Morgunblaðið - 09.12.1959, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 09.12.1959, Qupperneq 12
12 MORGVNBLAÐ1Ð Miðvik'udagur 9. des. 1959 Ctg.: H.i Arvakur. Reykjavik. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Lesbók: Ami Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargald kr 35,00 á mánuði innamands. í lausasölu kr. 2.00 eintakið. VERÐUR DÆMD EFTIR VERKUM SINUM IJ TVARPSUMRÆÐURNAR, sem fram fóru frá Al- þingi í fyrrakvöld um þingfrestunartillögu ríkisstj órn- arin'nar, sönnuðu það greinilega, að núverandi stjórnandstöðu- flokkar, kommúnistar og Fram- sóknarmenn, berjast fyrst og fremst fyrir áframhaldandi glund roða og upplausn í íslenzkum stjórnmálum. Þeir lögðu megin- áherzlu á þá firru í málflutningi sínum, að með því að fresta Al- þingi í nokkrar vikur og gefa þar með nýrri ríkisstjóm tóm til þess að undirbúa tillögur í hinum þýðingarmestu málum, væri ver- ið að óvirða löggjafarsamkomuna og hverfa til einrgeðis í stjórnar- háttum!! Á það var bent af ráðherrum Sjálfstæðisflokksins í umræðun- um, að svo að segja á hverju ári undanfarin ár hefur þingi verið frestað um lengri eða skemmri tíma. Slíkar þingfrestanir hafa verið taldar eðlilegar og sjálf- sagðar. Mikið verk að vinna Ólafur Thors, forsætisráð- herra, minntist á það undir lok útvarpsræðu sinnar, hversu hörmulegur viðskilnaður vinstri stjórnarinnar hefði verið. Hún hefði hleypt nýju dýrtíðarflóði yfir þjóðina. Jafnframt minntist hann á þær bráðabirgðaráðstaf- anir, sem gerðar hefðu verið til þess að stöðva óðavöxt verðbólg- unnar á sl. vetri. En nú hefði ný ríkisstjóm ver- ið mynduð, og væri hún að kynna sér til hlítar alla aðstöð- una til þess síðan að ráðast að þeim þjóðarvoða, sem við væri að etja. Hvort sá ásetningur ent- ist Islendingum til björgunar og blessunar væri undir því komið, hvernig þjóðin tæki þeim úrræð- um, er ríkisstjórnin myndi að loknu þinghléi bera fram, er xnundu miða að því að treysta all- an grundvöll efnahagslífsins. Þyrfti þvi engan að undra, þótt ríkisstjómin óskaði þess að henni gæfist kostur á að grandskoða allar aðstæður. Hitt vissu kunn- Ugir, að á meðan Alþingi sæti, hefði stjórnin ekki fullan vinnu- frið. Forsætisráðherra komst m. a. þannig að orði í ræðu sinni, að óhætt væri að full- yrða, að þjóðin óskaði nú sterkrar ríkisstjórnar og stutts en athafnasams þings. Eru það áreiðanlega orð að sönnu. ís- lenzka þjóffin er orðin þreytt á því, að Alþingi sitji mánuð- um saman án þess að hafast að. Hitt er áreiffanlega væn- legra, að ríkisstjórnin undir- búi mál sín þannig fyrir þing- ið, að það geti gengið örugg- lega og markvisst til starfa. ^áránlegar árásir á f j ármálaráðherra Æinna fáránlegastar hafa árásir stjórnarandstæðinga verið á fjármálaráðherra undanfarna daga, einnig í útvarpsumræðun- \un á mánudagskvöldið. Hafa kommúnistar og Framsóknar- menn fyrst og fremst ásakað Gunnar Thoroddsen fyrir það, að hafa ekki haldið hina venjulegu fjárlagaræðu áður en þingi væri nú frestað. En stjórnarandstæð- ingar vita mætavel, að það fjár- lagafrumvarp, sem lagt var fram í þingbyrjun, er miðað við það ástand, sem nú ríkir í efnahags- málunum og það efnahagskerfi, sem vinstri stjórnin hróflaði upp. Fjármálaráðherra og hin nýja ríkisstjórn hefur hinsvegar ákveðið, að leggja fram nýtt fjárlagafrumvarp, þegar Alþingi kemur saman að nýju, miðað við þær aðstæður, sem skapast í efnahagsmálum þjóðarinnar við þær ráðsíafanir, sem gerðar verða til þess að koma íslenzku j efnahagslífi á nýjan og traustari grundvöll. Það var af þessum or- sökum gersamlega út í bláinn, að | láta fyrstu umræðu fjárlaga fara fram nú fyrir þingfrestunina. Hinar trylltu árásir Fram- sóknarmanna og kommúnista á Gunnar Thoroddsen fyrir framkomu hans í þessu máli, eru þess vegna gersamlega ástæffulausar og raunar alveg út í hött. Málefnaleg lausn vand- ans skiptir meginmáli Aðalatriði þessa máls er það, að ríkisstjórnin hefur farið fram á það eitt, eins og Bjarni Bene- diktsson, dómsmálaráðherra, benti á í útvarpsræðu sinni, að fá tóm til þess að undirbúa til- lögur sínar í meginmálum, fyrir Alþingi til ákvörðunar, og að- stöðu til þess að leysa einstök vandamál, sem að kunna að steðja á þessu tímabili. Að þing- frestuninni lokinni mun ríkis- stjórnin síðan, svo fljótt sem föng eru á, leggja tillögur sínar fyrir þingið, sem þá fær aðstöðu til þess að taka afstöðu til þeirra og ganga til atkvæða um þær. Þaff er málefnaleg lausn vandans sjálfs sem skiptir meginmáli og mikið liggur við fyrir alla Islendinga aff vel takist til um. Dæmd eftir verkum sínum Bjarni Benediktsson, dómsmála ráðherra, lauk útvarpsræðu sinni með þessum orðum: „Að réttum lýðræðisreglum á þjóð og þing kröfu til þess að ríkisstjórnin leggi fram tillögur sínar og greinargerðir, eins fljótt og við verður komið. Ríkisstjórnin viðurkennir þessa skyldu og fer nú fram á það eitt að fá starfsfrið til þess að leysa hana af höndum. Síðan mun þessi ríkisstjórn eins og aðr- ar verða dæmd eftir verkum sín- um“. — íslendingar telja þaff áreiff- anlega efflilegt, aff hin nýja ríkisstjórn fái slíkan starfs- friff til þcss aff undirbúa frum vörp sín og tillögur um lausn vandamálanna. Þegar hún hef ur lagt þær fram, er nægur tími til þess aff dæma hana fyrir þær og efni þeirra. UTAN UR HEIMI ... .. Jh' ..Aimi Sfyr}aldarminnismerki ÞETTA styrjaldarminn- ismerki — Krjúpandi kona — var afhjúpað fyrir skömmu í Júrgesheim, í grennd við Frankfurt-am- Main í Vestur-Þýzkalandi. Minnismerkið mun eiga að tákna hina syrgjandi eig- inkonu og móður, sem misst hefir ástvini sína á vígstöðvunum. Nokkrar ungar stúlkur og piltar standa hjá minn- ismerkinu og halda á krús- um ,sem innihalda mold, er tekin var á gröfum ó- þekktra hermanna víðs vegar um Evrópu. — Höggmyndin er eftir lista- mann í Berlín, Knud Knudsen að nafni. ,Walking Buffalo' hefir samið frið við hvítu villimennina 89 ára gamall Indiánahöfðingi ferðast um viða veröld og boðar frið. — Hefir gengið i „háskóla náttúrunnar" „WALKING BUFFALO" heitir hann, æðsti höfðingi Stoney- Indíánakynflokksins í Kanada. Hann er nú orðinn 89 ára gamall, en sprækur þó í bezta lagi. — Um helgina kom hann í skyndi- heimsókn til Danmerkur, ásamt tvítugum frænda sínum, Jim. Og blaðamenn biðu auðvitað ekki boðanna að hitta karlinn að máli — það er ekki á hverjum degi, sem „alvöru“-Indíánahöfðingi er þar á ferð. — Og hér fara á eftir glefsur úr viðtali, sem einn dönsku blaðamannanna átti við „Walking Buffalo". —★—★— — Nú, þegar vjö höfum samið frið við hvítu villimennina, sagði gamli Indíánahöfðinginn grafalv- arlegur á svip, hefi ég tekið mér ferð á hendur um víða veröld til þess að boða frið og samlyndi allra manna. „Walking Buffalo“ ferðast á vegum siðvæðingar- hreyfingarinnar svonefndu, — á- samt Englendingnum Miles Philli more, sem hann hefir ættleitt sem son sinn. —★—★— Áður en höfðinginn upphóf rödd sína á blaðamannafundinum síðdegis í gær, fékk hann sér einn bolla af te til hressingar og reykti vindling. — Þegar einhver blaða- mannanna beindi spurningu til hans, einmitt í þann mund sem hann var að stinga upp í sig vænum bita af vínarbrauði, muldraði karl: — Fyrst te, svo tala. Ekki góð- ur siður tala með fullan munn- inn! Fréttamennirnir urðu því að gjöra svo vel að bíða þolinmóðir, þar til höfðinginn hafði fengið nægju sína. —★—★— — Þegar fólk mitt réði sér sjálft í sínu eigin landi, talaði það meira en 600 tungumál, sagði „Walking Buffalo“. En við fór- um ekki með ófriði hver gegn öðrum af þeim sökum — Amerkí- kanar börðust aldrei við Amerí- kana. — Það gerðist ekki fyrr en bleiknefirnir komu til sögunnar og rændu okkur öllu, sem við áttum. —★—★— — Annars vil ég ekki saka hina hvítu um neitt. Þegar við höf- um einu sinni samið frið við hvítu villimennina, þá eigum við líka að halda friðinn og lifa saman í sátt og samlyndi. — Ég byrjaði skólagöngu mína árið 1880 í trú- boðsskóla — en það var á þeim tíma, er bleiknefirnir höfðu ekki farið eins og fellibylur um gerv- allt landið. — Ég lærði að lesa, en var ekki ánægður með það, sem ég las. Þá gekk ég á vit nátt- úrunnar — og fann vizkuna. Ég lærði að ganga í „háskóla nátt- úrunnar". — Og nú finn ég til þess 1 hjarta mínu, að mér bar skylda til að segja öllum þeim, sem ég get náð til, að við verðum að lifa Framh. á bls. 14. „Walking Buffalo“: — Fyrst te, svo tala

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.