Morgunblaðið - 03.12.1959, Side 6

Morgunblaðið - 03.12.1959, Side 6
6 MORCUNfíT/AÐlÐ Fimmtudagur 3. des. 1959 Nýft fjármála- og efnahagskerfi Fjárlagaumræða þvl ótlmabær nu Eysteinn Jónsson, 1. þm. Aust- urlands kvaddi sér hljóðs utan dagskrár í Sameinuðu þingi 1 gær. Kvað hann hafa verið venju, að halda í upphafi þings framsöguræðu um fjárlagafrum- varp og veita Alþingi upplýs- ingar um þau mál. Þetta hefði ekki verið gert að þessu sinni en í þess stað hefði forsætisráð- herra, Ólafur Thors, lýst því yfir á Varðarfundi, að 250 milljónir króna vantaði á að fjárlög yrðu hallalaus, að óbreyttum útflutn- ingsuppbótum. Kvaðst ræðumað- ur vilja beina þeirri spurningu til fjármálaráðherra, hvort fjár- lagafrumvarpið kæmi til 1. um- ræðu á Alþingi fyrir þingfrest- un eða ekki. Nýtt fjárlagafrumvarp Gunnar Thoroddsen, fjármála- ráðherra, svaraði fyrirspurninni og mælti m. a: á þessa leið: Frá umræðum \ I sameinuðu \ - Alþingi i gær Þær ráðstafanir og aðgerðir, sem gera þarf í efnahagsmálum þjóðarinnar krefjast all-langas undirbúnings eins og ég geri ráð fyrir að allir þingmenn séu sam- mála um. Það er ekki hægt að gera ráð fyrir því, að væntanleg frv. ríkisstjórnarinnar varðandi þau mál verði tilbúin og lögð fyrir Alþingi fyrr en eftir ára- mót. Af þessum ástæðum hefur verið borin fram tillaga um þing frestun. Fjárlög rikisins standa í nánu og órjúfandi sambandi við efnahagsráðstafanirnar. Það er því ljóst, að þær munu hafa veru leg áhrif til stórfelldra breyt- inga á fjárlagafrumvarpinu. Þess vegna geri ég ráð fyrir, að óhjákvæmilegt verði, og ekki aðeins óhjákvæmilegt, heldur sjálfsögð og skynsamleg vinnu- brögð að semja nýtt frv. til fjár- laga fyrir árið 1960, sem yrði þá samið með hliðsjón af hinum væntanlegu efnahagsaðgerðum. Þetta mál liggur því þannig fyrir, að þegar Alþingi kemur saman að nýju og lögð verða fyrir það frv. varðandi efnahagsráð- stafanir, þá verður einnig lagt fyr ir þingið nýtt frumvarp til fjár- laga. Ég tel miklu eðlilegra, að fjárlagaræðan fari fram þá held- ur en nú áður en þingi verður frestað. Skýrsla um efnahagsástandið Eysteinn Jónsson tók aftur til máls. Af svari fjármálaráðherra kvað hann sér hafa skilizt, að 1. umræða um fjárlagafrv. yrði ekki haldin fyrir þingfrestun. Hefði ráðherrann afsakað það með því, að verið væri að semja nýtt frumvarp. Kvað ræðumað- ur til þess ætlazt, að fjármála- ráðherra gæfi Alþingi skýrslu um efnahagsástandið í þing- byrjun. Nú gæti fjármálaráð- herra t. d. gefið þingheimi upp- lýsingar um, hvernig ríkisbú- skapurinn stæði. Einsdæmi Páll Þorsteinsson, 5. þm. Aust- urlands, kvað ástand í stjórnmál- um hafa verið svipað haustið 1949 og nú. Þá hefði ný ríkis- stjóm verið setzt að völdum, er hefði boðað miklar breytingar í efnahagsmálum. Eigi að síður hefði farið fram 1. umr. um fjár- lagafrumvarp hálfum mánuði eftir að ríkisstjórn var mynduð Þá hefði fjármálaráðherra gefið í skyn, að e. t. v. yrði lagt fram nýtt fjárlagafrumvarp eftir ára- mót. Kvaðst ræðumaður aðeins hafa viljað láta það koma fram, að sú tilhögun, sem hér væri lögð til. mundi algert einsdæmi. Á miðju ári Karl Guðjónsson, 6. þm. Suð- urlands, talaði næstur. Vék hann að fjárlagaafgreiðslu og hve langan tíma það tæki fjárveit- ingarnefnd yfirleitt að afgreiða fjárlagafrumvörp. Kvaðst hann í því sambandi vilja beina þeirri fyrirspurn til fjármálaráðherra, hvort hann teldi ekki óeðlilegt að boða það nú, að fjárlög yrðu ekki afgreidd fyrr en á miðju næsta ári. Stjórnarskrárákvæðum hefur verið fullnægt Gunnar Thoroddsen, fjármála- ráðherra, tók aftur til máls og sagði m. a.: í stjórnarskrá íslands segir, að frv. til fjárl. skuli leggja fyrir Alþingi þegar er það er saman komið. Þessu ákvæði hefur að sjálfsögðu verið fullnægt með því að leggja fram fjárl.frv. það, sem útbýtt hefur verið. Það frv. var samið, fullgert og prentað áður en núverandi ríkisstjórn tók til starfa. Það segir hvergi í þing- sköpun né stjórnarskrá, né öðr- um lögum, að fyrsta umr. fjári. skuli fara fram á einhverjum til- teknum fresti eftir þingsetningu. Þetta hefur verið með ýms- um hætti, stundum hefur 1. umr. fjárl. farið fram nokkrum dög- um eftir að frv. var útbýtt, stund um hefur það dregizt nokkrar vikur. Um þetta er sem sagt engin föst venja. Drauma- gyðjan Ö L L könnumst við víst við brezka herskipið „Duncan“ —• af afspurn a. m. k. — Og starfsmenn íslenzku land- helgisgæzlunnar eru „góð- kunningjar" þess, því að bryn- dreki sá hefir gengið ötullega fram í því að hindra varð- skipin okkar í gæzlustörfum þeirra í íslenzkri landhelgi nú í rúmt ár. - ★ - Meðfylgjandi mynd er af forsíðu brezka vikublaðsins „Sunday Pictorial“ (sem hefir undirtitilinn: „Blað fyrir þá, sem eru ungir í anda“ — lauslega þýtt) — og getur þar að líta mynd af draumadís sjóliðanna á „Duncan“. — með myndinni, sem birtist í blaðinu 29. nóv. sl., fylgdi svohljóðandi texti: • „Þakka ykkur fyrir, Boctor Fox and fhe paíke HIS PHON TAPPED ?í<?«íí*í. «*?»*?** W&EÍ&t r<*th«4\ «t>n u>a4 $>■. tf.ox&xb Pox <w»tr>« y«i tírx& <ýi «★>: Utt *9t.i t9tt.6 tC'- <f ><r, »-,k«»A ciyWf- *>•«? #*«<•»>«$ >> a.' 'í®"* ■ ■■ »21! .,>;:■•ws wm ... ........ wxasmn '0' ........... - í v Duncan-manna þorum að ábyrgjast, að þeir brenna ekki síður í skinninu eftir að hitta hana! strákar!" segir hin sólelska leikkona, Margaret Simons — við sjóliðana á HMS Duncan, sem hafa kjörið hana drauma- gyðjuna sína. — Skip þeirra, sem er á „íshafsverði" undan islandsströndum, er væntan- legt í kurteisisheimsókn til London eftir hálfan mánuð. • Margaret, sem er svo löguleg sem málin segja til: 36 — 24 — 34, hlakkar mikið til að hitta aðdáendur sína meðal sjóliðanna — og við Varðandi 1. umr. til fjárl. fyr- ir árið 1960, þá geri ég ráð fyrir, að hún geti farið fram á fyrstu dögum eftir þinghlé. — Það er gert ráð fyrir því, að þingi verði frestað nú í vikulokin og hefur það þá staðið í tvær vik- ur. Áður en vika er liðin af þinghaldinu eftir að þing kemur saman að nýju, þá vænti ég að 1. umr. fjárl. geti farið fram. Fjárlög afgreidd í febrúarlok. Varðandi fyrirspurn Karls Guð- jónssonar um afgreiðslu fjárl., vil ég taka það fram, að ég vænti þess og vona að fjárveitingar- nefnd vinni einnig að því að fjárlagafrv. geti hlotið endanlega afgreiðslu í febrúarlok og við það er miðað það frv. til laga um bráðabirgðagreiðslur úr rikissjóði sem liggur fyrir Alþingi og hefur verið afgr. frá Ed. Ég ætla, að einn mánuður nægi Alþingi til eðlilegrar og rækilegrar meðferð ar og afgreiðslu á fjárlagafrv. Fjárveitinganefnd hefur not- að mislangan tíma til með- ferðar frumvarpsins stundum marga mánuði, stundum fáar vikur. Ef vel er að unnið og frv. verður lagt fyrir Alþingi í jan- úarlok, þá ætla ég að það mættu teljast eðlileg vinnubrögð að það væri afgreitt í lok Frh. á bls. 19. skrifar úr dagiega lífínu j í FRAMHALDI af skrifunum um tónlist útvarpsins í dálkun um í gær, birti ég hér bréf frá Björgvini Guðmundssyni tón- skáldi. • Þeir gutla mest sem grynnst vaða f þáttum Velvakanda Morg- unblaðinu 27. þ. m. birtist kvörtun frá Haraldi nokkrum Teitssyni yfir morgun-tónlist útvarpsins, sem hann telur að skuli samanstanda af einungis jazz, rokk, roll og dægurlög- um, og raunar helzt öll út- varps-tónlist að því er mér skilst. Þá ræðst hann með ótil- kvæmum dylgjum og kotborg- ara-gorgeir að tónlistarstjór- anum, Árna Kristjánssyni fyr- ir helzt alla hans frammistöðu, og þó einkum það, að hann, tónlistarstjórinn, skuli ætla sér þá dul að vilja eiginlega nokkru ráða þarna í tónlistar- deildinni. Eins og raunar oft- ast hefur brunnið við á ís- lenzkum tónmála-vettvangi, er þarna að hafa sig í frammi maður, sem ekki virðist hafa snefil af hljómrænum fegurð- arsmekk, né heldur nokkurt skynbragð á þeim málum eða athöfnum sem hann er að sletta sér fram í, en ætti hvergi nærri að koma. Hann getur verið stór-nýtur á sínu verksviði fyrir því. En það er að „grýta gulli í urð“ að elta ólar við slíka málafylgju sem hér er um að ræða, enda leiði ég minn hest frá því, um sinn að minnsta kosti. Hins vegar gæti verið freist- andi í þessu sambandi að víkja nokkrum orðum að hljómlist- inni sjálfri sem slíkri. Því að tómlæti og hirðuleysi gagn- vart henni er alveg furðulegt hér á landi, sem m. a. má marka af því, að nokkurt blað skuli birta athugasemdalaust það ritfleipur sem hér kemur við sögu. Svo sem kunnugt er tf mun það vera viðurkennt í öll um menningarlöndum, að sönn list orki sterkara en nokkuð annað á það lífræna og sál- ræna í manneðlinu, enda mun hún vera ættuð ofanað. Og fyrir okkur hefur hún þeim mun meira gildi, sem hún er sú lyftistöng, sem vissulega megnar að breyta okkar smáa þjóðfélagi í menningarlega stórþjóð, ef okkur endist vit og gifta til að gera hana virk- an miðil uppeldis og þroska. Þesaa sannreynd ætti ekki að þurfa að brýna fyrir neinum. Og því furðulegra er það, hvað blaðakostur okkar, útvarp og annað athafnavald er tómlátt og hugsunarlaust um þennan vettvang þjóðlífsins. T. d. er sífelld tregða útvarpsins á flutningi ísl. tónlistar mér öld- ungis óskiljanleg og illþolandi. Því sennilega mundi ekkert líklegra til að vekja þjóðernis- legan og músíkalskan metnað almennings, en honum sé gef- inn kostur á að kynnast og til- einka sér einmitt íslenzk tón- verk. Hér er því um að ræða þjóðmegunarlega nauðsyn og þjóðfélagslegt réttlæti. Þessir aðilar verða að gera sér full- komlega ljóst að fjöregg þjóð- arinnar að mestu er í þeirra höndum, og að það verður á engan hátt auðveldlegar brot- ið en þann, að þeir sem þess eiga að gæta séu með sífelldan undanslátt og dekur við þann hluta þjóðarinnar, sem minnst an eða engan skilning hefur á þeim velferðarmálum hennar sem hér um ræðir. • Létt falleg smálög - ekki eitrað tóna- klám Hins vegar er það af þessari óska-tónlist Haraldar og hans fylgifiska að segja, að hún er ekki ættuð ofanað, heldur frá þeim dansandi mannætum kringum soðkatlana, sem á sín um tíma settu svip á mannlífið suður í heimi. Þangað er að rekja upphaf jazzins og allra hans hliðstæðna, enda sver það sig allt greinilega í ætt- ina. Það er í rauninni grát- broslegt hvað 20 aldar fólk er sólgið í þetta eitraða tónklám, og mér er algerlega um megn að geta skilið það. Hitt gæti ég vel skilið, þó margir ósk- uðu eftir léttum og fallegum smálögum, svo sem eftir Fost- er og öðrum hliðstæðum lög- um, auk margra fallegra smá- laga sem komið hafa á prent með íslenzkum textum, og þjóðin var búin að tileinka sér áður en jazz-brjálæðið heltók hana. Ætti útvarpið að flytja meira af slíkum lögum, sem eru hverju barni aðgengileg, enda vissulega sannari tónlist en sumt af því synfóniska moldviðri, sem er mjög yfir- drifið í útvarpinu. • Auladómur og sletti reku, hafi ekki áhrif Ég vil svo enda þessar línur með árnaðaróskum til vinar míns, Árna Kristjánssonar, varðandi þá miklu ábyrgðar- stöðu sem hann hefur tekizt á hendur. Það er meira en tíma- bært að athafnavald tónmál- anna taki þau svo föstum tök- um, að utanaðkomandi aula- dómur og slettirekuskapur hafi þar engin áhrif. Og ef Árni heldur sig við það fram- vegis, að virða að vettugi slíkt og þvílíkt holtaþokuvæl, sem hér er til umræðu, tel ég hann mann að meiri, enda mun hon- um svo bezt vel vegna sem tónlistarstjóra Ríkisútvarps- ins. — ★ — Hér með er þessum fyrir- ferðarmiklu umræðum um tón listarmál útvarpsins lokið hér í dálkunum að sinni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.