Morgunblaðið - 09.12.1959, Page 4
4
MORCUNRT.AÐIÐ
Miðvikudagur 9. des. 1959
Dagb ók
i i -Q —
í dag er 342. dagur ársins.
Miðvikudagur 9. desember.
Árdegisflæði kl. 10:59.
Síðdegisflæði kl. 12:10.
Slysavarðstofan er opm allan
sólarhringinn. — Læknavórður
L.R (fyrii vitjanir). er á sama
stað fra kl. 18—8. — Simi 1503o
Holtsapótek og Garðsapól.ek
eru opin alla virka daga frá kl.
9—7, laugardaga 9—4 og sunnud.
1—4.
Næturlæknir vikuna 5.—11.
desember er í Lyfjabúðinni Ið-
unni. Sími 17911.
Hafnarf jarðarapótek er opið
alla virka daga kl. 9—12. Laugar-
daga kl. 9—16 og 19—21. Heigi-
daga kl 13—16 og kl. 19—21
Næturlæknir í Hafnarfirði er
Ólafur Einarsson, sími 50552,
Kópavogsapótek, Álfhólsvegi 9
er opið daglega kl. 9—20, nema
laugardaga kl. 9—-16 og helgidaga
kl. 9—16. Helgidaga kl. 13—16.
Keflavíkurapótek er opið alla
virka daga kl. 9—19, laugardaga
kl. 13—16. — Sími 23100.
I.O.O.F. 7 = 1401298Vz a= Fl.
□ GIMLI 595912107 = 5 Fr.
IE3 Brúókaup
Systrabrúðkaup. — S.l. laugar-
dag voru gefin sanaan í hjóna-
band af séra Garðari Svavars-
syni ungfrú Guðrún Ingólfsdótt
ir og Jako*b Guðvarðsson, bæði
starfsfólk hjá O. Johnson &
Kaaber (heimili að Víðimel 49)
og ungfrú Ingibjörg Ingólfsdótt-
ir og Gunndór Sigurðsson, starfs
maður hjá Agli Vilhjálmssyni. —
Heimili þeirra er að Víðihvammi
28, Kópavogi.
Hjönaefni
S.l. laugardag opinberuðu trú-
lofun sína ungfrú Sæbjörg Jóns-
dóttir, Básenda 10 og Indriði
Adolfsson, Vallargötu 30-A,
Keflavík.
Nýlega opinberuðu trúlofun
sína ungfrú Fjóla Jónsdóttir,
Ytri-Húsabakka og Þorsteinn
Kristjánsson, Óðinsgötu 21, Rvík.
Nýlega opinberuðu trúlofun
sína Haraldur Logason og
Kristjana Ragnarsdóttir, hjúkr-
unarnemi.
Skipin
Skipaútgerð ríkisins: — Hekla
er á Austfjörðum á norðurleið.
Esja fer frá Rvík í kvöld vestur
um land í hringferð. Herðubreið
og Þyrill eru í Reykjavík. Skjald
breið er á Akureyri á vesturleið.
Herjólfur fór frá Leith í gær
áleiðis til Vestmannaeyja og
Reykjavíkur. Baldur fór frá
Rvík í gær til Ólafsvíkur, Grund
arfjarðar og Flateyjar.
Skipadeild S.Í.S.: — Hvassafell
væntanlegt til Reykjavíkur á
morgun frá Malmö. Arnarfell
fór í gær frá Reyðarfirði áleiðis
til Hamborgar, Malmö, Kleipeda
Rostock, Kaupmannahafnar, —
Kristiansand og Islands. Jökulfell
fór í gær frá Rvík áleiðis til Riga
og Rostock. Dísarfell væntanlegt
til Reyðarfjarðar í dag frá
Gdynia. Litlafell er í olíuflutn-
ingum í Faxaflóa. Helgafell fór
4. þ.m. frá Siglufirði áleiðis til
Helsingfors. Hamrafell er í Bat-
um.
Eimskipafélag Rvíkur h.f.: —
Katla er í Rostock. — Askja er
á leið til Reykjavíkur frá Cuba.
g^Flugvélar
Loftleiðir h.f.: — Edda er vænt
anleg frá London og Glasgow kl.
19 i dag. Fer til New York kl.
20,30. — Hekla er væntanleg frá
New York kl. 7,15 í fyrramálið.
Fer til Oslóar, Gautaborgar og
Kaupmannahafnar kl. 8,45.
Félagsstörf
Féiag austfirzkra kvenna held-
ur fund fimmtudaginn 10. des.
kl. 8,30 stundvíslega í Félagsheim
ili prentara. Spiluð verður félags
vist. — Góð verðlaun.
Tmislegt
Orð lífsins: — Börn mín, það
er hin síðasta stund, og eins og
þér hafið heyrt að andkristur
kemur, þá eru nú einnig margir
andkristar komnir fram, og af
því þekkjum vér, að það er hin
síðasta stund. Þeir komu úr vor-
um hóp, en heyrðu oss ekki til,
því ef þeir hefðu heyrt oss til,
þá hefðu þeir áfram fyllt vorn
flokk, en það varð til þess að
augljóst yrði, að enginn þeirra
heyrði oss til. (1. Jóh. 2).
Spilakvöld Borgfirðingafélags-
ins verður annað kvöld í Skáta-
heimilinu.
Listamannaklúbburinn á mið-
vikudagskvöldum í baðstofu
Naustsins er, vegna endurskipu-
lagningar, lokaður fyrst um sinn.
Söfn
BÆJARBÓKASAFN REYKJAVÍKUR
Sími 1-23-08.
Aðalsafnið, Þingholtsstræti 29 A: —
Útlánadeild: Alla virka daga kl. 14—22,
nema laugard. kl. 14—19. Sunnud. kl.
17—19. — Lestrarsalur fyrir fullorðna:
Alla virka daga kl. 10—12 og 13—22,
nema laugard. kl. 10—12 og 13—19, og
sunnudaga kl. 17—19.
Útibúið Hólmgarði 34: — Útlánadeild
fyrir fullorðna: Mánudaga kl. 17—21,
aðra virka daga nema laugard. kl. l'»—
19. Lesstofa og útlánsdeild fyrir börn:
Alla virka daga nema laugardaga kl.
kl 17—19.
Útibúið Hofsvallagötu 16: — Útláns-
deild fyrir börn og fullorðna: Alla
virka daga, nema laugardaga, kl
17.30—19.30.
Útibúið Efstasundi 26: — Útlánsdeíld
fyrir börn og fullorðna: Mánudaga.
miðvikudaga og föstudaga kl. 17—19.
Bókasafn Hafnarfjarðar
Opið alla virka daga ki 2—7. Mánu-
daga, miðvikudaga og föstudaga einnig
kl 8—10 síðd. Laugardaga kl. 2—5. —
Lesstofan er opin 4 sama tíma. —
Sími safnsins er J0790
Lestrarsalurinn opinn mánud., mið-
vikud., fimmtud., og föstud. kl. 4—7
Bæjarbókasafn Keflavíkur
Utlán eru á mánudögum, miðviku-
dögum og föstudögum kl. 4—7 og 8—10
ennfremur á fimmtudögum kl. 4—7.
Minjasafn Reykjavíkur: — Safndeild
in Skúlatúni 2 er opin alla daga nema
mánudaga kl. 2—4. Arbæjarsafn ei
lokað. Gæzlumaður sími 24073,
Tæknibókasafn IMSÍ
(Nýja Iðnskólahúsinu)
Útlánstimi: Kl. 4,30—7 e.h. þríðjud..
fimmtud., föstudaga og laugardaga. —
Kl. 4,30—9 e.h. mánudaga og mið-
vikudaga. — Lesstofa safnsins er opin
á vanalegum skrifstofutíma og út-
lánstíma.
Listasafn ríkisins er opið þnðjudaga,
fimmtudaga og laugardaga kl. 1--3,
Ule& rnmjuníiafjimii
Tveir fiskimenn sátu sinn
hvoru megin við litla á, sem
skilur að Austur- og Vestur-
Þýzkaland. — Fiskimaðurinn
vinstra meginn árinnar dró hvern
fiskinn á fætur öðrum, en hinn
varð ekki var. Að lokum stóðst
hann ekki mátið og sagði aumk-
unarlega:
— Hann er aldeilis gráðugur
þín meginn.
— Já, ég hef ekki yfir neinu
að kvarta, svaraði hinn.
— En ég hef ekki fengið einn
einasta, sagði sá austur-þýzki,
hvernig getur staðið á því?
— Það er mjög einfalt, svaraði
hinn, þeir eru ekki hræddir við
að opna munninn hérna meginn.
Ungi maðurinn hafði loksins
lokið prófi — og móður hans
fannst tilvalið að minnast þessa
merka áfanga með því að feðg-
arnir yrðu myndaðir saman. —
Faðir unga mannsins maldaði í
móinn, en varð að lokum að fara
með syni sínum til ljósmyndara.
Síðan hófst þetta venjulega —
að finna viðeigandi stellingar.
— Væri það ekki eðlilegra, ef
sonur yðar hefði höndina um axl
ir yðar? spurði ljósmyndarinn
föður unga mannsins?
— Hum, svaraði hann, það
væri nú eðlilegast, að hann hefði
hendurnar í vösum mínum.
7¥/
Fljótar nú, ungfrú. Skrifið
tryggingafélaginu og biðjið
það að hækka bmnatrygg-
inguna.
sunnudga kl. 1—4 síðd.
Þjóðminjasafnið: — Opið sunnudaga
kl. 1—4, þriðjudaga, fimmtudaga og
laugardaga kl. 1—3.
Náttúrugripasafnið: — Opið á sunnu-
dögum kl. 13:30—15, og þriðjudögum
og fimmtudögum kl. 14—15.
Listasafn Einars Jónssonar: — Hnit-
björgum er opið miðvikudaga og sunnu
daga kl. 1:30—3:30.
Happdrætti
VINNINGSNÚMER í skyndihapp
drætti í jólakaffi Hringsins í
Sjálfstæðishúsinu í fyrradag
voru þessi:
1471, 1614, 1785, 1512, 1638,
863, 1843, 1800, 1145, 1157, 1501
og 1741. — Vinninganna má vitja
til frú Mörthu Thors, Vesturbrún
18.
SIXiÆDROTTMINGIIM
— Ævintýri eftir H. C. Andersen
Bókasafn Lestrarfélags kvenna, —
Grundarstíg 10, er opið til útlána
mánudaga, miðvikudaga og föstudaga
kl. 4—6 og 8—9.
Læknar fjarveiandi
Björn Sigurðsson, iæknir, Keflavík.
i óákveðinn tíma. Staðgengill: Arn-
björn Ólafsson, sími 840
Björn Gunnlaugsson fjarv. um óák.-
inn tíma. Staðgengill: Guðmundur
Benediktsson, Austurstræti 7 kl. 1—1
Esra Pétursson. Staðg.: Henrik Linn-
et.
Páll Sigurðsson yngri fjarverandL
Staðgengill: Tryggvi Þorsteinsson,
Hverfisgata 50, viðtalstími 2—3.30.
Gengið
Sölugengi:
1 Sterlingspund kr 45.70
1 Bandaríkjadollar 16,32
1 Kanadadollar 17,11
100 Danskar krónur „ — 236,30
100 Norskar krónur ... — 228,50
100 Sænskar krónur — 315,50
100 Finnsk mörk .... — 5,10
1000 Franskir frankar . — 33,00
100 Belgískir frankar .... — 32.90
100 Svissneskir frankar .... .... — 376,00
100 Gyllini — 432.40
100 Tékkneskar krónur .... — 226,67
100 Vestur-þýzk mörk .... .... — 391,30
1000 Lírur — 26,02
100 Austurrískir schillingar — 62,7b
100 Pesetar .. 27.20
„En krákan?“ spurði Gréta
litla.
„Krákan — hún er dauð,“
anzaði ræningjastelpan. —
„Tamda unnustan er orðin
ekkja og gengur með svartan
ullarspotta um löppina. Hún
kvartar og kveinar — það er
mesta bull og vitleysa allt
saman! — En segðu mér nú,
hvernig þér hefir gengið og
hvernig þú náðir í strákinn.“
Og Gréta og Karl sögðu
henni alla söguna.
„Jæja. — Köttur úti í mýri
setti upp á sér stýri, úti er
ævintýri,“ sagði ræningja-
stelpan að sögulokum. Svo tók
hún í hendur þeirra beggja og
lofaði þeim, að hún skyldi líta
inn til þeirra ef hún ætti leið
um bæinn þeirra. — Að svo
mæltu hleypti hún af stað út
í víða veröld og reið geyst.
En Karl og Gréta tókust í
hendur og leiddust áfram. Og
fyrr en varði var vorið komið
með blóm og grænar grundir.
Kirkjuklukkum var hringt,
og þau þekktu háu turnana
— og stóra bæinn, þar sem
þau áttu heima.
FERDINAND
Óhailbrigð sál i hraustum líkama
tx>pyrfghf K. I. O. Box 0 Copennog«>i
„Soyonara44 o»
„Út í geiminn44
BÓKAÚTGÁFAN Logi í Kópa-
vogi gefur út tvær bækur, sem
báðar eru þýddar. Heitir önnur
þeirra Sayonara og hefir verið
gerð kvikmynd eftir henni, sem
sýnd verður í Austurbæjarbíói
eftir áramótin. Er hér um ástar-
sögu að ræða og lýsir hún ástum
bandarisks hermanns og japanskr
ar stúlku. Er fléttað inn í söguna
margs konar ævintýrum, sem
gerðust í Kóreu og Japan í stríð-
inu, svo sem sprengjuárásum.
Eru nokkrar myndir í bókinni,
og eru þær teknar úr kvikmynd-
inni, þar sem Marlon Brando leik
ur hermanninn. — Er bókin, sem
er 214 bls., þýdd af Ragnheiði
Árnadóttur og prentuð í Alþýðu-
prentsmiðj unni.
Hin bókin er fyrir unglinga og
heitir Út í geiminn og er eftir
höfund Benna-bókanna. W. E.
John. Er hann kunnur fyrir geim
ferðasögur sínar, en hann hefir
skiifað margar slíkar sögur, sem
bafa orðið eftirsóknarvert lestr-
arefni fyrir unglinga.