Morgunblaðið - 18.11.1959, Síða 19

Morgunblaðið - 18.11.1959, Síða 19
Miðvikudaerur 18. nóv. 1959 MORCVTSniAÐlÐ 19 Hvert er hlutverk skáld- skapar í nútímanum? Danska skáldið H. C. Branner flytur fyrirlestur um efnið í Háskólanum annað kvöld DANSKA skáldið H. C. Branner er staddur hér á landi í boði Dansk-íslenzka félagsins og held- Ur fyrirlestur í Háskóla íslands annað kvöld um efnið „Digtning og virkelighed". Hyggst hann þar gera grein fyrir skoðunum sin- um á hlutverki skáldskaparins í nútímanum með hliðsjón af sínu eigin verki. í gaer hittu fréttamenn H. C. Branner á héimili dr. Friðriks Einarssonar, sem er formaður Dansk-íslenzka félagsins. Skáld- ið rabbaði við fréttamenn um alla heima og geima, skýrði m. a. frá því, að smásaga eftir hann mundi birtast í Félagsbréfum Almenna bókafélagsins innan — Minningarorð Framh. af bls. 8 Eitt var það nauðsynjamál, sem greip þessa eldsál, öðrum mál- efnum fremur föstum tökum, en það var, að á Norðurlandi risi hæli fyrir berklaveikt fólk. Anna beitti sér af lífi og sál fyrir, að þetta hugsjónamál yrði að veru- leika. í því sambandi má minna á, að hún átti með einarðlegri frarakomu sinni einna drýgstan þátt í því, að hrinda í fram- kvæmd byggingu Kristneshælis í Eyjaifirði. Mun Önnu seint fullþökkuð þrotlaus barátta hennar fyrir framkvæmd þess málefnis. En fleiri voru þau mannúðar- mál, sem hún léði krafta sína. Hún átti frumkvæðið að því, að félagið Hlíf kom upp sumardval- arheimili fyrir fátæk börn. Síðar var Anna um tíma forstöðukona barnaheimilis Sumargjafar í Reykjavík og stóð einnig fyrir bamaheimili á Siglufirði. Anna Magnúsdóttir giftist aldrei, en þær mæðgur bjuggu saman xmz Marzelía lézt í hárri elli, en þá fluttist Anna til frænku sinnar, frú Jóhönnu Jó- hannsdóttur, sem þá var búsett á ísafirði og síðar í Vestmanna- eyjum. En frú Jóhönnu höfðu mæðgumar fóstrað og komið til söngnáms erlendis, en þar bjuggu þær um nokkurra ára skeið. Síðustu árin naut Anna hvíld- ar og frábærrar umhyggju frænku sinnar og fósturdóttur og manns hennar, Baldurs Johnsen, héraðslæknis í Vestmannaeyjum. Anna var hugstæð þeim, sem henni kynntust, því að hún bar mikla persónu mótaðra skoðana. Hún var föst fyrir og hreinlynd og skaphöfn hennar bar ein- kenni þess, sem lét vel að stjórna. Anna var höfðingslunduð kona, eins og hún átti kyn til, raungóð og tryggðatröll vinum sínum. Og óefað var hugur hennar og hjarta tíðum norðan fjalla hjá vinum og frændum í Eyjafirði, þar sem vagga hennar stóð og hún sá djörfustu hugsjónir sínar rætast og verða áð veruleika. En eitt sinn skal hver deyja. Anna var einlæg trúkona, sem gekk örugg móti ævilokum. Það var komið kvöld og Anna stóð ferðbúin og albúin að ganga inn til nýs dags. Hún var á ferða- lagi frá heimili sínu er hún lézt hinn 16. júlí sl. í Reykjavík, og var lögð til hinztu hvíldar þar, við hlið móður sinnar. Anna Magnúsdóttir er kvödd með þakklæti fyrir dáðríkt starf og við samferðafólk hennar, sam- fögnum aldurhniginni hugsjóna- og baráttukonu, að vera komin heun til nýs lífs og meira starfs. Friður sé með henni og blessun hvíli yfir minningunni um ævi liennar. skamms í þýðingu Guðmundar Daníelssonar. Annars hefur lítið eða ekkert verið þýtt eftir hann á íslenzku. Hins vegar er hann vel þekktur á Norðurlöndum og víðar, enda kunnasta núlifandi skáld Dana. Skáldsaga hans, „Rytteren“, hefur verið mest þýdd og komið út á sænsku, norsku, þýzku, frönsku, hol- lenzku, tékknesku og ensku (bæði í Englandi og Ameríku). Fimm af bókum hans hafa ver- ið þýddar á þýzku, þrjár á ensku og nokkrar á frönsku. í»á hafa leikrit eftir hann verið sýnd i Englandi, Bandaríkjunum, Þýzka landi, Svíþjóð og Finnlandi. Tvö þeirra hafa fyrst verið frumsýnd í Svíþjóð. H. C. Branner sagði að mark- aður fyrir norrænar bækur hefði dregizt saman í Þýzkalandi frá því sem áður var, en þá áttu bókmenntir frá Norðurlöndum greiðastan aðgang að Þýzkalandi. Hann bar mikið lof á Svía fyrir leikhúsmenningu þeirra og at- LONDON, 17. nóvember. — (NTB/Reuter). — KONRAD ADENAUER, for- sætisráðherra V-Þýzkalands, kom í opinbera heimsókn til London í mórgun. — Brezki forsætisráðherrann, Macmill- an, og Selwyn Lloyd, utan- — Minning Framh. af bls. 12. um jafnvel daglega við skyldu- störf sín, eigi þar að vera og hvergi annars staðar. Og þetta hefur jafnvel ennþá almennara gildi og má jafnvel heimæra það upp á alls konar hluti. En ef maðurinn, eða hlut- urinn hverfur af sínum stað, opnast augu okkar skyndilega. Og þá rennur kannski upp fyrir okkur á sama augabragði, hversu dýrmætur maðurinn, eða hlutur- inn hefur verið okkur. En þá er hollt og gott að minn- ast þess, að hið glataða er um leið orðið eilíf eign okkar. Svo máttug er mynd þess orðin í vit- und okkar. ★ Þorsteinn litli Konráðsson er nú horfinn af sjónarsviðinu, og er að því mikill skaði fyrir for- eldra hans og systkini. En þá er hollt að minnast þess, að eftir stendur heið og tær minningin um sveininn hugljúfa, sem vildi lifa, en varð að lúta örlögum sínum. Minningin um hann er orðin eilíf eign, sem hvorki mölur né ryð fá grandað. H. C. Branner. hafnasemi á því sviði, en sagði að deyfð væri yfir dönskum leik- húsum. Þar væru það helzt eldri, danskir höfundar, sem væru leikn ir, t. d. Soya, Abell og hann sjálf- ur, en fátt um verk yngri manna. Hins vegar væri mikið um er- lend leikrit eftir menn eins og Ionescu, Friedrich Diirrenmatt og John Osborne. Leikrit Osbornes, „The Entertainer", hefur vakið mikla athygli í Höfn í uppfærslu nýs leikstjóra hjá Konunglega leikhúsinu, Sörens Nelsons. — Branner gat þess ennfremur að „Dramaten" í Stokkhólmi væri nú að sýna enska leikritið „A ríkisráðherra, tóku á móti Adenauer á járnbrautarstöð- inni, er hann kom þangað frá Gatwick-flugvellinum. — Ekki var mikið fjölmenni á járnbrautarstöðinni — og við- tökur fólksins fremur kulda- legar. M. a. heyrðist hrópað: „Adenauer, farðu heim!“ 'k Forsætisráðherrarnir hófu við- ræður sínar um heimsmálin fljótlega eftir að Adenauer kom, og var Selwyn Lloyd viðstaddur. A morgun mun þýzki utanríkis- ráðherrann, von Brentano, slást í hópinn. — Einkum mun á fund- um þessum verða rætt um undir- búning að fundi vestrænna leið- toga í næsta mánuði, svo og að fundi æðstu manna austurs og vesturs. Talið er ,að sá sé helzt- ur skoðanamunur með Bretum og Þjóðverjum í þessu efni, að brezka stjórnin telji að leggja beri fyrst af öllu áherzlu á lausn Berlínarmálsins á fundi austurs og vesturs — og góðar horfur séu á samkomulagi í því. Hins vegar mun þýzka stjómin telja, að setja beri afvopnunarmálin „efst á listann", þegar rætt verður við Krúsjeff. Þá mun verða r*»tt um efna- hags- og markaðsmál Evrópu, með tilliti til frív«rzlunarbanda- laga þeirra, se» í bígerð eru. Og loks munu ráðherrarnir að sjálfsögðu ræða, hvernig sam- búð ríkja þeirra verði bætt, en nokkuð hefir verið kalt á milli þeirra undanfarið. — Auk utan- ríkisráðherranna, hafa þeir Ad- enauer og Macmillan fjölda ráð- gjafa sér til aðstoðar. H. Þ. Þakka öllum þeim, sem sýndu mér vinsemd á áttræðis- afmælinu mínu 12. nóv. sl. Guð blessi ykkur öll. Þórunn Pálsdóttir frá Vestmannaeyjum Mínar innilegustu þakkir færi ég öllum vinum mínum og vandamönnum er heiðruðu mig með heimsóknum, skeytum og vönduðum gjöfum á sextugs afmæli mínu. Lifið heil. Björn E. Jónsson, Miklubraut 20. Adenauer og Macmillan rœða vandamálin Kanslaranum kuldalega tekið í London Taste of Honey“ eftir kornunga enska stúlku, sem hafði lítil kynni haft af leikhúsum þegar hún samdi verkið. Fannst Brann- er mikið til um sýninguna í Stokk hólmi. Hann gat þess ennfremur, að sænska skáldkonan Sara Lid- man væri einn fremsti leikrita- höfundur Svía í dag, en annars væri ekki hægt að benda á nein mikil leikskáld á Norðurlönd- um núna. Branner kvaðst vera að vinna að leikriti núna, en óvíst væri hvað úr því yrði. Það væri fyrst og fremst samtal tveggja persóna með röddum í bakgrunninum. — Annars sagðist hann hafa mestan hug á að snúa sér aftur að smá- sögunni, sem hann hefði vanrækt í mörg ár, en þar væri hann sterk astur á svellinu. Hann sagði að í bókmentunum væri langmest líf í danskri ljóð- list og nefnd mörg góð Ijóðskáld í hópi yngri manna. í dönskum bókmenntum hefðu einkum tveir hópar manna sig í frammi, ann» ars vegar hópurnnn sem stóð kringum Mártin A. Hansen og tímaritið „Heretica“, sem nú er hætt að koma út. Þeirra á meðal eru menn eins og Thorkild Björn- vig, Ole Wivel og Frank Jæger. Þeir vilja koma manninum í sam- band við hinn túrarlega leyndar- dóm í lífinu. Hins vegar eru þeir höfundar sem standa að tíma- ritinu „Dialog“, og leggja mesta áherzlu á sósíalrealismann. Þeir eru ekki allir kommúnistar, en .margir þeirra eru undir sterkum áhrifum frá honum. Branner kvaðst sjálfur aldrei hafa víljað ganga í ákveðinn flokk eða ,skóla‘ í bókmenntaheiminum. Hann væri „húmanisti", en það hugtak væri mjög teygjanlegt. Eins og áður segir, heldur Branner fyrirlestur sinn annað kvöld og fjallar þá um hlutverk skáldskaparins í nútímanum.Fyr- irlesturinn hefst klukkan 8:30, og er öllum heimill aðgangur. Faðir okkar, ASGEIK VIGFl'JSSON frá Eydölum, lézt 15.þ.m. Fyrir hönd systkina og annara ættingja Guðrún Ásgeirsdóttir, Valur Ásgeirsson. Móðir okkar ÞÓRUNN INGIBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR Gröf í Miklaholtshreppi, andaðist að hjúkrunarheimilinu Sólvangi 17. þ.m. Sigurður Óiason, Unnur Halldórsdóttir. SIGURBJÖRN JÓNSSON Suðurlandsbraut 13A, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju á morgun fimmtu dag 19. þ.m. kl. 1,30 e.h. Helga Sólbjörnsdóttir og böm. Jarðarför móður okkar og tengdamóður NIKOUlNU H. K. ÞORUÁKSDÖTTUR Laugateig 22 fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 19. nóvember kl. 10,30 f.h. Börn og tengdaböm Faðir minn og tengdafaðir, GUÐMUNDUR FRIÐRIKSSON Samtúni 20, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 20. nóv. kl. 13,30. Petríua R. Guðmundsdóttir, Björgvin V. Færseth Maðurinn minn og faðir okkar, DAVÍÐ STEFÁNSSON frá Ásláksstöðum, verður jarðaður fimmtudaginn 19. þ.m. Athöfnin hefst með húskveðju að heimili hins látna kl. 1,30. Jarðsett verður að Kájfatjörn. Vilborg Jónsdóttir og synir Innilegt þakklæti til þeirra er sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og jarðarför RAGNHEIÐAR BRYNJÓLFSDÓTTUR Vandamenn. . Hjartans þakkir til allra, sem heiðruðu minningu ÞÓRUNNAR HEUGADÖTTUR Hellatúni Eiginmaður, börn, fósturbörn, tengdaböm, barna- og barnabarnaböm og systkini hinnar látnu. Hjartans þakklæti til allra er heiðruðu minningu föður okkar, VILHJÁLMS GlSUASONAR Ásbergi, Eyrarbakka og sýndu okkur vinarhug og samúð við andlát hans og jarðarför. Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, Jóna Vilhjálmsdóttir Soffia Vilhjálmsdóttir, Sigurgeir Vilhjálmsson J. S. H,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.