Morgunblaðið - 09.12.1959, Page 6
6
MORCUNBLAÐIÐ
Miðvik'udagur 9. des. 1959
Málverka- og höggmyndasýningin að Skólavörðustíg 43 hefur
verið vel sótt og hafa 8 málverk selzt. Sýningin í Listvinahús-
inu hefur einnig verið fjölsótt, en það er 30 ára afmælissýning
á leirmunum og þar eru líka nokkur stór málverk. Báðar sýn-
ingarnar eru opnar daglega frá kl. 14 til 22, en á sunnudögum
10 til 22. Meðfylgjandi mynd er af olíumálverki, sem heitir
„Svanur við heiðarvatn".
Lífil athugasemd
Kirkjaii var fullsefin
þrátt fyrir mikinn afladag
Hálfrar aldar afmælis Grinda-
vikurkirkju minnzt
1 HINNI merku bók eftir Jón
Krabbe ,,Frá Hafnarstjórn til
lýðveldis" er skýrt frá því, er
Sigurður Eggerz hafði verið skip
aður ráðherra í júlí 1914 og kom
nokkru síðar til Kaupmannahafn
ar. Ágreiningur hafði risið um
það, hvar sérmál íslands skyldu
borin upp fyrir konungi. Hafði
verið gefinn ádráttur um það af
hálfu Dana, í sambandi við fyrir-
hugaða stjórnarskrárbreytingu,
að konungsúrskurður, með-undir
ritaður af ráðherra íslands, yrði
gefinn út, þar sem konungur úr-
skurðaði, að meðan hann sæti að
völdum skyldu lögin borin upp
fyrir honum í ríkisráðinu, og á
þessu gæti engin breyting orðið
nema ný lög um samband ís-
lands og Danmerkur næðu sam-
þykki Ríkisdagsins og Alþingis.
Margir alþingismenn voru
óánægðir með þennan fyrirhug-
aða konungsúrskurð, því að menn
túlkuðu hann sem samning, er
varnaði íslandi og konungi að
taka ákvörðun um íslenzkt sér-
mál án þess að leita samþykkis
Dana. Var því hinn svonefndi
„fyrirsvari“ saminn.
Við næstu kosningar missti
Hannes Hafstein, þáverandi ráð-
herra, meirihluta á Alþingi og
beiddist lausnar, en Sigurður
Eggerz var kjörinn ráðherra. Síð-
an segir í bók Krabbes: „hegar
Sigurður Eggerz kom til Kaup-
mannahafnar dró hann enga dul
á það, að hann hefði verið kjör-
inn til þessa starfa vegna þess, að
flokksmenn hans treystu honum
til að hopa hvergi og vera ákveð-
inn, og í þeim mörgu og löngu
viðræðum, sem við (Krabbe og
hann) áttum um form og aðferðir
var það hans fyrsta og síðasta
boðorð að bregðast ekki þessu
trausti".
Síðan segir Krabbe: „En hann
(Eggerz) hlaut að reka sig á það,
að í pólitískum samningaumleit-
unum kann það að vera ósköp
auðvelt að segja nei, en ólíkt erf-
iðara að fá viðsemjandann til
þess að segja já“.
Samningaumleitunum lauk án
árangurs. En síðan bætir Krabbe
við um Sigurð Eggerz, að hann
hafi verið óákveðinn og hikandi
við að taka ákvarðanir, svo að
það varð ákaflega þreytandi
starf að vera aðstoðarmaður hans.
Þegar Jón Magnússon var að
leita að sendiherraefni til Kaup-
mannahafnar árið 1920, spurði
hann Krabbe, hvort hann myndi
geta unnið með Sigurði Eggerz,
en Krabbe sagðist ekki treysta
sér til að vinna með honum.
Sveinn Björnsson varð síðan
sendiherra. Síðan segir Krabbe
enn: „Þegar Sveinn Björnsson
sagði af sér 1924 og hugsanlegt
var, að til kæmi að skipa nýjan
sendiherra, var öll vinna í sendi-
ráðinu þó komin í svo fastar og
rólegar skorður, að ég tók það
fram í bréfi til Jóns Magnússonar
um stöðu mína, að ég væri reiðu
búinn að halda áfram, eins þó
Sigurður Eggerz yrði sendi-
herra“.
Öll þessi ummæli láta undar-
lega í eyrum þeirra. er þekktu
Sigurð Eggerz vel, og eins hans
nánustu.
Nokkru áður minnist Krabbe á
Bjarna Jónsson frá Vogi og harð-
an dóm Hannesar Hafsteins um
hann. Krabbe segir: „Varla var
annars að vænta en að dómur
Hannesar Hafsteins um Bjarna
hefði orðið fyrir nokkrum áhrif-
um af því hve vel Bjama tókst
í andstöðunni gegn uppkastinu
1908; sem andstæðingur var
Bjarni ekki í hópi hinna tillits-
sömu eða prúðu; hefði Hannes
Hafstein lifað það að lesa frá-
sögn Arups um hlut Bjarna í
samningagerðinni 1918 og lýsing
una á því, er hinni gömlu frelsis-
hetju vöknaði um augu þegar
fallizt var á fullveldiskrÖfuna, þá
hefði það kannske minnt Haf-
stein á frásögn Mark Twains af
því, er faðir hans innprentaði
honum, að það væru aðeins sið-
prúðu börnin, sem kæmust áfram
í heiminum, en lífið hefði kennt
honum hið gagnstæða".
Hér komum við að kjarna
málsins. Bæði Bjarni frá Vogi og
Sigurður Eggerz munu ætíð
verða taldir til þeirra, sem ötul-
ast unnu að frelsi íslands og stofn
un lýðveldisins. Þeir voru engin
„siðprúð börn“, er hugsuðu um
það eitt að komast áfram í heim-
inum. Þeir voru í fremstu röð
hugsjónamanna íslands, djarf-
huga og óhræddir, ætíð reiðu-
búnir til að berjast fyrir málstað
íslands. Bjarni símaði 1908 til
Islands, er dansk-íslenzka nefnd-
in hafði setið á rökstólum, en
Skúli Thoroddsen einn reis upp
gegn samkomulagsuppkastinu í
Kaupmannahöfn: „Upp með fán-
ann ótíðindi“. Fór Bjami síðan
til íslands og átti mikinn þátt
í því, að frumvarpið var fellt.
Sigurður Eggerz fékk Alþingi tví
vegis til að gefa yfirlýsingu um
það, að íslendingar stefndu að
fullum skilnaði við Danmörk,
1928 og 1937 þó hann hafi ekki
setið á þingi síðara árið. Sigurð-
ur var vökumaður þjóðarinnar
og þessar yfirlýsingar Alþingis
bundu marga þingmenn, sem ef
til vill hefðu sumir hopað af
hólmi á árunum 1942 og 1943,
þegar mestur ágreiningur varð
um það, hvort bíða ætti, unz stríð
inu lyktaði til þess að geta talað
við konunginn, en erindið gat þó
aldrei verið annað en það að
segja honum, að íslendingar ætl-
uðu að skilja.
ÖU þessi ár var Jón Krabbe
fyrirsvarsmaður íslands í Kaup-
mannahöfn og gegndi sínu em-
bætti með miklum ágætum.
Bjarni frá Vogi og Sigurður
Eggerz voru ótrauðir bardaga-
menn, brennandi í andanum
vegna frelsismála íslands. Jón
Krabbe var hinn samvizkusami
embættismaður og ómetanlegur
starfsmaður íslands.
En hann myndi ekki hafa ver-
ið í hópi þeirra íslendinga, er
fyllstar kröfur kerðu, ef hann
hefði verið búsettur á íslandi.
Á það bendir ýmislegt í sjálfsævi
sögu hans, er hér verður ekki
farið út í.
Alexander Jóhannesson.
9 Imponerandi sam-
þykktir
^mmmmmmmmmmmmmr
Ég verð að segja það, að ég
verð alltaf ákaflega „imponer-
aður“ þegar ég heyri þessar
hátíðlegu og löngu samþykkt-
ir frá félögum og félagssam-
böndum, þar sem fjallað er um
allt sem mannkyninu viðkem-
ur. Þetta les þulurinn í út-
varpinu hátíðlega og tekst
venjulega snilldarlega að
koma öllum þessum innskot-
um og aukasetningum, sem
skýra eiga málið nokkurn veg
inn eðlilega inn í, svo maður
er oftast alls ekki búinn að
týna upphafinu í lok máls-
greinarinnar. Og gegnum
þessar samþykktir fær maður
svolitla nasasjón af því hvaða
viðfangsefni viðkomandi félög
taka sér fyrir hendur og fyrir
hverju þau helzt vilja berjast.
„Félagið skorar eindregið á
ríkisstjórnina, Alþingi og við-
komandi aðila að beita sér
fyrir hið bráðasta . . eða
„félagið vítir harðlega o. s.
frv.“ sýnir greinilega að hér
er um alvarlega hugsandi fólk
að ræða, sem ekki skirrist við
að beita kröftum sínum að
réttum viðfangsefnum.
• Verðug málefni
T. d. veitti ég nýlega at-
hygli tveimur samþykktum
frá Bandalagi'listamanna. Við
ekki listamenn hljótum að
sperra eyrun og hlusta með
SL. SUNNUDAG var fimmtíu
ára afmælis Grindvíkurkirkju
minnzt með hátíðarguðsþjónustu
í kirkjunni. Biskupinn yfir ís-
landi, herra Sigurbjörn Einars-
son, prédikaði og þjónaði fyrir
altari ásamt sóknarprestinum,
séra Jóni Árna Sigurðssyni. Kór
Grindavíkurkirkju söng undir
stjórn söngstjórans og organist-
ans, Svavars Árnasonar, oddvita.
Að guðsþjónustunni lokinni var
gengið til samsætis í Kvenfélags-
húsinu. Var sezt þar að kaffi-
drykkju, sem konur úr söfnuðin-
um sáu um með mikilli prýði.
Formaður sóknamefndar, Einar
Kr. Einarsson, skólastjóri, setti
hófið og rakti í ræðu sinni að-
draganda kirkjubyggingarinnar
og sögu hennar fram á þennan
dag. Þá talaði sóknarpresturinn,
séra Jón Árni 'Sigurðsson. Minnt-
ist hann sérstaklega þeirra, sem
hafa þjónað og unnið kirkjunni
í þessa hálfa öld. Aðrir ræðu-
menn voru: Jón Engilbertsson,
sem verið hefur meðhjálpari um
margra ára skeið, en lætur nú af
því starfi fyrir aldurs sakir; og
Kristinn Jónsson, en hann hefur
verið í kirkjukórnum frá upphafi
og er nú auk þess í sóknarnefnd.
Biskupinn, herra Sigurbjöm Ein-
arsson, flutti því næst ávarp.
Lauk hann meðal annars lofsorði
á þá menn, sem stóðu fyrir bygg-
ingu þessa kirkjuhúss fyrir
fimmtíu árum, og kvað framtaks-
semi þeirra gott fordæmi Grind-
víkingum í framtíðinni. Á milli
þess, að ræðumenn töluðu, voru
sungnir sálmar og ættjarðarlög.
Að lokum sleit Einar Kr. Ein-
arsson samkvæminu. Þakkaði
hann biskupnum komuna, sem og
aðrir ræðumenn höfðu gert, og
bað honum blessunar í starfi. Að
endingu var sunginn sálmurinn:
Son guðs ertu með sanni.
andagt, þegar félagsskapur
listamanna þjóðarinnar lætur
til sin heyra opinberlega. —
Önnur samþykktin var um
að stjórn Bandalagsins mót-
mæli því eindregið að Þing-
vallanefnd hafi ekki orðið við
einróma tilmælum hennar um
að veita listamanni embætti
þjóðgarðsvarðar og í því sam
bandi talað um hið sameigin-
lega kæruleysi þjóðkirkjunn-
ar. Og bandalagið veit sjálf-
sagt fullvel hvað það er að
fara. Þess eigin formaður var
eini listamaðurinn sem sótti
um þjóðgarðsvarðarstöðuna.—
Og þar sem félagsmenn voru
einmitt um þær mundir að
gefa honum frí frá formanns
embættinu í félaginu, var auð
vitað ekkert sjálfsagðara en
að viðkomandi aðilar gerðu
það sem Listamannasamband-
ið fór fram á, að gera hann
að þjóðgarðsverði.
Og svo var það samþykktin
frá aðalfundi Bandalagsins,
þar sem skorað var á biskup
landsins að beita sér fyrir því
að gjöf Thorvaldsens til átt-
hagakirkju hans verði komið
til skila o. s. frv. Að vísu mun
ekkert liggja fyrir um að um-
ræddur skírnarfontur hafi átt
að fara í átthagakirkjuna (og
nokkrir listamenn sem ég hef
spurt um þetta, vita ekki hver
eða hvar hún er). En hvað ger
ir það til. Þetta er ákaflega
falleg samþykkt, og sýnir hve
listmönnum er annt um að upp
fylla óskir látinna félaga, jafn-
vel þó ekki hafi verið á þær
minnzt.
Grindavíkurkirkja var byggð &
árinu 1909. Fram til þess tíma
hafði kirkja verið að Stað 1
Grindavík. Þegar nú til þess kom,
að reist skyldi ný kirkja, þótti sá
staður ekki lengur heppilegur,
vegna þess hve erfitt var um
kirkjusókn þangað. Var því hinni
nýju kirkju valinn staður mið-
svæðis í þorpinu, þar sem hún
stendur nú. Síðan hefur kirkjan
verið endurbætt mjög að innan,
auk þess sem umhverfi hennar
hefur verið fegrað. Gamla kirkj-
an að Stað var svo rifin þetta
sama ár.
Þrátt fyrir miklar annir i
Grindavík þennan dag, en hana
var einn mesti afladagur á síldar-
vertíðinni, var kirkjan fullsetin,
og hafði athöfnin í kirkju, sem
og í Kvenfélagshúsinu á eftir,
yfir sér blæ hátíðleika og virð-
ingar, sem mun verða öllum við-
stöddum ógleymanlegur.
E. A.
Skírnarfontur
í Carðsldrkju
VIÐ messu í Garðskirkju 15. s.e.
trin. var skírnarfontur afhentur
kirkjunni að gjöf. Gefandinn var
Helgi Hjartarson frá Eyvindar-
stöðum, sem nú er látinn, en
hann hafði lagt svo fyrir að þetta
yrði gert. Skírnarfonturinn er
gefinn til minningar um foreldra
hans Hjört Helgason og konu
hans Maríu Björnsdóttur. Skírn-
arfonturinn er gerður af Jóhanni
Björnssyni frá Húsavík og er,
hið fegursta smíð og mun hann
hafa verið mjög dýr.
Svona geta felagssamþykkt-
ir frætt mann um að viðkom-
andi félög sitja ekki auðum
höndum, heldur beita sér fyrir
verðugum málefnum.
• Túttulausa barnið
mmmmmamummammmmmmmaammmmmmammammm
Maður nokkur kom að máli
við Velvakanda og sagði sínar
farir ekki sléttar. Seint eitt
kvöldið eyðilagði barnið hans
túttuna sína. Maðurinn brá
skjótt við, fór í þá lyfjabúð
sem hefur næturvakt. Því
miður, sagði afgreiðslustúlk-
an, við megum aðeins afgreiða
samkvæmt lyfseðlum. Þá hélt
faðirinn upp á Heilsuverndar-
stöð, þar sem læknar eru á
vakt, því barnið hélt áfram að
gráta, þrátt fyrir allar reglur
í lyfjabúðum. En þar gekk
hann bónleiður til búðar, og
fór án þess að fá nokkurt skír-
teini um að barnið þyrfti
túttu, svo að það gæti fengið
matinn sinn, og farið að sofa.
Og barnið grét út nóttina.
Sjálfsagt hefur það ekkert
skilið í, að ekki skyldi ráðin
bót á eymd þess eða kallað á
lækni til að gera það, úr því
eitthvað amaði að.
Sjálfsagt eiga reglurnar um
að afgreiða ekki ónauðsynlega
hluti á kvöldin í lyfjabúðum
rétt á sér, en reglur sem ekki
er hægt með nokkru móti að
víkja frá, hvernig sem á stend
ur, jafnvel þó lítið bam ætli
að sprengja sig af gráti héilá
nótt, þær eru ekki settar í
þágu neins málefnis.
/1 /, / /_
ÝLtCfltjóenaLtr.
Athugið
Auglýsingar, sem birtast eiga
í jólablaðinu, þurfa að hafa bor-
izt auglýsingaskrifstofunni, sem
allra fyrst, og í síðasta lagi fyrir
n.k. Iaugardag 12. þessa mán-
aðar.
Sími 22480.
Skinnastað, 2/12 1959.
ur
skrifar .
daqleqa lifmu