Morgunblaðið - 09.12.1959, Side 10

Morgunblaðið - 09.12.1959, Side 10
10 MORGUTS BLAÐIÐ MiðviKudagur 9. des. 1959 Sogsbréf fyrir á 4 millj. á 3 dögum ALMENNINGUR virðist ætla að taka hinum nýju verðbréfum ▼el, a.m.k. bendir ör sala bréf- anna til þess. Hér 1 Reykjavík var á hádegi á laugardag, er bankar lokuðu, búið að selja skuldabréf þessi fyrir á fjórðu milljón króna. í gærkvöldi sendi Landsbank- inn út svohljóðandi fréttatilk. um verðbréfasöluna og gang hennar: „Eins og kunnugt er af frétt- um, hefur nýlega verið boðið út til sölu 30 millj. kr. skuldabréfa- lán á vegum Sogsvirkjunarinnar, en sölu skuldabréfanna og dreif- ingu annast Seðlabankinn. Skuldabréfin komu á markaðinn 2. des. Um hádegi sl. laugardag, 5. des., nam salan í Reykjavík þegar á 4. millj. kr. Utan Reykja- vlkur mun salan einnig hafa gengið vel, ekki sízt á orkuveitu svæði Sogsins, en sérstaks áhuga hefur orðið vart hjá því fólki, sem nýlega hefur fengið rafmagn eða á það í vændum. Mest er eftirspurnin eftir 5 ára bréfum, sem bera 7% vexti auk verðtryggingar, og er upp- lag þeirra senn á þrotum. Eins og áður hefur verið skýrt frá, felast í hinu nýja skuldabréfaút- boði ýmis nýmæli, er ekki hafa tíðkazt á íslenzkum verðbréfa- markaði, sérstaklega hefur verið bent á, að verðbréf þessi eru til skamms tíma, frá 1—5 ára, nafn- verð þeirra er lágt, 1 þúsund krónur og fimm þúsund krónur, vextirnir eru hagstæðir og að þau eru verðtryggð með raf- magnsvísitölu. Við innlausn hvers skuldabréfs greiðist verð- lagsuppbót á nafnverð þess í hlutfalli við hækkun rafmangs- verðs í Reykjavik frá því, sem var í okt.—nóv. 1959 til gjald- daga þess. í Reykjavík fást Sogs- skuldabréfin hjá bönkum, spari- sjóðum, Kauphöllinni og verð- bréfasölu Lárusar Jóhannesson- ar. Úti á landi fást bréfin hjá úti- búum bankanna og stærri spari- sjóðum. Landsbanki íslands Seðlabankinn". Unglingar kvaddir til vopna BOMBAY, Indlandi, 7. des. (Reuter) — Krishna Menon, landvarnaráðherra Indlands sagði í gær, að indversk stjómarvöld hefðu gert ráð- stafanir til þess að kveðja um 250 þúsund unglinga á aldrinum 15—19 ára til her- þjónustu. Hann sagði, að þetta væri ekki gert vegna þess, að nein sérstök hætta væri nú yfirvofandi, heldur til þess að gefa hinum ungu tæki- færi til þess að vera undir það búnir að verja föður- land sitt, ef nauðsyn krefði. Fréttaeinokun á Grænlandi KAUPMANNAHÖFN, 5. desem- ber. — Einkaskeyti til Mbl. — Ekstrabladet skýrir svo frá, að danska stjórnin hafi lagt blátt bann við því að starfsm. í græn- lenzka „blaðaheiminum" sendi fréttir frá Grænlandi. Danska stjórnin stendur að allri frétta- öflun þar og ritstjóra Grænland* póstssins hefur einum verið heim iiað að sendt fréttir til útlanda. Hefur verið gert samkomulag við Ritzau fréttastofuna um að veita aðeins fréttum hans móttöku. Á næsta fundi landsráðsins verða þessar ströngu reglur teknar til umræðu. Svörtu strikin á kortinu sýna ferðaleiðir P. Xh. um lsiand á árunum 1881—1898. FERÐABÓK Þorvaldar Thoroddsen Út eru komin 3 bndi. Fjórða og síðasta bindið kemur út á næsta ári. Jón Eyþórsson sér um þessa útgáfu. Þorvaldur Thoroddsen ferðaðist um Iandið þvert og endiiangt í tólf sumur, óbyggðir ekki síður en byggð ból. Enginn maður, hvorki fyrr ná síðar, hefur rannsakað landið jafnmikið og Þorvaldur og enginn einn maður hefur skrásett jafnmikinn fróðleik um þetta land eins og haun. — Á ferðalögum sínum hélt I>. Th. dagbækur og eftir þessum dagbókum samdi hann síðan hina miklu ferðabók sína, sem út kom á ár- unum 1912—15 og orðin er einhver eftirsóttasta og dýrasta íslenzk bók, sem safnarar glíma við að ná í. — Nýja útgáfan er eldri útgáfunni ekki síðri á neinn hátt, nema síður sé. Allir bókamenn og bókasöfn svo og þeir, sem vilja afla sér stað góðrar þekkingar á landi sínu, verða að kaupa þessa merku bók. Geological Map of Iceland by Th. Thoroddsen Surveyed in the years 1881—1898. Scale 1:600.000. Nokkur eintök af þessu merka korti fást hjá okkur. Verð kr. 150.00. Snatö örnJónssonS Co.h.j The English Bookshop Hafnarstræti 9. Símar 11936 og 10103.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.