Morgunblaðið - 10.12.1959, Blaðsíða 20
20
MORCUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 10. des. 1959
Höfuðið með gráa hárinu laut
lengra niður að borðinu. Hin eirð
arlausa hönd hélt áfram að fitla
við hlutina sem lágu á borðinu
og tók í þetta skipti upp sykur-
töng og dró upp undarlegar,
kringlóttar rúnamyndir á borðið
með henni. (Ég vissi að hann
var hræddur við að líta á mig,
vegna blygðunar, feimni).
„Og samt er svo auðvelt, jafn
vel enn í dag, að gera hana glaða
og hamingjusama. Hún getur
haft svo barnslega ánægju af
einskisverðum smámunum. Hún
getur hlegið að kjánalegasta
spaugi og orðið æst út af efni ein-
hverrar bókar. Ég vildi að þér
hefðuð getað séð, hversu himin-
lifandi hún varð af gleði og hrifn
ingu, þegar blómin yðar komu
og hún kastaði frá sér hræðsl-
unni um, að hafa móðgað yður.
.. Þér getið ekki gert yður í hug
arlund, hve viðkvæm hún er ..
hún hefur dýpri tilfinningar en
við hin. Ég er viss um, að eng-
inn er leiðari en hún sjálf yfir
þvi, að hún skyldi hafa sýnt slík
an skort á sjálfsstjórn.... En
hvernig á hún .. hvernig á hún
að stjórna sjálfri sér. Hvernig á
barnið að halda þolinmæði í sál
sinni, þegar allt gengur svona
seint? Hvernig á hún að láta vera
að kvarta, þegar guð hefur lagt
svona sárar þjáningar á hana, og
hún hefur ekkert gert .... ekki
gert neinum manni neitt?“
Hann hélt áfram að stara á
hinar ímynduðu myndir, sem
skjálfandi hönd hans var nú að
draga upp í tómu loftinu. Og
skyndilega sleppti hann sykur-
tönginni, svo að hún datt glamr-
andi niður. Það var eins og hann
uppgötvaði það nú fyrst, að hann
hafði ekki verið að tala við sjálf
an sig einan, heldur í návist ál-
gerlega framandi manns. Með ger
breyttri röddu, algáðri, vandræða
legri röddu, tók hann að stama
út úr sér klaufalegri afsökunar-
beiðni.
„Fyrirgefið, hr. liðsforingi. ..
Ég skil ekki, hvers vegna ég er
að þreyta yður og ónáða með
einkamálum okkar og heimilis-
raunum. Það var einungis vegna
þess .. það kom bara svona yfir
mig .. og ég vildi einungis út-
skýra fyrir yður .. ég vil ekki
að þér hugsið illa um hana“.
Ég veit ekki hvernig ég fékk
kjark til þess að grípa fram í
fyrir gamla, stamandi, vandræða-
Xega manninum og ganga til
hans. En allt í einu stóð ég hjá
honum og hélt í hönd hans, hönd
þessa bráðókunnuga manns, með
báðum mínum. Ég sagði ekki
neitt. Ég greip aðeins þessa
köldu, beinaberu hönd, sem hann
dró ósjálfrátt og feimnislega til
sín, og þrýsti hana. Hann horfði
undrandi á mig og það sló
glampa á gleraugun hans, þegar
hann hallaði undir flatt og gaf
mér hikandi og hræðslulegt horn
auga. Ég var hræddur um að
hann ætlaði að segja eitthvað.
Hann sagði'ekki neitt, en svörtu,
kringlóttu augasteinarnir þönd-
ust út. Ég varð gripinn djúpri
geðshræringu, sem ég hafði
aldrei reynt fyrr á ævinni og til
þess að losna undan áhrifum
hennar, hneigði ég mig i skyndi
og flýtti mér út úr herberginu.
Frammi í anddyrinu hjálpaði
kjallarameistarinn mér í frakk-
ann. Allt í einu varð ég var við
léttan dragsúg að baki mér. Ég
vissi, án þess að líta við, að gamli
maðurinn hafði komið á eftir
mér og stóð nú í dyrunum. Hann
taldi það bersýnilega skyldu sína
að votta mér þakkiæti sitt. En
ég vildi ekki láta koma mér í
vandræði að nýju. Ég lét eins og
ég hefði ekki orðið þess var, að
hann stóð fyrir aftan mig, en
gekk hratt og með áköfum hjart
slætti út úr þessu dapurlega
húsi.
Næsta morgun — föl nætur-
þoka var enn í lofti og allir hler-
ar fyrir gluggunum, til þess að
verj,a svefnfrið borgarbúa — reið
riddaraflokkur okkar, eins og
alla aðra morgna, til æfingar-
svæðisins. í fyrstu fórum við á
seinagangi, eftir hinni óþægilegu
malargötu, svefndrukknir, stirð-
ir og geðvondir. Brátt höfðum
við riðið í gegnum hinar fjórar
eða fimm götur litlu borgarinnar.
Þegar við komum út á breiða
þjóðveginn, létum við hestana
greikka sporið Oig beygðum til
hægri, yfir grösugt, slétt engið.
„Á stökki“, skipaði ég flokknum
og á sama andartaki tóku hinir
frýsandi hestar til fótanna. Þessi
gáfuðu dýr fundu óðar, þegar
þau höfðu hinn mjúka'grassvörð
undir fótum. Nú var ekki leng-
ur þörf á að hvetja gæðingana.
Við gátum látið beizlistaumana
hanga slaka, því að naumast
höfðu þeir fundið fótleggi okk-
ar þrýstast að síðunum, þegar
þeir geistust áfram á harða
stökki.
Ég reið í broddi fylkingar. Ég er
ástríðufullur reiðmaður. Ég fann
blóðið streyma frá mjöðmunum,
renna eftir endurnærðum limum
mínum, í heitum, titrandi, lifg-
andi straumi, meðan morgunsval
inn lék um vanga mína og brá.
Dásamlegt morgunloft: Maður
gat enn fundið dögg næturinnar
í því, angan af rakri gróðrar-
mold, ilm blómstrandi engja. —
Samtímis var maður sveipaður
heitri, lífrænni gufu frá frisandi
nösum. Hann heillaði mig alltaf
jafn mikið þessi fyrsti morgun-
sprettur, sem hristi mókið úr
syfjuðum, stirðum líkama mín-
um og hrakti allan doða í burtu,
eins og mollulega þoku. Sú létt-
leika tilfinning, sem bar mig
áfrarn, þandi út á mér brjóstið
og ég svelgdi í mig hið ilm-
þrungna loft með opnum munni.
Ég fann sjón mína skýrast, skynj
unina verða næmari, og að baki
mér heyrði ég hið reglubundna
glamur í sverðunum, slitrótt frýs
hestanna, lágt marrið í hnökkum
og reiðtýgjum og hin jöfnu hófa-
tök. Það var einn kentár-líkami,
þessi hópur manna og hesta, knú-
inn áfram af eina og sama hreyfi-
aflinu. Áfram, áfram, áfram. Ah,
að riða þannig, að ríða þannig á
heimsenda. Með leyndri, hreyk-
inni tilfinningu um það, að vera
herra og höfundur þessarrar
hressingar, sneri ég mér við í
hnakknum öðru hverju, til þess
að horfa á menn mína. Og allt í
einu varð mér ljóst, að svipur
minna ágætu úlana var gerbreytt
ur. Ólundin, deyfðin og svefninn,
allt hafði þetta þurrkazt út, eins
og þegar þunnt lag af sóti er
sópað í burtu, svo að þess sjást
engin merki. Þegar þeir fundu
augnaráð mitt hvíla á sér, réttu
þeir sig upp í hnökkunum og
svöruðu gleðinni í augum mín-
um, með brosandi vörum. Ég
vissi, að því var eins farið með
kr. 595.00
Gólflampar
Borð- og vegglampar í úrvali.
Verð frá kr. 173,00.
Skrifborðs/ampar
.Vel þegin og vönduð tækifæris- og jólagjöf.
Verð kr. 295,00
Rambler
Austurstræti 14,
sími 11687
er merkið, sem hér og þér hentar bezt.
rr's one of our canoes.
MARK. ANP IT'S SOING
V/ELL, THAT'LL
MAKE THE TRIP GREAT
FROM NOW ON/...ALL OUR
HARPWARE ANP SLEEPING
EQUIPMENT ARE IN
THAT CANOEf -m
a
r
ú
ó
Þetta
er einn af okkar bátum I Markús, og hann er á leið nið-1 Nú jæja, það ætti að gera ferð- J
* ur fossinn. I ina héðan í frá mjög ánægjulega.
. . Allur tjaldbúnaður okkar og
svefnpokar eru í þessum báti.
þessa fjörlausu sveitapilta og
mig sjálfan, að þeir voru gripn-
ir leiðslukenndri kæti við þenn-
an flughraða, þennan vöku-
draum um mannlegt flug. Þeir
fundu allir til hinnar frumstæðu
gleði yfir því, að vera ungir, að
gera hvort tveggja í senn, eyða
kröftunum og endurnýja þá.
En allt í einu gaf ég skipunina:
„Staðar nem, bro-o-okk“. Með
undrun í svipnum kipptu þeir í
beizlistaumana og eins og vél,
sem skyndilega er hemlað, fór
öll fylkingin á hægu brokki. —
Öðru hverju gáfu þeir mér hik-
andi spurnarauga, því að venju-
......gparió yður hiaup
fi railli margra verzlana!
MjtlWftl
ftOIIUM
títWM!
- Austurstraeti
SHUtvarpiö
Fimmtudagur 10. desember
8.10—10.00 Morgunútvarp. (Bæn. —
8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón-
leikar. — 8,30 Fréttir. — 8,40 Tón-
leikar. — 9.10 Veðurfregnir. —
9,20 Tónleikar).
12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir
og tilkynningar).
12.50—14.00 ,,A frívaktinni" — sjó-
mannaþáttur (Guðrún Erlends-
dóttir).
15.00—16.30 Miðdegisútvarp. — (16.00
Fréttir og veðurfregnir).
18.25 Veðurfregnir.
18.30 Fyrir yngstu hlustendurna (Mar-
grét Gunnarsdóttir).
18.50 Framburðarkennsla í frönsku.
19.00 Þingfréttir. — Tónleikar.
19.30 Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
20.30 Erindi: Hadrianus keisari (Séra
Hákon Loftsson).
20.55 Einsöngur: Arni Jónsson syngur
með undirleik Fritz Weisshappels.
a) ,,I fjarlægð" eftir Karl O. Run-
ólfsson.
b) ,,Ef engill ég væri" eftir Hall-
grím Helgason.
c) „Horfinn dagur** eftir Arna
Björnsson.
d) ,,I>ei,þei og ró, ró" eftir Björg-
vin Guðmundsson.
e) ,,Til skýsins" eftir Emil Thor-
oddsen.
f) „Til hafs" eftir Nordquist.
21.15 Upplestur: Gunnar Dal skáld ies
úr ljóðum sínum.
21.30 Músíkvísindi og alþýðusöngur; V.
erindi (Dr. Hallgrímur Helgason).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Smásaga vikunnar: „Maðurinn
með frönsku póstkortin" eftir
William Saroyan, í þýðingu Bald-
urs Pálmasonar (Helgi Skúlason
leikari).
22.30 Frá tónleikum Sinfóníuhljóm-
sveitar Islands í Þjóðleikhúsinu 4.
þ.m.; fyrri hluti.
Einleikarl á
fiðlu: Einar Grétar Sveinbjörns-
son.
a) Þrír dansar úr ballettinum
„Þríhyrndi hatturinn" eftir de
Falla.
b) Fiðlukonsert í e-moll op. 64
eftir Mendelssohn.
23.10 Dagskrárlok.
Föstudagur 11. desember
8.10—10.00 Morgunútvarp. (Bæn. —
8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón*
leikar. — 8,30 Fréttir. — 8,40 Tón-
leikar. — 9.10 Veðurfregnir. —
9,20 Tónleikar).
12.00 Hádegisútvarp. — 12.25 Fréttir og
tilkynningar.
13.15 Lesin dagskrá næstu viku.
15.00—16.30 Miðdegisútvarp. — (16.00
Fréttir og veðurfregnir).
18.25 Veðurfregnir.
18.30 Mannkynssaga barnanna: „Oll
skyggnist aftur í aldir" eftir
Cornelius Moe; V. kafli (Stefán
Sigurðsson kennari).
18.50 Framburðarkennsla í spænsku.
19.00 Þingfréttir. — Tónleikar.
19.30 Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
20.30 Kvöldvaka:
a) Lestur fornrita: Gísla saga
Súrssonar, VI. (Oskar Halldórs-
son cand. mag.)
b) Söngur frá kirkjukóramóti
Eyjafjarðarprófastsdæmis í Ak
ureyrarkirkju 28. maí 1958.
c) Vísnaþáttur (Sigurður Jónsson
frá Haukagili).
d) Partíta yfir sálmalag eftir
Steingrím Sigfússon (Höfundur
leikur á orgel).
e) Frásöguþáttur: Hákarlaveiðar
á Ströndum (Jóhann Hjaltason
kennari).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Eintalsþáttur: „Börn á flótta‘%
eftir Steingerði Guðmundsdóttur
(Höfundur flytur).
22.35 Islenzku dægurlögin: J.H.-kvint-
ettinn leikur lög eftir Hörð Há-
konarson o. fL Söngvari: Sigurð-
ur Olafsson.
23.05 Dagskrárlok.