Morgunblaðið - 08.12.1959, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 08.12.1959, Qupperneq 24
16 dagar til i'óla 16 dagar ti| joIa 274. tbL — Þriðjudagur 8. desember 1959 Afbrot unglinga, hnupl og innbrot, laus- læti, flakk og útivist Á ÁRINU 1958 hafði Barnavernd- arnefnd Reykjavíkur afskipti af 190 börnum og unglingum, að því er segir í skýrslu nefndarinn ar. Af drengjum hefur flestum þurft að skipta sér vegna hnupls og þjófnaðar, 13 ára drengir hafa t.d. framið 20 innbrot og 29 smá- þjófnaði, einnig er mikið um skemmdir og spellvirki meðal drengja. Nokkuð margár stúlkn- anna komast undir eftirliti nefnd arinnar vegna lauslætis og úti- vistar, og hefur 25 sinnum verið skorizt í leikinn vegna stúlkna á aldrinum 12—16 ára. Bæði pilt- ar og stúlkur eru í þeim flokki, sem haft hefur verið eftirlit með vegna flakks og útivistar og hef- ur 82 sinnum verið höfð afskipti af börnum vegna þess. Á árinu útvegaði nefndin 124 börnum og unglingum dvalar- staði og fóru 16 þessara barna í fóstur á einkaheimili, en það voru einkum umkomulaus börn og þau sem vonlítið þótti að að- standendurnir væru færir um að annast á viðunandi hátt. Hinum 108 var komið fyrir um lengri eða skemmri tíma á barnaheimil- um, einkaheimilum í bænum eða sveitum. 74 heimili voru undir stöðugu eftirliti nefndarinnar og komið var á fjöldamörg önnur ýmissa orsaka vegna. Auk þess hefur nefndin haft til meðferðar mál nokkurra einstaklinga og stofn- ana vegna afskipta þeirra af börn um og unglingum. Þá hafði Barna verndarnefnd 9 hjónaskilnaðar- mál til meðferðar vegna deilna um forræði þarna, og gerði til- lögur um forræði 22 barna. Einn ig var mælt með 47 ættleiðing- um á árinu, en þeim fer fjölgandi. Árið 1958 áttu eftirtaldir sæti í Barnarverndarnefnd Reykjavík Kosið í Norður- landaráð A FUNDI neðri deildar í gær var kosið í Norðurlandaráð. — Aðalmenn voru kjörnir: Gísli Jónsson, Sigurður Ingimundar- son, Einar Olgeirsson. Til vara: Matthías Á. Mathiesen, Birgir Finnsson, Hannibal Valdemars- son. Á síðasta fundi efri deildar fyrir helgina fór fram kosning í Norðurlandaráð. Kjörnir voru: Magnús Jónsson, Ásgeir Bjarna- son. Til vara: Ólafur Björnsson, Ólafur Jóhannesson. Skemmdarvargar brjóta rúður UNDANFARH) hefur nokkuð borið á því að menn brjóti rúður í húsum og bílum. Um fyrri helgi hafði t. d. verið brotin stór rúða í sýningarglugga bókabúðar ísa- foldar í Austurstræti og önnur rúða í glugga verzlunarinnar Heklu í Austurstræti. Um þessa helgi hafa grjót- kastarar látið grjótið dynja á rúð- um í langferðabílnum H-268, þar sem hann stóð við húsið Hring- braut 121. Þá voru rúður einnig mölvaðar í tveim bílum í Mið- túni. Þökk væri rannsóknarlögregl- unni í því, ef einhverjir gætu gefið upplýsingar um það hvaða skemmdarvargar hér ættu hlut að máli, en rúðubrot þessi hafa yerið kærð til hennar. ur: Guðmundur Vignir Jósefsson hrl. form., frú Guðrún Jónasson, varaform., frú Hallfríður Jónas- dóttir, frú Jónína Guðmundsdótt- ir, frú Kristín Ólafsdóttir, Esra Pétursson læknir og Ásgeir Guð- mundsson kennari. Frú Guðrún Jónasson lézt á árinu. f hennar stað tók sæti í nefndinni Kristín Sigurðardóttir, en frú Jónína Guðmundsdóttir var kjörinn vara formaður nefndarinnar. Starfs- fólk nefndarinnar eru Þorkell Kristjánsson, fulltrúi og Guðrún Jónsdóttir, heimilisráðunautur og auk þess skrifstofustúlka nokk- urn hluta dags. Einnig hefur ver ið leitað aðstoðar sálfræðinga með ýms mál. Skrifstofan er í Hafnarstræti 20 og er opin kl. 10—12 og 14—15 nema laugard., þá aðeins á morgnana. Konan hefur drukknað GERÐ hefur verið ítarleg leit hér í bænum að konunni sem hvarf frá Starhaga 10 sl. föstu- dag. Slætt hefur verið í höfn- inni vestanverðri og eins hefur kafari leitað, en án árangurs. Sýnt þykir þó að konan hafi drukknað í höfninni, því fundizt hefur á floti í höfninni annar skórinn af fæti hennar og skó- hlíf. Það var mikil eplalykt í lcstinni, þar sem hafnarverkamennirnir unnu a® uppsaipun í rigningunni. Mikil síld I MiBnessjó Um 10 þúsund tunnur bárust á land ÞEGAR síldarbátarnir komu að úr róðri á sunnudagsmorguninn, höfðu sjómenn gleðileg tíðindi að færa, því aldrei fyrr á vertíðinni hafði verið eins almenn og góð veiði hjá flotanum. Allur þorri flot- ans var með yfir 100 tunnur. Var því mjög víða unnið við söltun síldar og hraðfrystingu hér við Faxaflóa allan sunnudaginn og langt fram á kvöld. Síldin var stór og því fór talsvert af henni henni til söltunar. — • 2800 tunnur í Sandgerði Fréttaritari Mbl. í Sandgerði símaði í gær, að þar hefði verið saltað í 100 tunnur síldar á sunnu daginn, en heildarafli bátanna, sem þar lönduðu var um 2800 tunnur. Voru hringnótabátar hæstir. Rafnkell með 421 tunnu, Mummi 321; Víðir 302; Muninn H. var hæstur reknetabátanna með 300 tunnur. í gær var afli 16 báta 1322 tunnur og var Víðir II. með 400 tunnur í hringnót, en Mummi var hæstur reknetabát- anna með 142 tunnur. í gærkvöldi ,,Paradísarheimt" ný bók eftir Kiljan SALKA VALKA, víðfrægasta bók Halldórs Laxness, sem lengi hefir verið ófáanleg hjá forlaginu er nú komin út í nýrri útgáfu hjá Helgafelli. Útgáfa þessi er jafnframt upphaf nýrrar heild- arútgáfu af verkum Laxness, að- allega ætlað ungu kynslóðinni, en í þessu safni munu koma öll MÁLFUNDAFÉLAGIÐ ÓÐINN FUfÍDUR verður haldinn í trún- aðarmannaráði félagsins í kvöld kl. 8,30 í ValhöII. — Áríðandi mál á dagskrá. — Stjórnin. aðalverk skáldsins og væntan- lega að minnsta kosti úrval úr ritgerðum. Eins og nýlega var sagt frá hér í blaðinu er Halldór nú búsettur í Suður-Sviss, borg- inni Lugano í Alpafyöllum, af mörgum talin fegursta borg í Evrópu. Þar mun hann vera að Ijúka við að hreinskrifa fyrrihluta nýs stórverks og ætla að ljúka við að skrifa það í vetur. Er það þýtt jafn- ótt á fjölda mörg tungumál og verkinu væntanlega lokið í sumar. Bókina mun skáldið ætla að kalla „Paradísar- heimt“, á dönsku væntanlega „Det genfundne Paradis“. Fyrirmynd nafngiftarinnar er úr Eddu, Hamarsheimt. Segir nafnið skýrt til um efni skáld sögunnar og má vænta þess að Ioka verði Helgafellsprenti fyrir forvitnnm mönnum eins og gert var er Atómstöðin var í prentun! höfðu allir reknetabátarnir róið, en hringnótabátarnir munu haft haldið kyrru fyrir, því ylgja var á miðunum, í Miðnessjó. • Keflavik 1 Keflavík var samanlagður afli bátanna á sunnudag og í gær rúmlega 550 tunnur. Voru rek- netabátarnir Vísir með 167 og Helguvík 150 tunnur með mestan afla í gær, en á sunnudaginn höfðu hringnótabátar verið með mestan afla, Jón Finnsson 259 tunnur og Kópur 284. Hæstu rek- netabátanna sem komu til Kefla- víkur á sunnudaginn var Ásgeir RE 282 tunnur. • 5000 tunnur til Akraness AKRANESI: — 5000 tunnur síld- ar bárust hingað í gær og í dag. Var aflinn í dag hjá 17 bátum 1741 tunna. Fékk Höfrungur í hringnótina 384 tunnur og Keilir í sína nót 198 tunnur. Hæstir rek- netabátanna voru Ásbjörn 166, Sveinn Guðmundsson 167 og ÓL Magnússon 116 tunnur. Allir bát- arnir fóru aftur út í kvöld. Mjög mikið af síldinni fór til söltunar en hitt fór í frystingu. Sunnudagsaflinn var 3200 tn. af 16 bátum. Voru hringnótabát- arnir tveir, sem fengu um þriðj- ung síldaraflans: Keilir 553 tunn- ur og Höfrungur 480 tunnur. Þá var hæstur reknetabátanna Fram 260, Ver 254 og Bjarni Jóhannes- son 213. Oddur • Hafnarfjörður HAFNARFIRÐI: — Ágæt veiði var hjá reknetabátunum um helg ina, sérstaklega á sunnudaginn, en þá voru flestir þeirra með frá 100 og upp í 150 tunnur. í gær voru nokkrir með um 100 tunn- ur. Unnið var allan sunnudaginn við að frysta síldina, sem er bæði stór og feit. — Hér hefir nú ver- ið saltað í rúmar 400 tunnur. Togarinn Surprise kom af veið- um á sunnudag og sigldi með aflann á Englands-markað. — Ágúst kom frá Þýzkalandi í gær.. TvÖ ,jfeh'" aðstoða fvö nauðstödd skip í GÆRKVÖLDI bárust Mbl. fregnir af því, að nöfn þriggja ísl. skipa hefðu verið nefnd í sambandi við fréttir af skipstöp- um og neyðarköllum skipa sem stödd eru á óveðurssvæðinu, sunnan Færeyja og út af Noregs ströndum. Hvassafellið sem er á leið til Reykjavíkur frá Málmey var statt norðan Shetlandseyja, er neyðarskeyti barst frá vélbátn- um Bjarnarey NS 7. Hér mun vera um að ræða nýjan bát, sem er á leið heim. Stýri bátsins hafði bilað, að því er fregnir hermdu. í fyrstu hafði verið ráðgert að senda dráttarbát Bjarnarey til hjálpar, en þá kom Hvassafellið til sögunnar. Ekki mun þó hafa komið til þess að Hvassafells- menn reyndu að koma dráttar- taugum á milli skipanna, heldur mun það fylgjast með Bjarnarey, sem í gærkvöldi var á leið til Færeyja og var stýrt með neyðar stýri. Seint í gærkvöldi fréttist að Dísarfell, er var undan strönd- um Noregs, hafði ásamt fleiri skipum móttekið neyðarkall frá þýzku skipi. Var það í nauðum statt. Hermdu fregnir að lestar- op hefðu opnazt í stórviðrinu og var skipið þvi talið í bráðri hættu. Dísarfell hafði verið næst þessu nauðstadda skipi, um 40 mílum og mun Dísarfell hafa far- ið þýzka skipinu til hjálpar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.