Morgunblaðið - 10.12.1959, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.12.1959, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 10. des. 1959 MORCVNBLAÐIÐ 23 Dragnótaveiði innan 12 mílna spillir ekki málstað íslands Ummæli sjávarútvegsmálaráðherra á aðalfundi LÍÚ EINS og skýrt var frá í blaðinu í gær, hófst aðalfundur Landssam bands ísl. útvegsmanna í fyrra- dag. í gærmorgun hófst fundur að nýju kl. 10 f.h. Var þá lagt fram nefndarálit skipulagsnefnd- ar um talstöðvar í verstöðvum o. fl. í gær sátu fundarfulltrúar og nokkrir gestir L.Í.Ú. hádegisverð arboð sambandsins í tilefni af 20 ára afmæli þess. Að því búnu hófst fundur að nýju kl. 2 síðdegis og flutti þá sjávarútvegsmálaráðherra, Emil Jónsson, ávarp. Ræddi hann í upphafi máls síns um landhelgis- málið. Kvað hann íslenzku þjóð- ina standa eins og einn mann um það mál, á sama hátt eins og þjóðin stóð eins og einn maður um lýðveldisstofnunina. Ræddi hann í þessu sambandi nokkuð um horfur í sainbandi við Gen- far-ráðstefnuna á næsta vori, og taldi að við íslendingar hefðum ástæðu til að vera bjartsýnir um niðurstöður hennar. Ráðherra kvað Breta orðna þreytta á hern aði sínum hér við land. Emil Jóns son kvað vernd fiskimiðanna vera grundvallaratriði fyrir ís- lenzkan sjávarútveg. Ráðherr- ann gat þess, að ríkisstjórnin hefði skipað nefnd sl. ár til að athuga möguleika á dragnóta- veiðum hér við land, innan 12 mílna fiskveiðitakmarkanna. Gat hann þess, að rannsakað hafi ver- ið, hvort slíkar veiðar myndu spilla málstað íslands á væntan- legri Genfar-ráðstefnu. Kvað hann athugun hafa leitt í ljós að dragnótaveiðar, ef leyfð- ar yrðu, myndu ekki spilla mál- stað íslands, heldur væru bein- línis æskilegar með tilliti til þess að rök íslendinga í landhelgis- málinu væru tvíþætt. í fyrsta lagi, Iriðun flskstofnanna við ísland, og í öðru lagi nýting frið- unarsvæðanna til hagsbóta fyrir íslendinga. í>ví næst ræddi ráðherrann um skipasmíðar fslendinga nú, og taldi að þær hafi aldrei verið meiri. Kvað hann þessa þróun spá góðu um íslenzkan sjávarút- veg. Jafnframt ræddi hann um ískyggilegan skort á fiskimönn- um og væri það sífellt áhyggju- efni íslenzkra útvegsmanna. Jafnframt ræddi ráðherrann um nauðsyn á auknum hafnar- framkvæmdum og bættri aðstöðu fiskvinnslunnar. í lok máls síns sagði ráðherr- ann, að núverandi efnahagskerfi — Vatnsæð Framh. af bls. 1. Tvær nýjar dælustöðvar Undanfarna tvo mánuði hafa verið starfræktar tvær nýjar dælustöðvar til að ráða bót á vatnsskortinum uppi á hæðunutn Er önnur í krikanum milli Lang- holtsvegar og Laugarásvegar og bætir úr vatnsskortinum sem áð- ur var í Laugaráshúsunum, en hin er í gömlum kjallara við HofsvaUagötu í verkamannabú- stöðunum) og dælir upp á Landa- kotshæð. Vatnsgeymir á Öskjuhlíðina Auk Vesturbæjaræðar ráðgerir Vatnsveitan á næstu árum bygg- ingu vatnsgeymis í Litlu Hlíð, austanvert í Öskjuhlíðinni og lagningu aðalæða að honum og frá. Fór fram samkeppni um hug- myndir að vatnsgeymi þessum, sem sérstaklega verður vandað til og voru lagðar fram 5 tillögur. Er úrskurður dómnefndar vænt- anlegur næstu daga. Fjárfestingaþörf þessara fram- kvæmda allra er áætluð 20 millj. króna. væri að syngja út sitt síðasta vers. Stafaði það m.a. af því, að reynt hefir verið að gera mun á andvirði á keyptum og seldum gjaldeyri. Þetta hefir tekizt fram að þessu, m.a. með eftirtöldum ráðstöfunum: 1) Tekin hafa ver- ið mikil erlend lán, 2) miklar gjaldeyristekjur hafa verið vegna varnarliðsins á Keflavík- urflugvelli, 3) og framlög úr rík- issjóði til Útflutningssjóðs hafa árlega numið milljónum króna. Þessu fyrirkomulagi er ekki hægt að halda áfram og verður því að snúa inn á rétta braut. Ráðherrann gat þess, að nú um áramótin mundi verða milli- bilsástand, og kvað hann það von sína, að útvegsmenn láti það ekki hamla því, að útgerðin verði rekin af fullum krafti upp úr áramótum. Hann kvað ríkis- stjórnina mundi hafa samráð við samtök útvegsmanna um þær Sinfóníuhljóm- leiknr SINFÓNÍUHL J ÓMS VEIT fs- lands hélt tónleika í Þjóðleikhús inu föstud. 4. des. Stjórnandi var Henry Swoboda en einleikari á fiðlu Einar G. Sveinbjörnsson. Tónleikarnir hófust með þrem dönsum úr ballettinum „Þrí- hyrndi hatturinn“ eftir spænska tónskáldið De Falla. Eru þessir dansar mjög merkilegir og snilld arlega „instrumenteraðir“, en all erfiðir til flutnings. Hljóm- sveitin leysti þó hlutverk sitt ágætlega af hendi og stjórnand- inn ekki síður. Ungur íslenzkUr fiðluleikari kom hér í fyrsta sinn fram fyrir áheyrendur sem einleikari: Ein- ar G. Sveinbjörnsson. Hann stund aði nám við tónlistarskólann hér, hjá Birni Ólafssyni og síðar í Fíladelfíu hjá frægum kennara þar. Einar lck fiðlukonsert Mend elssohns. Leikur hans var fág- aður og öruggur frá upphafi til enda; næm smekkvisi og góður skilningur auðkendu allan leik þessa unga listamanns. Er ástæða til að fagna honum og bjóða hann velkominn í hóp íslenzkra einleikara. Tónleikunum lauk með Sin- fóníu nr. 2 í h-moll eftir rússn- eska tónskáldið Borodin. Þetta er el.Iii •' " 'ð verk, en geymir þó víða mikla fegurð og hug- kvæmni. Borodin var snjallt tón- skáld, en sem sinfóniker jafnast hann ekki á við landa sinn Tschaikowski. Henry Swoboda á þakkir skyld ar fyrir að flytja okkur áður þekkt verk hér svo sem dansana eftir de Falla og Sinfoníu Borod- ius. Hann er snjall stjórnandi, og var ánægjulegt að kynnast hon- um á stjórnpallinum. Húsfyllir var og fögnuðu áheyrendur stjórn anda og einleikara ákaft. — P. í. Mitterand stefnt París, 8. des. (Reuter). — FRANSKI þingmaðurinn Fran- cois Mitterand var í dag opinber- lega ákærður fyrir að hafa sýnt dómstólum landsins lítilsvirðingu með því að halda leyndum upp lýsingum í sambandi við árás þá, er hann varð fyrir að næturþeli í október sl. — Hefir Mitterand verið sakaður um að hafa „sett árásina á svið“ — þ.e.a.s. hann hafi vitað um hana fyrirfram. — efnahagsráðstafanir, sem gerð- ar verða á næsta ári. Að lokinni ræðu ráðherrans hófust umræður um framkomnar tillögur, og þegar umræðum þeim er lokið, mun fara fram kosning sambandsstjórnar, framkvæmda ráðs Innkaupadeildar L.Í.Ú. og verðlágsráðs L.Í.Ú. Nægt húsrými fyiii Áinasuln Á NÆSTA ári mun Landsbóka- safnið fá sal þann í safnhúsinu sem Náttúrugripasafnið hafði og verður þar búið um handrit safns ins, en skráð handrit eru um 11 þús. Lætur Finnur Sigmundsson, Lándsbókavörður, þess getið í ný útkominni árbók safnsins, að þar verði rúm fyrir handritin úr Árnasafni, ef til þess kemur að þeim verði skilað. Heyrzt hafa tilgátur um að handritunum kunni að verða skil- að á 300 ára afmæli Árna Maga* ússonar 1961, og hafa í því sam- bandi heyrzt raddir um að ekki væri hægt að taka sómasamlega á móti þeim. Er það tilefni um- mæla Finns í árbókinni. — Mað- ur verður alltaf að gera ráð fyrir að handritin komi heim, sagði Finnur, er blaðið innti hann eft- ir þessu í gær. Og ef til kemur, getur bæði Háskólasafnið og Landsbókasafnið tekið við þeim. Undir þau þarf ekki nema lítið herbergi. - ................................................................. Mamma hefur aldeilis orðið glöð þegar börnin k omu svona færandi hendi heim. Og sjálfsagt hef- ur engum dottið í hug að orða það að börn ættu ekki að vera að flækjast niðri 5. bátum. - Trésmiðafélagið Framh. af bls. 8 skipta félaginu. En með stofnun Meistarafélags Húsasmiða í Reykjavík varð sýnt að félagið myndi skiptast og varð sú raun- in á árinu 1955. • Með þessari skiptingu varð T. R. launþegafélag og um vorið 1956 sótti félagið um upptöku í Alþýðusamband fslands, og voru fulltrúar þess á A.S.Í.-þinginu þá um haustið í fyrsta sinn. Nú eru félagsmenn um 600 og fjölgar árlega um 40—50 menn. Lífeyrissjóður Húsasmiða tók til starfa 1. sept. 1958 og mun hann verða stéttinni mikil lyftistöng í framtíðinni. Sjóðurinn hefir á þessum stutta starfstíma lánað til meðlima sinna tæpar 2 millj. króna. Félagsmenn i sjóðnum eru nú 420, og fer ört fjölgandi. Pöntunarfélag er starfandi inn an félagsins og nú í haust var stofnað byggingarsamvinnufélag á vegum þess. Mikill áhugi hefir á undanförn um árum verið meðal félags- manna fyrir því að upp komist félagsheimili Trésmiðafélagsins og er þess að vænta að svo verði í náinni framtíð. Þess má að lok- um geta að félagið minnist 60 ára afmælisins meðal annars með því að færa Bæjarstjórn Reykja- víkur að gjöf frá félaginu fund- arhamar, er Ríkharður Jónsson hefir gjört. Þá verður afmælisins einnig minnst með hófi að kvöldi afmælisdagsins. Núverandi stjórn félagsins skipa nú: Guðni H. Árnason for- maður, Kári J. Ingvarsson, vara- formaður, Eggert Ólafsson, rftari, Þorvaldur Sigurðsson, gjaldkeri. Sigurður Olason Ilæstarétlarlöginaður Þorvaldur Lúðvíksson HcruSsdótnslögniaSur Málflutningsskrifstofa Aust urstræti ] 4. Sínii 1-55-35 U nglinga vantar til blaðburða við IMesveg m Afgreiðslan Sími 22480. Mínar beztu þakkir til allra þeirra sem sýndu mér margvíslega vinsemd á 60 ára afmæli mínu þann 19. nóvember s.l. Guðlaug Jónsdóttir, Saurbæ, Kjalamesi. Þakka heimsóknir, gjafir og skeyti, sem ég móttók á 60 ára afmæli mínu. Ólafur Ingvarsson, Hellishólum, Fljótshlíð. Hjartanlegar þakkir færi ég öllum sem auðsýndu mér vinarhug á 60 ára afmæli mínu með heimsóknum, gjöf- um og skeytum. Guð blessi ykkur öll. Þórður Þ. Þórðarson, Akranesi. Faðir okkar, tengdafaðir og afi, DAVlÐ SIGURÐSSON frá Hnausum á Akranesi, andaðist á Elliheimilinu Grund Reykjavík 8. des. 1959. Jarðarförin ákveðin síðar. Börn, tengdabörn og barnaböm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.