Morgunblaðið - 08.12.1959, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.12.1959, Blaðsíða 23
Þriðjudagur 8. des. 1959 MORGVNBLAÐIÐ 23 — Ranghermt Framh. af bls. 1. þetta mál og raeða sem skyldi, Ríkisstjórnin mun að sjálfsögðu athuga málið gaumgæfilega og þegar sú athugun hefur farið fram, þá mun hún taka sínar ákvarðanir, en um fækkun eða brottför varnarliðsins er ekki að ræða, heldur eingöngu um skipu- lagsbreytingu og samsetningu þess“. Erlend blöð og fréttastofur hafa verið með órökstuddar frétt- ir um mál þetta. Þannig símar fréttaritari Berlingatíðinda i New York blaði sínu á þá leið, að bandaríska stórblaðið New York Times hafi skýrt frá því, að Bandaríkjastjórn hafi ákveðið að kalla heim 1300 menn af varnar- ‘liðinu á íslandi og verði þá eftir 4000 manna bandarískt þerlið til að sjá um völlinn og radarstöðv- amar. New York Times segir ennfremur, að flytja eigi þessa 1300 menn til Fort Deivens í Massachusettes, þar sem fyrir séu NATO-hersveitir, sem hægt sé að kalla út ef með þurfi. Þá segir blaðið að ástæðurnar til þess, að herliðið sé kallað heim til Banda xíkjtnna séu í fyrsta lagi þær, að íslendingar geti séð um þau störf, sem það innti af hendi, eða þá bandarískt verkafólk, sem ekki sé í hernum, og í öðru lagi, að aldrei hafi verið um að ræða góða samvinnu milli fslendinga og bandaríska herliðsins, heldur hafi komið fyrir slæmir atburðir, sem fari í „taugarnar á íslending- um“, eins og blaðið segir. Þá segir ennfremur, að New York Times hafi fengið þær upp- lýsingar frá fréttariturum sín- um í höfuðborgum Vestur- Evrópu, að fréttin um heimköll- un hluta af bandaríska herliðinu frá íslandi sigli í kjölfarið á um- ræðum í NATO-löndunum um heimköllun bandaríska hersveita frá Vestur-Evrópu. — Landvarna ráðuneytið í Washington ber þær fréttir algerlega til baka, að nú sé verið að ræða um heimköllun bandaríska herliðs frá megin- landi Evrópu. Politiken segir, að búizt sé við því, að bráðlega verði hafizt handa um að flytja á brott her- lið frá fslandi. Ennfremur að Bandaríkjamenn ráðgeri að auka flotastyrk sinn á íslandi, senni- lega um 1000 manns, sú ráðstöf- un yrði þó aðeins á pappírnum, því að slíkur flotastyrkur yrði oftast á sjónum. Þá segir blaðið að allar þessar ráðagerðir í sam- bandi við bandaríska varnarliðið á íslandi verði sennilega gerðar heyrinkunnar á ráðherrafundi NATOs, sem hefst í París 14. des. n.k. , í skeyti frá Kaupmannahöfn segir ennfremur, að New York Times hafi í frétt sinni skýrt frá - KR Framh. af bls. 22. skoruðu Hilmar 2, Karl Ben., Rúnar, Ágúst, Guðjón og Ólafur eitt hver. Aðrir meistaraflokksleikir f meistaraflokki karla kepptu einnig ÍR og Víkingur. ÍR sigraði örugglega með 19 mörkum gegn 10. Sýndi ÍR-liðið nú mun betri leik en móti KR. Virðist stund- um tilviljun ein ráða því hvort „góða“ hliðin eða „hin verri" snýr upp hjá ÍR-liðinu. Það var hin góða þetta kvöld. Þá kepptu Ármann og Valur. Jafn leikur og þófkenndur, en Ármann hafði lengst af heldur betur í leiknum og sigraði með 14:12. I öðrum flokknm Þróttur sigraði með yfirburð- um í 1. flokki og gersigruðu KR með góðum leiktilþrifum (af þessum flokki að vera) og hraða þegar í fyrri hálfleik. Úrslit urðu 12:6. í 3. flokki A háðu Ármann og Fram jafnan leik sem lauk með sigri Fram eftir skemmtilegan leik 7:5. því, að íslenzka stjórnin hafi, þrátt fyrir mótmæli sín vegna atburða sem 'bandarískir her- menn á íslandi hafa átt aðild að, verið á móti áætlunum Banda- ríkjamanna um að minnka her- hðið á íslandi. Morgunblaðið hef- ur eftir öruggum heimildum, að sé þetta rétt hermt eftir New York Times þá er það þó alveg úr lausu lofti gripið. Þá segir ennfremur í skeyti til Mbl., að eftir fund Adenauers og de Gaulle hafi í Vestur-Evrópu verið farið að ræða um mögu- leikana á að kalla smám saman heim bandarískt herlið frá meg- inlandinu. í Washington telja menn að heimköllun herliðs frá íslandi muni hafa lítil áhrif á skoðanir stjórnmálamanna í Evrópu. — 'k — Þess má að lokum geta, að fréttaritari Reuters í París símaði Morgunblaðinu í gær- kvöldi, að fréttinni um heim- köllun bandarisks herliðs frá íslandi hafi verið neitað í aðal stöðvum Atlantshafsbanda- lagsins þar í borg. Formæl- andi bandalagsins sagði, að málið hefði ekki verið rætt í m fastaráði bandalagsins. Þá var ennfremur skýrt frá því í aðalstöðvum NATO, að ef ein- hver breyting yrði gerð á dvöl varnarliðsins á íslandi, mundu hún vera í fullkomnu samræmi við varnarsáttmála Bandaríkjanna og íslands um herstöðvar á íslandi frá 1951. — Fdrv/ðr/ Framh. af bls. 1. Á Bretlandseyjum hefur rignt mjög mikið, og hefur gert þar flóð mikil á ýmsum stöðum, sem valdið hafa skemmdum. — Víða í Norður-Evrópu hefur hins veg- ar mikil snjókoma fylgt stormin- um. ★ í kvöld var ekki unnt að gera sér fulla grein fyrir, hve mörg skip voru enn í hafsnauð, og hver höfðu fengið hjálp, en a. m. k. 5—6 skip höfðu sent út neyðar- skeyti. — Eins og fyrr segir, var veðrið einna verst umhverfis Bretlandseyjar. Talið er víst, að 12 menn hafi farizt, er brezkur togari strandaði við Norður- Skotland. Annar brezkur togari strandaði við strönd Yorkshire, en mannbjörg varð. — Togbátur fórst skammt undan ströndum Portúgals og með honum öll áhöfnin, 17 manns. — Fleiri skip voru í mikilli hættu í kvöld, en ekki er enn ljóst um afdrif þeirra. Fjölmargir fiskibátar og stærri skip leituðu hafnar í Cher- bourg undan óveðrinu. ★ Mörg stórskip hafa tafizt mjög, sem fyrr segir, svo sem Lido kveður árið með köldum mat Á GAMLÁRSKVÖLD hyggjast forráðamenn Lido breyta til frá því venjulega, að í stað heitra rétta verður gestum gefin kostur á, að borða af stóru köldu borði, sem til mun verða vandað af fremsta megni. Þeir er hug hefðu á að koma í Lido umrætt kvöld eru beðnir að láta vita, ekki síðar en 15. des. í síma 35936 eftir kl. 16.00 alla daga nema miðvikudaga. . „drottningamar“ brezku, „United : States“, franska skipið „Liberté“ j o. fl. — Fréttamaður um borð í Queen Elizabeth segir, að þetta sé versta veður sem áhöfn skips- ins hafi kynnzt. Sjóirnir hafa gengið upp á stjórnpall skipsins, sem er þó í um 20 metra hæð frá sjólínu. Gluggar hafa brotnað, og margir farþegar hafa skorizt á glerbrotum og orðið fyrir meiðsl- um vegna þess, hve skipið veltur óskaplega. Allmikið vatn er sums staðar komið í vistarverur, þar sem rúður hafa brotnað. Ekki et skipið þó talið í neinni yfirvof- andi hættu. Miklir skaðar hafa orðið á mannvirkjum víða með strönd- um fram, bæði á Bretlandseyj- um og á meginlandinu. Vitað er, að fárviðrið hefur orðið a. m. k. 1—2 mönnum að bana á landi, og margt fólk hefur hlotið meiri og minni meiðsl. — Veðurspá er þannig, að gera má ráð fyrir, að stormurinn standi enn einn til tvo daga. QJtidyrahurðir úr harðviði til sölu. Sími 17253. Óska eftir 2ja til 3ja herb. íbuð Upplýsingar í síma 35020. Hfatsveina vantar á togarann Jón forseta. Upplýsingar á skrifstofunni, sími 13324. ALUANCE. Tilboð oskast í jörðina Skjaldarkot á Vatnsleysuströnd með eða án þeirra bygginga, sem nú eru á jörðinni. Tilgreint sé hve mikil útborgun getur komið til greina. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Tilboð sendist á afgreiðslu blaðsins fyrir sunnudag 13. merkt: „Jörð — 8533“. Notaðar skrifstofuvélar til sölu Nokkrar Underwood bókhaldsvélar og A.B. Dick automatiskur fjölritari til sölu. Upplýsingar gefur Bjarni P. Jónasson í Sambandshúsinu, Sölvhólsgötu. Samband ísl. samvinnufélaga. U nglinga vantar til blaðburða við * Alfhólsveg Kópavogi JltorBtfttliIftfctb Afgreiðslan — Sími 22480. Innilegar þakkir færi ég öllum sem veittu mér ánægju með heimsóknum, gjöfum, skeytum og hlýjum árnaðar- óskum á sextugsafmæli mínu 30. nóv. s.l. Guð blessi ykkur öll. Björn Jónsson, Lyngholti, Hvammstanga. Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem glöddu okkur með heimsóknum, gjöfum og skeytum á Gullbrúð- kaupsdegi okkar 27. nóvember siðastliðinn. Guð blessi ykkur öll. Helga og Páll Pálsson, Lágafelli, Sandgerði. Innilegustu þakkir færi ég öllum nær og fjær sem glöddu mig á sextugsafmæli mínu þann 21. nóv. með nærveru sinni, gjöfum og skeytum og hlýjum kveðjum. Guð blessi ykkur öll. Jóhannes Jónsson, Langeyjarnesi. Kærar þakkir fyrir auðsýnda vinsemd og gjaffr á átt- ræðisafmæli mínu 1. desember. Sérstaklega þakka ég Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis og starfsfólki. Kinar Magnússon. Lokað í dag frá kl. 1—3 e.h. vegna minningarathafnar um GlSLA SVEINSSON. FINNBOGI KJARTANSSON Polish Steamship Company. Jarðarför GUÐFINNU ÞORBARDÓTFUR sem andaðist 30. nóv. s.l. fer fram frá heimili hinnar látnu Löndum Vestmannaeyjum, miðvikud. 9. des. kl. 1,30. Börn, tengdabörn og barnaböm. Jarðarför mannsins míns og fósturföður GfSLA SÆMUNDSSONAR fer fram f Fossvogskapellu næstkomandi miðvikudag kl. 2 e.h. Jarðarförinni verður útvarpað. Ragnheiður Ólafsdóttir, Nína Björk. Hugheilar þakkir til allra, er sýndu okkur samúð og vinairhug við fráfall og útför HALLDÓRU ARNLJsTSDÓTTUR Skólavörðustíg 13. Davíð Kristjánsson, börn og tengdabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.