Morgunblaðið - 02.12.1959, Qupperneq 23
Miðvik'udagur 2. des. 1959
MORGVTSBLAÐ1Ð
23
Ættbálkaóeirðírnar í Ruanda
30 ára afmœlissýning á
leirmunum
Bikar-
keppni
b knattspyrnu
tekin upp hér
KSÍ skipaði fyrir nokkru nefnd
til þess að athuga möguleika á
því að koma upp bikarkeppni í
knattspyrnu hér á landi líkt og
tíðkast í flestum Evrópulöndum.
Hefur nelndin lokið störfum og
álit hennar birtist í skýrslu KSÍ
er lá fyrir aðalfundi sambandsins
um síðustu helgi. Álitið er
þannig.
„Nefndin hefur rætt mikið svo-
kallaða bikarkeppni (Cup) og
komist að þeirri niðurstöðu, að
fræðilega sé hægt að koma slíkri
keppni á. Er þá gert ráð fyrir að
þau félög, sem ekki keppna í I.
deild, keppi fyrst til að fá úr því
skorið. hvaða félög fái að taka
þátt í loka umferðunum ásamt
I. deildar liðunum. Sé undirbún-
ingskeppninni lokið fyrir 1. sept..
en loka umferðir fari fram um
helgar í september og taki 8 lið
þátt í þeim.
Leggur nefndin til, að liðum,
sem eiga sæti í I. deild verði
heimilt að senda 1. flokk sinn
í fyrri hluta keppninnar.
Hér á eftir er lýst hugsanleg-
um leiðum til að koma bikar-
keppninni á og haft í huga að
öll byrjun er erfið og ef til vill
eigi mögulegt að stíga skrefið til
fulls fyrr en síðar. Leggur nefnd-
in því til að athugaðir verði þess-
ir tveir möguleikar.
1. Einföld eða tvöföld umferð
í undirb. keppninni. Takmarkað-
ur fjöldi.
2. Undirbúningskeppnin nái til
féiaga á öllu landinu.
Nefndin leggur áherzlu á að
bikarkeppnin nái ekki síður til
þeirra félaga sem leika í II. deild
og ekki hafa næg verkefni en
til I. deildar.
Nefndin leggur til að stjórn
Knattspyrnusambands íslands
verði falið að athuga væntanlega
þátttöku í bikarkeppni og koma
henni í framkvæmd".
Lovísa
Markúsdóttir
Afmæliskveðja:
Áttræðistindinn klífur kná
kát með lundu hlýja.
Verður ófús ellin grá
undan þér að flýja.
Þú hefur ætíð sæl og sátt
sveiflað þér með gleði.
í himintæra höfuðátt
haldið þínu geði.
Gott er að eiga létta lund
lífs í hraða straumnum.
Geta flogið stutta stund
stæit á móti flaumnum.
Áttræð frænka, stefja stig
átefnb ég óskum mínum.
Vizkan ætíð vefji þig.
vinarörmum sínum.
Bjarni ívarsson.
og onnur a nyjum
verkum Cuðm. frá
Miðdal
UM helgina opnaði Guðmundur
Einarsson frá Miðdal tvær sýn-
ingar, aðra í vinnustofu sinni á
Skólavörðustíg 43 og hina í List-
vinahúsinu á Skólavörðuholti.
í Listvinahúsinu er afmælis-
sýning, en 30 ár eru liðin síðan
Guðmundur hóf leirmunagerð. Á
þessum tíma hefur hann mótað
90 gripi til fjöldaframleiðslu og
hefur Hvítfálkinn selzt mest og
farið víðast um heim. Hann var
gerður 1930 fyrir ungmennasam-
bandið og fyrst gefinn ung-
mennafélagsfrömuðum. Kristján
konungur X. keypti t. d. nokkrar
styttur af honum þessi þrjú
skipti sem hann kom hér, ætl-
aðar til gjafa. Einnig hefur hrafn
inn og rjúpurnar notið mikilla
vinsælda.
Guðmundur hefur sjálfur gert
módel að leirmununum, en um
framleiðsluna og brennsluna sér
núna Einar sonur hans. Áður sá
Sveinn Einarsson bróðir hans
um reksturinn. Á verkstæðinu
hafa mest unnið 11 manns. Á
sínum tíma sótti Guðmundur í
5 ár um leyfi til að byggja nýtt
1
Ekki tókst að
jafna deilurnar
BLACKPOOL, 30. nóvember.
— Þingi brezka verkamanna-
flokksins er lokið. Megintil-
gangurinn var að grafast fyrir
um ástæðurnar fyrir óförun-
um í síðustu kosningum og ná
samkomulagi um framtíðar-
stefnna, en þinginu lauk án
þess að nokkuð samkomulag
næðist og virðist ljóst að tog-
streitan milli hægri og vinstri
aflanna í flokknum verður
ekki jöfnuð fyrirhafnarlaust.
Þjóðnýtingarstefnan varð
helzta umræðuefnið. Gaitskell
afneitaði henni ekki með öllu
og sagbi. að þjóðnýting væri
nytsöm á mörgum sviðum.
Þótti afstaða hans fremur loð-
in enda hlaut ræða hans frem-
ur daufar imdirtektir. Bevan
flutti lokaræðuna og kvað þar
við annan tón. Vildi hann í
f engu slaka til í þjóðnýtingar-
stefnunni. Óvissan um fram-
tíðarstefnu flokksins er þvi
engu minni nú en fyrir þing-
ið.
verkstæði, en fékk ávalt neitun,
en gafst þá upp og sagði upp
fólkinu. Nú er þar aðeins fram-
leitt lítið magn af handunnum
munum. í leirmununum er ís-
lenzkt efni ,og búinn til glerung
ur í vélum á staðnum. Aðeins
nokkur litarefni, sem ekki eru
1% af hráefninu, eru fengin frá
útlöndum.
í salnum á Skólavörðustíg 43
er sýning á 60 olíumálverkum,
vatnslitamálverkum og högg-
myndum, sem Guðmundur frá
Miðdal hefur gert sl. tvö ár, og
eru þær allar til sölu.
Fyrir fjórum árum byrjaði
Guðmundur tilraunir með að
vinna í jaspis og eru nokkrar
höggmyndanna úr þeim steini,
en hann finnst hér á landi við
Djúp. Guðmundur vinnur þann-
ig að hann malar steininn smátt,
blandar hann marmarasementi,
bætir jafnvel tinnuögnum í og
vinnur hann síðan með sérstök-
um vélum, því að hann er of
harður til að stál vinni á hon-
um. Jaspissteinninn í myndun-
um á sýningunni er brúnn, en
nú hefur Guðmundur fengið
dökkgrænan jaspisstein frá
Djúpi og er að byrja að vinna
með honum. Einnig eru á sýn-
ingunni höggmyndir úr hvítu
kvarzi frá Miðdal, og er það
stundum blandað líparíti frá
Torfajökli.
Leirmunasýningin í Listvina-
húsinu verður opin fram að
jólum ,en sú á Skólavörðustígn-
um hálfan mánuð .
Kymiing á verkum
jólmnnesar
úr Kötlum
MÁL og menning gekkst fyrir
kynningu á verkum Jóhannesar
úr Kötlum, kl. 2,30 e. h. á sunnu-
daginn. Kynnir var Jón Múii
Árnason, en þeir sem fram komu
voru Guðmundur Böðvarsson
skáld sem flutti erindi um Jó-
hannes og list hans, Baldvin Hall-
dórsson og Þorsteinn Ö. Step-
hensen sem lásu ljóð eftir Jó-
hannes, Þórarinn Guðnason las
kafla úr skáldsögunni „Frelsis-
álfan.“, Kristinn Hallsson sem
söng fimm lög við ljóð eftir Jó-
hannes með undirleik Fritz Weiss
happels, Bryndís Pétursdóttir og
Lárus Pálsson sem lásu upp úr
ljóðum skáldsins. Loks kom Jó-
hannes sjálfur fram og mælti
nokkur þakkarorð áður en hann
lauk kynningunni með tveim
ljóðum eftir sig, öðru óprentuðu.
róstusamt mjög í afríska kon-
ungsríkinu Ruanda, en Belgir
fara þar með gæzluvernd af
hálfu Sameinuðu þjóðanna. —
Hafa einkum átzt þarna við
tveir ættbálkar, watutsimenn,
sem löngum hafa verið „herr-
ar“ landsins, og fyrrverandi
þjónar þeirra og þrælar af
Bahutus-kynflokknum. Hafa
hundruð manna látið lífið í
ættbálkaóeirðum þessum.
Belgum hefir nú tekizt að
stilla til friðar og mestu, a.
m. k. í bráð. Sendu þeir lið á
vettvang frá Belgíska Kongó,
og er vitað, að hermennirnir
hafa tekið yfir 500 af hinum
stríðandi aðilum til fangá. —
Á myndinni sjást Kongóher-
menn (í jeppa) gæta nokkurra
fanga í Kigali í Ruanda.
Gjöf til Blindra-
vinafélagsins
í GÆR 1. desember var Blindra-
vinafélaginu færð 10.000 kr. gjöf
í Minningarsjóð Friðriks Brekk-
an af aðilum, sem ekki vilja láta
nafns síns getið. Sjóðurinn var
stofnaður í fyrra þennan sama
dag með 10.000 kr. gjöf. Vill
Blindravinafélagið færa gefend-
um alúðarþakkir fyrir þessa
rausnarlegu gjöf og stuðning
þeirra sem hér eiga hlut að máli
við gott málefni.
Dagskrá um frels*
r
isbaráttn Islend-
inga
ÓLAFSVÍK, 1. desember. — Full-
veldisins var minnst hér í Ólafs-
vík sl. laugardag. Kvenfélag
Ólafsvíkur gekkst fyrir sam-
komu. Hún hófst með því að
Bragi Sigurðsson, sveitarstjóri,
flutti ávarp. Þá söng tvöfaldur
karlakvartett undir stjórn Sig-
urðar Scheving og þótti söngur-
inn takast skínandi vel. Loks
fluttu konur samfellda dagskrá
um frelsisbaráttu íslendinga, frá
því hún hófst og til vorra daga.
Flytjendur voru húsmæðurnar
Sigrún Sigurðardóttir, Ingveldur
Knaran og Herdís Hervinsdóttir.
Var þessu skemmtiariði mjög vel
tekið. Síðan skemmtu menn sér
við dans til kl. 2 um nóttina.
—B.Ó.
Nýtt póst- og síina-
hús á Ólaf svík
ÓLAFSVÍK, 1. des. — Tíð hefur
verið hér ágæt í haust, og eru
allir vegir færir. Fróðárheiði
hefur aldrei teppzt. — Afli hef-
ur verið sæmilegur hjá bátunum,
og er róið alla daga nema sunnu-
daga. Ætlar þetta að verða með
beztu haustvertíðum, sem hér
koma. Atvinna er mikil í frysti-
húsinu.
Hér er verið að byggja nýtt
póst- og símahús, sem tekið verð-
ur í notkun upp úr áramótum.
Er símaflokkur hér nú og er að
leggja símalínur í 20—30 ný hús.
—B.Ó.
Nýjársnóttin verð-
ur sýnd á Akranesi
AKRANESI, 28. nóv. — Leik-
félag Akraness er fyrir nokkru
síðan byrjað að æfa Nýjársnótt-
ina eftir Indriða Einarsson. Leik
stjóri er ungfrú Hildur Kalman,
en hún er dótturdóttir skáldsins.
Margir eru þegar farnir að
hlakka til að sjá þetta þjóðlega
og vinsæla leikrit á leiksviði
hér. Nýjársnóttin hefur aldrei
verið sýnd hér fyrr. Formaður
Leikfélags Akraness er Alfreð
Einarsson.
Schannong’s minnisvarðar
0ster Farimagsgade 42,
Kþbenhavn 0.
Kinangrunar-
| allominium
= nýkomið
| Sími 15300
Ægisgötu 4
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
GUÐFINNA ÞÓRÐARDÖTTIR
lézt að heimili sínu Löndum, Vestmannaeyjum, méuau-
uaginn 30. nóv.
Börn, tengdabörn og barnabörn
Útför eiginkonu minnar og móður okkar,
HALLDÓRU ARNLJÖTSDÓTTUR
Skólavörðustíg 13
fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudag. 3. des. kl. 2 e.h.
Davíð Kristjánsson og börn