Morgunblaðið - 02.12.1959, Síða 20
20
MORCVHBLJÐ1Ð
Miðvikudagur 2. des. 1959
OÍBEM
ari staðarins. Ekkert nema fram-
andi, algerlega framandi andlit.
Gestirnir virtust flestir vera úr
flokki landeigenda eða embættis
manna, með eiginkonur sínar og
dætur. En borgaraklæðnaður,
borgaraklæðnaður alls staðar,
ekki einn einasti einkennisbún-
ingur, nema minn. Herra minn
trúr, hvernig át-ti eins klaufskur
og feiminn vesalingur og ég að
halda upp samræðum við allt
þetta ókunnuga fólk? Til allrar
hamingju hafði mér verið valinn
mjög góður staður við borðið.
Við hægri hlið mér sat brúneyga,
drembilega fegurðardísin,
frænkan fagrá, sem virtist eftir
allt saman hafa tekið eftir hinu
aðdáunarfulla tilliti mínu í brauð
búðinni forðum, því að hún
brosti alúðlega til mín, eins og
ég væri gamall kunningi. Aug-
un í henni voru líkust kaffibaun
um og þegar hún hló, virtist
raunverulega snarka í þeim, eins
og í brennandi baunum. Hún
hafði dásamlega, litla eyrna-
snepla, fyrir neðan glansandi
dökkt hár. Hún var með bera
handleggi, mjúka og slétta. Þeir
hlutu að vera líkastir barkflett-
um ferskjum viðkomu.
Það var gott að sitja við hlið
svo fallegrar stúlku og sú stað-
reynd, að hún talaði með mjúk-
u-m, ungverskum hreim, gerði
mig alvarlega ástfanginn. Það
var gott að borða miðdegisverð
í svona bjartri stofu, við svona
fínt borð, með þjóna fyrir aftan
sig og gómsætar krásir fyrir fram
an sig. Vinstri-handar nágranni
minn, sem talaði hins vegar með
veikum, pólskum hreim, virtist
líka vera allra snotrasta stúlka,
enda þótt hún væri óþarflega
holdug. Eða var það kannske
bara vínið, sem lét mig hugsa
þannig — hið ljóstæra, dimm-
rauða vín og freyðandi kampa-
vín, sem þjónar með hvíta
hanzka á höndum, skenktu af
miklu örlæti úr silfurkönnum og
vambvíðum flöskum? Nei, sann-
arlega hafði hinn heiðarlegi lyf-
sali minn ekki farið með neitt
tilhæfulaust fleipur. Kekesfalva-
fjölskyldan lifði eins og konunga
fólk. Aldrei hafði ég borðað jafn
góðan mat. Aldrei hafði mig
dreymt um það, að nokkur mað-
ur gæti borðað svo góðan, svo
frábæran mat.
Og alltaf héldu enn gómsætari
og Ijúffengari réttir áfram að
koma inn á borðið í óslitnum röð
um diska og skála: ljós-blár fisk
ur, krýndur salati og umkringd-
ur humarssneiðum, synti í gylltri
sósu. Geldhanar riðu í breiðum
söðlum úr síuðum hris. Búðingar
loguðu í bláum rommeldi. ískúl-
ur hlóðust í margfaldar raðir, sæt
ar og marglitar. Ávextir, sem
hlutu að hafa ferðast um hálfan
hnöttinn, kysstust í silfurskálum.
Þetta virtist aldrei ætla að taka
enda og að lokum sannkallaður
regnbogi víntegunda, grænna,
rauðra ,hvítra, gulra. Og fingur-
gildir vindlar með ilmandi kaffi.
Stúlka
reglusöm og ábyggileg óskast í skóbúð. Upplýsingar
á Laugavegi 63 kl. 9—12,
SKREYTINGAR
G ötu skr ey ti n gar
Vafningagreinar I metratali
(Jtvegum ljósaseríur
GRÓÐRASTÖÐIN v/Miklatorg — Simi 19775.
Dásamlegt, heillandi hús. Ég
blessaði hinn góða lyfsala þúsund
sinnum í huganum fyrir þetta
bjarta, gleðiríka, heillandi kvöld.
Ég veit ekki hvort mér fannst
ég vera svona léttur og frjáls,
vegna þess að hinir gestirnir til
vinstri og hægri óg andspænis
mér, voru nú líka með leifrandi
augu og háværir í tali, vegna þess
að þeir höfðu líka gleymt öllum
virðuleika og töluðu nú frjálst
og fjörlega saman. Hin venjulega
feimni mín var að minnsta kosti
farin veg allrar veraldar. Eg
masaði óþvingað og feimnislaust
og daðraði við báðar, fallegu
nágrannakonurnar mínar, sam-
tímis. Ég drakk, ég hló, ég leit í
kringum mig með gáskafullu
kæruleysi. Og þótt hönd mín
strykist öðru hverju, eins og af
tilviljun, við yndislegu, nöktu
hándleggina á Ilonu (en svo hét
frænkan), þá virtist hún hreint
ekki taka mér það neitt illa upp.
Einnig hún var algerlega gagn-
tekin, töfruð, eins og við öll, af
þessarri íburðarmiklu viðhöfn.
Smátt og smátt — og kannske
var það einfaldlega vegna hins
óvenjulega góða víns, vindlanna
og kampavínsins — fann ég ein-
hvern léttleika gagnta-ka mig,
sem nálgaðist gáska, ef ekki
ofsa. Enn vantaði eitthvað til
þess að fullkomna sæluna, til
þess að hrífa mig, lyíta mér til
flugs. Og á næsta andartaki
varð mér fyllilega ljóst, hvað það
var sem hjarta mitt þráði óvit-
andi, þegar frá þriðja herberg-
inu, hinum megin við salinn, bár-
us-t lágir, viðkvæmir tónar —
einmitt sú tónlist sem hjarta
mitt þráði: danstónlist, taktföst
og létt, vals, þar sem runnu sam
an í eina órjúfanlega heild, mjúk
ir fiðlutónar, djúpur, dapurlegur
undirleikur knéfiðlunnar og
hvellur, hraður slaghörpusláttur.
Hljómlist, já, hljómlist var það
eina, sem vantað hafði. Og
kannske gæti maður dansað eft-
ir henni, vals, sveiflað sér, látið
sig svífa, fullkomna þennan
innri léttleika. Þetta hús Kekes-
falva-fjölskyldunnar hlaut raun-
verulega að vera töfrahöll. Mað-
ur þurfti ekki að gera annað en
láta sig dreyma og á næsta and-
artaki rættist óskin. Þegar við
stóðum nú á fætur og gengum
tvö og tvö. — Ég rétti Ilonu arm-
inn og fann enn einu sinni snert-
inguna við svalt, mjúkt, girnilegt
hörund h-ennar — inn í salinn,
sáum við að öll borðin höfðu ver
ið fjarlægð, eins og með töfrum,
og stólunum hafði verið raðað
meðfram veggjunum. Tíglagólfið
var eins og sléttur, dökkur glans
andi spegill, himneskt skauta-
svell fyrir valsinn og úr næsta
herbergi sendi hin ósýnilega
hljómsveit örvandi tóna fram til
okkar.
Ég sneri mér að Ilonu. Hún hló
og skildi. Augu hennar höfðu
þegar sagt „já“ og á næsta augna
bliki svifum við út á gólfið, tvö
pör, þrjú pör, fimm pör, meðan
hin, sem gætnari voru og eldri,
horfðu á og röbbuðu saman. Ég
hafði mjög gaman af að dansa
og það sem meira var, ég var
ágætur dansmaður. Líkamar okk
ar fléttuðust saman, við liðum
um gólfið og ég fann að ég hafði
aldrei á ævi minni dansað betur.
Ég bað hinn borðnaut minn um
næsta dans. Hún dansaði líka
ágætlega og ég andaði að mér
ilminum úr hári hennar. Ah, hún
dansaði dásamlega. Allt var dá-
samlegt. Svona hamingjusamur
hafði ég ekki verið í mörg ár. —
Ég vissi varla hvar ég var stadd
ur. Ég hefði viljað faðma allt og
alla, segja eitthvað vingjarnlegt,
eitthvert þakkarorð við hvern
einstakan, svo léttur í lund, svo
ofsaglaður, svo dásamlega ungur
fannst mér ég vera. Ég talaði, ég
hló, ég dansaði og borinn af
straumi minnar eigin hamingju,
tapaði ég allri tímaskynjun.
Þá skyndilega leit ég á klukk-
una af tilviljun. Hún var hálf
ellefu og ég minntist þess með
iðrun og ótta, að hér hafði ég
dansað og talað og skemmt mér í
næstum heila klukkustund, án
þess að biðja dóttur húsbóndans
um einn einasta dans. Ég hafði
einungis dansað við nágranna-
konur mínar og tvær eða þrjár
konur aðrar, en algerlega gleymt
heimasætunni sjálfri. Hvilíkur
búraskapur. Hvílík ókurteisi. Ég
varð að flýta mér að bæta fyrir
yfirsjón mína.
En mér til óblandinnar skelf-
ingar gat ég nú ekki fyllilega
munað, hvernig unga stúlkan leit
út. Ég hafði aðein-s hneigt mig
fyrir henni eitt andartak, þar
U nglinga
vantar til blaðburða við
Seltjamarnes II
(Melabraut)
IMýbýlaveg
Bergstaðastræti
Afgreiðslan — Sími 22480.
sem hún sat við borðið. Það eina,
sem ég gat munað, var eitthvað
fíngert og viðkvæmt og svo hið
undarlega tillit gráu augnanna.
Hvar gat hún verið? Sem dóttir-
in á heimilinu gat hún ekki I^afa
farið eitthvað í burtu. Óróles«r
í skapi virti ég allar konurnar og
stúlkurnar, sem sátu meðfram
veggjunum, fyrir mér. Engin
þeirra líktist henni. Að lokum
gekk ég inn í þriðja herbergið,
þar sem hljómsveitarmennirnir
léku á hljóðfærin, huldir bak við
kínverska hlíf og varpaði önd-
inni af hugarlétti. Því að þarna
var hún. — Auðvitað var það
hún — fíngerð, grannvaxin, í
Ijósbláum kjól, sitjandi milli
tveggja roskinna kvenna, bak
við dökkgrænt borð, í einu horni
herbergisins. Á borðinu stóð
.....Sporió yður hiaup
A rtoili maxgra vorzWia'
mrumi
ÍH
MWM!
- AuaturstraeCr
a
r
L
á
á
Já, auðvitað þekki ég Markús.
Gaman að sjá þig aftur, Baldur.
Það gleður mig að þú ætlar að
fara með okkur í óbyggðirnar. Ég
átti engra kosta völ, Markús, ég
er ráðinn hjá blaðinu. Markús
segir, að við eigum að tjalda | að kynnast hvor annarri ræki-
saman, Súsanna. Svo hef ég! lega.
heyrt, Sirrí. Við komum til með <
ailltvarpiö
Miðvikudagur 2. desember
8.—10.10 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05
Morgunleikfeimi. — 8.15 Tónleik-
ar. — 8,30 Fréttir. — 8.40 Tón-
leikar. — 9.10 veðurfr. — 9.20
Tónleikar).
12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir
og tilkynningar).
12.50—14.00 „Við vinnuna": Tónleikar
af plötum.
15.00—16.30 Miðdegisútvarp. — (16.00
Fréttir og veðurfr.).
18.25 Veðurfregnir.
18.30 Utvarpssaga barnanna: „Siskó á
flækingi'* eftir Estrid Ott; X. lest
ur (Pétur Sumarliðason kenn-
ari).
18.55 Framburðarkennsla í ensku.
19.00 Þingfréttir — Tónleikar.
19.30 Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
20.30 Daglegt mál (Arni Böðvarsson
cand mag).
20.35 Með ungu fólki (Vilhjálmur Ein
arsson).
21.00 Tvísöngur: Rosanna Carteri og
Giuseppe di Stefano syngja tvo
ástardúetta úr óperunum „Perlu
veiðararnir“ eftir Bizet og Faust
eftir Gounod.
21.20 Framhaldsleikritið: „Umhverfis
jörðina á 80 dögum“, gert eftir
samnefndri sögu Jules Verne; V.
kafli. — Leikstjóri: Flosi Olafs-
son. Þýðandi: Þórður Harðarson.
Leikendur: Róbert Arnfinnsson,
Erlingur Gíslason, Brynja Bene-
diktsdóttir, Arni Tryggvason,
Baldvin Halldórsson og Eyjólfur
Eyvindsson.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
23.10 Leikhúspistill (Sveinn Einars-
son).
22.30 Djassþáttur á vegum Jazzklúbbs
Reykjavíkur.
23.10 Dagskrárlok.
Fimmtudagur 3. desember
8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05
Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik-
ar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tón-
leikar. — 9.10 Veðurfregnir. —
9.20 Tónleikar).
12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir
og tilkynningar).
12.50—14.00 ,,A frívaktinni“ — sjó-
mannaþáttur (Guðrún Erlends-
| dóttir).
15.00—16.30 Miðdegisútvarp. — (16.00
Fréttir og veðurfregnir).
18.30 Fyrir yngstu hlustendurna (Mar-
grét Gunnarsdóttir).
18.50 Framburðarkennsla í frönsku.
19.00 Þingfréttir. — Tónleikar.
19.30 Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
20.30 Erindi: Er enn heimilt að skatt-
leggja hjónabönd? (Valborg
Bentsdóttir skrifstofustj óri).
20.55 Einsöngur: Sigurveig Hjaltested
syngur lög eftir Bjarna Böðvarsson,
Undirleik annast Fritz Weisshapp
el.
21.15 Upplestur: Þórunn Elfa Magnús
dóttir les ljóð eftir Tómas Guð-
mundsson.
21.30 Músíkvísindi og alþýðusöngur;
IV. erindi (Dr. Hallgrímur Helga
son).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Smásaga vikunnar: „Lausnin“
eftir Guy de Maupassant í þýð-
ingu Eiríks Albertssonar (Herdís
Þorvaldsdóttir leikkona).
22.30 Sínfónískir tónleikar (frá vest-
ur-þýzka útvarpinu): Fílharm-
oníuhljómsveitin í Berlín leikur
verk eftir Richard Strauss; Karl
Böhm stjórnar.
a) Tvö lög fyrir sópran og hljóm
sveit við texta eftir Friedrich
Hölderlin. —- Elisabeth Griimmer
syngur.
b) „Dauðinn og dýrðarljóminn",
sinfónískt ljóð.
23.10 Dagskrárlok.