Morgunblaðið - 09.12.1959, Qupperneq 17
Miðvilíudagur 9. des. 1959
MORGUlSTtJ.AÐIÐ
17
Gísli Sæmundsson frá Ögri
Fædtliur 16. marz 1889
Dáinn 1. desember 1959
í DAG kveðjum við hinztu
kveðju mætan mann, Gísla Sæ-
mundsson frá Ögri við ísafjarðar-
djúp. Það kom mjög við hina
fjölmörgu vini hans, er kunnugt
varð, að hann hefði dáið af slysi
við starf sitt á Reykjavíkurflug-
velli. Haos sæti mun vart skipað
verða í hugum þeirra, er kynnt-
ust honum og nutu vináttu hans.
Gísli fæddist í Hörgshlíð við
hinn lognblíða og skógivaxna
Mjóafjörð við Djúp. Foreldrar
hans voru María Jónsdóttir frá
Galtahrygg og Sæmundur Gísla-
son, Sæmundssonar prests Þor-
steinssonar í Garpsdal. Þegar
Gísli var 10 ára, dó faðir hans frá
9 börnum, og hlaut móðir hans
að hætta búskap 5 árum síðar.
Um fermingaraldur varð Gísli
að fara að sjá um sig sjálfur.
Það var gæfa hans að ráðast þá
í Ögur, hið forna höfuðból, sem á
þeim tíma var í fremstu röð ís-
lenzkra bændabýla. Þar dvaldi
jafnan margt fólk á búinu, en
auk þess var mikil útgerð frá
Ögurnesi og síðar Ögurvík. Þá
lágu samgönguleiðir um Ögur, á
sjó til ísafjarðar og á hestum
inn um Djúp. Þangað kom marg
ur góður gestur, sem gagnlegt
var að kynnast. Þar dvöldu og
læknar héraðsins um allmörg ár.
Það var þroskavænlegur skóli
ungum sveini að dvelja á þessum
stað.
í Ögri ílentist svo Gísli, því að
Þuríður húsfreyja vildi ógjarna
sjá á bak svo góðum starfsmanni.
Hann fór í Hólaskóla og tók síðar
við ráðsmannsstörfum á Ögur-
búinu. Þeim störfum gengdi hann
síðan meðan dætur Þuríðar og
Jakobs, Halldóra (d. 1930) og
Ragnhildur, ráku þar bú.
Árið 1938 kvæntist Gísli eftir-
lifandi konu sinni Ragnheiði Ól-
afsdóttur frá Þóreyjarnúpi í
Húnavatnssýslu, hinni ágætustu
konu, sem reyndist honum góður
lífsförunautur og bjó honum
indælt og aðlaðandi heimili. Þau
voru mjög samhent með frábæra
gestrisni og höfðingsskap. Þau
eignuðust ekki börn, en ólu upp
frænku Ragnheiðar, Nínu Björk.
Eftir að Gísli fór frá Ögri, bjó
hann nokkur ár á Garðsstöðum,
næsta bæ við Ögur, en árið 1946
fluttu þau hjónin hingað til
Reykjavíkur. Stuttu eftir að Gísli
fluttist hingað réðist hann verk-
stjóri á Reykjavíkurflugvöll og
vann þar til hinztu stundar.
Gísli heitinn var prýðilega
greindur maður, skýr í hugsun,
rökvís og skemmtilegur í ræðu.
Það var því að vonum, að hann
var mjög eftirsóttur til allra fél-
agsstarfa, bæði vestur við Djúp
og hér í Reykjavík, þött hann
væri í eðli sínu hlédrægur, þá lá
hann aldrei á liði sínu, er til
hans var leitað í þeim efnum.
Mér er þó nær að halda, að betur
hafi hann unað sér í ungmenna-
félaginu en hreppsnefndinni,
þótt jafn prýðilega skipaði hann
sæti sitt í báðum.
Hann var alla ævi gleðinnar
maður og naut sín hvað bezt í
æskuglöðum hóp. Aðlaðandi
viðmót hans, hlýja og mildi gerði
hann vinsælan af öllum. Hann
var ófús að ræða neikvætt um
menn og málefni. Allar hans til-
lögur voru jákvæðar, sættandi
og bætandi. Hann hafði ákveðn-
ar skoðanir á málefnum, en var
óvenjulega nærfærinn og tillits-
samur, við annarra álit og naut
þess að hlýða á það og rökræða
það.
Eitt var það, sem setti mjög
svip á Gísla Sæmundsson, hans
skemmtilega hagmælska. Hún
var arfur frá báðum foreldrum
hans. Marga góða stökuna gerði
hann við ýmis tækifæri, en bezt
var hann til þess búinn á hest-
baki í góðum vina hópi. Hann
sagðist eiga erfiðara með að gera
góða vísu í bifreið. Margir munu
eiga ljúfar minningar um Gísla
í sambandi við ferðalög á hest-
um vestur við Djúp. Það er ein
af mínum fyrstu bernskuminn-
reið í Mjóafjörð. Man ég þó Gísla
bezt af öllum. Hann laðaði alltaf
börnin að sér, það er einkenni
góðra manna.
Þegar Gísli var seztur að í
KL. 2 e.h. í gær var opnuð n^
bréfhirðing við Langholtsveg 62
í Reykjavík. Veitir hún póstþjón
ustu í umdæmi, sem takmarkast
af Elliðaárvogi-Suðurlandsbraut
norðan megin og Hjallavegi-Laug
rásvegi-Brúnavegi-Kleifavegi til
til sjávar. Fulltrúi póstmeistara
á staðnum er Reynir Ármanns-
son.
Samtimis verður lögð niður
bréfhirðing í Útibúi Landsbank-
ans við Langholtsveg.
Nýja bréfhirðingin verður
opin alla virka daga kl. 9—12 og
14—17. Þar verður veitj viðtaka
almennum bréfum, bréfspjöldum
og prenti til innlendra og útlendra
Reykjavík beitti hann sér mjög
fyrir því, að Djúpmenn, búsett-
ir hér, héldu hópinn og var einn
aðalhvatamaður þess, að þeir
stofnuðu Félag Djúpmanna fyrir
tæpum 6 árum. Hann var í stjórn
þess þar til á aðalfundi, sem
haldinn var þrem dögum fyrir
dauða hans. Óskaði hann þá
mjög eindregið að fá hvíld frá
stjórnarstörfum. Það þótti öllum
miður að missa hann úr stjórn-
inni, en þóttust þá fullvissir þess,
að hann myndi eiga eftir að
vinna félaginu mikið gagn sem
áður. Þótt hann hafi nú horfið
úr okkar hóp og skarð hans verði
þar vandfyllt, þá vona ég, að
hans góði andi ríki í félaginu um
alla framtíð. Það var hans óska-
barn, og alltaf mætti hann á sam
komum þess, stundum vinnubú-
inn, og ávallt hrókur alls fagnað-
ar. Ánægjulegar voru ferðirnar
með honum vestur að Djúpi eins
og allar aðrar stundir í návist
hans.
Sár harmur er kveðinn að öll-
um vinum Gísla við hina snöggu
burtför hans, en sárastur þó að
eiginkonu hans, fósturdóttur og
frændfólki. Ég votta þeim inni-
lega samhryggð og þakka hon-
um allar samverustundirnar.
Helgi Þórarinsson.
stöðva, skrásettar póstsendingar
til erlendra og innlendra stöðva,
tekið við sendingum með árituðu
verði, póstkröfusendingum og
póstávísunum, almennum böggl-
um og bögglum með árituðu verði
til innlendra stöðva. Þar verður
einnig annast um sölu orlofs-
merkja og afhending tilheyrandi
bóka.
Frá bréfhirðingunni verður
borinn út póstur innan umdæmis-
ins, og móttakendum í hverfinu
tilkynnt um allar skrásettar
bréfapóstsendingar, verðsending-
ar póstkröfusendingar, póstávís-
anir og böggla, sem látið verður
ganga í gegnum bréfhirðinguna.
1. matsvein
vantar á togara.
Upplýsingar í síma 18521.
Einkaritari
Stúlka eða kona sem getur starfað sjálfstætt að
enskum bréfaskriftum óskast til starfa hjá stóru
einkafyrirtæki hér í bæ. Þær sem hafa áhuga á starf-
inu leggi nafn, heimilisfang og síma á afgreiðslu
blaðsins merkt: „Einkaritari — 4372“.
Góð 3ja til 4ra herb. íbuð
óskast til kaups, helzt á hitaveitusvæði. Greiðist
í nýlegum fólksbifreiðum og peningum.
VÖRU og BIFREIÐASAUAN
Snorrabraut 36 — Sími 23865.
Leigutilboð í Stúdentagarðanna
til gistihúsreksturs næsta sumar skulu komin í
hendur Garðsstjórnar fyrir áramót.
Stjórn Stúdentagarðanna.
Ný bréfhirðing
í Laugarneshverfinu
Þjóðdansafélag Reykjavíkui
hefur dansleik í Skátaheimilinu í kvöld kl. 9. Riba
leikur, einnig verða einhver skemmtiatriði.
Allir velkomnir.
Þjóðdansafélag Reykjavíkur.
2ja 3ja og 4ra herb. íbúðir
Höfum tii sölu í Vesturbænum 2ja, 3ja og 4ra herb. íbúðir,
sem seljast í smíðum eða fullgerðar eftir vali kaupanda.
MÁLFLUTNINGS- og fasteignastofa
Sigurður Reynir Pétursson, hrl.
Agnar Gústafsson, hdl.
Björn Pétursson: fasteignaviðskipti
Austurstræti 14, H. hæð. Símar 2-28-70 og 1-94-78
Chevrolet 1955
Keyrður aðeins 48 þús. km. til sölu. Bíllinnn hefur
alltaf verið í einkaeign. Tiboð sendist afgr. Mbl.
merkt: „Staðgreiðsla—4222“, fyrir hádegi á laugard.
Trétex
og harðtex
H. Benedikfsson hf.
— Sími 11228 —
Remington rakvelar
Rakarastofa Kjartans Ólafssonar Austurstræti 20, hefur
nú aftur fengið hinar ágætu, hraðvirku Remington raf-
magnsrakvélar „þriggjablaða“. Ódýrari en áður. Prýðileg
jólagjöf. Rakarastofan vill ennfremur vinsamlegast
minna hina góðu viðskiptavini sína á, að vera í góðum
tíma með jólaklippinguna.
IMýkomnar
Mohair húfur í mörgum litum
Ullarvettlingar á börn og fullorðna
Skinnhanzkar
Einnig mjög faliegir liálsklútar
Verzlunin Jerany
Skólavörðustíg 13A.
Pillsbury’s
er merki
vandlótra
husmæðra