Morgunblaðið - 08.12.1959, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 8. des. 1959
OPnmt
skyndilega upp hvellan, óróleg-
an hlátur — „auk þess höfðuð
þér raunverulega lesið innstu
hugsanir mínar .... Ég settist
þarna í þeim eina tilgangi að
horfa á fólkið dansa .... og þeg
ar þér komuð til mín, langaði
mig einmitt mest af öllu til að
taka sjálf þátt í dansinum. .. Ég
er alveg heilluð af dansi. Ég get
hortft á fólk dansa klukkustund
um saman — horft á það, unz ég
linn hverja hreyfingu þess innra
með sjálfri mér .... já, ég get
ekki sannara sagt, hverja einustu
hreyfingu. Og svo er það ekki
lengur það sem er að dansa, held
ur ég sjálf .... þér getið senni-
lega ekki gert yður það í hugar-
Ivrnd, hvað ég er stundum barna-
leg.....Annars var ég létt og
lipur í dansi, þegar ég var lítil
stelpa .... og nú, þegar mig
dreymir á annað borð eitthvað,
þá er það alltaf að ég sé að dansa
Já, svo kjánalegt, sem það kann
að virðast, þá dansa ég í draum-
um mínum og kannske er það
einmitt gott, vegna pabba, að ..
að þetta skyldi koma fyrir mig,
því að annars hefði ég áreiðan-
lega hlaupið að heiman og orðið
dansmær......Það er ekkert til,
sem heillar mig jafn mikið. Það
hlýtur að vera dásamfegt að
hrífa, gagntaka, æsa hundruð og
þúsundir karla og kvenna með
líkama sínum, með hreyfingum
sínum, með allri veru sinni,
kvöld eftir kvöld. .. Það hlýtur
að vera guðdómlegt. .. Eftir á
að hyggja .... bara til að sýna
yður hvað ég get verið kjána-
leg. .. Ég safna myndum af
frægum dansmeyjum. Ég á þær
allar — Saharet, Pavlova, Karsa
vina. Ég á myndir af þeim öll-
um, í öllum hlutverkum þeirra
og stellingum. Ég skrl sýna yð-
ur þær. .. Þær eru þarna í litla
kassanum, rétt hjá arninum ..
þarna í litla, kínverska gljákass
anum“. — Rödd hennar varð
skyndilega óþreyjufull og ergi-
leg — „nei, nei, nei, þarna
vinstra megin við bækurnar ..
oh, hvað þér getið verið klunna
legur. .. Já, þessi kassi“. — Að
lokum tókst mér að finna hinn
rétta hlut og færði henni hann.
„Sko, lítið þér á þessa etfstu. ..
Þetta er eftirlætismyndin min.
Pavlova, sem hinn deyjandi svan
ur. .. O, ef ég gæti bara séð
hana sjáltfa. Ég held að það yrði
mesta hamingjustundin í Hfi
mínu“.
Dyrnar fyrir aftan okkur, sem
Ilona hafði gengið út um, opnuð
ust hægt og hljóðle'ga. Edith
flýtti sér að loka kassanum með
snöggri hreyfingu, eins og hún
hefði verið staðin að einhverri
óhæfu.
„Ekki eitt orð um það við hin,
sem ég hef sagt yður. Ekki eitt
orð“, sagði hún, eins og hún væri
að gefa ákveðnar skipanir.
Það var gráhærði þjónninn
með vel snyrta vangaskeggið,
sem opnaði dyrnar hægt og hljóð
lega. Á eftir honum kom Ilona
SKREYTINGAR
Götuskreytingar
Vafningagreinar í metratali
Ctvegum ljósaseríur
Fljót afgreiðsla — Hvergi ódýrara
GRÓÐRASTÖÐIN v/Miklatorg — Sími 19775.
Rambler
er merkið, sem hér og þér hentar bezt.
og ýtti á undan sér gúmmihjól-
uðum te-vagni, hlöðnum kræsing
um. Hann skenkti í bollana og
kom svo og settist hjá okkur. Ég
fann jafnskjótt hvernig hið fyrra
sjálfstraust mitt kom aftur. —
Stóri angora-kötturinn, sem
læðzt hafði inn með te-vagnin-
um, og nuddaði sér nú með ein-
lægri vinsemd upp við fótlegg-
ina á mér, varð velþegið umtals
efni. Þegar ég hafði dáðst að kett
inum, rigndi spurningunum yf-
ir mig: Hvað var ég búinn að
vera lengi hér, hvernig kunni
ég við nýja setuliðsstaðinn,
þekkti ég þennan eða hinn liðs-
foringja, fór ég oft til Wien? Og
áður en ég hafði gert mér fulla
grein fyrir því, var ég farinn að
taka þátt í eðlilegum og áhyggju
lausum samræðum, þar sem
hinnar kveljandi spennu gætti
ekki hið minnsta. Brátt fór ég
m. a. s. að þora að líta á stúlk-
urnar tvær, sem hjá mér sátu.
Þær voru algerðar andstæður:
Ilona, nú þegar orðin kona, gjaf-
vaxta, þroskuð, munaðarleg,
hraustleg. Edith hins vegar, að
hálfu leyti barn, að hálfu leyti
kona, 17—18 ára, en óþroskuð
eftir aldri. Maður hefði viljað
dansa við aðra, kyssa hana. Hina
hefði maður talið sér skyjt að
klappa og gleðja, vernda og um
fram allt hugga. Það var eins
og einhverjum undarlegum óróa
stafaði frá henni. Hún virtist
aldrei geta verið hreyfingarlaus
eitt andarták. Hún leit til vinstri,
síðan til hægri, því næst hallaði
hún sér aftur á bak, eins og ör-
magna af þreytu. Og hún hélt
alltatf áfram að tala með, sama
óróanum og án þess að taka sér
málhvíld eitt andartak. Kannske
hugsaði ég með mér, — kannske
er þetta elrðarleysi, þessi skort-
ur á aðhaldi, einhvers konar
uppbót á hinu ólæknanlega mátt-
leysi fótanna. Kannske líka af-
leiðing af stöðugum hugarofsa,
sem gerir hreyfingar hennar
hraðari og málfarið örara. En ég
hafði lítinn tíma til slíkra athug
ana. Með hinum berorðu spurn-
ingum sínum og hinum hverfula
talsmáta, sókst henni alltaf að
beina athyglinni að sér einni. Og
mér til hinnar mestu furðu varð
mér það ljóst, að ég var orðinn
þátttakandi í fjörgandi og
skemmtilegum samræðum.
Þannig leið ein, jafnvel hálf
önnur klukkustund. Þá féll
skyndilega skuggi á vegginn, and
spænis mér og einhver kom inn
í herbergið, mjög varfærnislega,
eins og hann væri hræddur við
að trufla okkur. Það var hr. von
Kekesfalva sjálfur.
„Nei, sitjið þér kyrr hr. liðs-
foringi og látið þér mig ekki
trufla yður hið minnsta", flýtti
hann sér að segja, þegar hann
sá að ég bjóst til að rísa úr sæti.
Svo beygði hann sig niður og
þrýsti kossi á enni dóttur sinnar.
Hann var enn í sömu, svörtu föt-
unum og hvít-brydda vestinu. —
Augun, sem horfðu varfærnis-
lega í gegnum gullspangargler-
augun, gerðu hann líkastan lækni
í útliti. Og hann hefði vissulega
getað verið læknir við sjúkrabeð,
þegar hann tók sér gætilega og
hljóðlaust sæti við hlið lömuðu
stúlkunnar. Svo undarlega brá
við, að aukinn þunglyndissvipur
færðist yfir herbergið og þá sem
inni voru, jafnskjótt og húsbónd-
inn birtist í dyrunum. Hið
áhyggjufulla, rannsakandi, við-
kvæma hornauga, sem hann gaf
dóttur sinni alltaf öðru hverju,
þvingaði og stöðvaði hlátur okk-
ar, sem hafði hljómað svo
áhyggjulaus og gðlilega til þessa.
Og hann varð lika var við þessa
þvingun okkar og gerði tilraun
til að vekja samræðurnar aftur.
Hann spurði mig líka um her-
deild mína, um höfuðsmanninn
og um hinn fyrrverandi ofursta,
sem nú var orðinn deildarstjóri
í hermálaráðuneytinu. — Hann
virtist hafa áralanga og furðu-
lega náikvæma þekkir.gu á mál-
|*e**a
r
a
| pRGl****
a
r
i
ú
á
Markús, ég ætla að fara upp að
fossinum og taka nokkrar mynd-
ir, áður en ég matast. — Það er
góS hugmynd, Sirri, við skuluru
fara þangað öll. Ekki ég — ég
hef séð hann áður og efast um að
hann hafi nokkuð breytzt síðan.
— Svona komdu með, Baldur,
vertú ekki eins og gömul kerling.
— Já, ég gleymdi því að blaðið
mitt myndi ekki vilja að ég missti
af fyrirlestrum leiðsögumanns
okkar!
um herdeildarinnar og ég hafði
það einhvern veginn á tilfinn-
ingunni, að hann hefði einhvern
sérstakan tilgang með því að
leggja áherzlu á hinn nána kunn
ingsskap sinn við hvern sérstak-
an yfirforingja herdeildarinnar.
Eftir tíu mínútur, eða þar um
bil, hugsaði ég með mér — get
ég kvatt og farið mina leið. En
þá opnuðust dyrnar aftur, jafn
varfærnislega og fyrr og kjallara
meistarinn kom inn, svo hljóð-
lega, að það hefði mátt halda að
hann væri berfættur, og hvíslaði
einhverju að Edith. Hún brást
samstundis reið við.
„Segðu honum að bíða. Eða,
nei — segðu honum að láta mig
alveg í friði í dag. Segðu honum
að fara. Ég þarfnast hans ekki“.
Við urðum öll undrandi og
vandræðaleg yfir þessum skyndi-
lega geðofsa hennar og ég stóð á
fætur með óþægilegan grun um
það, að ég hefði dregið brottför
mína of mjög á langinn. En hún
sneri sér þá að mér, með engu
minni ákafa.
„Nei, farið ekki. Þetta er ekki
neitt. Álls ekki neitt“. Skipunar-
tónninn í rödd hennar nálgaðist
ókurteisi. Föður hennar virtist
líka líða óþægilega, því að hann
leit til hennar, hvort tveggja í
senn, ráðþrota og áminnandi á
svip.
„Edith".
.......gparið yður hiaup
& mtíli margra vorziana'-
úöltinWL
fl ÖllUM
MOUM!
Austurstraeti
Slllltvarpiö
Þriðjudagur 8. descmber
8.10—10.00 Morgunútvarp. (Bæn.
8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón«
leikar. — 8,30 Fréttir. — 8,40 Tón«
leikar. — 9.10 Veðurfregnir. —
9,20 Tónleikar).
12.15—13.15 Hádegisútvarp — (12.25
Fréttir og tilkynningar).
15.00—16.30 Miðdegisútvarp. — (16.00
Fréttir og veðurfregnir).
18.25 Veðurfregnir.
18.30 Amma segir börnunum sögu.
18.50 Framburðarkennsla í þýzku.
19.00 Þingfréttir. — Tónleikar.
19.30 Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
20.30 Daglegt mál (Arni Böðvarsson
cand mag).
20.35 Utvarpssagan: „Sólarhringur*
eftir Stefán Júlíusson; VI. lestur
(Höfundur les).
21.00 „Island ögrum skorið": Eggert
Olafsson náttúrufræðingur og
skáld. — Vilhjálmur Þ. Gíslason
útvarpsstjóri talar um Eggert, en
auk þess verður lesið úr verkum
hans og sungin lög við ljóð eftir
hann.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Tryggingarmál (Bjarni Jónsson
dr. med.).
22.30 Lög unga fólksins (Guðrún Svaf-
arsdóttir og Kristrún Eymunds-
dóttir).
23.25 Dagskrárlok.
Miðvikudagur 9. desember
8.10—10.00 Morgunútvarp. (Bæn. —
8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón-
leikar. — 8,30 Fréttir. — 8,40 Tón-
leikar. — 9.10 Veðurfregnir.
9,20 Tónleikar).
12.00 Hádegisútvarp. — 12.25 Fréttir og
tilkynningar.
12.50—14.00 „Við vinnuna": Tónleikar
af plötum.
15.00—16.30 Miðdegisútvarp. — (16.00
Fréttir og veðurfregnir).
18.25 Veðurfregnir.
18.30 Utvarpssaga barnanna: „Siskó á
flækingi" eftir Estrit Ott; XII lest
ur (Pétur Sumarliðason kenn-
ari).
18.55 Framburðarkennsla í ensku.
19.00 Þingfréttir. — Tónleikar.
19.30 Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
20.30 Daglegt mál (Arni Ðöðvarsson
cand. mag.).
20.35 Með ungu fólki (Jón R. Hjálmar*-
son skólastjóri).
21.00 Tónleikar: Ungversk þjóðlög í út-
sendingu Béla Bartóks. — Magda
Laszlo syngur með undirleik Fr.
Holetscheks.
21.20 Framhaldsleikritið: „Umhverfl*
jörðina á 80 dögum“, gert eftir
samnefndri sögu Jules Vefne; VL
kafli. Þýðandi: Þórður Harðarson.
Leikstjóri: Flosi Olafsson.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Ur heimi myndlistarinnar (Bjöm
Th. Björnsson listfræðingur).
22.30 Tónaregn: Svavar Gests kynnir
lög eftir Louis Prima.
23.00 Dagskráríok.