Morgunblaðið - 02.12.1959, Side 6

Morgunblaðið - 02.12.1959, Side 6
6 MORCVNBIAÐIÐ Miðvilcudagur 2. des. 1959 Fyrir skömmu rakst stór flutningaflugvél af Constellation-gerð á húsasamstæðu í Chicago í Bandaríkjunum. Varð bæði manntjón og eigna, en auk hússins, sem flugvélin rakst á, kviknaði einnig í næstu húsum. — Á myndinni sjást verksummerki að nokkru — og bruna- og björgunarlið er komið á slysstaðinn. Norskir útgerðarmerm vildu senda samúðarkveðjur Mikil útk>ensla í fiskveiðum Rússa Sagt trá grein A. Berdins um áætl- anir á jbví sviði BERGEN. — Samtök útgerðar- manna hafa lýst sig andvíg út- færslu fiskveiðitakmarka í 12 mílur. Með tilliti til úthafsveiða eru aðgerðir íslendinga litnar ó- hýru auga. Norsku sjómennirnir sáu íslendinga moka upp síldinni í sumar á þeim svæðum sem Norðmenn veiddu áður við ís- land. Þess vegna telja samtök út- gerðarmanna miður farið, að af- staða sjómanna í Norður-Noregi hafi reynzt sú sem raun ber vitni — og samtökin harma, að fslend- ingum hafa borizt uppörvandi kveðjur frá Noregi í baráttu þeirra fyrir 12 mílna landhelg- inni. Á fundi útgerðarmanna hér var slíkt sem þetta talið tilræði við úthafsveiðar Norðmanna. Á fundi fulltrúanefndar sam- takanna var lagt til, að brezkum sjómönnum yrðu sendar samúð- arkveðjur vegna hinnar hörðu baráttu þeirra fyrir því að halda þeim fiskveiðirétti, sem þeir hefðu unnið sér á siðustu manns- öldrum. Ekki var þessi tillaga samþykkt, en hins vegar lögð á- herzla á það, að norska sjávar- útvegsmálastjórnin hefði farið þannig að í meðferð þessa máls, að nú væru hagsmunir Norð- manna hvað úthafsveiðar snertir svo vanvirtir í útlöndum, að Norð menn væru ekki lengur hafðir með í ráðum, þegar málin væru rædd á alþjóðavettvangi. Nýja testamentið með myndum KOMIN er út ný útgáfa af Nýja testamentinu, sem gefin er út af bókaverzlun Snæbjarnar Jóns- sonar og á kostnað Hins ísl. biblíufélags. Útgáfa þessi er frá- brugðin hinum eldri að því leyti, að hún er með myndum, sem eru úr Biblíu Hins brezka og erl. Biblíufélags, og fengust prentað- ar með leyfi félagsins. — Eru myndirnar allmargar og skýra hina ýmsu atburði, sem Nýja testamentið segir frá. Er mikill fengur að útgáfu þessari, sem er hin handhægasta og vönduð að frágangi. Nýja testamentið er prentað í Leiftri en myndirnar voru end- urprentaðar í Ofsetmyndunu Norska stjórnin hefur lýst því yfir, að hún muni ekki taka neina afstöðu í landhelgismálinu fram til Genfarráðstefnunnar, en út- Síðastliðinn föstudag birtist hér í dálkunum bréf frá Haraldi Teitssyni, þar sem hann gagn- rýnir val tónlistarinnar í morg- unútvarpinu. Ekki eru allir hon- um sammála, og hafa Velvak- anda borizt nokkur mótmæla- bréf G. W. Vilhjálmsson skrifar: • í kompaní við hávað- ann Formælendur glamurvæðingar innar telja sig eiga erfitt með að hefja dag hvern og kenna það þeim ágætismanni, er nýlega hef- ur tekið við tónlistardeild Ríkis- útvarpsins. Hvað er sá maður að gera? Er hann að hrófla við hreyflinum i eilífðarvél íslenzkrar fram- leiðslu, driffjöðrinni, sem inn- byrðir fiskinn í niðursuðudósina, drífur nálina gegnum fataefnið, benzínið í botn á mjólkurbílnum, hamrinum á steðjan, sjálfu dægur laginu? Er hann að stofna ar- vinnulífi íslendinga í hættu, en eins og menn vita gengur at- vinnulíf vort beinlínis fyrir dæg- urlögum? Nú vill áðurnefndur maður hefja morgundagskrá Ríkisút- varpsins á sígildri tónlist, í stað þess að leyfa blessuðum hvítu máfunum að vekja mann yndis- legri röddu. Eg er persónulega hrifinn af því, að Árni Kristjánsson skuii koma þessari breytingu á. Ég tel hverjum manni hollt að hefja daginn með því að hlýða á sí- gilda tónlist. Sennilega er það óvíða annars staðar í heiminum, sem heilabú manna hafa gefist í jafn ríkum mæli upp fyrir sefjandi og sljóvg andi áhrifum dægurlagaglamurs og hér. Víðast á vinnustöðum, í leigubifreiðum, í bíóum og ann- ars staðar á dægurlagaskrattinn hver-ja sekúndu, sem ekki fer til plötuskipta en því miður er tækni gerðarmenn í Bergen óttast, að á- róður sjómanna í Norður-Noregi fyrir 12 mílna landhelgi, hafi of mikil áhrif á stjórnina. á því sviði óskapleg í dag. Reynd- ar er það svo, að menn hætta að heyra dægurlögin með tímanum, en skynja aðeins hávaðann. Þeir komast í kompaní við hávaðann, en meta ekki eitt hið bezta þögn- ina. Ég er ekki á móti því að dæg- urlög séu leikin í hófi. Gott dæg- urlag getur verið glettin bára, þótt önnur flýji maður sem hol- skeflur, ef það er þá hægt. Ekki er ég heldur á því, að flytja eigi stöðugt sígilda tón- list í útvarpinu. Enginn þolir að hlýða endalaust á hana, enda skyldi ekki bera svo ört að hrá- efni, að ekki verði úr unnið. Og engum er hollt að hlýða stöðugt á útvarp eða önnur hljóin flutningstæki. Sólarlagið varir aðeins stutta stund. Hugur manna vaknar ekki á morgnana, ekki heldur við sí- gilda tónlist. Líkamir þeirra geta hins vegar vaknað svo við morg- unleikfimi útvarpsins, að þeir geta heitir hafið rokkið eftir hana. Ég þakka Árna Kristjánssyni fyrir að nema dægurlagið og há- vaðann úr morgunútvarpinu. Það meta margir og verða fleiri * Morgunleikfimi næst andaktinni. Kona nokkur kom að máli við Velvakanda, og kvaðst viljavekja athygli þeirra sem ekki vita á því að næst á eftir andaktinni á morgnana kemur morgunleik- fimi, svo óþarfi sé að deila um það hvers konar tónlist megi leika á eftir guðsorðinu. • Er betra að léleg stöð sé íslenzk? Og hér fer á eftir kafli úr bréfi um þetta efni frá Oddi Björns- RtJSSAR eru nú stöðugt að stækka fiskiskipaflota sinn og auka fiskveiðarnar bæði í At- lantshafi og Kyrrahafi. Nýlega birtist hér í blaðinu frétt um það, að þeir ætluðu að láta smíða fyrir sig í Vestur-Þýzkalandi 25 stóra verksmiðjutogara af Push- kin-gerð til viðbótar þeim 18, sem þeir þegar hafa fengið það- an. — Mjög erfitt hefur verið að gera sér heildarmynd af fiskveiðiút- þenslu Rússa, því að fréttaöflun þaðan að austan er á ýmsan hátt örðug. En nú hefur Mbl. borizt grein frá rússneska blaðafulltrú- anum hér, sem fjallar um þetta mál. Er hún skrifuð af A. Berdin, yfirmanni fiskveiðideildar áætl- unarnefndar Sovétrikjanna. Mest aukning á úthafsveiðum Þar greinir Berdin frá því, að Rússar áætli að auka sjó- veiðar sínar á fiski, sel og hvöl- um um 60,3% á tímabilinu 1958 —1965. Sel- og hvalveiðar eru innifaldar í þessu, en þar sem örðugt er um vik að auka þær er sýnilegt, að þessi aukning á að langmestu leyti að koma á fiskinn. Langmest aukningin á að koma á fiskveiðar á úthöfunum. Upp- lýsir Berdin, að árið 1955 hafi 63,2% af heildarfiskafla Rússa verið veiddur á úthöfunum. Arið syni: „Einhver þessara óhamingju- sömu gutl-tónlistarvina lýsti því yfir á prenti, að ef útvarpið réði ekki bót á því ógnarástandi er nú ríkti í tónlistarmálum þess, færi hann bara að hlusta á Keflavík- urstöðina og taldi hann að þjóðin myndi fara að sínu fordæmi. Skyldi þeim vera það of gott að hlusta á Keflavík sem það vilja, ég get a. m. k. ekki ímyndað mér að það sé meiri synd að stilla á hana en aðrar lélegar stöðvar. Hitt er annað mál að tónlistm þar hefur þótt þess eðlis að ekki þætti henta að hún glymdi hálfan sólarhringinn á íslenzkum heim- ilum. Er þá eitthvað betra að slík tónlist komi frá íslenzkri stöð? Ef það er óhollt að hlusta sinkt og heilagt á djass og dæg- urlög og útþynnta kvikmynda- tónvellu frá Keflavíkurstöðinni, þá fyndist mér það hneykslan- legt ef Ríkisútvarpið ætlaði sér að koma í staðinn fyrir þá stöð. Auðvitað á útvarpið að vera al- þýðleg stofnun, en það á um leið að vera menningarstofnun. Hing- að til hefur það þótt menningar- legur lágmarksstandard að fólk þyldi létta klassíska tónlist, og jafn sjálfsagt er að útvarpa dans- og dægurlögum. En hitt er bara hrein frekja að fara fram á að dans og dægurlög séu látin tröl!- ríða tónlistartíma útvarpsins. Ég vil að lokum þakka Árna Kristjánssyni þetta framtak, og geri það um leið fyrir hönd flestra er ég hefi talað við um þetta mál. (Ég veit að Haraldur Teitsson trúir mér ekki núna, en það verður að hafa það).“ Ps.: Rétt í þessu var að berast bréf um þetta efni frá Björgvin Guðmundssyni tónskáldi, og það verður að bíða til morguns vegna rúmleysis. 1958 hafi úthafsveiðin numið 73% og árið 1965 á hún að nema hvorki meira né minna en 83% af heildarfiskafla Rússa. 1 þessum tölum er blandað saman bolfisk og síld og skil- greinir höfundur ekki hve miklu hvort nemur. Má e. t. v. ætla að aukningin sé nokkuð jöfn á báð- um þessum tegundum. Höfundur segir, að fiskveiði- aukning Rússa eigi að verða helmingi meiri á tímabilinu 1958 —1965 en hún varð á tímabilinu 1952—58 og jafn mikil eins og öll aukning fiskveiðanna á 25 ára tímabilinu frá 1932 til 1957. Kemur þetta heim við það sem vitað var áður, að Rússar fóru ekki verulega að hafa áhuga á fiskveiðum fyrr en upp úr 1950 og mest þessi síðustu ár. Skiptingin eftir veiðarfærum sýnir þessa sömu þróun. Árið 1950 veiddu togarar og reknetja- skip um 22% af heildarafla Rússa 1955 var það komið upp í 41%, 1958 var það 57,6% og á að kom- ast upp í 62% árið 1965. Það er undarlegt, að hér eru flokkaðir saman togarar og reknetjaskip og engin skilgreining á því, hvað togarar veiddu út af fyrir sig og hvað reknetjaskip. Miklar nýsmíðar skipa Næst víkur greinarhöfundur að nýsmíði fiskiskipa í sambandi við fyrirhugaða aukningu fiskveið- anna. Hann gefur þó ekki upp hér frekar en annarsstaðar neinar fastar tölur, sem segir, að í ráði sé að byggja verulegt magn af veiðiskipum, flutningaskipum og verkunarskipum. Þar á meðal eru togarar með frystiútbúnað af „Mayakovsky" gerðinni, meðal- stórir togarar af „Okean“-gerð- inni, sem einnig eru búnir kæli- tækjum í lestum. Þá nefnir hann verksmiðj uskip til vinnslu á síld, til að sjóða niður krabba, hval- veiðiskip og fleira. Ekki getur hann þó um byggingu Pushkin- togaranna í Þýzkalandi. Sérstök áherzla verður lögð á aukningu karfaveiða og haust- síldveiða í Norður-Atlantshafi og á veiði sardínu og túnfisks í suð- urhluía Atlantshafsins. Rannsókn arskip verða send af stað til að leita nýrra fiskimiða, og leiðangr ar verða gerðir út til veiða í Kyrrahafi og Berings-hafi. Framleiðsla á fiskimjöli í síldveiðunum verður áherzla lögð á haustsíld og að bæta fram leiðsluna, bæði á saltsíld og reyktri síld, þar sem kæling verð ur notuð á öllum stigum fram- leiðslunnar til að hindra skemmd ir fæðunnar. Nú eru um 37% aflans frystur en árið 1965 á að frysta um 55% hans. Sardínu- veiðar eiga að áttfaldast á þessu tímabili. Þá skýrir A. Berdin frá því að mikil áherzla verði lögð á veiðar vinnslufisks, þ.e. til fram- leiðslu á fiskimjöli. Er það gert í samráði við landbúnaðaryfir- völdin, sem vilja fá aukið fóður fyrir svín og alifugla. Að lokum skýrir greinarhöf- undur frá því, að verið sé að auka véltækni í fiskveiðunum. — Ýmsar sjálfvirkar vélar eru tekn- ar í notkun við verkun fisksins, við að flaka hann og roðfletta o. s. frv. Þá er verið að búa reknetjaskipin vélknúnum vind- um til að draga netin inn, en það hefur verið gert í höndunum fram til þessa. Segir höfundur að á tímabilinu fram til 1965 verði komið upp 137 færiböndum til niðursuðu á fiski, 130 til hrað- frystingar á fiski og 90 færibönd við framleiðslu á fiskimjöli. skrifar úr daglegq lifinu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.