðið Dagens Nyhed- er flutti eftirfarandi frétt sl. mánudag: Á fundi í Bandaríkjunum hef- ir . Nóbelsverðlaunahafinn, dr Ernst B. Chain látið í ljós bjart- sýni á gildi hins nýja, svonefnda „gervi“-penicillins, sem áður hafa borizt fréttir af frá banda- rískum lyfjaframleiðendum. — Dr. Chain hélt mjög fram efn- inu „syncillin", sem gefa má sem töflur. gegn bakteríum, hefir aldrei haft jafnvel gegn sem penicillin áhrif á — og veirum. Loks gera menn sér góðar von- ir um, að þarna sé fundið vopn gegn hinum „illvígu" staffylok- okka-sýklum, sem víða eru orðn- ir mikið vandamál í sjúkrahúsum í seinni tíð. — Þá er og gefið í skyn, að e. t. v. verði hægt að beita þessum lyfjum gegn löm- unarveiki. Kóngurinn dansar Hussein Jórdaníukonung ur gerir sér mikið far um að vera „alþýðlegur“ í framkomu — og afla sér þannig vinsælda. — Á dögunum heimsótti hann herbúðir nokkrar og tók þar þátt í gleðskap her- mannanna. Þessi mynd var tekin, er kóngur var að dansa Hashemite- dansinn af miklu fjöri. ★ Ný árbók Sþ. komin út Hann kvað hafa verið fram- leiddar um 500 samsetningar slíkra efna, og væri nú mjög langt komið tilraunum með rúm- lega 10% þeirra. Nokkur þeirra kunni að verða gefin frjáls til sölu og notkunar sem læknislyf innan fárra mánaða. Fullyrt er, að þessi „gervi“- penicillinlyf hafi marga kosti. — • Til dæmis muni sjúklingar, sem séu ofnæmir gagnvart „nátt- úrulegu" penicillini, þola þessi lyf — og einnig er sagt, að þau verki á bakteríur, sem öðlazt hafa ónæmi fyrir venjulegu penicillini. — Það er og talið mögulegt, að þau reynist virk Bylgjulengdir í geimnum „ÞAÐ er vel hugsanlegt, að innan 5 ára reynist nauðsyn- legt að kalla saman sérstaka alþjóðlega útvarpsmálaráð- stefnu til þess að ræða um og úthluta útvarpsbylgjulengdum í geimnum." Á þessa leið seg- ir í nefndaráliti fimm sérfræð inga, er nýlega hafa gefið skýrslu til útvarpsmálaráð- stefnunnar í Genf, en til henn ar var boðað á vegum ITU — International Telecommunicat ion Union. — í nefndinni áttu sæti sér- fræðingar frá eftirtöldum fimm ríkjum: Bandaríkjun- um, Bretlandi, Frakklandi, Sovétríkjunum og Tékkósló- vakiu. ÁRBÓK Sameinuðu þjóðanna fyr ir 1958 er nýlega komin á mark- aðinn í New York. Bókin er að þessu sinni 622 blaðsiður að stærð. Bókin veitir ýtarlegar upplýsingar um alla starfsemi Sameinuðu þjóðanna og sérstofn ana þeirra á því ári, sem hún fjallar um. — ★ — Meðal helztu mála, sem vöktu mikla athygli á sínum tíma og telja má til heimssögulegra við- burða, er í árbókinni getið um hina pólitisku atburði í löndun- um við botn Miðjarðarhafsins íLíbanon og Jordaníu), afvopn- unarmálið, störf geimnefndar S. Þ., kjarnorku ráðstefnuna í Genf, rannsóknir á geislaverkunum vegna kjarnorkusprenginga. o. s. frv. 1 árbókinni er kafli um efna- hags- og fólagsmál, þar á meðal ýtarleg greinargerð um Sérsjóð- inn, hina nýju Efnahagsnefnd Sameinuðu þjóðanna fyrir Afríku, flóttamannavandamálið, gæzluverndarmálin og tækniað- stoðina. Getið er um deiluna milli Pakistan og Indlands, Alsírdeil- una, Kýpurmálið, flóttamanna- vandamálið o. fl. o. fl. í formála fyrir árbókinni get- ur Dag Hammarskjöld aðalfor- stjóri S.Þ., að hann vonist til þess, að árbókin geti orðið þeim nytsöm handbók, sem vilja kynna sér starfsemi Sameinuðu þjóðanna, og hvernig samtökin geti orðið til þess að tryggja frið í heiminum. Eftirlitssveitir til Ruanda ? BRÚSSEL, 16. nóv. (Reuter). —. Michel Rwagasana, framkvæmda stjóri Þjóðlega sambandsflokks- ins svonefnda í belgíska verndar- gæzluríkinu Ruanda í Afríku, sagði hér í kvöld, að hann hefði í hyggju að fara þess á leit við Sameinuðu þjóðirnar, að þær sendu eftirlitssveitir til Ruanda til þess að kanna ástandið í land- inu, en þar hafa geisað blóðugir bardagar undanfarið milli tveggja kynflokka. Rwagasana er á leið vestur um haf — til aðalstöðva S.þ., og einn- ig mun forseti fyrrgreinds flokks, Rubeka að nafni, verða í þeirri för. — Kvaðst Rwagasana hafa sent mörg símskeyti til aðal- stöðva S.þ. undanfarna daga vegna ástandsins í Ruanda, en ekki fengið neitt svar. Kvaðst hann nú vera að reyna að graf- ast fyrir hvað orðið hefði af þessum skeytum. Fyrir viku brutust út bardag- ar með Watutsi- og Bahutu- mönnum, en þeir fyrrgreindu hafa löngum undirokað hina. — Fregnir um mannfall eru ekki á- reiðanlegar, en sagt er, að hundr- uð manna hafi látið lífið. — Belgíska nýlendumálaráðuneytið segir, að allt sé nú með kyrrum kjörum í Ruanda, en engan veg- inn öruggt, að bardagar blossi ekki upp að nýju, þar sem loftið sé enn lævi blandið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.