Morgunblaðið - 09.12.1959, Blaðsíða 8
8
MORCUNBLAÐ1Ð
MiðviEudagur 9. des. 1959
Leggjum gtundvöll að traustu og
fjölbreyttu atvinnulífi
f ramsóknarmenn reyna að torvelda
viðreisnarstarf ríkisstjórnarinnar
Útvarpsræða Ingólfs Jónssonar
landbúnaðarráðherra i fyrrakvöld
Herra forseti, góðir hlustendur!
STJÓRNARANDSTAÐAN vill
ekki frestun á fundum Alþingis.
Hefir hún því haldið uppi mál-
þófi til þess að tefja þinghald-
ið. Þegar að rætt hefur verið um
framlengingu ýmsra laga sem
undanfarin ár hafa gengið um-
ræðulaust í gegnum þingið, hefur
stjórnarandstaðan rætt um al-
gjörlega óskyid mál, svo sem
bráðabirgðalög fyrrverandi ríkis-
stjórnar og annað, sem ekki hef-
ur komið dagskránni við. Ýmis
brigzlyrði hafa verið höfð í
frammi og talið að ríkisstjórnin
hafi verið að brjóta lög með því
að leggja ekki fram á fyrstu dög-
um þingsins hin margumræddu
bráðabirgðalög. Á dögum vinstri
stjórnarinnar drógst í þrjá mán-
uði að leggja fram bráðabirgða-
lög, en að þessu sinni var aðeins
liðinn hálfur mánuður af þing-
tímanum, þegar lögin voru lögð
fram. — 2. þm. Vestfirðinga full-
yrti að ríkisstjórnin hefði ekki
ætlað að leggja frumv. fram.
Ríkisstjórnin hefir allt af ætlað
sér að fara að lögum með þetta
mál eins og önnur.
Afstaða stjómarflokk-
anna
Vitað er, að stjórnarflokkarnir
hafa ekki sömu afstöðu til þess-
ara laga. Alþýðuflokksstjórnin
stóð að útgáfu þeirra síðastliðið
haust. Sjálfstæðisflokkurinn er
andvígur lögunum. Er þetta öll-
um landsmönnum ljóst eftir um-
ræður og blaðaskrif um málið
fyrir alþingiskosningarnar í
haust. Stjórnarandstaðan hefur
gert sér vonir um að miklar um-
ræður um þetta mál á Alþingi
gætu valdið erfiðleikum í ríkis-
stjórninni. Er það og víst að deil-
ur um málið gætu torveldað
lausn þess. Nauðsynlegra er að
leysa þá erfiðu deilu, sem risin
er milli neytenda og framleið-
enda, heldur en að hefja illvigar
deilur á Alþingi um málið. Ríkis-
stjómin hefur gert sér fulla grein
fyrir því, að deiluna verður að
leysa. Hefir því verið markvisst
að því unnið, að fá sættir á milli
Stéttarsambands bænda og Fram-
leiðsluráðs landbúnaðarins ann-
ars vegar og fulltrúa neytenda
hins vegar. Er með þessu unnið
að því að gera framleiðsluráðs-
lögin virk. Eru sátta- og umræðu-
fundir þessa dagana milli deilu-
aðila undir forustu Gunnlaugs
Briem, ráðuneytisstjóra. Deila
sú, sem um er að ræða er til kom-
in vegna þess að fulltrúar í sex-
mannanefndinni komu sér ekki
saman þegar reikna skyldi út
verðgrundvöll landbúnaðaraf-
urða á sl. sumri. Ekki tókst held-
ur að ná samkomulagi um út-
nefningu á manni í yfirdóminn.
Hagstofustjóri sýndi hins vegar
fram á, að miðað við gamla
grundvöllinn, átti verð landbún-
aðarvara að hækka um 3,18%.
Fulltrúar bænda töldu, að breytt-
ar aðstæður og aukinn rekstrar-
kostnaður búanna leiddi til a. m.
k. 5% hækkunar. Fulltrúar neyt-
enda töldu að verðlagið gæti
lækkað verulega, eða allt að 8%.
Síðan 1. september sl. hefir verð-
lagið samkv. bráðabirgðalögun-
um verið óbreytt frá 1. marz þ. á.
En nýr verðlagsgrundvöllur hef-
ur ekki enn verið fundinn. Er
nauðsynlegt að það dragist ekki
lengi úr þessu og deiluaðilar skipi
sexmannanefndina á ný, svo og
yfirdóminn, ef til þess kemur að
nefndin nái ekki samkomulagi.
Unnið að samkomulagi
aðila
Með samkomulagi því, sem nú
er unnið að, verður að tryggja
að bændur fái til sín það verð,
sem gert er ráð fyrir í verðgrund
vellinum. í öðru lagi er nauð-
synlegt að dreyfingarkostnaður-
inn sé á hverjum tíma eðlilegur
og eltki hærri en nauðsyn ber
til. Eru það sameiginlegir hags-
munir neytenda og bænda að
þannig sé um hnútana búið. Ef
deiluaðilar setjast niður með
samkomulagsvilja ákveðnir í að
reikna rétt og iáta staðreyndirnar
tala, þá hlýtur deilan að leysast
og báðir aðilar að sætta sig við
niðurstöðuna. Stjórnarandstaðan
á þingi hefir gert sér miklar
vonir um að deilan leysist ekki
með samkomulagí. Hafa þeir
jafnvel gert sér vonir um að
ríkisstjórnin félli á þessu máli.
Framsóknarmsnn berjast ekki í
þessu máli vegna hagsmuna
bændastéttarinnar, heldur til
þess að torvelda samkomulagið í
von um það, að erfiðleikar inn-
an ríkisstjórnarinnar fari vax-
andi út af þessu máli. Framsókn-
armenn hafa flutt tillögu um
heimild fyrir ríkisstjórnina til
þess að greiða 3,18% á landbún-
aðarvörur frá 1. september til 15.
desember n. k. Tillaga þessi er
sýndartillaga og með öllu óþörf,
enda hnýtt aftan í óskylt mál í
sambandi við bráðabirgðagreiðsl-
ur úr ríkissjóði á næsta ári.
3. þm. Norðurl. vestra, Ól. Jóh.,
fullyrðir að Sjálfstæðismenn
muni ekki standa við loforð sín
í landbúnaðarmálunum.
Framsóknarmenn lesa upp yf-
irlýsingar og samþykktir þing-
flokks og miðstjórnar Sjálfstæð-
isflokksins frá sl. hausti í sam-
bandi við bráðabirgðalögin. Allir
landsmenn vita, um skoðanir
Sjálfstæðismanna og afstöðu til
bráðabirgðalaganna, sem er ó-
breytt og í samræmi við yfirlýs-
ingar í því máli sl. haust. Þarf
ekki að minna á það.
Reynt að magna deilur
Það er mikið skemmdarstarf
unnið með því að magna deilur
milli neytenda og framleiðenda,
milli sveita og kaupstaða. Ekkert
er nauðsynlegra en að auka skiln-
ing milli þjóðfélagsstéttanna,
auka samstarf og eyða misskiln-
ingi. Það hefur borið á því, síð-
an Framsóknarmenn misstu völd
og áhrif að þeir bera fram mál,
sem sýnast vera hagsmunamál
bænda. Er ekki að efa, að í stjórn
arandstöðunni munu þeir reyna
að flytja ýmis mál, sem æski-
legt væri að koma í framkvæmd,
en þeir treystu sér ekki til að
framkvæma meðan þeir höfðu
völdin. En í sambandi við flutn-
ing slíkra mála er rétt að minn-
ast þess, að mesta áhugamál
Framsóknarmanna á þingi er að
vinstri stjórnin verði endurreist.
Þeir þingmenn, sem uppvísir eru
að því að vilja taka upp vinstra
samstarf á ný í því formi sem
áður var, samanber yfirlýsingar
1. þm. Austfirðinga, Eysteins
Jónssonar, við setningu Alþingis,
20. f. m., verða ekki teknir hátíð-
lega, þegar þeir telja sig vilja
vinna að bættum kjörum almenn-
ingi til handa.
"a,
m£
Ingólfur Jónsson
Hrunstefna V.-stjórnar
Þjóðin veit að stefna vinstri
stjórnarinnar er hrunstefna, sem
leiðir til tjóns og kjararýrnunar
fyrir almenning, bæði til sjávar
og sveita. Reynslan talar skýru
máli hvað þetta snertir og þarf
því tæplega að fara fleiri orðum
um það. V-stjórnin lækkaði tvisv
ar gengið, en hefur aldrei viljað
viðurkenna það. Þess vegna er
gengi ísl. krónunnar falskt í dag.
Verkefni núverandi ríkisstjórnar
eru að leiðrétta ýmsar misfellur
í þjóðarbúskapnum, sem er arf-
ur frá vinstri stjórninni. Ekki
mun vera unnt að bæta aftur á
skömmum tíma eða lagfæra mis-
fellurnar, en reynt verður á
markvísan hátt að vinna að
þeirri leiðréttingu. Leiðin til úr-
bóta í vandamálum þjóðfélagsins
er ekki greið eins og nú er kom-
ið. Verkefni ríkisstjórnarinnar
eru vandasöm og verða að miðast
við það, að tryggja framtíðina og
leggja grundvöllinn að góðri af-
komu alls almennings. Stefna
verður að bættum stjórnarhátt-
um og tryggja öllum næga at-
vinnu og batnandi lífskjör í fram-
tíðinni. Stefna ber að því, að
tryggja sjálfstæði þjóðarinnar
efnalega og pólitískt. Verður það
bezt gert með því að auka fram-
leiðsluna og útflutningsverðmæt-
in. Koma verður upp nýjum at-
vinnugreinum og tryggja starfs-
grundvöll atvinnuveganna. Rík-
isstjórn, sem tekur við arfinum
frá vinstri stjórninni þarf að fá
tíma til að undirbúa málin. Nú
mun einhver spyrja: „Hefir ekki
Alþýðuflokkurinn með stuðningi
Sjálfstæðisflokksins stjórnað
landinu um eins árs skeið? Hefir
ékki tekizt á þessu tímabili að
lagfæra ýmislegt af því, sem illa
var gert í tíð vinstri stjórnar-
innar?“ — Það verður að viður-
kennast, að efnahagsmálin eru
af eðlilegum ástæðum óleyst og
núverandi ríkisstjórn stendur
frammi fyrir þeim vanda, að
leysa úr þeim erfiðleikum, sem
vinstri stjórnin gafst upp við að
leysa, þegar hún hrökklaðist frá.
Gegndi mikilvægu hlut-
verki
Eigi að síður má fullyrða, að
minnihlutastjórn Alþýðuflokks-
ins gegndi mikilvægu hlutverki
með því að koma í veg fyrir að
dýrtíðin héldi áfram að hækka,
eins og hún hefði gert, ef stefna
vinstri stjórnarinnar hefði verið
ráðandi. Þegar vinstri stjórnin
fór frá var vísitalan komin upp
í 202 stig. Með óbreyttri stefnu
hefði vísitalan komizt upp í 270
sig í októbermánuði sl. Þarf ekki
að lýsa hvaða afleiðingar það
hefði haft. Það var rétt, sem Her-
mann sagði, þegar hann hljóp
frá vandanum. Verðbólgualdan
var skollin yfir. Það, sem gerzt
hefur er það, að verðbólguskrúf-
an var stöðvuð til bráðabirgða
með niðurgreiðslum og að
nokkru með því, sem almenning-
ur lagði af mörkum, í sambandi
við setningu stöðvunarlaganna 1.
marz sl. — En til þess að halda
verðlaginu niðri á sama hátt og
gert hefir verið, vantar á næsta
ári um 250 millj. kr. ef búa á
við óbreytt kerfi. Er því eðlilegt
að litazt sé um og nýjar leiðir
athugaðar. Ríkisstjórnin telur, að
með því að gera hlé á þingsstörf-
um fáist meiri tími til þess að
vinna að lausn vandamálanna og
undirbúa tillögur fyrir Alþingi,
þegar það kemur saman í janúar
n. k. Frestun á fundum Alþingis
að þessu sinni er sjálfsögð ráð-
stöfun. Á undanförnum árum
hefir seta Alþingis verið óþarf-
lega löng. Með bættum vinnu-
brögðum og góðum undirbún-
ingi mála frá hendi ríkisstjórn-
arinnar mætti stytta þingtímann
að minnsta kosti um tvo mán-
uði. —
Forysta um sparnað
Ríkisstjórninni ber að hafa
forystu um sparnað og bætt
vinnubrögð í opinberum rekstri.
Leggja þarf niður nefndir og
ráð, sem hægt er að komast af
án. Þess ber að minnast, að þjóð-
in er fámenn og á mörg verkefni
óleyst. Fámenn þjóð stendur ætíð
í baráttu um að halda pólitísku
og efnalegu sjálfstæði. Þarf því
að vanda það sem gert vérður í
efnahags- og atvinnumálum
þjóðarinnar. Nauðsynlegt er, að
minnast þess, að þjóðin er eins
og ein fjölskylda, þar sem hver
verður að leggja sig fram, ef vel
á að fara. Með sameinuðu átaki
mun takast að komast út úr þeim
vanda, sem nú er við að etja.
Möguleikarnir eru miklir, ef þeir
eru nýttir og þjóðin ber gæfu til
að vinna markvíst að því að
koma atvinnuvegunum á traust-
an grundvöll. Ríkisstjórnin mun
með tillögum sínum á Alþingi,
þegar það kemur aftur saman,
leitast við að leggja grundvöll-
inn að traustu og fjölbreyttu at-
vinnulífi, sem verða má til þess
að tryggja þjóðinni öryggi og
bjarta tíma.
Þýzkt menninngarkvöld
SÍÐASTLIÐIÐ vor var stofnað
þýzkt bókasafn hér í Reykjavík
að Háteigsvegi 38 á heimili
þýzka sendikennarans við Há-
skóla íslands. Nú eru í safn-
inu nálega 1700 bindi þýzkra
bóka. Mestur hluti safnsins er
fagrar bókmenntir, aðallega eftir
höfuðskáld Þjóðverja, en einnig
talsvert af nútíma þýzkum bók-
menntum. Ennfremur eru í safn-
inu margar fræðibæltur um
þýzka málfræði, bókmenntasögu,
sögu, heimspeki o. fl., auk alis
kyns handbóka.
Allar þessar bækur eru lánað-
ar út þeim sem hafa áhuga á.
Útlán fara fram á þriðjudögum
kl. 6—7 og eftir samkomulagi
(simi: 1 60 61}.
Nú er ætlunin að efna til
þýzkra menningarkvölda, þar
Félag Gagnfræða-
skólakennara
AÐALFUNDUR Félags gagn-
fræðaskólakennara í Reykjavík
var haldinn nýlega. Þar var
meðal annars samþykkt ályktun
um starfskjör kennara.
Stjóm félagsins skipa: Ólafur
S. Ólafsson, formaður, Haraldur
Steinþórsson, Jónas Eysteinsson,
Ásmundur Kristjánsson og Dóra
Davíðsdóttir.
sem kynntar verða þýzkar bók-
menntir og aðrar þýzkar menntir.
Fyrsta þýzka menningarkvöldið
verður annað kvöld, 10 desember,
kl. 9 stundvíslega. Kynnt verður
Thomas Mann
síðasta verk Thomasar Manns,
skáldsagan „Bekenntnisse des
Hochstaplers Felix Krull“. Sendi-
kennarinn mun fyrst skýra verk-
ið nokkrum orðum, en síðan les
skáldið sjálft kafla úr verkinu af
plötu.
Framvegis verður efnt til slíkra
kynningarkvölda fyrsta fimmtu-
dag á hverjum mánuði. Öllum er
heimill aðgangur.
Flóð hafa oft
valdið miklu
manntjóni
9O0,ooo manns fórusf í einu flóði 1887
KHÖFN — Stærsta fréttin, og
jafnframt sú, sem mesta athygli
vakti í síðustu viku, var vafa-
laust um mannskaðann í Frejus
í Suður-Frakklandi, þar sem
meira en 300 manns létu lífið,
þegar stíflugarður brast. í þessu
sambandi má geta þess, að á
seinustu árum hafa oft orðið mikl
ir mannskaðar þegar flóðgarðar
hafa brostíð eða flóð orðið af
öðrum sökum.
í janúar á þessu ári létu t. d.
140 manns lífið í þorpinu Rib-
aldelago í norðvesturhluta Spán-
ar undir sömu kringumstæðum
og í Frakklandi, þ. e. a. s. stíflu-
garður brast. Og í september og
okt. á sl. ári missti 31 maður lífið
í flóðum, sem áttu sér stað um
200 km frá Frejus í Frakklandi.
— Árið 1953 drukknuðu 300
manns í flóðum í Austur-Eng-
landi. Snemma á þessu ári
drukknaði 381 maður í flóði 1
Mexico, og í sumar fórust yfir
5000 manns í flóðum í Japan.
En mesti mannskaðinn í flóðum
bæði fýrr og síðar varð í Honan
í Kína árið 1887, þegar Hwan-
fljótið flæddi yfir bakka sína, en
þá drukknuðu 900 þúsund manns.
— í Hollandi drukknuðu 1835
manns í flóðum árið 1953.