Morgunblaðið - 28.11.1959, Qupperneq 2
2
MORGVNBT AÐIÐ
Laugardagur 28. nóv. 1959
Fyrirspurnir um bráðabirgðalögin
Munu afgreidd eins
og lög mæla fyrir
Frá umræðum á Alfjingi i gær
þetta frumvarp, að á sl. vetri
hefði verið skipuð nefnd til að
rannsaka þetta mál allt, en hún
hefði enn ekki skilað áliti.
Gísli Guðmundsson, 3. þm.
Norðurlands eystra, talaði fyrir
frv. um lántökuheimild og ráð-
stöfun lánsfjár til hafnarfram-
kvæmda, er síðan var vísað til 2.
umr. og fjárhagsnefndar.
Ágúst Þorvaldsson, 2. þm. Suð-
urlands, flutti framsöguræðu um
frumvarp um jarðræktar- og
húsagerðasamþykktir í sveitum,
er síðan var vísað til 2. mnr. og
landbúnaðarnefndar.
Var
Bang-
NEW YORK og KAUP-
MANNAHÖFN, 27. nóv (NTB/
APP) — Lögregluyfirvöid
Nev York-borgar hafa gefið
fyrirskipun um nákvæma rann
sókn allra atriða í sambandi
við dauða Danans Povls Bang-
Jensens, fyrrverandi starfs-
manns Sameinuðu þjóðanna,
Povl Bang-Jensen
)&>»****&*»Mtí,
rannsókn í sambandi við dauða
hans.
Jensen myrfur?
sem fannst skotinn til bana
í skemmtigarði í einni af út-
borgum New York í gær.
f tilkynningu lögreglunnar
segir, að raunar bendi allt tii
þess, að Bang-Jensen hafi
framið sjálfsmorð (skamm-
byssa fannst í hendi hans —
og einnig fannst á honum
kveðjubréf til konu hans), en
þó þyki sjálfsagt að rannsaka
þetta mál náið. — Er talið, að
það standi í sambandi við grun
semdir um, að vissir aðilar
hafi viljað tryggja, að Bang-
Jensen léti ekki af hendi mikil
vægar upplýsingar, er hann
hafi aflað sér, er hann starfaði
fyrir Ungverjalandsnefnd Sam
einuðu þjóðanna.
Þess má og geta í þessu sam
bandi, að Bela Fabian, einn áf
foringjum Ungverja þeirra, er
flúðu til Bandaríkjanna, hefir
látið svo um mælt, að Bang-
Jensen hafi fyrir skömmu sagt
við einn vina sinna, að ef hann
fyndist látinn, mætti ekki
Óeirðir í Tókíó
Nýjum varnarsamningi við Bandaríkin
mótmœlt
KLUKKAN 1,30 í gær var
settur fundur í neðri deild
Alþingis. Fjögur mál voru á
dagskrá, en áður en þau yrðu
tekin fyrir, kvaddi Eysteinn
Jónsson, 1. þm. Austurlands,
sér hljóðs utan dagskrár. —
Kvað hann í haust hafa verið
gefin út bráðabirgðalög um
verðlagningu landbúnaðaraf-
urða. Samkvæmt stjórnar-
skránni bæri að leggja bráða-
birgðalög fyrir næsta Alþingi
og hefði verið venja að gera
slíkt í byrjun þings. Nú
kvaðst hann hafa búizt við
því á hverjum degi, frá því
þing kom saman, að bráða-
birgðalögin um landbúnaðar-
vöruverðið yrðu lögð fyrir
þingið og beindi hann þeirri
fyrirspurn til landbúnaðarráð
herra, hvort þess væri ekki
að vænta?
Ingólfur Jónsson land-
búnaðarmálaráðherra kvað það
ekki rétt hjá 1. þm. Austurlands,
að það væri venja eða skylt að
Igegja bráðabirgðalög fyrir Al-
þingi á fyrstu dögum þess. Hins
vegar væri það skylda að leggja
slík iög fyrir Alþingi og mundi
í JÚNÍMÁNUÐI í fyrrasumar
voru mikil brögð að því að
neyzlumjólk bæjarbúa var bragð-
vond. Var hér um svo alvarlegt
mál að ræða, að heilbrigðisnefnd
fékk málið fyrir og borgarlæknir
skrifaði Mjólkursamsölunni bréf
um þetta. Var krafizt að tryggt
yrði, að jafnan væri á boðstólum
fyrsta flokks mjólk. Nú hefur
borizt svar frá Mjólkursamsöl-
unni. Var það lagt fram og um
það rætt, á fundi heilbrigðisnefnd
ar á þriðjudaginn var.
Þegar borgarlæknir dr. Jón
Hermenn bíða
dóms
BLAÐAFULLTRÚI upplýsinga-
þjónustu Bandaríkjanna hér,
skýrði frá því í gær, að nú sætu
fjórir varnarliðsmenn í haldi í
sambandi við vopnastuld. Höfðu
þeir kastað vopnunum í sjóinn,
tveim rifflum og einni skamm-
byssu, suður við Álftanes. Bentu
þeir lögreglunni á staðinn, en
kafari var sendur niður og fann
hann vopnin á botninum. Menn
þessir bíða nú dóms, en herréttur
fjallar um mál þeirra og dæmir
í því.
Dagskrá Albingis
DAGSKRÁ efri deildar Alþingis
laugardaginn 28. nóv. 1959 kl.
1,30 e.h.:
Gjaldaviðauki 1960, frv. Dýr-
tíðarráðstafanir vegna atvinnu-
veganna. Tollskrá o. fl. Bifreiða
skattur. Bráðabirgðafjárgreiðsl-
ur.
Dagskrá neðri deildar í dag:
Skemmtana=k'-ttsviðauki. Áætl-
unarráð ríkissins.
verða farið að lögum um þetta
atriði.
Eysteinn Jónsson tók aftur til
máls. Kvað hann sérstaklega
þýðingarmikið að það drægist
ekki að þessi bráðabirgðalöggjöf
kæmi til meðferðar á Alþingi,
þannig að þingviljinn kæmi í ljós
gagnvart þessum lögum. Þar sem
fram hefði komið hugmynd, lun
að þinginu yrði brátt frestað,
kvaðst hann vilja skora á land-
búnaðarráðherrann og ríkis-
stjórnina að leggja bráðabirgða-
lögin um landbúnaðarvöruverðið
fyrir Alþingi, áður en því yrði
frestað.
Þá var gengið til dagskrár og
tekin fyrir dagskrármálin fjögur.
Gylfi Þ. Gíslason viðskipta-
málaráðherra talaði fyrir frum-
varpi um skemmtanaskattsvið-
auka, er síðan var vísað til 2.
umræðu og fjárhagsnefndar
samhljóða.
Dragnótaveiðar í fiskveiði-
landhelgi
Karl Guðjónsson, 6. þm. Suður-
lands, gerði grein fyrir frum-
varpi um dragnótaveiðar í fisk-
veiðilandhelgi imdir vísindalegu
eftirliti, er hann flytur ásamt
Sigurði Agústssyni, Ágúst Þor-
valdssyni, Guðlaugi Gíslasyni og
Lúðvíki Jósefssyni. Er frumvarp
þetta samhljóða frumvarpi, er
fram kom á síðasta Alþingi, en
fékk ekki fullnaðarafgreiðslu.
Emil Jónsson sjávarútvegsmála
ráðherra gat þess í sambandi við
Sigurðsson skrifaði forráðamönn-
um Mjólkursamsölunnar í fyrra-
sumar, um þetta mál, óskaði hann
eftir ýmsum upplýsingum, t. d.
varðandi flokkun ógerilsneyddrar
mjólkur í Mjólkursamsölunni í
Reykjavík, Mjólkursamlagi Borg-
firðinga og Mjólkurbúi Flóa-
manna. í öðru lagi upplýst m. a.
aðstæður mjólkurframleiðenda
til kælingar mjólkur, flutning
hennar frá framleiðanda til mjólk
urbús og loks um verðfellingu og
endursendingu mjólkur frá mjólk
urbúum.
í bréfi Mjólkursamsölunnar, er
þess getið að enn hafi ekki borizt
svar frá Mjólkursamlagi Borgfirð
inga, þrátt fyrir endurtekna
beiðni þar að lútandi.
Að fengnum þeim upplýsing-
um, sem fyrir liggja, þótti það j
vera ljóst að kæling mjólkur á :
framleiðslustað er víða mjög ó-
fullnægjandi og að mjólkin er;
ekki nægilega varin sólskini með-
an á flutningi stendur.
Þá þykir sýnt að 2. flokks
mjólk er ekki verðfelld. — Það
var því álit nefndarinnar að eigi
sé fullnægt ákvæðum reglugerðar
um mjólk og mjólkurvörur varð-
andi veigamikil atriði í mjólkur-
meðferð.
í beinu framhaldi af umræðum
nefndarinnar um þetta mál, og
þær upplýsingar sem liggja fyrir
um það, svo og sú staðreynd að
neyzlumjólk bæjarbúa hefur síð-
astliðin tvö sumur, reýnzt verri
en áður, ákvað nefndin að gera í
ályktun í málinu. Samþýkkt:
nefndin að beina því til Mjólkur-
samsölunnar i Reykjavík, að hún
hlutist til um, að bætt verði úr
nefndum ágöllum hið allra fyrsta.
Ennfremur geri hún aðrar þær
ráðstafanir, sem nauðsynlegar
eru til að tryggja bæjarbúum jafn
an góða neyzlumjólk. ^
TOKÍÓ, 27. nó)/. (Reuter): —
Miklar óeirðir urðu í dag hér í
borg og víðar í Japan. Verka-
menn og stúdentar söfnuðust
saman við þinghúsið í Tokíó til
þess að mótmæla ákvörðun stjórn
arinnar um að gera nýjan varnar-
og öryggissamning við Bandarík-
in. — Til harðra átaka kom með
lögreglunni og mannsöfnuðinum,
og særðust 400—500 manns af
báðum flokkum, sumir hættu-
lega.
— 'k —
Það var samband verkalýðsfé-
laga, sem stóð fyrir mótmæla-
göngunni að þinghúsinu, og tóku
rúmlega 5000 manns þátt í henni
— en talið er, að samtals hafi um
23.000 manns safnazt þar saman
á skömmum tíma. — Samkvæmt
upplýsingum verkalýðsfélagasam
bandsins særðust 212 þeirra, er
þátt tóku í mótmælagöngunni —
sumir alvarlega. Talsmaður lög-
reglunnar sagði, að 228 lögreglu-
menn hefðu særzt í átökunum.
Eftir nokkurn tíma tókst lög-
reglunni að dreifa mannfjöldan-
um, en þá tóku um 1.000 stúdent-
ar sér stöðu kringum þinghúsið,
en 2.000 lögreglumenn voru þar
á verði, og dró ekki til frekari
átaka. — í öðrum hlutum lands-
BAGDAÐ, írak, 27. nóv. (Reut-
er) — Aflétt hefur verið ferða-
banni milli fraks og furstadæm-
isins Kuwait við Persaflóa, sem
sett var á í október síðastliðnum,
eftir að tilraun hafði verið gerð
til þess að myrða Abdel Karim
Kassem, forsætisráðherra íraks,
en hann er nú nýkominn úr
sjúkrahúsi, gróinn sára sinna.
ins voru einnig víða farnar mót-
mælagöngur af sama tilefni.
Samkvæmt gildandi samningi
Bandaríkjanna og Japans, voru
allar varnir landsins í höndum
Bandaríkjamanna, Japanir fengu
aðeins að koma upp fámennum
landvarnasveitum. Bandaríkja-
menn gátu fækkað eða fjölgað
liði sínu í Japan, án þess að leita
samþykkis japönsku stjórnarinn-
ar. — Samkvæmt frumdrögum
hins nýja sáttmála mundi árás á
japanskt landsvæði jafngilda
árás á Bandaríkin — og árás á
bandarískar hersveitir á jap-
önsku yfirráðasvæði yrði skoðuð
sem árás á Japan. — Ætlunin er,
að samningur þessi verði undir-
ritaður í Washington í janúar n.k.
í DAG hefst í blaðinu ný fram-
haldssaga, „Óþreyja hjartans“,
eftir austurríska snillinginn Stef-
anZweig.
Þetta er óvenjuleg og spenn-
andi ástarsaga, rituð af þeirri
sálrænu skyggni, sem Stefan
Zweig var eðlileg og einkennir
mörg skáldverk hans.
Stefan Zweig er íslendingum
kunnur af hinum frábæru æfi-
sögum hans um Marie Antonette,
Fouch, lögreglustjóra Napóleons,
sem hafa verið þýddar á íslenzka
tungu, og nú síðast af æfisögu
hans „Veröld sem var“, er kom
út hjá Menningarsjóði í fyrra. Þá
mun mörgum minnistæð saga
hans Amok, en hún var flutt í
ríkisútvarpinu í hittiðfyrra í leik-
ritsformi.
Stefan Zweig var af gyðinga-
ættum og fæddist í Austurríki
ætla, að hann hefði framið
sjálfsmorð. — Kona hins látna,
Helen, kveðst og ekki trúa því,
að maður sinn hafi svipt sig
lífinu.
Það var einnig upplýst í dag,
að BangJensen hefði látizt á
miðvikudag, en ekki mánudag,
eins og upphaflega var ætlað.
Leiddi læknisrannsókn þetta í
ljós. Það er því ljóst, að hann
hefir verið á lífi tæpum sólar-
hring áður en líkið fannst í
gærmorgun. — Lögreglan
reynir nú að ná sambandi við
eitthvert fólk, sem kynni að
hafa séð hann á tímabilinu frá
mánudagsmorgni, er hann fór
að heiman, til miðvikudags-
kvölds.
Þrátt fyrir þetta segir lög-
reglan, að allar líkur bendi til
sjálfsmorðs — byssan í hendi
líksins, sem kona hans segist
vita til, að hann hafi átt, og
kveðjubréfið til hennar, þar
sem hann biður hana fyrirgefn
ingar á því, að hann skuli
grípa til slíks örþrifaráðs —
| en talið er sannað, að hann
* hafi skrifað bréfið eigin hendi'
- jg.
Hljóðið
sem aflgjafi
NEW YORK, 27. nóv. — Fram-
kvæmdastjóri bandarísks fyrir-
tækis sagði í dag, að verkfræðing
ar þess hefðu fundið aðferð til
þess að nota hljóðið sem orku-
gjafa. — Sagði hann, að £ fram-
tíðinni mundi unnt að beizla orku
hljóðsins og nota hana t.d. til
ratmagnsframleiðslu.
árið 1881. Fyrsta bók hans var
ljóðabók, sem hann gaf út er
hann stóð á tvítugu, en síðan rak
hvert verkið annað, skáldsögur,
ævisögur, smásögur, leikrit og rit
gerðir, en af þeim eru ævisögur
þær sem hann ritaði um mikil-
menni mannkynsins frægastar:
Balzac, Dickens, Dostojevski, Tol
stoj og fl. Eftir að nazistar tóku
yfirráðin í Austurríki 1938 bjó
Zweig í Englandi og Suður-
Ameríku, en sundurtætt hjarta
hans fékk hvergi ró fyrr en hann
framdi sjálfsmorð í Persepolis í
Brasilíu, ásamt konu sinni árið
1942.
Sverrlr Haraldsson hefur þýtt
Óþreyju hjartans, en hann er les-
endum blaðsins að góðu kunnur
fyrir þýðingu sína á framhalds-
sögunni Austan Edens, eftir Stein
beck.
Kœling mjólkurinnar í
mjólkurbúunum er víða
mjög ófullnœgjandi
Ný framhaldssaga