Morgunblaðið - 08.12.1959, Síða 12

Morgunblaðið - 08.12.1959, Síða 12
12 M ORGTJ TS B LA Ð1Ð Þriðjudagur 8. des. 1959 Útg.: H.í. Arvakur Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Vaitýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargald kr 35,00 á mánuði innamands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið. STÆKKUN FISKISKIPAFLOTANS UM ÞESSAR mundir stend- ur yfir aðalfundur Lands sambands íslenzkra út- vegsmanna. Er þetta 20. aðal- fundur sambandsins, en það var stofnað 17. janúar 1939 og varð því 20 ára garnalt á þessu ári. Þessi samtök útvegsmanna hafa orðið þeim að miklu gagni á því tímabili, sem þau hafa starfað. Þau hafa haft frum- kvæði um ýmis konar nýjungar og umbætur í þágu útvegsins í landinu, auk þess sem þau hafa verið félagsleg brjóstvörn þess atvinnuvegar, sem stendur undir meginhluta allrar útflutnings- framleiðslu landsmanna. Því miður er hagur íslenzkrar útgerðar ekki einS góður í dag og æskilegt væri. Verðbólguflóð- ið undanfarin ár hefur leikið ís- lenzkan sjávarútveg hart. Þessi undirstöðu atvinnugrein þjóðar- innar hefur í stöðugt vaxandi mæli mæli orðið háðari opinberu valdi. Vegna þess að hún hefur verið krafin um miklu meira heldur en hún gat staðið undir að greiða, hefur hið óvinsæla styrkja- og uppbótakerfi verið tekið upp henni til stuðnings. Fleiri sjómenn En í sambandi við 20 ára af- mæli L. í. Ú. er ástæða til þess að minnast nokkuð á eitt helzta vandamálið í sambandi við ís- lenzka útgerð, en það er skort- urinn á sjómönnum til þess að hægt sé að halda í fullum rekstri þeim flota, sem þjóðin þegar á. Frá því hefur nýlega verið skýrt, að Íslendingar eigi 72 skip í smíðum erlendis. 68 þessara skipa eru fiskiskip. Talið er, að á þessi 72 nýju skip muni þurfa um 900 sjómenn, a. m. k., en sennilega allt að 1500 manns. Eigum við að byggja rekstur þessa nýja flota á erlendu vinnu- afli, eða eigum við að gera ráð- stafanir til þess, að hægt verði að manna þau innlendum mönn- um? Allir íslendingar hljóta að velja síðari kostinn. En til þess að það verði unnt, verður að gera sjómennsku og sjávarútveg að eftirsóknarverðari atvinnu- grein en hann er í dag. Sú skoð- un verður að vera almennari hjá þjóðinni, en nú er, að útflutn- ingsframleiðsla hennar sé aðal- atriðið. Það skiptir þess vegna meginmáli að afkoma þeirra manna, sem við sjósókn og út- gerð fást, verði með þeim hætti að þessi störf verði eftirsóknar- verðari en þau eru nú. I þessum efnum verður að grípa til róttækra ráðstafana. — Þjóðin verður að sjá sóma sinn í því að búa þannig að aðalút- flutningsframleiðslu sinni að hún geti fengið nauðsynlegt vinnuafl. Framtíð þessarar þjóðar er vissulega ekki hvað sízt undir því komin, að henni takist að eiga og gera út stóran og af- kastamikinn fiskiskipaflota. Skjótar ráðstaafnir til þess að beina vinnuaflinu I vaxandi mæli til útgerðarinnar eru þess vegna þjóðarnauðsyn. VARIZT SLYSIN OG KÆRULEYSIÐ r Afáum sviðum hafa orðið jafn miklar framfarir hér á landi og á sviði heilbrigð ismála. Tekizt hefur að sigrast, að meira eða minna leyti á fjöl- mörgum sjúkdómum, og í því sambandi mun mikilsverðastur sigurinn yfir berklaveikinni, sem væntanlega er ekki langt undan. Bættur efnahagur og aukið hrein læti, sem þjóðin hefur tileinkað sér, hefur átt verulegan þátt í hinum góða árangri. Meðalaldur þjóðarinnar hefur lengzt mikið. Þetta stafar meðal annars af því, að tiltölulega mun fleiri en áður ná nú háum aldri, en aðalbreytingin er þó fólgin í stórkostlegri lækkun barna- dauðans. Slysin alltof algeng En það er á öðru sviði, ekki óskyldu, sem ástandið er mjög alvarlegt, og það er hve slys eru tíð hér á landi. Sennilega eru þau tiltölulega fleiri en í flestum öðrum löndiun. Að ellihrumleika, krabbameini og hjartasjúkdómum frátöldum munu slysfarir algengasta dán arorsökin á Islandi. — Allir verða að gera sér sem Ijósasta grein fyrir þessu mikla vanda máli. Það er æði takmarkaður sigur að bjarga einhverjum einstaklingi frá skæðum sjúk- dómi, ef sá hinn sami bíður skömmu síðar bana, eða hlýt- ur örkuml, í bílslysi eða á vinnustað. Atvinnuvegir landsmanna bjóða að vísu ýmsum hættum heim, og á það sinn þátt í ástand- inu. En í þessu sambandi hafa framfarirnar orðið mestar, að því er snertir björgun úr sjávarháska. Slysavarnafélögin hafa unnið ó- metanlegt gagn og segja má, að sérhver einstaklingur sé boðinn og búin til að gera allt sem í hans valdi stendur, til hjálpar, ef slys ber að höndum. Samhjálp á mörgum sviðum er eitt höfuð- einkenni íslenzku þjóðarinnar. Kæruleysi í daglegri umgengni En það er annað þjóðarein- kenni, sem á vissulega mikinn þátt í öllum þessum slysum, og það er kæruleysi í daglegri um- gengni, og sá útbreiddi misskiln- ingur, að menn vaxi af því að sýna ekki fulla varúð. Þetta kemur berlega fram í Ijós á ýms- um almennum vinnustöðum og oft í byggingarvinnu. í þessum efnum getum við lært margt af öðrum þjóðum, sem leggja yfir- leitt mikla áherzlu á ýmiss konar öryggisráðstfanir. Hvergi munu slys eins tíð og í umferðinni. Bifreiðarnar eru sérstaklega hættulegar bömum, enda eru þau svo oft annars hug- ar. — Hættulegast af öllu er þó, þeg- ar drukknir menn aka bifreið- um. Slíkt framferði er glæpur, sem oft hefur haft hörmuleg- ar afleiðingar, og er því mið- ur töluvert algengur hér á landl. Fr procain yngingarlyf? NÝLEGA var rúmeskur kven- læknir, próf. Anna Aslan, á ferð í Englandi og hélt þar fyrirlestra, m. a. um yngingaraðferð, sem hún kvaðst hafa beitt með góð- um árangri. Er hún fyrst og fremst í því fólgin, að gefnar eru reglulega fcinspýíiingar af svOnefndu „procaini“, en það hafa tannlæknar gjarna notað sem deyfilyf. — ★ — Próf. Aslan kvaðst hafa gef- ið sjálfri sér slíkar sprautur um nokkurt skeið — og nokkuð er það, að hún lítur ekki út fyrir að vera meira en feirtug, að sögn þeirra, er sáu hana, en hins vegar segist hún vera 61 árs göm- ul. — E. t. v. er hún því sjálf bezta sönnunin fyrir gildi kenn- ingar sinnar, en hún sýndi einn ig myndir af mörgum „sjúklinga" sinna, teknar á mismunandi tíma til þess að sanna árangurinn. ♦ Hún hélt fyrirlestra í ýmsum læknafélögum, en hinir brezku starfsbræður hennar voru æði efagjarnir og létu lítt sannfær- ast. — Til dæmis sagði svo í hinu virta læknablaði „Medical Journal“, að „ekki lægju fyrir neinar raunverulegar sannanir fyrir því, að procain eitt saman gæti haft nokkur áhrif í þá átt að heimta aftur horfna æsku eða að stöðva ellihrörnun". — Einnig sagði blaðið, að próf. Asl- an hefði lítið annað haft fram að færa kenningum sínum til stuðn- ings en ;,ómerkilegar læknisfræði legar smásögur og skrýtlur", en vikið sér undan með lagni, er spurt var um staðfestar skýrslur um árangur rannsóknanna. Hins vegar, sagði í læknablað- inu, er procain að ýmsu leyti merkilegt efni, sem ekki hefir verið rannsakað til neinnar hlít- ar enn sem komið er. Marlene Dietrieh ,blönk' ÞAÐ HEFIR verið almenn skoð- un austanhafs og vestan, að kvik- myndaleikkonan fræga, Marlene Dietrich, sé býsna loðin um lóf- ana — ein af þeim „dætrum“ kvikmyndanna, sem hafa kunnað að gæta auranna sinna. — En nú hefir Noel Coward, brezki leikhúsmaðurinn, sem kemur fram með Marlene í Etoile-leik- Marlene — „Blái engillinn" „staurblönk". — Hún hefir unn- ið sér inn gífurlegar fjárfúlgur um dagana, en peningarnir hafa verið fljótir að ganga henni úr greipum, segir Coward. — Hún hefir satt að segja ekki snefil af fjármálaviti. Svo skemmtilega vill til, að í kvikmyndahúsi, sem stendur rétt hjá Etoile-leikhúsinu, er nú verið að sýna hina nýju Hollywood- útgáfu af „Bláa englinum", þar sem May Britt leikur aðalhlut- verkið — en Marlene Dietrich hlaut einmitt heimsfrægð fyrir leik sinn í þessari mynd á sín- um tíma. /Mynd þessi var tekin á dög-( /unum, er Antonio Segni, for-/ ) sætisráðherra ítalíu, heimsótti ( NEngland og ræddi við „koll- \ ega“ sinn, Macmillan. —) (Þegar leiðtogar vestrænnaí /þjóða hafa ræðzt við undan-( /farið — sem gerist nú býsna/ )títt — er vanaviðkvæðið að) kfundum loknum, að viðkom-1 (andi hafi náð samkomulagi) /,,um öll veigamikil atriði“. ■ /Sú var einnig raunin með/ OMacmillan og Segni — þeir/ )voru sammála um allt, sem) (máli skipti. Vonandi, að þetta) (sé meira en orðin tóm. St.-Laurent — ómissandi / fremstu víglínu EIGI ALLS fyrir löngu var að því komið, að Yves St. Laurent, hinn ungi eftirmaður tízkukon- ungsins Christians Diors, skyldi ganga í franska herinn og gegna Nú hefir sjálfur forseti 5. franska lýðveldisins, de Gaulle, skorist í leikinn og veitt St. Laurent undanþágu frá því að gegna herþjónustuskyldunni — og fært þessi rök fyrir ákvörð- húsinu í París, upplýst, að hún hafi hreint ekki of mikið handa á milli. Hann segir, að Marlene muni fá á aðra milljón króna fyrir gestaleik sinn — og hún þurfi J þeirra peninga með, því að í J sannleika sagt hafi hún verið þjónustuskyldu sinni þar. Sem sannur Frakki var hann auðvitað hinn fúsasti til að gegna skyldum sínum við föðurlandið — en í Dior-tízkuhúsinu ríkti kvíði og óró. — Hver átti nú að taka á sig þann vanda að stjórna „sköp- un“ vortízkunnar? un sinni: — Ég lít svo á, að „heimur" tizkunnar séu eins konar vígvöll- ur, þar sem Frakkland eigi alltaf að hafa frumkvæðið — en þá megum við heldur ekki missa monsieur St. Laurent úr fremstu víglinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.