Morgunblaðið - 10.12.1959, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.12.1959, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Fimmfudagur 10. des. 1959 Greinin í New York Times um herliðið á íslandi ! Veðurfregnir I S'NAIShnúhr / SV50 hnútar ¥: Snjókoma f 06i V Skúrir It Þrumur KuUaskH HitaskH H Hcsi L * Laai — Washington 5. des. BANDARÍKIN hafa ákveðið að flytja brott frá íslandi 1300 manna hersveit (combat team), sem hefur haft bækistöð þar sem hluti af herliði Atlantshafsbanda lagsins. Við þessar aðgerðir munu 4000 bandarískir hermenn verða eftir á íslandi, mestmegnis flugliðs- menn, sem starfa við flugbæki- stöð og radar-stöðvar og við samgöngu og siglingatæki. Það var opinberlega upplýst í dag, að hersveit þessi verður flutt til Fort Devens í Massa- chusetts, en svo er litið á, að viss hluti herliðsins þar sé ætl- aður Atlantshafsbandalaginu. Því er ekki litið svo á að brott- flutningur þessa herliðs tákni í verki að verið sé að hverfa frá varnarskuldbindingum við vest- rænar þjóðir samkvæmt banda- lagssamningnum. Aðgerffimar spara fé Um ástæðurnar fyrir þessum brottflutningi var ekki hægt að fá neina vissu í smáatriðum í kvöld, vegna þess að opinbera staðfestingu eða aðrar upplýs- ingar skortir. Það er samt álitið að tvö mikil- væg atriði komi hér til. í fyrsta lagi, var sagt, að banda ríska herliðið hefði tiltölulega litlum störfum að gegna, sem íslendingar sjálfir eða annað bandarískt starfslið ekki gæti gegnt með breyttu skipulagi. Þannig myndi brottflutningur liðsins til Fort Devens spara fé. f öðru lagi var sagt, að ekki hefði verið gott samkomulag milli bandaríska liðsins og ís- lendinga. Árekstur, sem varð 5. septem- ber leiddi til þess að yfirmaður bandaríska liðsins, Gilbert L. Pritchard hershöfðingi var fjar- lægður samkvæmt beiðni ís- lenzku ríkisstjómarinnar. Árekst ur þessi fólst að því er virðist í því, að bandarískur vörður neyddi tvo embættismenn ís- lenzku flugþjónustunnar til að leggjast á grúfu niður á blauta jörðina meðan hann sannprófaði rétt þeirra til að fara inn í bæki- stöðina. 1 gær upplýstist ,að svertingja hermennn hefðu ekki verið send- ir til íslands vegna mótmæla ríkisstjórnarinnar þar. Það upplýstist einnig, að Banda ríkin áætluðu að auka hinn litla flotastyrk sinn á íslandi kannski um 1000 manns. Hinsvegar getur verið að þar sé aðeins um að ræða fjölgun „á pappírnum“, þar sem lið flotans yrði að jafn- aði á hafi úti. Bandaríkin hyggjast gefa op- inberar yfirlýsingar um þessar aðgerðir á íslandi á ráðherra- fundi Atlantshafsbandalagsins í París 14. desember. Áætlanir um að tilkynna At- lantshafsráðinu þessar ráðstafan- ir fórust tvisvar sinnum fyrir, að því er álitið er. Þann 2. desem- ber fórst tilkynning fyrir vegna þess, að íslenzki utanríkisráð- herrann var veikur og Bandarík- in töldu að skýra yrði honum frá þessu fyrirfram. Síðari fyrir- ætlun um að tilkynna ráðinu þetta fórst einnig fyrir, af ástæð um, sem ekki fást upplýstar hér í kvöld. Uppdráttur þessi birtist í New York Ximes meff greininni. Á honum er Keflavíkurflugvöll- ur merkiuir með 1. og Ford Devens í Massachusetts meff 2. Starfsmenn landvarnarráðu- neytisins vildu ekki ræða um þessar aðgerðir, vegna þess að þeir óttuðust, að opinbert umtal um brottflutning herliðs myndi valda Eisenhower forseta erfið- leikum á ellefu-landaför hans. Það er aðeins skammt um lið- ið síðan starfsmenn utanríkis- og landvarnarráðuneytis staðhæfðu að enginn brottflutningur herliðs frá NATO væri á döfinni. Málið kom upp í sambandi við tilraun- ir Bandaríkjastjórnar til að draga úr fjáreyðslu erlendis. Bandarískt herlið hefur verið staðsett á íslandi síðan snemma í seinni heimsstyrjöldinni. Her- liðið er þar nú samkvæmt bæki- stöðvasamningi sem undirritaður var 1951 og er hann samræmdur aðild íslands að NATO. ísland hefur ekkert herlið. Bandaríski flugherinn hefur bækistöð í Keflavík og er mest- ur hluti hins bandaríska liðs stað séttur þar. Það er álitið, að þegar Wash- ington fór fyrst að fitja upp á brottflutningi herliðs við ís- Kjœrböl-málið á dagskrá þingsins Lítill áhugi og aðeins þriðjungur þingmanna viðsiaddur KAUPMANNAHÖFN, 9. des. — Einkaskeyti til Mbl. — Danska þingið ræddi í dag tillöguna um að ríkisréttur fjallaði um mál Kjærböls. Tæpur þriðjungur þingmanna var viðstaddur og áheyrendabekkir voru þunnsetn- ir, flestum til undrunar. Hækkerup, dómsmálaráðherra, lýsti sig andvígan tillögunni og sagði að sér virlist ógerningur að skjóta máli sem þessu til dóms og þar að auki vafasamt, að hægt sé að skírskota til hegningalag- anna í þessu tilfelli enda þótt hægt verði að sanna, að Kjær- böl hafi vitað af fyrstu skipstjóra yfirlýsingunni. Finn Hansen, talsmaður íhalds manna, sagði að nauðsynlegt væri að skjóta málinu til ríkis- réttar til þess að fá botn í málið. Dómaranefndinni hefði ekki tek- izt að varpa ljósi yfir öll atriði málsins, en nýjustu vitnaleiðslur hefðu leitt í ljós ýmislegt, sem þrengdi enn hringinn um Kjær- böl. H. C. Hansen, forsætisráðherra, sagði, að stjórnin hefði tekið til athugunar yfirlýsingu ríkissak- sóknarans, sem ekki setur fram neina ástæðu til málshöfðunar á hendur Kjærböl. Dómsmálaráðherrann lét enn- fremur svo um mælt í dag að ríkisstjórnin tæki ekki beina af- stöðu varðandi kröfuna um að ríkisrétti yrði fengið málið til meðferðar. Málið væri í höndum þingmanna. Búizt er við að því verði vísað til nefndar. lenzku ríkisstjómina, þá hafi fs- lendingar andmælt honum. Svo virtist sem ríkisstjórnin vildi að herliðið væri um kyrrt, þrátt fyrir mótmæli hennar við og við vegna árekstra. Það er búizt við, að fregnirnar af brottflutningi herliðs frá ís- landi hafi víðtækar afleiðingar. Þrátt fyrir marg ítrekaðar neit- anir á því, að Bandaríkin ætli að flytja landherlið sitt frá Evrópu, þá herma fregnir þaðan að leiðtogar Evrópuríkjanna í- hugi þetta mál alvarlega. Opinberar heimildir hér stað- hæfa, að herlið Bandaríkjanna á íslandi sé þriðjungi mannfleira, heldur en Bandaríkin hafa skuld bundið sig til að hafa þar sam- kvæmt hinni leynilegu herstyrks áætlun Atlantshafssamningsins. Auk þess er því haldið fram, að sama herliðið geti komizt með eins skjótum hætti frá bækistöð sinni í Fort Devens eins og frá íslandi til hvaða meiriháttar orustusvæðis sem væri. Málamiðlun í vændum ? NEW YORK, 9. des. — Ekki er ósennilegt aff Allsherjar- þingiff verffi kvatt saman til aukafundar upp úr áramót- unum til þess aff kjósa eftir- mann japanska fulltrúans í Öryggisráffiff. Hingaff tii hef- ur ekki tekizt aff kjósa i ráffiff, því enginn þeirra, sem til greina hafa komiff, hefur hlot iff tilskilinn meirihluta at- kvæffa. Pólland og Tyrkland hafa barizt um sætiff aff und- anförnu og þrátt fyrir 49 leyni legar atkvæðagreiffslur hefur endanleg niffurstaffa ekki náffst. Nú herma fréttir aff rússneski fulltrúinn á Allsherj arþinginu og þar meff öll kommúnistaríkin séu fús til aff greiffa Tyrklandi atkvæffi og tryggja þar meff kjör þess í ráffiff, ef Tyrkir Iáti Pólverja siffan fá sætiff aff ári Uðnu. VEÐURLÝSING: Fyrir norð- an og austan ísland er há- þrýstisvæði, en lægð við Suð- ur-Grænland á hreyfingu aust ur. SV-mið: A-kaldi og bjart veður fyrst, en A-stinnings- kaldi og dálítil rigning á morg un. SV-land til NA-lands, \ Faxaflóamið til NA-miða: A- ) og SA-gola, úrkomulaust og • sums staðar léttskýjað. Aust- \ firðir og SA-land, Austfjarða- ) mið og SA-mið: A- og SA- | kaldi, lítilsháttar rigning. ( Fjölmenn útför Gísla Sveinssonar í Vík VÍK, 9. des. — Otför Gísla Sveins sonar, fyrrum sendiherra og sýslumanns Skaftfellinga, fór fram £ dag frá Víkurkirkju að viðstöddu miklu fjölmenni. í gærkvöldi var kista Gísla Sveinssonar, fyrrum sýslumanns Skaftfellinga, flutt hingað aust- ur, en hann hafði óskað eftir að hljóta legstað í Víkurkirkjugarði. Útförin fór fram í dag og hófst kl. 1.30 e. h. í kirkju flutti fyrr- verandi sóknarprestur í Vík, sr. Jón Þorvarðsson, minningar- ræðu. Lagði hann út af orðunum í Hebreabréfinu 13,7: „Verið minnugir leiðtoga yðar“. Rakti hann sögu Gísla Sveinssonar og störf og minnti á hinn mikla þátt hans í frelsisbaráttu íslenzku þjóðarinnar, sem og störf hans í þágu Skaftfellinga og íslenzkrar kirkju og kristni. — Kirkjukór Víkurkirkju söng undir stjórn organista kirkjunnar, Óskars Við erum gestir, sem lát- um að ósk gestgjafanna Jónssonar. Sýslumaður Skaftfell- inga, Jón Kjartansson, og sýslu- nefndarmenn Vestur-Skaftfell- inga bóru kistuna úr kirkju. I kirkjugarð báru fyrst nokkr- ir nánir vinir og gamlir sam- starfsmenn Gísla Sveinssonar og síðasta spölinn nánustu ættingjar hans. Sóknarpresturinn í Vík, sr. Jónas Gíslason, jarðsöng. Flutti hann í kirkjugarði svohljóðandi kveðju frá Stefáni Hannessyni, Hvammbóli: Velkominn heim með lof að loknu starfi, í lands og þjóðar innsta verka- hring. Hinn mikilhæfi, trúi, trausti, þarfi, velkominn heim er skráð um Skaftárþing. I hljóði sagt og sagt í fullum rómi við kistu þína í ömmu föður- ' túnum, frá vingjarnlegum Víkur fjalla- brúnum og báran þetta syngur endurómi: Velkominn heim, velkominn heim. — segir bandarískur talsmaður MBL. greindi frá því á þriðju- daginn, samkvæmt fregnum frá Bandaríkjunum, að varnarmála- ráðuneytið bandaríska hefði greint svo frá að samkvæmt ósk- um íslendinga væru engir negr- ar hafðir í bandaríska varnarlið- inu á íslandi. New York Times segir nánar frá þessu í Washington-frétt, dagsettri 4. desember. Talsmaður bandaríska varnar- málaráðuneytisins, sem þessar upplýsingar gaf vegna fyrir- spurna „The Amsterdam News“, vikublaðs í Harlem í New York, sagði jafnframt, að engir skrif- legir samningar væru um þetta efni milli Islands og Bandaríkj- anna. En varnarsamningurinn veitti Islendingum rétt til þess að æskja endurskoðunar á „sam- setningu" hersins þar. Stefán Hilmarsson, fyrsti rit- ari við sendiráð Islands í Was- hington, sagðist ekki hafa vit- neskju um neina þá stefnu stjórnar sinnar að meina negrum veru á stöðvum Bandaríkja- manna né að um það gilti tak- mörkun eða ákveðnar reglur. „Ég hef verið spurður þessa áður“, hefur New York Times eftir Stefáni Hilmarssyni. Síðan rekur blaðið stöðu Is- lands í Atlantshafsbandalaginu, segir að landið hafi engan her, aðeins 250 lögreglumenn. Banda- ríkin hafi um 5.000 menn úr flug- her og landher á íslandi, flug- völlum og ratsjárstöðvum. Ennfremur segir blaðið, að Pritchard hershöfðingi, yfirmað- ur vamarliðsins á íslandi, hafi verið kvaddur þaðan vegna óska ríkisstjórnar íslands. Talsmaður varnarmálaráðuneytisins segir ennfremur í sambandi við þessi viðskipti, að það sé stefna Banda- ríkjastjórnar að láta að óskum þess ríkis sem herstöðvarnar eru í. Vamarmálaáðuneytið lítur svo á, að Bandaríkin séu gestir — og landið, sem ljær svæði undir her- stöðina, gestgjafi, sagði talsmað- urinn. Hann bætti við, að óskir ís- lenzku stjórnarinnar í þessa átt (varðandi negrana) væru ekki jafn krefjandi og óskir stjórnar Saudi-Arabíu, en þar hafa Banda ríkin flugstöð, nánar tiltekið í Dhahran. í því sambandi lagði þiann á- herzlu á, að Gyðingum væri ekki leyft að dveljast næturlangt í Dhahran er þeir væru á ferð til þess að taka við störfum annars staðar. Að útförinni lokinni bauð sýslunefnd Vestur-Skaftafells- sýslu til kaffidrykkju að hótel- inu í Vík. Mikið fjölmenni var við jarð- arförina, sennilega á fjórða hundrað manns, enda naut Gísli Sveinsson alla tíð mikilla vin- sælda hér í sýslu, sem röggsamt og réttlátt yfirvald. Veður var allgott, þurrt en nokkur gola og heldur kalt. Hafnarkirkju barst 10.000 krónu gjöf HÖFN, 9. des.: — Áttræð var í gær Ólöf Þórðardóttir, Heklu í Höfn. Ólöf var gift þeim mikla athafnamanni, Guðna Jónssyni, er lézt á sl. hausti. Margt manna heimsótti Ólöfu og henni barst mikill fjöldi heilla skeyta víðsvegar að í tilefni þess- arar tímamóta. Minntist Ólöf manns síns með því að afhenda Hafnarkirkju höfðinglega gjöf eðá 10.000 krónur til minningar um hann. — Gunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.