Morgunblaðið - 27.11.1959, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.11.1959, Blaðsíða 16
16 MORCUISBLAÐIÐ Föstudagur 27. nóv. 1959 Ný sölubúð á Eskifirði ESKIFIRÐI, 15. nóv.: — 17. októ- ber opnaði Pöntunarfélag Esk- firðinga nýja sölubúð í nýbyggðu verzlunarhúsi. Stærð hússins er um 150 fermetrar að flatarmáli. Þar af er sölubúðin á 90 fer- metra gólffleti, annað er vöru- geymsla, snyrtiherbergi, skrif- stofa og kjötvinnsluherbergi. Teikningu af húsi og innréttingu gerði Gunnar Theódórsson arki- tekt Rvík. Yfirumsjón með bygg- ingu hafði Auðbergur Benedikts- son húsasmíðameistari Eskifirði. Raflögn og lýsingu annaðist Elís Guðnason rafvirkjameistari Eski. firði. Málningu og litaval Guð- mundur Auðbjörnsson málara- meistari Eskif. Miðstöðvarlagn- ingu Vélaverkstæði Karls Símon- arsonar Eskifirði. Nýja sölubúðin er að mestu aðskilin í þrem deild um þ.e. í öðrum endanum er vefn aðarvara í hinum kjöt, fiskur og mjólk. En miðhluti búðarinnar er sjálfsafgreiðsla með nýlendu- vöru, búsáhöld, bækur, blöð. Sölu búðin er hin snyrtilegasta að öllum frágangi og þægileg við- skiptavinum. Áfram notar félagið fyrri aðstöðu sína fyrir skipa og byggingarvörur. Alls verður því gólfflötur sölubúðar 130 fermetr- ar. Verzlunarhúsið stendur á ein- um bezta stað rétt við hafskipa- bryggjuna og aðalathafnasvæð- ið í kauptúninu. Pöntunarfélag Eskfirðinga var stofnað 6. des. 1933 og hóf starf- semi sína með því að panta vörur fyrir félagsmenn sína og skipta þeim upp eftir pöntun hvers og eins. Fyrst í stað voru pantaðar eingöngu brýnustu nauðsynjavör- ur, svo sem kornvara kaffi, syk- ur, hreinlætisvöi-ur Sífellt fjölg- aði félagsmönnum og kröfur juk- ust um fjölbreyttara vöruval, sem endaði með því að opnuð var sölubúð, tekin upp verzlun með kol, síðan byggingarvörur og haf in starfræksla sláturhúsa. Á tíma bili flutti félagið einnig út ýmsar sjávarafurðir. Fyrstu stjórn fé- lagsins skipuðu: Formaður Krist- ján Jónsson, ritari Magnús Gísla- son sýslumaður. meðstjórnendur Dagur Jóhannsson, Magnús Ei- ríksson, Helgi Sigurðsson. Stormur á miðuruim HAFNARFIRÐI: — Ekki hefir verið sjóveður hjá reknetabátun- um síðan fyrir helgi, og þeir leg- ið hér og nokkrir í Grindavík, þar sem sumir lögðu upp fyrir helgina. — Talsverð smáufsaveiði hefir verið hér í höfninni síð- ustu daga, og einn bátur, Jóhann es Einarsson, fengið töluvert magn, sem selt er í Lýsi og mjöl til bræðslu. Togarinn Ágúst kom af veiðum í gærmorgun með um 150 tonn, sem hann sigldi með á Þýzka- landsmarkað. — Mjög slæm tíð hefir verið hjá togurunum undan farið, en þeir hafa verið fyrir vestan, og margir hverjir ekkert getað aðhafzt svo dögum skipt- ir. Hið litla, sem fengizt hefir, hafa togararnir orðið að leggja þar á land, en þess á milli legið inni á fjörðum. — G. E. Núverandi stjórn skipa: Ragn- , ar Þorsteinsson kennari formað , ur, Hilmar Bjarnason skipstjóri , ritari, meðstjórnandi Maren Jóns dóttir húsfrú. Framkvæmdastjóri hefir verið frá upphafi Arnþor Jensen. Pöntunarfélag Eskfirðinga er ópólitísk neytendasamtök og því eitt sterkasta vígi frjálsrar verzl unar á Austurlandi. — Gnnnar. Fólk og fjöll eftir Rós- berg C. Snœdal Stúdentar þurfa auka- skiiding fyrir jóiin SVO sem kunnugt er hefur vinnumiðlun stúdenta verið starf rækt um nokkurra ára skeið. — Helzta hlutverk hennar hefur verið að útvega stúdentum sum- arvinnu, svo og vinnu í mestu önnunum síðustu vikurnar fyrir jól. inn dálítinn aukaskilding rétt fyrir jólin. Vill vinnumiðlunin því hvetja alla atvinnurekendur, sem ætla að bæta við sig starfsfólki fyrir jólin að snúa sér til skrifstofu vinnumiðlunar stúdenta, sími 15959, sem er opin í Háskólanum (bóksölu stúdenta) á þessum tímum: Reynsla undanfarinna ára hef- ur leitt í ljós að vinnumiðlun þessi hefur verið vel þegin, bæði af hálfu stúdenta og at- vinnurekenda. Hefur það komið sér vel fyrir stúdenta, sem marg- ir eru félitlir, að geta unnið sér Mánud. 10—12 Þriðd. 10—12 Miðvd. Fimmd. 11—12 Föstud. Laugd. 10—12 13.30— 15.30 13.30— 14.30 13.30—14.30 13.30— 14.30 13.30— 15.30 13.30— 14.30 (Frá vinnumiðlun stúdenta) ÚT er komin ný bók eftir Róbert G. Snædal, sem nefnist Fólk og ifjöll, útgefin af Blossa á Akur- ■ eyri. Eru það 12 þættir, sem margir hverjir hafa verið fluttir í útvarp á undanförnum 6 árum, en höfundur nú hvattur til að láta koma út í bókarfoimi. Ýmis- legt annað er og í bókinni, sem ekki hefur komið fyrir almenn- ingssjónir áður. Fjalla þættir þessir, eins og nafn bókarinnar bendir til, um fólk og ýmsa staði, og styðst höf- undur einkum við Húnaþing, Skagafjörð og Eyjafjörð. — í for- mála segir m. a. — í þessari bók minni, sem að mestu leyti fjallar um fjöll og fólk, geri ég tilraun til að iýsa örfáum blettum, innan norð- lenzkra fjalla eða á þeim.... Aurmál hruninna bæja, túngarðs brot, gróin tröð, hestasteinn eða brunnhoia í afdölum, er annað og meira en það, sem það sýnist nú. Það eru mannaverk, sem eiga sér langa sögu. Sögu, sem okkur er að mestu hulin eða gleymd, en sem við nærveru hlýtur að rifjast upp, rétt eða röng .... Og vænt þætti mér umbun fyrir ómakið, að verða aðnjótandi, þó ekki væri nema um, ef lesandinn hlýtur þá örlítils af þeirri ferðagleði, sem fjallgöngumanninn gagntekur, og þeim dulmögnun, sem afdalirnir og eyðíkotin búa yfir, sé rétt að þeim farið. Af efni bókarinnar, sem er 190 bls., má nefoa: Inn milli fjalla, Gengið á Víðidal, Hinkrað við á heimskautsbaugi, Sæluhúsið á Hálsinum, Sýslumannsfrúin í Bólstaðarhlíð, Lykillinn að skáld- inu í manninum. Aður hefur Róbert G. Snædal gefið út 6 bækur. LAUGALÆK 2-6 Á ROIilVI HRÍUTEICS LAÖGALÆKJAR OG RAUBALÆKJAR KJÖT MIÐSTÖÐIN Dilkakjöt Nautakjöt Hangikjöt B j ú g u P y 1 s u r ótal margt fleira til helgarinnar. Sími 3-50-20. Sendum heim. MA TVÖRUMIÐST ÖÐIN A n a n a s B I. ávextir Sítrónur Kex ótal teg. Allskonar matvara og sælgæti. Sími 3-53-25. Sendum heim. ANITA N Ý K O M I Ð Sængurveraléreft (hvítt og mislitt) Sængurveradamask (hvítt og mislitt) Sængurveraefni aðeins 20/10 Lakaléreft með vaðmálsvend (bleijað og óbleijað) Náttfataefni (margar gerðir) Grillon garn yfir 20 litir Goifgarn væntanlegt eftir helgi. Sími 3-40-38. ■íju iiimm - iiiiii rasuriii - lusiucu mmiii NÆG BÍLASTÆÐI GÓÐ BlLASTÆÐI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.