Morgunblaðið - 27.11.1959, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 27.11.1959, Qupperneq 11
Föstudagur 27. nóv. 1959 MORGJIVÍBLAÐIÐ 11 Sigrún Kjartansdóttir Minning SIGRÚN Kjartansdóttir fæddist í Drangshlíðardal undir Eyja- fjöllum 6. október 1876. Hún and- aðist í Reykjavík 20. nóvember 1959. Foreldrar hennar voru hjónin Kjartan Guðmundsson, Jónsson- ar bónda, er fyrstur reisti byggð í Drangshlíðardal ásamt Jóni bróður sínum. Móðir Sigrúnar var Ragnhildur Ólafsdóttir frá Núpi í Fljótshlð. Guðmundur Jónsson var albróðir sr. Kjartans Jónssonar í Ytri-Skógum, en hann var fósturfaðir Ragnhildar. Kona séra Kjartans var föður- systir Ragnhildar, fyrri konan, Sigríður Einarsdóttir. Um ættir þessar má nokkuð lesa í Ættar- tölu Steindórs Gunnarssonar cg systkina hans eftir Guðna Jóns- son, prófessor (Rvík 1941). Þau Kjartan Guðmundsson og Ragn- hildur bjuggu góðu búi í Drangs- hlíðardal og voru mikil merkis- hjón. Sigrún Kjartansdóttir á einn bróður á lífi, Sigurjón Kjart- ansson, áður kaupfélagsstjóra í Vík. Dáinn er Guðmundur bóndi í Skógum, Bjarni kaupfyélags- stjóri og Elíin húsfreyja í Drangs blíðardal. Margt mikilhæft og gott fólk er í þessum ættum, svo sem kunnugt er, gáfað og dug- andi. Sigrún Kjartansdóttir var ágast lega gáfuð kona. Hún hafði aflað sér mikallar menntunar, bæði hér lendis og auk þess dvaldi hún mörg ár í Noregi og Danmörku við störf og nám. Þetta var eng- in yfirborðsmenntun heldur djúp og varanleg þekking á því er hún tók sér fyrir hendur er entist henni til æviloka. Hún var ákaf- lega listhneigð og virtist mér það, ætíð sorglegt, að hún skyldi ekki gefa sig meira en hún gerði, að listnámi, því ég tel víst að hún hefði komist mjög langt á þeirri braut ef hún hefði ekki þurft að verja meiri hluta krafta sinna og tíma til annara starfa. Hún lærði þó að mála, t. d. á silki, tréskurð og skrautgripagerð (t. d. tinskreytingu á vasa). I>að sem hún gerði að þessu sýndi mikla hæfileika og smekkvísi, enda sagði hún mörgum byrjendum tii og munu þeir minnast hennar með þakklæti. En ég harma það, að Sigrún gat ekki notið sín fullkomlega sem listamaður og er ég viss um að hún sjálf þráði það alla ævi og bar sorg í huga af því að geta ekki gefið sig við sínum hjartfólgnustu áhugamál- um. Ég þekkti Sigrúnu ekki fyrr en hún var komin um fimmt- ugt. Svo vildi til, að við bjugg- um í sama húsi nokkur ár. Hún var ekki mannblendin en hún var góður vinur þeirra, er hún vildi þekkja. Kona mín og Sigrún voru góðir vinir og bar þar aldrei skugga á. Ég held ég megi full- yrða að Sigrún Kjartansdóttir hafi verið í hópi merkustu og ágætustu kvenna, sem ég hefi kynnst á langri ævi. Mörgurn mun hafa fundist hún nokkuð alvarleg og jafnvel þóttafull, en í vinahópi var hún glaðvær og skemmtileg. Óvini né óvildar- menn mun hún enga hafa átt, hún var óáreitin við fólk og lét þá hlutlausa er hún ekki kæiði sig um að umgangast — var, auð- vitað, kurteis við alla, háttprúð og stillileg í framöngu, hámennt- uð kona sem í allri framkomu bar á sér merki fornrar menn- ingar fjölda kynslóða göfugs fólks. Heilsa Sigrúnar Kjartansdótt- ur var aldrei traust hin síðari ár ævinnar. Hún vann ætíð milc- ið allerfitt starf (hún hafði lengi straustofu). Hún varð fyrir miklu áfalli er hús brann, sem hún bjó í, missti hún þar, auk þess mest allar eigur sínar, húsgögn, vélar til hanzkagerðar, bækur o. fl. — Þetta hlaut að hafa mikil og var- anleg áhrif á hina viðkvæmu öldruðu konu. Síðustu árin bjó hún í húsi síns ágæta bróður Sig- urjóns, er lét sér mjög annt um hana, einnig er mér kunnugt um að aðrir ungir ættingjar hennar voru henni góðir og hjálpsamir. En, smátt og smátt þverruðu kraftar hennar, unz yfir lauk. Sigrún Kjartansdóttir giftist ekki og eignaðist ekki böm. Þrátt fyrir góða ættingja og vini var hún því einmana nokkuð, einkum hin síðari ár ævinnar. Það eru ein gjöld fyrir langlífi að sjá á bak fjölda kærra vina. Það kemst enginn hjá því að greiða þau gjöld. Sigrún hefur nú lokið sínu langa æviskeiði með sóma, henni fylgja kærar þakkir og hlýjar hugsanir inn í hina ókunnu heima, sem bíða vor allra — inn- an skamms. Þorsteinn Jónsson. Óskað breytinga á lögum um útflufning hrossa Stotnabur skuli sjóður til kaupa á verð- mœtum kynbótahrossum, sem föl eru til útflutnings SL. sunnudag sátu stjórnir hinna þriggja hrossaræktarsambanda landsáns, ásamt fulíltrúum frá Landssambandi hestamannafél- aga og nokkrum fleiri, fund með hrossaræktarráðunaut, Gunnari Bjamasyni. Fjallaði fundur þessi um erindi er Gunnar hafði samið að ósk hrossaræktarsambandanna varð- andi breytingar á lögum um út- flutning hrossa svo og breyting- ar á búfjárræktHrlögunum með tilliti til starfsemi hrossaræktar- sambandanna. Miklar umræður urðu á þess- um fundi og nokkrar breytingar gerðar við erindi ráðunautsins, en fullt samkomulag varð um til- lögur til veigamiklla breytinga á lögunum um útflutning hrossa. Samþykkt var að leggja til að á hrossaútflytjendur skyldi lagt eitt prósent útflutningsgjald, er mynda skuli sjóð til þess að forða sölu á verðmætum kynbótagrip- um til útlanda. Á ú-tflutta kyn- bótagripi skuli lagt 10% gjald til sömu nota. Ríkjandi hefir verið nokkuð mismunandi skoðun á því hvort leyfður skuli útflutningur á kyn- bótagripum en við þessa breyt- ingu ef að lögum verður, virð- ist hafa náðst fullt samkomulag, og jafnframt fengin trygging fyrir því að verðmestu kynbóta- gripunum verði jafnan haldið í landinu sjálfu. Hrossaræktendur í landinu hafa talið að lög þau, sem nú gilda um útflutning hrossa, séu þeim sérstaklega óhagkvæm og hafa óskað breytinga á þeim og með fundi þessum fara þeir þess á leit og benda á hverra brey- tinga sé helzt þörf. Þilplötur 4x9 fet fyrirliggjandi. Hjálmar Þorsteinsson & Co. hf. Kiapparstíg 28 — Sími 11956. Köpavogsbúar Karlmaður óskast til starfa í verksmiðj- unni. Uppl. ekki gefnar í síma. Málning hf. Tökum upp í dag 3 stærðir af Raf mag nsvif tum fyrir loftræstingu á vinnusölum o.fl. Hamarsbúð hf. Hamaishúsi ■—■ Sími 22130 Reykjavík. Jólagjafir Munið hið fjölbreytta úrval af erlendum lömp- um. UTIÐ 1 GLUGGANA Skermabúðin Laugavegi 15. Sími 19635. Bifreiðaeigendur Látið sumrstöð vora, Hafnarstræti 23 annast smurn- ing á bifreið yðar. Þér getið komizt hjá óþarfa bið með því að panta smurning í síma 11968. Einungis fagmenn annast verkið. Olíufélagið hf. Jólagjafir — Speglar Fjolbreytt úrval af speglum fyrirliggjandi. Hentugar jólagjafir. VEBZLUNIN LAUGAVEGI 15. Sími: 19635. K. B. 100 II Þessi segulbandstæki höfum við til sölu. ÁBYRGÐ Á ENDINGU. Sendum í kröfu um land allt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.