Morgunblaðið - 02.12.1959, Page 17

Morgunblaðið - 02.12.1959, Page 17
Miðvikudagur 2. des. 1959 M o r r. n n r r .4 f> f ð 17 Andrés Karlsson frá Stöðvarfirði Bindindishótel rísi í Reykjavík MARGT er rætt og ritað um þörf á meira húsrými fyrir ferðamenn og er þá venjulega átt við útlend- inga, enda þótt landsmenn sjálfir séu oft og tíðum í mestu erfið- leikum engu síður en hinir. Víst er um það, að hótelskort- ur er mikill í Reykjavík. og verða af því oft og tíðum óþæg- indi og allskonar erfiðleikar. Verður þetta og til þess, að færri koma til borgarinnar en ella, Runólfur Bjarnason frá Skaftafelli 75 ára — Minningarorð ÞEGAR góður samferðamaður kveður og hverfur af sviði lífs- ins, lita menn gjarnan um öxl yfir farinn veg. í>á rifjast margt upp, sem hulið var móðu gleymskunnar. Minningarnar verða skýrar og varpa ljósi á liðna ævi. Þegar góður drengur hverfur til feðra sinna, eru þeir fátækari, sem eftir lifa. — Þá verður skarð fyrir skildi. Að leiðarlokum kunna menn stund- um fyrst að meta mannkosti og hjartaþel þeirra, sem lítið létu yfir sér, en reyndust jafnan drengir góðir. Þeir, sem rækta hið góða og fagra í mannseðlinu, glæða guðsneistann með fram- komu sinni og viðmóti, lifa þótt þeir deyi. Þar, sem góðir menn ganga, eru guðs vegir. Nýlega var Andrés Karlsson frá Stöðvarfirði til moldar bor- inn. Hann andaðist á heimili sínu hér í Reykjavík 3. nov. sl. Hann var fæddur á Fáskrúðsfirði. For- eldrar hans voru þau hjónin Karl Guðmundsson, sem síðar var um fjölda ára verzlunarstjóri á Stöðvarfirði, og Petra Jónsdótt- ir, ljósmóðir. Andrés tók mann- kosti mikla í arf frá foreldrum sínum. Karl var maður svipmik- ill, hjálpsamur og raungóður. Petra var um langt skeið ljós- móðir á Stöðvarfirði og gegndi því starfi án embættislauna. Hún var elskuð og virt fyrir mann- kosti sína. Nýfæddan tók hún mig á heimili sitt og veitti mér umönun og hlýju, meðan móðir mín náði ekki fullri heilsu. Andrés stundaði nám á Akur- eyri og síðan við Menntaskólann í Reykjavík. Hann hætti við langskólanám, þótt hann hefði til þess hæfileika mikla og hvarf heim til Stöðvarfjarðar, að verzlunarstörfum hjá föður sín- um. Að honum látnum var hann verzlunarstjóri í nokkur ár, unz hann flutti til Reykjavíkur. 1 Reykjavík vann hann fyrst hjá Níelsi, bróður sínum, við Timbur verzlun Árna Jónssonar. Síðustu árin var hann verkstjóri og fram- kvæmdastj óri við trésmiðjuna í Defensor. MeðanAndrés dvaldi á Stöðvarfirði átti hann sæti í hreppsnefnd um árabil með föð- ur sínum. Mér er minnisstætt, þegar fundir voru haldnir á heimili foreldra minna. Það var jafnan tilhlökkunarefni eldri og yngri. Andrés flutti með sér hóg- værð og hlýju, sem vermdi alla. Það var gott að vera í návist hans. Hann var glæsimenni, traustur og prúður svo af bar. Gott var að eiga við hann orð- HINN 7. nóvember síðastliðinn andaðist að heimili sínu Félags- garði á Fáskrúðsfirði Stefanía Indriðadóttir, og var jarðsett þaðan laugardaginn 14. s.m. Hún var fædd 4. maí árið 1898 og giftist ung Þórarni Stefáns syni og höfðu þau búið á Fá- skúðsfirði alla tíð. Þau hjón eign- uðust 14 börn, og eru tíu þeirra á lífi: fimm búsett hér í Reykja- vík og fimm á Fáskúrðsfirði, fjögur af börnum sínum höfðu þau misst, tvö ung og tvo syni uppkomna af slysförum, eru öll börn þeirra prýðilegt myndar- fóik. Fyrir nokkrum árum kenndi Stefanía heitin þess meins, er nú ræður einan eða í vinahópi. Hann var dulur í skapi og hugsaði dýpra og einlægara en flestum er tamt. Af fundi hans gengu allir með hlýju í brjósti. Andrés var mjög listhneigður. Hann málaði í frístundum sínum og var völundur á tré og járn. Sérstaklega var hann glöggur og hagur að fara með vélar og kom það sér vel heima á Stöðvarfirði, enda vildi hann hvers manns vanda leysa. Andrés Karlsson var giftur Vilfríði Bjarnadóttur, glæsilegri ágætiskonu. Hún tók mikinn þátt í félagsstörfum heima á Stöðvar- firði og naut traustra vinsælda. Gott var gesti að koma á heimili þeirra hjóna. Bóndinn og hús- freyjan veittu hlý handtök. Andrés og Vilfríður eignuðust þrjá sonu, sem allir eru á lífi: Pétur og Hauk, sem báðir eru trésmiðir í Reykjavík, og Andrés, skrifstofumann, til heimilis í for- eldrahúsum. Andrés gekk ekki heill til skógar síðustu árin, en hann bar sjúkdóm sinn með karlmennsku og æðruleysi. Andrés Karlsson er nú horfinn sjónum okkar jarðar- barna. Það var gott að eiga hann að samferðamanni. Ég þakka honum liðinn dag og það að hafa styrkt trú mína á hið góða og fagra í mannseðlinu. Mestur harmur er kveðinn ættingjum hans og fjölskyldu, en minningin um góðan mann verður frá eng- um tekinn. Hún veitir huggun og vermir vini og vandamenn. Hinn mikli eilífi andi vaki yfir góðum dreng og blessi minningu hans. Skúli Þorsteinsson. hefur orðið henni að fjörtjóni, fór hún fleiri ferðir hingað tií Reykjavíkur og lá hér á spítala nokkrum sinnum, og nú síðast fyrir einu ári svo mikið veik að tvísýnt var orðið um líf hennar, þó fór svo að hún náði nokkurri heilsu um tíma, sem þó hefði kannske orðið lengri ef hún hefði verið hér áfram undir læknis- hendi, en svo var tryggðin og hugsunin um heimili og átthaga mikil að hún kaus að dvelja heima, þótt hún ef til vill vissi að það myndi stytta sér leið að markinu mikla. Það geta allir hugsað sér hví- RUNÓLFUR Bjarnason frá Skaftafelli í Öræfum, er mér einna minnisstæðastur þeirra manna, er ég hefi kynnst um æf- ina. Ég sá hann fyrst á hestbaki rétt vestan við Hornafjarðarfljót á austurleið. Mér varð starsýnt á þennan höfðinglega öræfing, sem reið þar við hlið Brynjólfs heit- ins Eiríkssonar símaverkstjóra. Yfirbragðið, snyrtimennskan, og hvernig hann • sat hestinn. Ég sé þetta fyrir mér enn. Þetta var sumarið 1929. Þá var byggð síma línan milli Hafnar í Hornafirði og Víkur í Mýrdal. Þeir Runólf- ur og Brynjólfur voru að koma úr könnunarleiðangri af Breiða- merkursandi og hafði Brynjólfur stuðning af Öræfingum um hvar línan skyldi liggja. Mér fannst þarna sem þeir riðu saman, að Runólfur væri aðstoð- arforinginn yfir þessum rúmlega þrjátíu manna hópi okkar síma- karlanna, sem brátt áttum fyrir höndum að verða nokkurs konar eyðimerkurfarar, einir út af fyrir okkur á auðnum Breiðamerkur- sands og í kasti við fljótin og árn ar, sem þar renna undan Vatna- jökli. En þetta varð mér ekki ströng eyðimerkurför, og á ég það ekki sízt Runólfi Bjarnasyni að þakka. Við unnum, svo sem siður er við línubyggingar, tveir og tveir sam- an og ég varð aðstoðarsveinn hans allt það sumar. Það var ævintýri líkast að tala við hann einan og vera með honum einum. Hann kunni að tala. Hann kunni að segja frá. Hann hafði víða farið og verið, og í rauninni allt- af á þeysiferð. Hann minnti mig á riddarana í ævintýrunum. Ekk ert beit á hann, ekkert beygði hann. Glæsimennskan var ein- hver íbúandi arfur, sem ekki — Minning líkt lífsstarf hefur hér verið unn- ið, að annast svö stórt heimili án allra nútíma þæginda og við frem ur þröngan efnahag en alltaf mun hún þó hafa tekið högum sínum með jafnaðargeði, og nú seinast veikindum sínum með miklu þreki. Það er því víst ekki ofsagt að hér sé fallin í valinn ein af ,,hetj- um hversdagslífsins“. Nú hafa því börn og barna- börn, og þó fyrst og fremst eigin- maðurinn mikið misst við fráfall hinnar ágætu og starfsömu móð- ur og konu. Blessuð sé minning hennar. G. G. varð skilinn frá honum, og þeg- ar hann sagði frá, varð allt að lifandi myndum: Saga Öræfa- sveitarinnar, fólksins, ættanna, harmleikir, fyrirboðar, hjátrú, draumar, — allt varð lifandi á vörum hans, svo að maður kynnt ist hjartslætti þessarar afskekktu og tignu byggðar svo að segja gegnum aldirnar. Allt þetta á ég Runólfi Bjarnasyni að þakka — allar þessar myndir, sem ég aldrei gleymi. Eða notaleiki raddarinnar þeg ar hann talaði; það var eins og uppspretta, sem ekki þekkti nokkra fyrirhöfn og í röddinni voru óteljandi litir og mikil hlýja. Nú er Runólfur 75 ára í dag. Hann býr nú með konu sinni austur í Hveragerði. Ég gleðst með honum yfir því, hve hann á margs fagurs að minnast — og þó var það vissulega ekki allt neinn barnaleikur. Eitt sinn datt hestur með hann og hann lá fótbrotinn að vetrar- lagi í kulda og myrkri, rétt við bæ, án þess að nokkur vissi af honum. Það varð honum til lífs, að hann fannst þó í tæka tíð. Það er um Runólf Bjarnason, sem Þórbergur Þórðarson talar í allgamalli grein í Tímariti Máls og Menningar sem hann nefnir: „Vatnadagurinn mikli“, þegar hann segir: „Þegar ég sá Runólf, fannst mér Skeiðará minnka". Og sú sama frásögn Þórbergs endar þar, sem hann horfir agndofa á eftir Runólfi einum, á bakaleið yfir móðuna, eftir að hann hafði fylgt þeim hinum heilum yfir, — honum fannst hann þá „eins og lítill tittur uppúr vatnshafinu í fjarska". Það er virðing í þessum orðum Þorbergs. Sömu virðinguna á Runólfur í hjörtum margra. Ég sendi honum og fólki hans hjartanlegar afmæliskveðjur. Garðar Svavarsson. Þrjár byssur hlaðnar STOKKHÓLMI. — Nú hefir hafzt upp á bankaræningjanum, sem í síðustu viku réðzt inn í banka í Gautaborg og hafði þaðan á brott með sér um 100 þúsund sænskar krónur. Kom lögreglan að hon- um, þar sem hann var að telja peningana, og reyndist hann vera ungur námsmaður frá Gautaborg. Þegar hann var tekinn, var hann með þrjár skammbyssur (hlaðn- ar), en þeim hafði hann einnig stolið. bæði erlendir og innlendir. — Er þarflaust að skýra nánar þessa hlið málsins — hana þekkja flest- ir og sumir af eigin raun. Úrbætur eru þær m. a., að koma upp fleiri gistihúsum, sem og skipuleggja betur notkun hús- rýmis í heimahúsum, með það fyrir augum, að leigja það ferða- mönnum yfir sumarmánuðina — en þá eru gistihúsavandræðin mest. Fjárfestingaleyfi fyrir hótel- byggingu hafa ekki verið fáan- leg árum saman, en þrátt fyrir það, er nýtt hótel tekið til starfa og er það náttúrlega ágætt út af fyrir sig. — Nýverið er þó búið að veita fjárfestingaieyfi fyrir ’ hótelbyggingu — og er ekki að efa, að það komizt upp, enda er þar harðduglegur athafnamaður að verki. Enda þótt væntanlegt hótel taki til starfa eftir 1—2 ár, þá er samt þörf frekari aðgerða og þessvegna tel ég tilvalið að Bind- indishótel verði reist. Á Akureyri hafa félagssamtök Templara forystu um mörg menn ingarmál og starfrækja m. a. fyr- irmyndar gistihús — bindindis- hótel. — Framtak þeirra á Akur- eyri er lofsvert og merkilegt — það sýnir hvað samhentir hug- sjónamenn geta gert þegar for- ystan er örugg. Hér í Reykjavík eru höfuðstöðv ar bindindishreyfingarinnar á ís- landi — og er því ekki úr vegi, að hafizt verði handa líkt og gert hefir verið á Akureyri. Bindindishótel myndi ekki að- eins bæta úr brýnni þörf á hús- næði fyrir ferðafólk — innlent og erlent — heldur og myndi Bindindishótel verða til þess, að félagsstarfsemi bindindismanna yrði sterkari og öflugri, þegar stundir líða. — Bindindishótel, sem rekið er af myndarskap, yrði áður en langt um líður, fyrir- myndarstofnun, minnisvarði um hugsjón, sem komið er í fram- kvæmd. Bindindishótel þarf ekki ! fyrstu að vera mikil eða stór bygging aðalatriðið að starfið sé hafið, og unnið markvisst að því að auka og færa út kvíarnar — eftir því sem ástæður og aðstæð- ur leyfa. Hver á að hafa forystu um þetta hótelmál munu menn spyrja. Svarið er: Þeir, sem hafa áhuga á bindindisstarfsemi, skilja hvers virði slík starfsemi er i þágu annara. — Það er algjört aukaatriði, hver kemur slíku Bindindishóteli upp — ef það er gjört af heilum hug og með fyr- irhyggju og myndarskap. Æski- legt væri að Góðtemplarareglan hefði forystuna — en aðrir og fleiri geta stutt framgang góðs málefnis og er ég fyrir mitt leyti reiðubúinn til þess að hjálpa til, ef þess verður óskað. Hugmyndin um Bindindishótel í Reykjavík er ekkert einkamál mitt, enda þótt ég riti um það blaðagrein. Þetta er hugsjónamál. sem komast þarf í framkvæmd og í voninni um, að einhver eða einhverjir, sem þetta lesa, taki höndum saman um framgang málsins, er grein þessi rituð. Gísli Sigurbjörnsson Þyrla ÞÓRSHÖFN. — Rússneski síldar- flotinn, sem árið um kring stund ar veiðar við Færeyjar, hefir nú tekið í þjónustu sína þyrilvængj- ur, sem hafa bækistöð um borð í einu móðurskipanna. Stefanía Indriðadótfit SÍ-SLÉTT POPLIN (NO-IRON) MINERVRc/É*-**" STRAUNING ÓÞÖRF

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.