Morgunblaðið - 02.12.1959, Síða 11

Morgunblaðið - 02.12.1959, Síða 11
Miðvikudagur 2. des. 1959 MORCTlNfíLAÐIÐ 11 sjonarholi sveitamanns SENN er mánuður liðinn síðan um kosningar og hið nýja Al- þingi að setjast á rökstóla. — Mikið hefur verið skrifað um þessar kosningar og niðurstöður þeirra út frá flokkspólitísku sjón- armiði. Skal ekki neinu við það bætt hér. En fjögur atriði önnur skulu gerð hér að umtalsefni. Það er bezt að nefna þau strax. Ef menn hafa eki áhuga fyrir þeim, geta þeir hætt við að lesa þessa grein og tekið til við þá næstu. Þeir eru vást fáir nú orðið, sem komast yfir það að lesa allt Mbl. — En þessi fjögur atriði eru: Pólitískt hreinveður. Alþingi og þjóðarviljinn. Útvarpsumræðurnar. Konurnar og kosningarnar. Baráttan fyrir þessar kosning- ar var svo ólík því sem hún hef- ur áður verið, að manni liggur við að segja það sé sannmæli, sem sagt hefur verið: þær marka tímamót í íslenzkúm stjórnmálum. . Umræðurnar á framboðsfundunum, skrifin í blöðunum voru menningarlegri og málefnalegri heldur en áður. Það var minna um persónulegt nagg og níð og. áróðurinn var ékki nærri því eins smásmugu- íegur og hann hefur stundum verið í gömlu kjördæmunum. Með stækkun kjördæmanna minnkar hreppapólitikin, sjón- deildarhringurinn stækkar, vopnaburðurinn verður drengi- legri þegar návígið hverfur. — Það er með öðrum orðum útlit fyrir það, að nýja kjördæmaskip- unin skapi pólitískt hreinviðri í landinu. Og er það vel. 2. Nú er Alþingi rétt mynd af vilja þjóðarinnar eins og hann birtist í kosningunum. Við mörg hefðum að vísu kosið að þjóðin hefði valið á annan veg. Við, sem aðhyllumst vestrænt lýð- ræði, hörmum það hve mikill hluti landsmanna fyllir flokk kommúnista, flokk, sem berst gegn öllu persónufrelsi, fótum treður öll helgustu mannrétt- indi og vill koma í veg fyrir frjálsa skoðanamyndun í þjóð- félaginu. Þá verða eingöngu haldnir „fundir þar sem allir þegja nema Einar,“ eins og Kr. E. A. vill helzt hafa þá. En hversu mjög, sem við lýðræðis- sinnar óskum eftir því, að komm únistum fækki í landinu bæði utan þings og innan, þá erum við sammála um það að ekki verður á móti þeim unnið með því að halda í rangláta og úrelta kjör- dæmaskipun og óhæft kosninga- fyrirkomulag. Á móti kommún- ismanum verður aðeins harizt með heilbrigðu stjómarfari í réttlátu lýðræðisþjóðfélagi. Lög- gjafarsamkoma, sem er skipuð í samræmi við vilja þjóðarinnar er hæfari og líklegri til að mynda starfhæfa og sterka stjóm heldur en þing, sem er bara skrípamynd af skoðunum fólksins. Þess vegná væntir þjóðin þess, að Alþingi myndi nú slíka stjórn, nú þegar við erum að lifa tímamót í is- lenzkum stjórnmálum. 3. Þá eru það nokkur orð um pólitíkina í útvarpinu. Allt frá því útvarpið tók til starfa hafa flokkarnir rætt landsmálin í út- varpinu fyrir hverjar kosning- ar. Og síðan hafa a. m. k. 12 sinnum verið kosningar á 30 ár- um. í öll þessi skipti hafa um- ræðurnar verið í sama eða svip- uðu formi. Satt er það, að flutt- ar hafa verið margar snjallar ræður, enda hafa flokkarnir jafnan teflt fram sínum mestu mælskumönnum. Rökfesta Jóns Þorlákssonar og hinn einkar glöggi málflutningur hans naut sín oft einkar vel í útvarpi. Glæsileg mælska Tryggva Þór- hallssonar mun oft hafa haft mikil áhrif úti á landi. En þó mun líklega enginn útvarpsræðu- maður hafa notið sín eins vel á þessum vettvangi og gáfnagarp- urinn fjölhæfi Magnús Jónsson. Málflutningur hans er eitt af því minnisstæðasta úr pólitískum umræðum útvarpsins. En þetta tilheyrir allt liðna tímanum. Ég held (og er ekki einn um þá skoðun) og pólitísk- ar útvarpsumræður í því formi, sem þær eru nú, hafi lifað sitt fegursta. Fólkið er orðið leitt á þeim. Það er að hætta að hlusta á þær eins og það gerði áður, einkum vegna þess að flokkarnir eru hættir að nota þetta tæki- færi til að rökræða málin. Nú sendir hver flokkur fram álit- legan hóp manna. Hver heldur eina ræðu, stutta eða langa, og svo heyrist ekki í honum aftur. Enginn kemur til að svara fyrir sig, enda þótt á hann hafi verið deilt. Allar rökræður eru útilok- aðar með því fyrirkomulagi. Stjórn útvarpsins ætti að hafa forgöngu um að breyta hér um til batnaðai'. Ég ætla ekki að ræða um það, að þessu sinni í hvaða formi þetta ætti að vera. Sjálfsagt eru til nógar fyrir- myndir hjá nágrannaþjóðum okkar, sem hafa mætti til hlið- sjónar. En það er alveg víst, að það þarf að blása einhverju lífi í þessar kulnandi glæður. Það þarf að gefa þessu stirðnaða formi nýtt innihald. 4. Og svo eru það að lokum nokk- ur orð um konurnar og kosn- ingarnar. — Á hinu nýkjörna Alþingi eru aðeins tvær konur. Þær eru báðar í Reykjavík og þær eru báðar í Sjálfstæðis- flokknum. Þetta munu reykvísk- ar konur kunna að meta við Sjálfstæðisflokkinn. En konur í öðrum kjördæmum skulu líka minnast þess, að það er Sjálf- stæðisflokkurinn, sem hafði for- göngu um'að koma á hinni nýju kjördæmaskipun. Og ef þær vilja, geta þær komið konu á þing í hverju einasta kjrödæmi. Úr kjördæmunum utan Reykja- víkur þingmenn hverju, að meðtöldum uppbót- arþingmönnum — alls 45. 1 þess- um fjölmenna hóp er engin kona. Þær virðast ekki búnar að átta sig á þeirri breytingu, sem orðin er. Nú er aðstaðan allt önnur en þegar barizt var af hörku um 1—2 þingsæti í litlu kjördæmunum. Konur eiga ekki að sætta sig við annað en eiga 1—2 fulltrúa úr sínum hóp í hverju hinna nýju kjördæma. Því þær þurfa þess. Þeim er á því brýn nauðsyn, vegna þess, að eins og nú er, mun enginn þegn þjóðfélagsins hafa eins erfiðu hlutverki að gegna og sveitakonan íslenzka. Hún er búin að missá allan vinnukraft, sem hún hafði áður fyrr í rík- um mæli, og óvíða í sveitum eru orðin aigeng þau eftirsóttu heimilistæki og þægindi, sem þykja orðin sjálfsögð í hverju húsi kaupstaðarbúans. Airk þess eru störf sveitakonunnar svo bindandi að hún getur aldrei tek- ið sér frí, hvorki virkan dag né helgan, árið um kring. Það gef- ur auga leið, að ekki munu ís- lenzkar konur lengi sætta sig við slíkt hlutskipti, enda eiga þær ekki að gera það. „Þetta land á ærinn auð“, svo að með nútíma tækni á þjóðin ekki að þurfa að ofbjóða neinu barni sínu með of mikilli vinnu. Þess vegna þurfa konurnar í kjördæmunum úti á landi að eignast sína fulltrúa á Alþingi til þess að túlka þar málstað sinn og halda þar á sín- um hlut eins og efni standa til. Kvennasamtökin í landinu munu nú þegar hafa undirbúið frum- varp til laga um orlof húsmæðra og munu hafa í hyggju að fá það flutt á Alþingi. Hér skal engu spáð um afdrif þess. Hver sem þau verða í byrjun, má minna á það, að ekki fellur tré .við fyrsta högg. Hins vegar er ekki ólík- legt að þetta mál — eins og fleiri hagsmunamál húsmæðra — færi sveitakonunum heim sanninn um það, að þeim ber að nota sér hina nýfengnu aðstöðu til að eignast fulltrúa á Alþingi. NORRÆNU leikaravikunni| í svokölluðu lauk í Stokkhólmií l fyrir nokkrum dögum. ÞarJ ívoru mættir 6 leikarar, einm ^frá hverju Norðurlandannaí l nema tveir frá Finnlandi, því| iþar eru samtök bæði sænsku-| jmælandi og finnskumælandi( ileikara. Fulltrúi ísl. leikara' Jvar Lárus Pálsson. Á myndinni eru talið írál Jvinstri: Berit Gustafsson frá? íMalmö, Márta Laurent frái ?Helsinki, Marguerite Viby frá^ ?Danmörku, Fritz Hugo Back- |man frá Finnlandi, Lárus Ing- Jóifsson frá íslandi, GunnarJ jSjöberg, formaður sænsku leik| iarasamtakanna, Heimo Lepi- ?sto frá Stokkhólmi og Tor^ ÍStokke frá Ósló. Leikaravikur hafa verið) l haldnar í öllum Norðurlönd- Fuchs og Hillary heilsast. Hjarn og heiðmyrkur Frásögn Fuchs og Hillarys af förinni þvert yfir Ant- arktiku. Útgefandi: Skuggsjá. TVEIR eru þeir sigrar brezkra leiðangra á síðari árum, sem vak- ið hafa almennasta ánægju víða um heim, m.a. vegna þess, hve Bretar þóttu vel að þeim komnir. Annan unnu þeir, er þeir sigruð- ust á hæsta fjalli veraldar, hinn, er þeir luku fyrstu förinni, sem farin hefur verið þvert yfir Ant- arktíku, Suðurskautslandið. Eng- ir höfðu lagt eins mikið á sig til að komast á Suðurpólinn og Bret- ar og lokatilraunin, för R. F. Scotts 1911—12, er einn af átak- anlegustu harmleikunum í sögu heimskautarannsókna. Það var engin tilviljun, að endastöðin á leið þeirra Fuchs og félaga hans yfir Suðurskautslandið var kennd við Scott. Og þegar þeir komust þangað 2. marz 1958, eftir að hafa ekið yfir ís og hjarn 3472 km leið, hygg ég, að það hafi verið ofar- lega í huga þeirra, að nú fyrst hefði Scott verið reistur sá minn- isvarði, er sæmdi minningu hans. Það munu líklega ýmsir ætla, að með nútíma tækni, á tíma flug- véla og skriðbíla, séu heimskauta ferðir lítið erfiðar móts við það sem var á dögum Scotts og Amundsens, en ferðasaga þeirra Fuchs og Hillarys leiðir annað í ljós. Hér kemur bæði það til, að ferð þeirra var fyrst og fremst í vísindalegum tilgangi, og flutn- ingur því miklu meiri en ella, og svo það, að veðrátta á Suður- skautslandinu er þannig, að ekki er heiglum hent að ferðast þar um þrátt fyrir nútímatækni og út búnað. Það er annað en gaman að ferðast með vélknúnu tæki í 40—50 stiga frosti, og hvassviðri vikum saman, oft slíku að ófært er með öllu. Enn eru hundasleð- arnir oft öruggasta farartækið þegar í harðbakka slær. Leiðang- ursmenn áttu við ótrúlegustu erfiðleika að etja, einkum flokk- ur Fuchs — Hillary er einn af þeim mönnum, sem heppnin virð ist elta. — Raunar tók ferðin yfir Antarktíku, með viðkomu á Suð- urskautinu, ekki nema 99 daga, í stað 100 eins og áætlað var, eri leiðangurinn í heild tók á þriðja ár og kostaði tvær vetrarsetur suður þar. Ferðasöguna skrifa þeir báðir, Fuchs og Hillary. Hvorugur þeirra er sérlega mikill stílisti, en báðir skrifa mjög viðkunnan- lega. Frásögn beggja er látlaus og heiðarleg. Bókin er ein þeirra er vinnur við annan lestur. Hún er þýdd af Guðmundi Arnlaugssyni, menntaskólakennara, en Guð- raundur er þeirrar sjaldgæfu nátt úru gæddur að kunna ekki að gera neitt nema vel. Þýðingin er þjál og lipur, á góðu máli. Hann fylgir gamalli og góðri reglu er hann þýðir erlend örnefni svo sem Ram Bow Bluff: Hrútshyrna eða Mount Faraway: Fjarritind- ur. Minni ástæða finnst mér til að umskrifa mannanöfn. Úr því nafnið John er notað óbreytt virð ist ekki frekari ástæða til að breyta Peter í Pétur. Þetta skipt- ir þó litlu máli. Mörg vísinda- heiti eru vel þýdd, en betur kann ég við að nota skaftfellska heitið jökulsker en hið grænlenzka núnatakk um sama fyrirbæri. Bókin er ágætlega myndskreytt og eru einkum litmyndirnar mjög til prýði. Bandið smekklegt og frágangur annar með ágætum. Myndin af keisaramörgæsinni aft an á hlífðarkápunni er ein hin dásamlegasta mynd af móðurást og móðurstolti sem ég þekki, enda hefur hún farið frægðarför um heimspressuna, og er leitt, að hana skuli elrki einnig vera að finna inni í bókinni. Bækur gerast nú ærið dýrar og stingur verð þeirra óþyrmilega í stúf við þær staðhæfingar á æðri stöðum, að verðlag í þessu landi hafi haldizt óbreytt síðasta ár. En þótt ferðasaga þeirra Fuchs og Hillarys geti ekki talizt sér- lega ódýr, hygg ég þó, að bæði með tilliti til innihalds og um- búnaðar sé hún með ódýrari bók- unum í bókaflóði haustsins, því óneitanlega er þetta eiguleg bók. Sigurður Þórarinsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.