Morgunblaðið - 27.11.1959, Page 23

Morgunblaðið - 27.11.1959, Page 23
Fðstudagur 27. nóv. 1959 MORGIJNBLAÐIÐ 23 Ætlaði i bankann ti[ að fá víxiUÉn en var taugaslappur vegna drykkju Rannsóknarlögreglan hafði fljótlega uppi á manni þeim er ruddist inn í Landsbank- ann á dögunum. En er hún fékk málið í hendur, reynd- ist enginn vita hver maður- inn væri, né heldur gátu neinir gefið nokkra tæmandi Iýsingu á honum. En eftir þeim sundurlausu upplýsing- um, sem fyrir lágu, tókst rannsóknarlögreglumönnum brátt að hafa uppi á mannin- um. Var hann síðan tekinn til yfirheyrslu. if Taugarnar biluðu Hann hafði verið drukkinn upp á hvern dag í eina viku, og var orðinn ruglaður og slappur mjög á taugum. Hann gaf þá skýringu á ruddalegri fram- komu sinni, að hún aetti rót sína að rekja til ölæðis, og þess að hann hefði fengið þá flugu í höf- uðið, að hann skyldi fara niður í Landsbanka og slá út víxil, í stað þess að ganga um og slá menn um peninga. Hann kvaðst hafa tekið hnífinn, sem var búr- hnífur, í húsi einu skömmu áður. Hann neitaði því eindregið að hann hefði ætlað að nota hnífinn við víxilsláttinn í bankanum. Kvaðst hann mjög harma fram- komu sína í þessu hörmulega ástandi. Manninum var sleppt í gær, er hann virtist vera á bata- vegi, eftir hina langvinnu drykkju og óreglu. Gleriðjan hefur opnað nýja sölubúð að Skólavörðustíg 22A. Þar verða á boðstólum framleiðsluvörur fyrirtækisins, speglar af hinum margvíslegustu gerðum og stærðum og auk þess snyrtivörur og hreinlætisvörur. Eigendur og forstöðumenn Gleriðjunnar eru Karl Ámason og Hendrik Bernburg. — Myndin er úr hinni nýju sölubúð við Skólavörðustíg. Friðun miöa — Framtið lands Salan nam 500þús. Á FUNDI með blaðamönnum í gær skýrði Lúðvig Guðmunds- son ,skólastjóri, frá því að ágóði af sölu merkisins Friðun miða — Framtíð lands næmi rösklega hálfri milljón króna, en hann var, eins og kunnugt er, aðalhvata- maður þess að samtökin voru stofnuð og jafnframt formaður framkvæmdanefndar samtak- anna. Það var í lok september-mán- aðar sl. að 22 menn komu sam- an og mynduðu samtökin, þar af 4 menn frá stjórnmálaflokkun- um og 2 af forystumönnum Slysa varnafélags íslands. Á stofnfundinum urðu þessir menn á eitt sáttir um að efna til sölu á merki kosningadagana 25. og 26. október, er skyldi vera tákn einingar íslenzku þjóðarinn ar í Landhelgismálinu, og skyldi allur ágóði af sölu merkisins renna til Landhelgisgæzlunnar, til kaupa á þyrilvængju, er stað- sett yrði á hinu nýja varðskipi Óðni, sem Landhelgisgæzlan á í smíðum, ef forráðamönnum henn ar sýndist fénu bezt til þess var- ið. Sala merkjanna fór svo fram kosningadagana eins og ráð hafði verið fyrir gert — í hverj- um hreppi, kauptúni, kaupstað á landinu og í Reykjavík — með þeim árangri, sem skýrt hefur verið frá. Áhugi var víðast hvar mikill og má geta þess að í sveit- um landsins varð sala merkjanna 100%. í Reykjavík nam salan um 150 þús. kr., og er það minna en menn gátu gert ráð fyrir, en sala annarra merkja fór fram sam- tímis í bænum, mun það hafa dregið nokkuð úr sölu landhelg- ismerkisins. Kostnaður af sölu merkjanna, svo sem burðargjald, símgjald, sölulaun og prentun, nam tæpum 100 þús. kr., sem dregst frá þeirri upphæð, sem afhent verður við- komandi ráðuneyti ,er fullnaðar- uppgjör hafa farið fram, en skil vantar enn frá nokkrum stöðum af landinu. Lúðvig Guðmundsson er nú á förum tii útlanda, en í fjarveru hans verður Einar Magnússon, formaður framkvæmdanefndar samtakanna. Auk þeirra voru viðstaddir fundinn gjaldkeri sam takanna, Kristján H. Benedikts- son, formaður Menntamálaráðs, Hallberg Hallmundsson, ritari og Pétur Sigurðsson, forstjóri Land helgisgæzlunnar. Tilboð um kaup á þyrilvængju hafa þegar borizt frá Bandaríkjunum, Frakklandi, Þýzkalandi og Póllandi. Hefur söfnunin vakið athygli víða er- lendis. vi7/ sín fundarlaun, þótt hún drepi ekki allt Hóllsfjallabœndur misstu um 100 fjár í hríðinni HÓLSFJÖLLUM, 26. nóv. Senn fer að líða að því, að bændur hér á Hólsfjöllum hætti að leba fjár þess, sem fennti í stórhríð- inni 8. og 9. nóv. Leitað hefur verið hvern dag, sem fært hefur verið, en vond veður hafa haml- að leit nokkra daga. í fyrradag fundust 6 kindur í fönn og voru 3 af þeim lifandi. í gær og dag fannst ekkert. Það, sem einkum hefur gert mönnum erfitt fyrir að finna féð, er hve dreift það 50-60 jbús. frímerki seljast á fyrsta degi í FYRRADAG voru gefin út fjög- ur ný frímerki. tvö með mynd af laxi og tvö með mynd af æð- arkollu. Á fyrsta degi munu venjulega seljást 50—60 þús. frí- merki af hverri tegund, að því er Pétur Eggerz Stefánsson, full- trúi á Póstmálaskrifstofunni tjáði blaðinu í gær. Munu því hafa komið inn í fyrradag ca. 400— 500 þús. krónur fyrir hin nýju frímerki, en verðgildi þeirra er lágt eða 25 aurar, 90 aurar, 2 kr. og 5 kr. í allt hafa komið út 8 frímerki á þessu ári. Auk fyrrnefndra merkja komu tvö Jóns Þorkells- sonar frímerki, að verðgildi 2 og Tófu og hundur í eltingnleik HÚSAVÍK, 26 nóv. — Undan- farið hafa menn orðið varir við nokkrar tófuslóðir í Húsa víkurfjalli, en ekki er vitað til að um dýrbít sé að ræða. Fyrir nokkrum dögum flækt ist tófuhvolpur niður í Húsa- vikurbæ. Sáu menn hvar hann hljóp hringinn í kringum bragga og hundur á eftir hon- um. Voru þá báðir orðnir all- dasaðir að sjá. Hugðust menn því reka hann í Búðará, þar eð hann mundi tæplega hafa sig yfir svona uppgefinn. En það fór á annan veg. Tófu- hvolpurinn synti yfir, hélt upp göturnar yfir svokallað Rauðatorg og síðan upp til heiða. — Fréttaritari. 3 krónur og tvö flugmerki að verðgildi kr. 3.50 og 4,05. Pétur Eggerz Stefánsson kvað venjulega gefin út 6—8 frímerki á ári og þætti þeim sem með þessi mál fara það vera hæfileg tala. Ef miklar burðagjaldsbreytingar yrðu, mundi nauðsynlegt að gefa út miklu fleiri ný merki, en þær hafa engar orðið á þessu ári, Stundum hafa orðið frávik frá þessari tölu, 6—8 frímerkjum á ári. T. d. munu aðeins hafa kom- ið út tvö merki árið 1955 og ár- ið 1956 komu 10 ný frímerki út. var fyrir hríðina og hve víðá það hrakti í hríðinni. Svæðið, sem leitað hefur verið á, mun vera um 4—500 ferkílmetrar og augljóst að erfitt er fyrir 10— 12 menn að leita allt það svæði. Hundar hér eru yfirleitt ónýtir til að leita í fönn, en þó er til að þeir krafsi í skafla sem geng- ið er yfir, eða verið er að leita í. En yfirleitt hefur það fé, sem fundist hefur, fundist af tilvilj- un eða gat hefur verið komið upp af því vegna hita frá kind- unum. Ennfremur hefur tófan grafið á nokkrar kindur, en hún vill nú reyndar hafa fundarlaun, þó að hún hafi ekki drepið allt, sem hún hefur grafið á. Tjón, það sem menn hafa orð- ið fyrir af völdum þessa veðurs, er mjög misjafnt. Sumir hafa fengið svo til allt sitt fé, aðrir misst milli 20 og 30 kindur. Alls munu hafa farizt eða vantar um 100 kindur frá þessum fimha bæj- um, sem hér eru í Fjallahreppi. í Möðrudal og Víðidal, sem eru í Jökuldalshreppi, mun færra fé hafa farist, enda var veður öllu vægara þar, einkum var minni úrkoma. Þó vantar þar um 20— 30 kindur. —Víkingur. Tónlcikar Sinfón- íuhljómsveitar- innar SINFÓNÍUHLJÓMSVEITIN lék I Þjóðleikhúsinu á þriðjudags- kvöld við húsfylli og óvenjulega hlýja hrifningu leikgesta, enda framniistaða sveitarinnar, einleikara og stjómanda með aí- brigðum góð. Henry Swoboda virðist hafa alla beztu kosti hljómstjórans, vandvirkni, öryggi, skapfestu og hita. Hafa fáir stjórnendur tekið hljómsveitina fastari tökum, enda var frammistaðan eftir því. „Nótt á reginfjöllum“ eftir Mússorgskí er vandleikið verk og gerir miklar kröfur til hljóm- sveitarinnar, ekki sízt blásara og slagverks. í næsta viðfangsefn- inu, konsertsinfóníu Haydns, léku þeir Björn Ólafsson konsert- meistari, Einar Vigfússon selló- leikari, Karel Lang óbóleikari og Hans Ploder fagottleikari ein- leikskvartettinn og tókst einkar vel. Var ósvikinn Háydn-blær yfir þessu fagra og geðfelida verki. Síðasta viðfangsefnið var Sjö- unda sinfónía Beethovens, leikin af krafti, fjöri og miklum til- þrifum, svo að á stundum gleymd ist jafnvel strengjafátæktin. Sér staklega var fagnarefni að heyra annan kaflann (allegrettó) leik- inn mun hraðar en oft er venja, og er það sjálfsagt í anda meist- arans. Sinfóníuhljómsveitinni virðist stöðugt fara fram, og fer þó nokk- uð eftir því, hver á tónsprotan- um heldur, svo sem vonlegt er. Þess vegna er það mikið fagn- aðarefni, þegar jafn-ágætan gest ber að garði og Henry Swoboda. B. G. íbúð Barnlaust kærustupar, sem bæði vinna úti, óska eftir 2ja herb. íbúð. Þyrfti ekki að vera laus fyrr en um áramót. Tilto. sendist Mbl., fyrir þriðjudags kvöld, merkt: „8482“. — Nýslegið Framh. af bls. 2. demba. Einkum munu bændur í Vallarkrók hafa orðið illa £yrir þeim í sumar. Það bætir þó nokkuð úr að mjög góð tíð er enn. í gær var 10 stiga hiti, og getur það sparað hey. Byrjuðu sumir bændur að gefa ám í kuldakastinu, en hafa nú hætt því.aftur. Enn eru bændur að vonast til að ná einhverju upp, því það er hart að geta ekki slegið blettina, eftir að búið er að eyða miklu í áburð á þá. Þó af þeim komi nú slæmt fóður, er það betra en að vanta alveg hey, þegar jörð fer undir snjó. Að lokum sagði Páll á Efra- Hvoli: — Vegna hraktra heyja hjá öllum hreppsbúum og vant- andi heyja hjá mörgum af völd- um heyþurrkanna, hefur orðið að fækka mjög líflömbum og mjólk- urkúm. Þrátt fyrir það verður þeim bústofni, sem eftir lifir, ekki framfleytt yfir komandi vetur án mikils magns af að- keyptu kjarnfóðri Hugheilar þakkir til allra er sýndu mér vinsemd á sextugsafmæli mínu 16. þ.m. Þorvaldur Þórarinsson, Blönduósi. JÓNlNA STEFÁNSDÓTTIR fyrrv. ljósmóðir frá Karlsskála, lézt á, sjúkrahúsinu í Neskaupsstað 24. þessa mánaðar. Börn og tengdaböm. HALLDÓRA ÞORSTEINSDÓTTIR frá Jafnaskarði, sem andaðist að Hrafnistu 24. þ.m. verður jarðsett að Stafholti mánudaginn 30. nóv. kl. f Aðstandendur. Elskulegur sonur okkar DAGFINNUR ÖRN lézt 20. nóv. útförin fer fram í dag, þeim sem vildu minn- ast hans er bent á styrktarfélag lamaðra og fatlaðra. Pálína Hermannsdóttir, Sveinbjöm Dagfinnsson. Alúðarþakkir fyrir auðsýnda hluttekningu og vin. semd við andlát og útför GUÐNA ,G. SIGUEÐSSONAR málara. Systkini og stjúpsonur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.