Morgunblaðið - 08.12.1959, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 08.12.1959, Qupperneq 1
24 slður Nauðsyn að stjórnin einbeiti sér að böfuðvandamálunum Þingfrestun Jbvi eðlileg og sjálfsögð Frá útvarpsumrœð- unum í gœrkvöldi VIÐ útvarpsumræðurnar í gærkvöldi bentu talsmenn rík isstjórnarinnar á það, með skýrum rökum, að Alþingi og ríkisstjórninni væri nauðsyn- legt að stjórnin fengi starfs- frið til að vinna að efnahags- málatillögum sínum, sem eru undirstaða þess, að þingið geti starfað með eðlilegum hætti. Kommúnistar og Frarri sóknarmenn endurtóku fyrri fullyrðingar, sem þeir hafa haldið fram í sölum Alþingis undanfarið, að með þingfrest- uninni væri Alþingi sýnt of- beldi og óvirðing. Umræður stóðu til mið- nættis, en að þeim loknum var þingfrestunartillaga for- sætisráðherra samþykkt með 33 atkv. gegn 27. Að þeirri samþykkt lokinni las forsætis ráðherra forsetabréf um frest un á fundum Alþingis. Hér fer á eftir stuttur út- dráttúr úr ræðum Sjálfstæðis manna. í fyrri umferð töluðu af hálfu Sjálfstæðisflokksins, Ólafur Thors, forsætisráð- herra, og Gunnar Thorodd- sen, fjármálaráðherra. Ólafur Thors forsætisráðherra hóf umræðurnar. Kvað hann þing frestunartillögu þessa fram komna vegna þess, að ríkisstjórn- in hefði tekið við völdum sama dag og þing kom saman og því ekki gefizt nægur tími til að kynna sér til hlítar skýrslur þær um efnahagsafkomu þjóðarinnar, sem ýmsir helztu hagfræðingar landsins hefðu unnið að og ynnu enn að. Væru skýrslur þessar langar og fylgiskjölin mörg og þyrftu þessi gögn nákvæmrar at- hugunar og endanlegar ályktanir af þeim væri ekki auðið að draga fyrr en rannsókninni væri lokið, sem enn gæti dregizt nokkuð. Stjórnin teldi því nauðsynlegt, að hún gæti einbeitt sér að at- hugun á þessum höfuðvandamál- um, sem allt ylti á, að vel tækist til um. Þá vék forsætisráðherra að þeirri andstöðu, er þingfres'tunin hefði mætt á Alþingi að undan- förnu. Benti á að þingfrestun væri síður en svo einsdæmi og viðbrögð stjórnarandstöðunnar nú væru í engu samræmi við fyrri afstöðu þeirra. Minnti einn ig á, hve þingið hefði setið að- gerðarlaust mánuðum saman, er þessir menn hefðu haft stjórnar- forystu á hendi. Atferli stjórnar- andstöðunnar væri ekki til að auka virðingu Alþingis, heldur til að draga úr henni og væri þvi skaðlegt. Þá fór Ólafur Thors nokkrum orðum um viðskilnað ríkisstjórn- ar Hermanns Jónassonar í des. í fyrra og gat um þær bráða- birgðarráðstafanir, er gerðar hefðu verið til að stöðva óðavöxt verðbólgunnar. Nú hefði ný ríkis- stjórn verið mynduð,, er væri að kynna sér til hlítar alla aðstöð una til þess síðan að ráðast að þeim þjóðarvoða, sem við væri að etja. Hvort sá ásetningur ent- ist íslendingum til björgunar og blessunar væri undir því komið, hvernig þjóðin tæki þeim úrræð- um, er ríkisstjórnin myndi að loknu þingi bera fram, er mundu miða að því að treysta allan grundvöll efnahagslífsins. Þyrfti því engan að undra, þó ríkis- stjórnin óskaði þess að henni gæf- Framh. á bls. 2 Um 300 hafa farizt FRANKFURT: — Um 300 manns hafa farizt í evrópsku Ölpunum á árinu 1959. Er það í hinum frönsku, austurrísku, ítölsku, svissnesku og þýzku ölpum. Margir af þeim, sem fórust, voru ferðamenn, er voru að klífa Alpana. Björg- unarsveitir í bajersku Ölpun- um hafa lýst því yfir, að mörg óhöppin þar hafi orðið vegna þess hversu ferðamenn búa sig illa út í slíka leiðangra. Ranghermt að fœkka eigi í varnarliðinu, en er rœtf um að gera breytingar GUÐMUNDUR f. Guðmunds- son, utanríkisráðherra, skýrði frá því á Alþingi í gær, að á því skipulags- Fárviðri á Atlants- bafi og í V.-Evrópu Skip hafa farizt látið lífið og a.m.k. 30 manns LONDON, 7. des. (NTB-Reuter) Fárviðri hefur geisað undan- farinn sólarhring á Atlants- hafi, Norðursjó og Eystrasalti og á stórum svæðum í Vestur- Evrópu. Einna harðast var veðrið í dag við Bretlands- strendur. — Skip hafa farizt, og vitað er um a. m. k. 30 manns, sem látið hafa lífið í hamförum þessum. Stórskip á leiðinni yfir Atlantshaf hafa orðið fyrir miklum töfum, og frétzt hefur um skemmdir á enska skipinu Queen Eliza- beth og um meiðsli farþega þar um borð. Framh. á bls. 23. ekki hafi verið rætt um að draga úr vörnum landsins á nokkurn hátt né fækka í varn arliðinu á íslandi eða breyta fjölda varnarliðsmanna. Aft- ur á móti hefur verið rætt um, hvort ekki væri nauðsyn- legt að gera nokkrar skipu- lagsbreytingar á varnarliðinu hér á landi. Utanríkisráðherra skýrði frá þessu eftir að Einar Olgeirsson hafði kvatt sér hljóðs, áður en gengið var til dagskrár í neðri deild Alþingis í gær og beindi þeirri fyrirspurn til utanríkis- ráðherra, hvort þau gleðilegu tíð- mdi, sem ríkisútvarpið hefði flutt í fréttum, eins og hann komst að orði, þess efnis að bandaríska herliðinu á Keflavíkurflugvelli yrði fækkað um 1300 manns, væru rétt. Þá spurði hann einn- ig, hvort hér væri af hálfu ríkis- stjórnarinnar verið að framfylgja þingsályktuninni frá 1956, eða hvort hér væri um að ræða á- kvörðun Bandaríkjastjórnar. Fyrirspurn þessi mun vera bor- in fram vegna frétta í Ríkisút- varpinu þess efnis að fækka eigi í varnarliðinu á Keflavíkurflug- velli. Fréttirnar eiga rætur að rekja til bandaríska stórblaðsins New York Times, en eins og fyrr getur eiga þær ekki við rök að styðjast. Orðrétt svaraði Guð- mundur 1. Guðmundsson, utan- ríkisráðherra fyrirspurn Einars Olgeirsson á þessa leið: „í tilefni af útvarps og blaða- fregnum spyrst hv. þm. fyrir um það, hvort í ráði sé að fækka varnarliði Bandaríkjanna á ís- landi á næstunni. Út af þessari fyrirspurn vil ég skýra frá þvi, að fyrir örfáum dögum síðan fóru fram viðræður á milli ríkisstjórn- ar fslands og sendiherra Banda- ríkjanna um skipun varnarliðsins á íslandi. Var ekki um það rætt að draga úr vörnum landsins á nokkurn hátt né fækka í varnar- liðinu á íslandi eða breyta fjölda varnarliðsmanna. Var hinsvegar eingöngu um það talað hvort ekki væri nauðsynlegt að gera nokkr- ar skipulagsbreytingar á varnar- liðinu sjálfu og samsetningu þess. Þetta mál er að sjálfsögðu á al- geru frum- og byrjunarstigi og hefur ríkisstjórn fslands hvorki unnizt tími né tóm til að athuga Framh. á bls. 23. Þúsundirnai sem jóla- sveinninn sd JÓLIN nálgast nú óðum og börnin eru skiljanlega farin að hlakka til. Og ekki ber á öðru en að jólasveinarnir hafi líka fylgzt vel með dagatalinu. Það voru tveir í heimsókn í Vesturveri á sunnudaginn, þeir Glugga- gægir og Hurðaskellir. Úti á Hótel Islands-Ióð- inni stóðu þúsundir barna og foreldra og fylgdust með þeim bræðrum, sem sungu í og léku úti í gluggunum. { (Ljósm. Mbl.: Markant) ★------------------------* Þriðjudagur 8. desember Efni blaðsins m.a.: Bls. 3: „Eins og að sigla inn f jólin*. — 6: Ný flæðahætta í Frejus. — 8: Bréf Matthíasar (Bókaþáttur) — 10: Flugvöllur á Álftanesi. — 12: Forystugreinar: Stækkun fiskl skipaflotans og Varizt slysin og kæruleysið. Utan úr heimi. — 13: Gísla Sveinssonar minnzt. — 17: ísraelsmaður heimsækir Veð-* urstofuna. — 22: íþróttir. *------------------------★

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.