Morgunblaðið - 18.11.1959, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 18.11.1959, Qupperneq 18
18 MORCVNBLAÐIB Miðvikudagur 18. nov. 1959 Enke vann yfirburðasigur en sigur Ágústu var kærkomnastur M i ko / a n œvi hans og störf Gott sundmót Ármanns í gærkvoldi í* A Ð var jafnari, hörkumeiri og skemmtilegri keppni í Sundhöllinni heldur en þar hefur verið um langt skeið. Austurþýzka sundfólkið setti sinn svip á mótið, en „eignað- ist“ það ekki alveg. Það sáu fyrst og fremst Ágústa Þor- steinsdóttir og Pétur Kristjánsson um, svo og Guðmundur Gíslason, Hrafnhildur, Hafnarfjarðarstúlkurnar og piltarnir frá Akureyri. spenningur. Það var líf í þessari keppni, harka og Mestan yfirburðasigur vann Evrópumethafinn í 200 m bringu- sundi, Konrud Enke. Sund hans skar sig mjög frá sundaðferðum okkar beztu manna. í sundi hans er hver hreyfing hnitmiðuð að því marki að valda sem minnstri mótspyrnu og auk þess er met- hafinn mjög sterkbyggður og kraftmikill. Hann synti á 2:41,3 mín. — En keppnislaust var 200 m. bringusundið ekki. Aldrei hef- ur 200 m kappsund verið svo hnífjafnt og nú milli þriggja Islendinga. Sigurður Sigurðs- son frá Akranesi „marði“ ann- að sætið á 2:50.0. Einar Krist- jánsson dró mjög á Sigurð og náði 2:50,1. Og í barningnum milli þeirra tveggja tóku fáir eftir Herði Finnssyni, Kefla- vík, sem skauzt eins og kólfur eftir vatnsfletinum og náði 2:50.2 mín. Ágústa sigrar 1 bringusundi karla var tvi- sýnan mest og yfirburðirnir mestir en flestum verður minn- isstæðast glæsilegur sigur Ágústu Þorsteinsdóttur í 200 m skrið- sundi kvenna. Næstum jafnar fylgdust þær að Ágústa og Giesela Deildaskipting iá Val hj INNAN knattspyrnufélagsins Vals hefir verið unnið að skipu- lagsbreytingu á störfum félags- ins. Samþykkt hefir verið að taka upp deildaskiptingu og kemur hún til framkvæmda nú þegar. Aðalfundir deildanna, sem verða þrjár til að byrja með, þ. e. handknattleiksdeild, knatt- spyrnudeild og skíðadeild, fara fram næstu kvöld í félagsheim- ilinu, og verður fyrsti fundur- inn í kvöld, miðvikudag, í hand- knattleiksdeildinni. En annað kvöld, fimmtudag, kemur knatt- spyrnudeildin saman og loks á föstudagskvöldið, skíðadeildin. Á fundum þessum verður hinum nýju deildum kosin stjórn og þær skipulagðar og ýms mál er þær varða sérstaklega, rædd. Fund- irnir verða eins og fyrr segir í félagsheimilinu að Hlíðarenda og hefjast öll kvöldin kl. 8,30. F r jálsíþróttanám- skeið fyrir pilta GLÍMUFÉLAGIÐ ÁRMANN gengst fyrir námskeiði í frjálsum íþróttum fyrir pilta 13—16 ára og aðra byrjendur. Námskeiðið hefst miðvikudagskvöldið 18. nóv. kl. 7 e.h. og verður fram- vegis á miðvikudögum og föstudögum kl. 7—8 í Langholts- skólanum. Áherzla verður lögð á þjálfun undirstöðuatriða allra greina frjálsra iþrótta og verður þjálfari félagsins Þorkell St. Ellertsson. Weiss fyrstu 75 metrana. En svo tók Ágústa forystuna og jók hana á 4., 5. og 6. leið. Síðustu 50 metrana tók svo Weiss aftur að vinna á, en kraftar Ágústu reynduat ásamt forskotinu nægir til sigurs og glæsilegs mets. — Þetta var gott og skemmtilegt sund og mikið hrópað í Sund- höllinni. Á Guðmundur og Wiegand. 100 m skriðsund karla var og góð keppni. Guðmundur Gísla- son hafði forystuna fyrstu 60— 70 metrana en á síðustu leiðinni tryggði Wiegand sér sigur, á að eins skemmri tíma en met Guð- mundar er, en Guðmundur náði nú sínum bezta tíma. Þeir fylgdust síðan lengi að Guðmundur og Viegand. Viegand bættist í baksundskeppnina ásamt þeim Guðmundi og Ditze. Ditze sigraði eftir harða keppni við Wiegand, en Guðmundur í þriðja sæti frá upphafi til loka. 1 flugsundinu kom svo Wiegand enn inn í keppnina (óskráður) og vann Guðmund enn. En Pétur Kristjánsson hressti upp á mótið með öruggum íslenzkum sigri. — Ditze varð fjórði hr Aðrar greinar. 100 m bringsundskeppni kvenna var afar tvísýn. Sigrún Sigurðardóttir frá Hafnarfirði tók þar forystu og hélt henni nær allt sundið, en íslandsmethafinn Hrafnhildur Guðmundsdóttir tók drjúgan endasprett og sigraði á sjónarmun en ekki tímanum á undan ’Sigrúnu. Boðsundið sigraði ÍR-sveitin með nokkrum yfirburðum og hjo nálægt eigin meti. Unglingasundin vöktu mikla athygli einkum vegna hins mjög góða árangurs Akureyringanna. Þar komu fram efni sem áreið- anlega eiga eftir að láta að sér kveða. Má þar einkum nefna Björn Þórisson, frábærlega efni- legan skriðsundsmann, sem nú sigraði með yfirburðum á 27,8 sekúndum — aðeins sekúndu frá hinu undraverða meti Guðm. Gíslasonar. 100 m skriðsund karla Frank Wiegand Aí> ......... 58.1 sek. Guðmundur Gíslason IR ..... 58,5 sek. Erlingur Georgsson SH .....1.06.3 sek. 100 m bringusund drengja Júlíus Björnsson Akureyri ... 1.23,8 Sæmundur Sigurðsson IR ...... 1.27,2 Sig. Ingólfsson A .......... 1.27,3 100 m bringusund kvenna Hrafnhildur Guðmundsdóttir IR 1.28,3 Sigrún Sigurðardóttir SH .... 1.28,3 Helga Haraldsdóttir Akureyri .... 1.33,5 200 m skriðsund kvenna Agústa Þorsteinsdóttir (met) .... 2.28.6 Giesela Weiss AÞ ............ 2.29.0 100 m baksund karla Ditze Austur-Þýzkal.......... 1.07.0 Wiegand Austur-Þýzkal........ 1.07.4 Guðmundur Gíslason ....'..... 1.11.2 50 m skriðsund drengja Björn Þórisson Akureyri ....... 27,8 Sigmar Björnsson KR ........... 29,2 Þorsteinn Ingólfsson IR ....... 29,3 50 m skriðsund telpna Hrafnhildur Guðmundsdóttir IR 33,2 Erla Hólmsteinsdóttir Akureyri .... 34,4 Hrafnhildur Sigurbjörnsd. H..... 36,1 50 m flugsund karla Pétur Kristjánsson ........... 30,4 Wiegand Austur-Þýzkal.......... 31,0 Guðmundur Gíslason ............ 31,1 Ditze Austur-Þýzkal............ 31,4 4x50 m skriðsund Sveit I.R.................... 1.50,2 Sveit Armanns ............... 1.54,6 Sveit KR .................... 1.58,7 Sveit Hafnarfjarðar ......... 2.00,7 Sveit Akureyrar ............. 2.02,3 uPP- Mikojan er sonur tré vaxtar- smiðs og segir, „að árin hann sé kominn af armeniskum kaup- mönnum í marga ættliði“. — Samkvæmt hinni fegruðu, opinberu ævisögu hans, hef ur hann stundað nám á armenisku nám skeiði í Tiflis (þar sem Stalín lærði til prests á rússneskum Ortho- dox-skóla). — Hann sýndi dirfsku forystumaður ungra rauðliða í kommún- istauppreisninni 1917, særðist í götubar- daga, k o m s t með naumindum u n d a n lífláti, er hann var handtekinn af and- kommúnískum lið- sveitum. Mikojan reyndist síðan sérfræðingur í að komast hjá lífláti, en það var mjög nauðsynlegt fyr- ir mann, sem hugðist halda lífi og háu embætti í aldar- fjórðung undir hinum sjúk- legu grunsemdum Stalíns. Opin- Þar sem Mikojan hafði ber erft hina armenisku störf verzlunargáfu, gerði Stalín hann að yfir- manni verzlunarmála árið 1930. Hann var ekki aðeins settur yfir utanríkisverzlun Sovétríkjanna, heldur einnig vörudreifingu innanlands. Eft- ir síðari heimsstyrjöldina lagði hann grundvöllinn að efnahagskerfi Sovétríkjanna með sérstöku tilliti til þess að rýja hernumdu löndin í Aust- ur-Evrópu. Er barizt var um völdin eftir dauða Stalíns, tók Mikojan sér stöðu við hlið Nikita Krúsjeffs, er aðrir gamlir baráttumenn úr flokki Stalíns gengu til móts við hann. Er Krúsjeff sigraði varð þessi slungni Armeníumaður næstæðsti maður. Hugðar- Mikojan er snjall efni og ræðumaður (en tal- fjöl- ar litla ensku), hef- skylda ur gaman af að dansa, matreiða arm Virðulegar mörgæsir í I baksýn sézt skipið „kjól og hvítt“ tóku á móti Ieiðangursmönnum „Endurance“ sem flutti Fuchs til þess staðar er að suðurpólnum. í Suðurskautslandinu. hann lagði frá í átt eniska rétti og fara í útreiða-| túra. Hann er elskulegri, eða^ á minnsta kosti auðveldaraf með að koma sér í mjúkinnj hjá fólki — en flestir forystu-J menn Sovétríkjanna. Þar sem| hann hefur haft yfirstjórn ut- anríkisverzlunarinnar á hönd- í um í þrjá áratugi og oftsinmsj ferðast erlendis, veit hannl meira um Vesturlönd en flest-| ir félagar hans. Gagnstætt öðr-1 um gerir hann sér allgóða hug l mynd um Bandaríkin, hefur ( gamall sendiherra á Vestur- löndum sagt um Mikojan. Mi-j kojan á fjögur börn og fjölda ] mörg barnabörn. Bróðir hans, I Artem, hefur teiknað eina af ] fremstu flugvélum ráðstjórn- j arríkjanna (MI í MIG stend-1 ur fyrir Mikojan). Danskur liand- knattleiksmafíu7 lætur lífið eftir leik „Hjarn og heiðmyrkur44 för Fuchs og Hillarys á landinu komin út KOMIN er í bókabúðir stórfalleg og merkileg bók. Er það bókin „Hjarn og heiðmyrkur" — og er eftir tvo af frægustu landkönn- uðum nútímans Sir Vivian Fuchs og Sir Edmund Hillary. Bókin greinir frá för þeirra þvert yfir íshettu Suðurskautsins — stærsta ókannaða svæði á jörð- inni. Bókin er gefin út af Skuggsjá og er ákaflega vel til hennar vandað. Allar myndir bókarinnar eru teknar af leiðangursmönnum sjálfum og voru prentaðar í Nor- egi, svo og kápublað sem einnig er sérstætt að gerð og vand- virkni. Hjarn og heiðmyrkur lýsir þriggja ára sögu heimskautaleið- angursins brezka 1955 og er í ísl. útgáfunni þýdd eftir handriti — sagan um suSurskauts- brezku frumútgáfunnar. Guð- mundur Arnlaugsson annaðist þýðinguna. í formála bókarinnar segir Sir Vivian Fuchs að hún sé að mestu leyti byggð á skýrslum leiðang- ursmanna dag frá degi og því eigi þeir allir hlut að bókinni. Bókina tileinka höfundar Elisabetu drottningu. Bókin er 270 síður en auk þess eru fjölmargar mynda- síður með afburðamyndum úr þessari svaðilför — einni mestu ævintýraför nútímans. KAUPMANNAHÖFN. - A :u, nu- daginn fannst hinn þekkti i.aud- knattleiksm. Helmuth Löppke, meðvitundarlaus í búningsher- bergi í Otto Monsted-Hallen hér í borg. Var hann þegar fluttur til sjúkrahúss, en lézt á leiðinni, og varð banamein hans hjarta- slag. Er talið að Löppke hafi ofreynt sig í kappleik, sem háður var í íþróttahöllinni skömmu áður en hann hélt til búningsherbergisins. Átti hann nokkru síðar að taka þátt í öðrum leik, en óskaði eft- ir að hvíla sig nokkuð áður en hann kæmi inn á leiksvæðið. En í hálfleik gerði hann vart við sig og • bað enn um að fá frest til að taka þátt í leiknum. Lét Löppke svo ekki sjá sig meir, en þegar félagar hans komu inn í búnings- herbergið að leik loknum, var hann meðvitundarlaus, eins og fyrr segir. Helmuth Löppke, sem var 36 ára, var einn f»emsti handknatt- leiksmaður Dana og lék þrisvar í landsliðinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.