Morgunblaðið - 02.12.1959, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 02.12.1959, Qupperneq 3
Miðvikudagur 2. des. 1959 M o R r. rnv n r 4 f> 1Ð 3 Sfórframkvæmdir í Færeyingahöfn iyrirhugabar á vegum félagsins Nordfar •:<^.y.«y^Wiýjj#iji^MÍií;ja KAUPMANNAHÖFN: Á næsta ári hyggst hinn norsk-dansk- færeyski félagsskapur, ,,Nord- far“, færa stórlega út kvíarnar í Færeyingahöfn á Grænlandi, en Jjar hefir félagið þegar mikla fisk vinnslu — frystihús og saltfisks- vinnslu. Er ætlunin að auka fram leiðslugetuna um 50 af hundraði, og munu framkvæmdir kosta a. m. k. iy2 miilj. d. kr. ★ Byggð verður fiskimjölsverk- Hættuleg brú VALDASTÖÐUM, 28. nóv. — Fyrir fáum dögum var stór vöru- flutningabíll á leið frá Reykja- vík til Akraness og hafði hann kerru aftan í sér. Er hann kom í brekkuha norðan megin við brúna á Kiðafellsá í Kjós, rann bíllinn afturábak sökum þess að hálka var í brekkunni. Kerran, sem hann var með, mun hafa varnað því að bíllinn rynni alla leið ofan í ána. Þetta mun ekki í fyrsta sinni, sem legið hefir við stórslysi á þessum stað. Og ekki er langt síðan þarna varð dauðaslys. Kunnugir telja, að aðkallandi sé að eitthvað verði gert á þess- um stað, sem orðið gæti til, meira öryggis fyrir vegfarendur. St. G. skal. Líklega er þá óhætt að reikna með því, að sárhver ís- lendingur gæti eignazt tvær bækur um jólin. f fljótu bragði er ekki hægt að átta sig á því hve bóka- útgefendur eru margir. Stærri útgáfufyrirtækin senda frá sér allt að 28 bækur, en fjölmarg- ir útgefendur eru aðeins með smiðja, sem á að geta nýtt 100 lestir af hráefni á dag. Verður hún miðuð við það, að auðvelt verði síðar að bæta við vélakosti til framleiðslu á lýsi — og mun framleiðslugeta verksmiðjunnar þá verða um 300 lestir á dag. — Þá verður bætt við tveim stór- virkum flökunarvélum og vélum til ísframleiðslu til þess að hafa sem bezta aðstöðu til geymslu á fiski, ef miklar aflahrotur ger- ir. — Loks hefir félagið sótt um leyfi til þess að lengja bryggju stöðvarinnar um 30 metra en hún er nú 230 m löng. ★ I sambandi við þessar fram- kvæmdir er fyrirhugað að auka mjög bátaveiðar Færeyinga á þessum slóðum, svo að heildar- fiskmagnið, sem stöðin fái á tíma bilinu maí til september verði um 6000 lestir, miðað við eðlileg- ar aðstæður. — Fyrirhugaðar framkvæmdir i Færeyingahöfn munu hafa í för með sér, að byggja verður allstóra nýja afl- stöð þar. STAKSTEINAR Fréttabrét úr Borgarfirði eystra: Enn vantar fé — bygging- arframkvœmdir í haust BORGARFIRÐI, 22. nóv. — Haustveðrátta var hér yfirleitt með ágætum fram til 9. þ. m. En aðfaranótt þess dags gerði á- hlaupaveður af norðri með slyddu og síðan snjókomu. Á nokkrum bæjum höfðu menn smalað fé sínu að nokkru eða mestu leyti daginn áður, en víðast hvar var fé út um allt þegar gekk í veðrið, en smalað daginn eftir og næstu daga, örfáar kindur voru dregn- ar úr fönn. Víða vantar fáeinar kindur enn, flestar á Hólalandi, uppundir 10 og er óttast að þær hafi fennt. Þar fannst nýlega lamb í fönn hafði tófa grafið ofan á það og drepið. í þessu veðri tók sjórinn einar 8 kindur í Húsavík. Eftir veðrið var skefli orðið all- fræðimenn." Ný bók eftir Francoise Sagan kemur líka frá POB. Iðunnarútgáfan sendir 10 bækur á markaðinn. „íslenzkt mannlíf", 2. bindi eftir Jón Helgason er þar á meðal svo og „Lögmál Parkinsons", þýdd af Vilmundi Jónssyni, land- lækni. 200 þus. bœkur komnar á markaðinn AÐ VANDA færist mikið fjör í bókaútgáfuna fyrir jólin. Og árið 1959 verður sennilega eng- in undantekning, því bókaflóð ið svonefnda er þegar hafið. Bókaútgefendur senda daglega heilu bílfarmana af bókum í verzlanir og þessar sendingar fara dagvaxandi. Ljósmyndari Mbl. tók þessa mynd í bóka- búð Blöndals í Ve^turveri á mánudagskvöldið. Það, sem komið er af jólabókunum í ár, er þarna í einum stafla og Axel verzlunarstjóri segir okk ur, að þær séu 112 talsins. En mikið á enn eftir að bæíast við. Mbl. birti hinn 30. nóv. í fyrra mynd úr sömu bókaverzl un af jólabókunum, sem þá voru komnar. Þær voru 84. E11 21. desember í fyrra voru þær orðnar 170 og síðustu dagana fyrir jólin bættist enn við svo að jólabækurnar í fyrra urðu um 200. Engin ástæða er til að ætla, að bókaflóðið í ár verði minna — öðru nær. Einn stóru útgefandanna seg ir okkur, að meðalupplag bók- ar sé um 1800 eintök. Það læt- ur því nærri, að á mánudags- kvöldið hafi yfir 200 þúsund bækur verið komnar á jóla- markaðinn, sennilega liðlega helmingurinn af því sem koma eina bók. Ekki er óliklegt, að útgefendur séu um 30. ísafold og Leiftur eiga flest- ar bækur á jólamarkaðinum í ár, bæði forlögin með 28 bækur. Meðal bóka ísafoldar eru „Sögukaflar af sjálfum mér“ eftir Matthías Jochums- son og ritsafn Jack London. — „Minningar og svipmyndir úr Reykjavík“ eftir Ágúst Jósefs- son er ein Leiftursbókanna, en Leiftur hefur jafnan gefið út mikið af barna- og unglinga- bókum og svo er og að þessu sinni, þ. á. m. Hönnubók og gamlar og sigildar indíánasög- ur. Frá Setbergi koma 12 bæk- ur, m.a. „Ævisaga Abrahams Lincoln" eftir Thorolf Smith. Þá „Landhelgisbókin“ eftir Gunnar M. Magnúss og ensk skáldsaga „Dýrkeyptur sigur“, sem hefur verið kvikmynduð og brátt kemur hingað. Skuggsjá gefur út 11 bækur og einna merkust þeirra er „Hjarn og heiðmyrkur", frá saga af leiðangri þeirra Hill- ary og Fuchs yfir Suðurheim- skautslandið. Prentverk Odds Björnssonar er líka með 11 bækur, m.a. „Grafir og grónar rústir“ eftir w. C. Ceram, þann hinn sama og skrifaði „Fornar Grafir og Bókfellsútgáfan gefur út 8 bækur, m.a. „Menn og mmn- ingar“, eftir Valtý Stefánsson, ritstjóra. Ferðaþætti dr. Helga Pjeturss og ævisögu Krist- manns, „ísold hin svarta“. Mál og Menning er líka með 8 bækur, þ. á. m. „Fjögurra manna póker“, skáldsögu eft- ir Halldór Stefánsson. Helgafellsbækurnar eru 7 að þessu sinni, þeirra á meðal ævisaga Stephans G. Stephans sonar, eftir Sigurð Nordal, ævisaga Gunnars Gunnarsson- er eftir Stellan Arvidson og síðara bindi af ljóðaþýðingum Magnúsar Ásgeirssonar. Önnur útgáfufyrirtæki eru með færri bækur, en að sjálf- sögðu engu ómerkari. Mynda- bók Almenna Bókafélagsins heitir „Frumstæðar þjóðir“ og einnig gefur AB út þrjú Eddu- kvæði, myndskreytt af Jó- hanni Briem, listmálara, en dr. Sigurður Nordal bjó til prentunar. Frá útgáfu Sigfús- ar Eymundssonar koma tvær ljóðabækur, í annarri eru ljóð sex skálda og fylgir henni hljómplata, sem skáldin hafa lesið ljóð sín inn á. — Hlaðbúð gefur út Menn og listir eftir Indriða Einarsson. Sunnufells- útgáfan þrjár skáldsögur, Norðri 5 bækur og þannig mætti lengi telja. Eitt er víst, að enginn þarf að vera bókarlaus um jólin. Úr nógu er að velja. mikið, einkum norðan megin fjarðarins suðrundan. Nú hefur ringt töluvert undanfarna daga og tekið upp nær allan snjó í byggð nema þar sem þykkustu skaflar voru. Unnið var nokkuð að bygging- ingaframkvæmdum hér í góðu tíðinni í haust og framan af í vetur, er fyrst að telja fram- kvæmdir við félagsheimilið hér, en lokið var við að steypa upp veggi á tveimur. aðalálmum húss- ins og verið að undirbúa undir að steypa plötu yfir aðra álmuna, þegar spillti. Yfirsmiður við bygg inguna er Hörður Björnsson. Þá var haldið áfram með að hlaða upp sjávarbakkann upp frá Gerð- isfjöru á Bakkagerði og til þess varið atvinnuaukningarfé. Eitt íbúðarhús hefur verið í smíðum í þorpinu í sumar og það langt komið, er það byggt af Helga Eyjólfssyni. Nokkuð hefur verið unnið að fjárhúsbyggingu í haust, bæði byggð ný hús og eldri hús stækkuð og lagfærð. Fé fjölgar hér eitthvað enda heyfengur undan sumrinu óvenju mikill og góður. Hafin var bygg- ing brúar á Hrafná. Það verk stöðvaðist í snjófellinu, en er nú hafið aftur og vel á veg komið. Brúarsmiður er Sigurður Jóns- son, Sólbakka. Nýr læknir kom hingað í byrj- un sl. mánaðar, heitir hann Magn ús Þorsteinsson, ungur læknir, sem starfað hefur í Svíþjóð að undanförnu. — I. I. Vestur-íslendingurinn, John V. Samson hefur verið kosinn í bæjarráð Winnipeg. Var það talið vel af sér vikið hjá hon- um að ná kosningu samkvæmt frásögn Lögbergs-Heims- kringlu. AKRANESI, 1. des.: — Akranes- bátar voru í sæmilegasta veiði- veðri í Miðnessjó. Var síldin sem þeir veiddu nú stór og falleg. Hæstu bátarnir voru með yfir 100 tunnur og var með mestan afla Sigurvon 107, Sæfari 106 og Fram með tæpar 90 tunnur. Minnstur afli var 30 tunnur. Af 12 bátum sem í róður fóru komu 12 að landi. — Oddur. Framstkn „íslendingur“, blað Sjált» stæðismanna á Akureyri, ræðir í forystugrein sinni 27. nóv. sL um stjórnarskiptin. Kemst blaðið þá m. a. að orði á þessa leið: „Stjórnarandstaðan á Alþingi, Framsóknarflokkur og Alþýðu- bandalag hafa að sjálfsögðu tekið nýju ríkisstjórninni fálega, og jafnvel heitið henni andstöðu fyrirfram. Vitað var, að Her- mann Jónasson og Eysteinn Jóns- son þráðu að endurvekja vinstri stjórnina, og Alþýðubandalagið hefði ekki látið á sér standa iil hjálpar því fyrirtæki, þrátt fyr- ir dapra reynslu. En Framsókn stóð þar ekki vel að vígi. Hún hafði algerlega þagað um það fyrir kosningar í haust, hvað hún vildi Iáta gera í efnahagsmálun- um. Gaf sem sagt enga stefnu- skrá út. Hins vegar áttu kjós- endurnir þá reynslu, að eftir að Hermann Jónasson baðst lausnar fyrir vinstri stjórnina á þeim for- sendum að engin samstaða feng- ist milli flokkanna, sem að henni stóðu um úrræði til að firra því, að við „færum fram af brúninni‘„ var þar ekki markvissra aðgerða að vænta“. Það er víst alveg hægt að taka undir með „fslendingi“ og full- yrða það, að af nýrri vinstri stjórn var vissulega „ekki mark- vissra aðgerða að vænta“! Fyrstu viðbrögð stjórn- arandstöðunnar Þá hefur nú þjóðin fengið að sjá fyrstu viðbrögð stjórnarand- stöðunnar á Alþingi. Framsóknár menn og kommúnistar hafa tekið upp harða baráttu gegn þeirri tillögu ríkisstjórnarinnar að hlé verði gert á störfum Alþingis í nokkrar vikur, meðan unnið er að undirbúningi frumvarpa og tillagna í efnahagsmálum. Öllum almenningi mun finnast þessi til- Iaga sjálfsögð og eðlileg. Hvaða gagn er að því að láta Alþingi sitja gersamlega aðgerðarlaust vikum saman og bíða eftir því, að aðalmál þingsins verði fyrir það lögð? Þetta hefur að vísu oft tíðkazt undanfarin ár og fyrst og fremst á valdatímabili vinstri stjórnarinnar. En allir ættu að geta verið sammála um það, að slíkt stuðlar vissulega ekki að því, að auka veg eða virðingu Alþingis. Hver er tilgangurinn? Það þarf heldur engan að undra þótt hin nýja ríkisstjórn þarfn- ist nokkurra vikna til þess að undirbúa lausn þeirra fjölþættu efnahagsvandamála, sem eru arfur frá valdatímabili vinstri stjórnarinnar. Vinstri stjórnin sat í hálft þriðja ár, án þess að legKja fram nokkrar tillögur um raunhæfar aðgerðir gegn verð- bólgu og dýrtíð í landinu. En «ú koma kommúnistar og Framsókn- armenn og ráðast harðlega á ríkis stjórnina fyrir það að hafa ekki haft tilbúnar tillögur sínar í þess- um málum, helzt sama daginn og hún settist í valdastólana!! Framsóknarmenn og kommún- istar halda síðan uppi málþófi dag eftir dag á Alþingi til þess að hindra það, að þingfundum verði frestað. En hver er tilgang- urinn með þessum vinnubrögð- um? Er hann sá, að greiða götu raunhæfra aðgerða til lausnar vanda efnahagsmálanna? Nei, svo sannarlega ekki. Tilgangur stjórnarandstöðunnar er einungis sá, að gera hinni nýju ríkisstjórn erfiðara fyrir, um undirbúning nauðsynlegra aðgerða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.