Morgunblaðið - 03.12.1959, Page 9

Morgunblaðið - 03.12.1959, Page 9
Fimmtudagur 3. des. 1959 M n n r T’ \ i? r 4 n r f) 9 Rœða Jónasar Haraíz verður met- in eftir rökum málstaðar hans \ Harðar umræður á Alþingi i gær ! s um aðalræðuna I. des. [ > í ÁÐUR en gengið var til dag- skrár í Sameinuðu þingi í gær, kvaddi 3. þm. Reykvíkinga, Ein- ar Olgeirsson, sér hljóðs. —- Kvaðst hann vilja bera fram fyr- irspurn til ríkisstjórriarinnar vegna ræðu þeirrar, er Jónas Haralz, ráðuneytisstjóri, hefði flutt í útvarp 1. desember. Vildi hann fá svör við því, hvort ráðu- neytisstjórinn hefði flutt ræðu sína í samráði við ríkisstjórnina eða án samráðs við hana. Ef hann hefði flutt ræðuna án samráðs við ríkisstjórnina, væri um að ræða embættisafglöp, sem illt væri að þola, því þá hefði hann annað hvort verið að tala um hluti, sem hann ætti að þegja um, eða verið að tala út í blá- inn. Væti það mjög óviðkunnan- legt, er ráðuneytisstjóri talaði þannig á opinberum vettvangi um þau mál, sem heyrðu undir ráðuneyti þeirra, en sök sér hefði verið, ef ráðuneytisstjórinn hefði talað um mál- fræði við há- skóla eða eitt- hvað slíkt. Ef Jónas Haralz hefði hins vegar flutt ræðu sína í samráði við rík- isstjórnina, væri það furðulegur háttur í tilkynn- ingum til þjóðarinnar að láta einn ráðuneytisstjórann boða þar þær ráðstafanir, er ríkis- stjórnin hyggðist gera. Vísindagrundvöllur enginn Einar Olgeirsson kvaðst vilja mega álíta, að ekki væru nema tveir möguleikar til. Þriðji möguleikinn væri e. t. v. hugs- anlegur, sem sé sá, að Jónas Har- alz hefði verið látinn flytja þarna prógrammræðu, sem ein- hver vísindamaður. Væri svo, hefði þetta verið mjög slæm ráð- stofun, því vísindalegan grund- völl hefði ekki verið að finna í ræðu Jónasar. Hann hefði lagt til, að rifið yrði niður allt sem sjálfstæði Islands byggðist á. Varaði ræðumaður við að taka alvarlega ráð beirra sérfræðinga, er aldrei hefðu séð annað en að þjóðin væri að steypast fram af einhverju ímynduðu hengiflugi. Að hleypa slíkum mönnum að íslenzkum þjóðarbúskap væri sama og ef skottulæknir væri látinn skera upp sjúkling með ryðguðum hníf, er hlypi svo frá öllu saman áður en uppskurð- inum væri lokið. Yrði þá fljótt úti sú velmegun, er Gylfi Þ. Gíslason viðskiptamálaráðherra hefði verið að hæia sér af við Mikojan á dögunum. Einar Olgeirsson sagðist að lokum vilja vara ríkisstjórnina við því að taka það sem hag- fræðingar segðu sem vísindi flutt af lærðum mönnum. Það væri hægt að greiða læknum fyrir þeirra sérþekkingu, en á sama hátt væri ekki hægt að treysta hagfræðingum. Ríkisstjórn ræður því ekki hver talar 1. des. Bjarni Benediktsson dóms- málaráðherra varð fyrir svörum af hálfu ríkisstjórnarinnar og mælti m. a. á þessa leið: Ummæli hv. 3. þingmanns Reykjavíkur Einars Olgeirssonar gætu að vísu gefið tilefni til al- mennra umræðna, en eins og mér skildist á honum sjálfum þá er nú þegar allmik- ið orðið af þeim síðustu daga á Alþ. og skal ég því ekki fara út í þá sálma, heldur stuðla að því af minni háífu, að afgreiðsla mala geti gengið greið lega hér í þing- inu og svara einfaldlega og sem athugasemdaminnst þeim fsp., se mhv. þm. ber fram. Eins og hv. þm. og raunar al- þjóð veit, þá hefur það aldrei tíðkazt, að ríkisstj. fslands, hver sem hún er, réði því, hver talaði 1. desember af hálfu stúdenta. Það hefur stundum átt sér stað, að það hefur verið maður úr ríkisstjórninni, en pá hefur það ætíð verið Stúdentaráð Háskóla íslands — eða eftir atvikum, eins og mér skilst nú, almennur stúd- entafundur — sem hefur ákveðið, hver skyldi tala. Á þessu er eng- in breyting að þessu sinni frá' því sem verið hefur. Ég hygg meira að segja — ég hef lesið það í því blaði, sem hv. 3. þm. Reyk- vikinga tekur væntanlega trúar- legra en flest önnur blöð, Þjóð- viljanum, -— að gangur þessa máls hafi verið sá, að fyrst hafi Stúdentaráð Háskólans beðið Jónas Haralz um að tala og tala um efnahagsmálin. Síðan hafi einhverjum í hópi stúdenta ekki líkað, hvorki mannvalið né efnið, sem ræða átti um, og þess vegna hafi málinu verið skotið til al- menns stúdentafundar. Á honum var með mjög verulegum at- kvæðamun samþykkt að halda fast við ákvörðun stúdentaráðs. Það er því ljóst, að það er sami aðili, eins og vant er, nú meira að segja með samþykki.almenns stúdentafundar, sem hefur farið þess á leit við Jónas Haralz, að tala á þessum tíma hinn 1. des- ember og tala um efnahagsvanda- málið. Það þarf ekki að taka fram, að þetta var ekki gert að tilhlutan ríkisstjórnarinnar, sem ekki var búið að mynda, þegar þessi á- kvörðun var tekin né var ræðan frekar en aðrar slíkar ræður born ar undir ríkisstjórnina. Valinn sem vísinda- og fróöleiksmaður Um ástæðuna fyrir því, að stúd entar völdu Jónas Haralz til að tala, get ég ekki sagt. Það væri nýtt, ef stúdentar eru svo hollir við embættismenn ,að þeir velji menn einungis vegna þess tillits, að þeir séu ráðuneytisstjórar. Enn þá nýrra væri, að stúdentar séu svo stjórnhollir, að þeir velji fyrir ræðumann talsmann stjórn- ar, sem ekki er búið að mynda. Svo að ég hygg, að hv. þm. hafi komizt næst sannleikanum, þegar hann nefndi þriðja möguleika þess í hvaða eiginleika hinn ágæti ræðumaður hefði talað. Að hann hafi verið beðinn að tala sem vísindamaður, sérstakur fróðleiksmaður um þessi efni. Nú má vel vera, að hv. þm. telji, að hinum ungu mönnum hafi missýnzt í þessu vali, en ef svo er, þá eru þeir ekki einir um þá missýningu eða misskiln- ing, vegna þess að Jónas Haralz hefur ekki aðeins lokið ágætum prófum, notið mikils trúnaðar hjá tilteknum, pólitískum flokki hér á landi áður fyrri einmitt sakir afburða hagfræðiþekkingar, unn- ið hjá alþjóðastofnun úti í heimi og notið þar meira trausts heldur en flestir aðrir, er óhætt að segja, heldur var hann einnig kallaður hingað til landsins af hinni há- sælu, nú látnu vinstri stjórn til þess að vera sérstakur ráðunaut- ur hennar í efnahagsmálum. Og þó að okkur Sjálfstæðismönnum hafi ekki komið saman við vinstri stjórnina sálugu um margt, þá höfum við frá upphafi talið, að þarna hafi verið mjög vel valið. Þessi maður hefir — ekki aðeins úti í löndum heldur einnig af hálfu allra aðila á íslandi, sem af hans starfsferli hafa haft skipti —- hlotið alveg óvenjulega viður- kenningu. Þess vegna er síst óeðli legt, að hinir ungu menn hafi beðið hann um að tala sem sér- staklega færan og fróðan mann um efnahagsmálin hinn 1. des- ember. Það gerir hann svo auðvitað á sína ábyrgð og það þarf ekki að taka það fram, sem hv. þm. veit, að hét á landi gildir málfrelsi. Hvers og eins er svo að meta, hvað hann gerir með skoðanir þessa manns eins og annarra manna, Það er ekki stjórnarvald- anna eða Alþ. að segja til um það. Þessi maður talaði í alþjóðará- heyrn og það verður alþjóð, sem að lokum leggur dóm á það, hvers meta beri þær skoðanir, sem þarna voru fram settar. I I’ Annað að stúdera við háskóla Einar Olgeirsson talaði aftur. Kvað hann ánægjulegt að heyra, að ríkisstjórnin hefði ekki enn sem komið væri, gengið inn á skoðanir Jónasar Haralz og sæi ástæðu til að taka fram, að hann talaði ekki á hennar ábyrgð. Þá kvað hann það rétt með farið, að Jónas Haralz hefði hlotið frama erlendis, en það væri sitthvað að stúdera við háskóla og ætla að fara að gera tilraunir með það á heilli þjóð, hvort menn hefðu lært og skilið, þar sem þeir hefðu verið að nema. Benjamín Eiríks- son hefði gert þetta árið 1949, en rikisstjórnir hefðu ekki kallað hann til ráða síðan. Þá taldi ræðu maður, að V-stjórnin hefði ekki hlotið mikla blessun af þeim ráð- um, er Jónas Haralz hefði gefið henni. Benjamin kallaöur enn Bjarni Benediktsson, dómsmála ráðherra tók aftur til máls og mælti m. a. á þessa leið: Það er aðeins til þess að taka fram eina eða tvær staðreyndir til viðbótar en ekki í því skyni að hefja al- mennar deilur. Fyrst varðandi Benjamín Eiríksson, þá er það mikill misskilningur hjá Einari Olgeirssyni, að það sé sérstök óvirðingarstaða að vera banka- stjóri. Ég held að það hafi aldrei þótt hér á landi. Svo að það er því nú síður en svo að Benjamín hafi verið gerður að eins konar próventukarli með því að vera settur fyrir þá stofnun, sem hann var látinn taka við. Þar að auki er rétt, að það komi ljóst fram, að eftir því sem ég veit, þá er Benjamín stöðugt kallaður til við lausn hinna vandasömustu mála. Bæði á þeim stutta tíma sem ég hefi nú verið í stjórn hefi ég heyrt vitnað til hans ráðleggingar og ég vissi að hann var í sendiförum og í ráð- um fyrir V-sjórnina einn af ráðu- nautum þeirrar stjórnar sem ég sat í fyrir árið 1956. Það er líka algjörlega rangt, að till. dr. Benjamíns hafi orðið til þess að seinka þróun hér á landi um sjö ár, eins og 3. þm. Reykv. sagði, um leið og hann talar um hinar miklu framfarir, sem orðið hafi hér á síðustu 20 árum. Þar liggja þvert á móti fyr ir ótvíræð og óhnekkjanleg gögn um það, að framleiðsluaukning var hlutfallslega meiri á árunum ’52 ’55, meðan ráðleggingar dr. Benjamíns fengu að njóta sín til fulls, heldur en eftir að áhrif verkfallanna miklu frá ’55 komu til, sem vinstri stjórnin síðan eyddi megin kröftum sinum til að ráða við og henni tókst aldrei til hlítar. Þetta sést ef skýrslur eru skoð- aðar. Þetta var rakið nú í kosn- ingarbaráttunni. Það kom fram nokkur leiðrétting og bent var á það að sennilega mundi fram- leiðsluaukning hafa verið eitt- hvað meiri nú síðustu árin heldur en talið hafi verið 1 þessum bráðabirgðaskýrslum, en það var þó ljóst að á þeim tímum sem segja mátti að ráðleggingar dr. Benjamíns væru í fullu gildi, þá var framleiðslu- aukningin hlutfallslega meiri heldur en hún hefur orðið seinna. þessu ei nauðsynlegt aðmennátti sig á og fullyrðingar 3. þm. Reyk- víkinga eru þess vegna gjörsam- lega rangar, hvíla á algjörum mis skilning. Þá þótti Jónas Haralz snjall hagfræðingur Ég met nú 3. þm. Reykv. mikils, tel hann fróðan mann, þó að ég sé honum ósammála í stjórnmál- um. Hins vegar get ég nú ekki talið hann sem æðsta úrskurðar- vald í hagfræði eða hverjir séu fremstu hagfræðingar íslands. Ég veit ekki til þess, að hann hafi, umfram okkur hina, nokkra sérstaka hæfileika til þess að dæma um það. En látum það vera. En ef hann vill gera sjálfan sig að hæsta-rétti í þeim efnum þá verður hann að vera eitthvað samkvæmari sjálfum sér í full- yrðingunum og dómunum, heldur en hann hefur verið. Ég man ekki hvort það var heldur 1946 eða 1950 sem þessi ágæti þing- maður hélt því mjög að okkur borgurunum í Reykjavík, að við ættum að velja Jónrs Haralz sem bæjarfulltr., þá gjörsamlega óreyndan mann, en vegna hans afburða hagfræðiþekkingar þá átti að taka hann ungan, nýkom- inn frá skólaborðinu, af því að hann hefði aflað sér betri hag- fræðiþekkingar heldur en flestir aðrir. Þetta var boðskapur Einars Olgeirssonar þá gagnvart okkur Reykvíkingum. Margir létu orð hins merka manns hafa áhrif á sig og maðurinn var kosinn í bæjarstjórn. Síðan starfaði hann nokkurn tíma þar, starfaði síðan að margvíslegum málefnum hér á landi og hefur síðan unnið hjá alþjóðastofnunum. Það þarf eng- inn að halda því fram, að sú reynsla, sem Jónas Haralz hefur fengið af margvíslegum störfum innan lands og utan, eftir að hann var búinn að taka þau ágætu próf, sem 3. þ.m. Reykv. taldi nóg til þess að hann yrði kosinn bæjarfulltrúi Reykjavíkur þá kornungur, eigi að gera hann með öllu ófæran. Nú eigum við ekkert mark að taka á honum, en við áttum að trúa á hvert orð, sem hann sagði þegar hann kom alveg nýsleginn frá prófborðinu. Mannvænlegur þroski Það hafa einmitt fáir menn, sem ég hefi séð, ef svo mætti segja, þroskast mannvænlegar heldur en Jónas Haralz og sannað það í verki að það er allt annað að gleypa ómeltar einhverjar kenn- ingar eða læra af lífinu, eins og þessi ágæti maður bersýnilega hef Framli. á bls. 19. Blaðamaður Morgunblaðið vantar blaðamann nú þegar. Þarf að hafa a. m. k. stúdents- menntun. Umsóknir sendist ritstjórn blaðsins fyrir næstu helgi. Skipstjóra vantar á 73 lesta bát á komandi vertíð. Uppl. hjá: Landsambandi ísl. útvegsmanna. Til sölu 27 manna langferðabifreið í góðu standi með dieselvéi. — Upplýsingar hjá Jónasi Kjerúlf í síma 15099. Danskur stofuskápur og sófaborð (dökk póleruð birki) til sölu með tækifærisverði. — Upplýsingar í síma 12388. Nauðungaruppboð sem auglýst var í Morgunblaðinu á 3 hestum og 40 kindum á Dallandi í Mosfellssveit og fram átti að fara í dag afturkallast hér með. Sýslumaður Gullbringu- og Kjósarsýslu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.