Morgunblaðið - 02.12.1959, Side 15
(
MOncrn\nr,AÐiÐ
15
Miðvikudagur 2. des. 1959
* KVIKMYNDIR +
NÝJA BÍÓ:
Carneval í New Orleans.
I»ETTA er amerísk músík- og ^
gramanmvnd tekin i, litum og:
Cinemacope, og: er sagrt að hún
hafi hlotið viðurkenningiu sem
ein af þrcmur beztu músík- og
skemmtimyndum, sem framleidd
ar voru í Bandaríkjunum árið
1958.
Fjallar myndin um fjögur liðs-
foringjaefni frá herskólanum í
Virginíu-fylki, sem fá að fara til
New Orleans til þess að taka þátt
Barsmíð á bók-
menntakynningu
ÞAÐ geyðist á bókmenntakynn-
ingu Máls og menningar í Gamla
bíói á sunnudaginn, að Kristinn
Hallsson söng með undirleik
Weisshappels. Þegar þeir komu
fram, reyndist slagharpan vera
fyrir neðan sviðið, og fór undir-
leikarinn þangað, en söngvarinn
stóð á sviðsbrúninni. En þegar
söngurinn skyldi hefjast vantaði
„pedalana“ á slaghörpuna. Þeir
urðu því báðir að draga sig í
hlé, en skömmu síðar kom um-
sjónarmaður hússins með „ped-
alana“ og upphófst nú barsmíð
mikið, unz þeir voru komnir á
sinn stað. Þegar smíðunum var
lokið komu listamennirnir aftur
inn,
í Carnevalinu þar í borg. Komast
þeir félagar þar í ýms ævintýri
og komast auðvitað allir í kynni
við ungar blómarósir. Þeirra
hlutskarpastur er þó Paul New-
ell, því að hann hlýtur stærsta
vinninginn, hina fornu og frægu
kvikmyndastjörnu Michelle Mar-
lon. Það var svo sem vitanlegt
að svona færi, því að Pat Boone,
sem flestar skólastúlkur hér og
annarsstaðar, eru alveg bráð-
skotnar í, leikur hinn heppna og
hamingjusama Paul.
í myndinni er mikið dansað og
skrautlegir Carneval-vagnar fara
um stræti borgarinnar o.fl. o.fl.
Ég og mínir líkar hafa ekki sér-
staklega gaman af svona mynd,
en jafnvíst er það að unga fólkið
sem sér hana mun skemmta sér
konunglega.
STJÖRNUBÍÓ:
Út úr myrkri
VIÐ hér í höfuðborginni höfum á
undanförnum árum haft nokkur
kynni af hinni þróttmiklu og
glæsilegu leiksviðalist Norð-
manna vegna komu norskra leik
ara hingað til lands. Af norskri
kvikmyndagerð hafa hinsvegar
ekki farið hér miklar sögur enda
sjaldgæft að hér sjáist norskar
kvikmyndir, sem eru mikils virði.
— Mynd sú, sem hér er um að
ræða, er að mínu viti, undantekn
ing í þessu efni, því að hún er í
senn efnismikil, vel gerð og
prýðilega leikin. — Fjallar mynd
in um ung, nýgift hjón, Kari og
Per Holm arkitekt. Hjúskapar-
vandamálin segja þegar til sín.
Konan vinnur á skrifstofu, en
hann vinnur heima hjá sér að
húsateikningum sínum. Hvort
um sig lifir ísinni veröld, sem
hitt ekki skilur. Þetta leiðir til
óánægju og misklíðar milli hjón-
anna, er færist í aukana. Konan,
sem vat veikluð fyrir, verður æ
óstyrkari á taugum og ágerist
það svo að hún verður að lokum
sturluð og er komið fyrir á geð-
veikrahæli. — Þar hefst hún við
um eins árs skeið og fyrst svo
sljó að hún þekkir ekki mann
sinn og man ekki eftir barni sínu.
Smám saman fer þó að rofa til
í huga hennar. Batinn er jafn og
öruggur og að lokum hverfur
hún heim til sín albata.
Mynd þessi er mjög áhrifa-
mikil og vel leikin sem áður seg-
ir. Urda Arneberg, sem leikur
frú Holm, fer með þetta geysi-
mikla og erfiða hlutverk af frá-
bærri list, sterkri innlifun og
næmum skilningi. Af öðrum leik-
endum, sem gera hlutverkum sín-
um hin ágætustu skil má nefna
Pál Bucher Skjönberg sem leikur
Per Holm og .Ola Isene, sem fer
með hlutverk yfirlæknisins í geð-
veikrahælinu. Er vissulega óhætt
að mæla með þessari ágætu
mynd.
SsÍÍÍKWÍ
Það vekur athygli í heimi iþróttanna að Walt Disney hefur
verið fenginn til að sjá um „sviðsetningu" Vetrarolympíu-
leikanna í Squaw Valley. Ein af hugmyndum hans er sú að
skreyta vallarsvæðin með 30 höggmyndum, sem hver um
sig verða 5 metra háar. Hver þeirra á að vera táknmynd af
einhverri grein sem í verður keppt. Hér sézt styttan af
bandy-leikmanninum, en það er vinsæll ísknattleikur
erlendis. —
4
LESBÓK BARNANNA
Njálshrenna og hefnd Kára
11. Ketili úr Mörk mælti:
„Renna munum vér til hesta
vorra, og megum vér ekki við
haldast fyrir ofureflismönn-
um þessum.
Runnu þeir nú tii hesta
sinna og hlupu á bak.
Þorgeir mælti: „Vilt þú, að
Við eltum þá? Og munum við
enn geta drepið þá nokkra“.
„Sá ríður síðast“, segir Kári,
er eg vil eigi drepa, en það
er Ketill úr Mörk, því að við
eigum systur tvær, en hon-
um hefur þó farið bezt í mái-
um vorum áður“.
72. Þeir Ketill riðu sem mest
máttu þeir, til þess er þeir
komu tii Svínafells, og sögðu
sínar farir ekki sléttar. Flosi
kvað slíks að von, — „og er
yður þetta viðvörun“, segir
hann, „skuluð þér nú aldrei
svo fara síðan“.
Flosi var allra manna glað-
astur og beztur heima að
hitta. Og er svo sagt, að hon-
um hafi flestir hlutir höfðing-
legast gefnir verið.
73. En um veturinn eftir
jól kom Hallur af Síðu austan
og Koiur, sonur hans. Flosi
varð feginn komu hans, töi-
uðu þeir oft um málaferlin.
Flosi spurði hann þá ráðs,
hvað honum þætti líkast.
Hallur svarar: „Það legg
ég tii ráðs, að þú sættist við
Þorgeir, ef kostur er“.
„Ætlar þú þá muni lokið
vígunum?“ segir Flosi.
„Eigi ætla eg það“, segir
Hallur, „en við færri er þá
um að eiga, ef Kári er einn.
En ef þú sættist eigi við Þor-
geir, þá verður það þinn
bani“.
74. Var nú sent eftir Sig-
fússonum. Báru þeir þetta
mái upp fyrir þá, og lauk svo
þeirra ræðum af fortölum
Halls ,að þeir viidu gjarnan
sættast.
Grani Gunnarsson mæiti og
Gunnar Lambason: „Sjálfrátt
er oss, ef Kári er einn eftir,
að hann sé eigi óhræddari við
oss ,en vér við hann“.
„Ekki er svo að mæla“, seg-
ir Hallur, „mun yður verða
sárkeypt við hann, áður en
lýkur með yður.
Jörðin
AUÐVITAÐ veizt þú, að
jörðin er hnöttótt eins og
kúla, eða kannske öllu
heldur eins og appelsína,
dálítið flatari við heims-
skautin.
Allir segja að jörðin sé
hnöttótt. Þér hefur verið
kennt það í skólanum, svo
að það hlýtur að vera
rétt. Þó verður þú að við-
urkenna, að innst inni,
ertu ekki alveg sannfærð-
ur, þegar þú hugsar út í
það, að Kínverjarnir
ganga með höfuðið niður
á við! Hvernig geta þeir
hangið á kúlunni? Af
hverju detta þeir ekki út
í geiminn? Þá flýgur þér
kannske í hug, hvort jörð
in sé nú eftir allt saman
ekki flöt eins og pönnu-
kaka, því að í fljótu
bragði er einhvern veg-
inn auðveldara að hugsa
sér hlutina þannig.
Spurningin um lögun
jarðarinnar hefur verið
ofarlega í hugum manna
meðal flestra þjóða á öll-
um tímum. í ævagamalli
indverskri sögu, segir frá
nokkrum unglingum, sem
gengu upp í musterið til
okkar
að fræðast af hinum
gömlu spekingum.
— Segið okkur vitru,
ærnverðugu feður, sögðu
þeir, — hvernig jörðin er
ílögun?
— Jörðin er kringlótt
eins og diskur, svöruðu
vitringarnir, kringlótt og
flöt.
— En vísu feður, sögðu
unglingarnir, hvað held-
ur jörðinni þá uppi, hvað
styður hana, svo að hún
detti ekki? Það getum við
ekki skilið.
Vitringarnir hugsuðu
sig dálítið um og svöruðu
síðan: Undir jörðinni
standa fjórir geysistórir
fílar. Hún hvílir á bakinu
á þeim. Þeir styðja hana,
svo að hún detti ekki.
— Æruverðugu feður,
nú skiljum við það, sögðu
unglingarnir, að jörðinni
er haldið uppi af fjórum
fílum og þess vegna dett-
ur hún ekki, — en vísu
feður, á hverju standa þá
fílarnir?
Gömlu spekingarnir
tóku sér aftur langan um
hugsunarfrest áður en
þeir svöruðu: — Fyrir
neðan fílana fjóra er risa
stór skjaldbaka. Á henni
standa fílarnir og hún
ber þá og jörðina uppi.
— Þetta skiljum við
líka, vísu feður, sögðu hin
ir spurulu unglingar. —
Fílarnir, sem halda jörð-
inni uppi standa á skjald
böku og þess vegna hrapa
þeir ekki út í geiminn.
En æruverðugu öldungar.