Morgunblaðið - 10.12.1959, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.12.1959, Blaðsíða 6
6 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 10. des. 1959 ihrifú ar um: * KVIKMYNDIR * I»AÐ er gömul saga hér að lítið sé um veigamiklar myndir í kvikmyndahúsunum fram eftir jólamánuðinum, því að öll geyma þau það, sem eiga bezt í pokahorninu til sjálfra jól- anna. En ég hef ekki fengið upp lýsingar um það hverjar verða jólamyndir kvikmyndahúsanna að þessu sinni, en vonandi verð- ur þess ekki langt að bíða, að ég geti frætt lesendur blaðsins um það. — Þær myndir, sem nú eru sýndar hér í bæ og í nágrenninu, eru þó sízt verri en tíðkazt hefur um þetta leyti. — Hef ég þegar skrifað um nokkrar þeirra og í fyrrakvöld brá ég mér suður í Hafnarfjörð til þess að sjá þar tvær gamanmyndir, sem báðar eru að mestu helgaðar tónlist- inni, þó að næsta ólíkar séu að öðru leyti. Hafnarfjarffarbíó: Hjónabandið lifi. Þetta er þýzk mynd, með hin- um bráðskemmtilegu leikurum, Dieter Borsche og Georg Thom- alla í aðalhlutverkum. Er mynd- in framhald hinnar bráðsnjöllu gamanmyndar „Hans og Pétur 1 kvennahljómsveitinni", sem sýnd var í Austurbæjarbíói fyrir nokkrum árum við mikla aðsókn og ánægju áhorfenda. Að þessu sinni komast þeir félagarnir Hans og Pétur í margvíslegan vanda, leiðast meðal annars vegna óviðráðanlegra atvika, til þess að klæðast kvenmannsföt- um og taka að sér hið viðkvæma móðurhlutverk, sem þeim tekst ekki betur en svo, að barnavernd arráð telur sér skylt að skerast í leikinn. Seinna haga atvikin því svo að þeir birtast um borð í glæsilegu farþegaskipi, í gerfi forríkrar amerískrar konu og þernu hennar. Og öll þessi ósköp stafa af því, að þeir kumpánar eru að elta konur sínar, sem í skipinu. Margt fyndið og furðu Igt drífur þarna á daga þeirra félaga. En ekki er vert að vekja það nánar hér. Mynd þessi er bráðskemmmti- leg og sett á svið eins og bezt gerist í þýzkum myndum af þessu tagi. Og leikurinn er ágætur, einkum þeirra Borsche og Thom- alla, sem eru samhendir og kostu legir í gázka sínum og glettni. Bæjarbíó: Allur í músikkinni. Þetta er sænsk gamanmynd — „Bezta sænska gamanmyndin í mörg ár“, segir í efniskrá kvik- myndahússins og held ég að það sé ekki fjarri sanni. Myndin kann á yfirborðinu að þykja nokkuð öfgakennd eða jafnvel bjánaleg, en þegar betur er að gætt, leynist á bak við ærslin og öfgamar, bráðskemmtileg og vægðarlaust gys að hvers kon ar tildri og hégómaskap, yfir- stéttarhroka, „snobbi“ og öðru slíku. Þar er einnig skopast að ýmsu úr kvikmyndaheiminum, að fornu og nýju, t. d. glæpa- myndunum, sem eru veigamikill þáttur kvikmyndaframleiðsluxm- ar nú á tímum. En hinn raun- verulegi boðskapur myndarlnnar er sá, að menn eigi að vera sjálf- um sér trúin og láta ekki glepjast af tildri og hégómaskap. Mynd þessi er gerð af mikilli hugkvæmni og þar koma fyrir ótalmörg skringileg atvik, sem öll þjóna sínum tilgangi. Leik- stjórinn, Hasse Ekman á lof skil- ið fyrir starf sitt, bæði leikstjórn ina og leik í einu af aðhlutverk- unum. En einkum er þó afbragðs góður leikur þeirra Povel Ham- el’s og Martin Ljung, sem fara snjöll satira, þar sem gert er með veigamestu hlutverkin. ♦ * BBIDCC *¥ ♦ * Vatnslitamyndlr eftir Krisiján Davíðsson UNDANFARNA daga hafa tíu vatnslitamyndir eftir Kristján Davíðsson verið til sýnis í Mokka kaffi við Skólavörðustíg. Þetta eru allt nýjar myndir, og eru þær til sölu þar. SVEITAKEPPNI I. flokks hjá Tafl- og Bridgeklúbbnum er ný- lokið og bar sveit Einars Árna- sonar sigur úr býtum. Auk Ein- ars eru í sveitinni þeir Þorsteinn Þorsteinsson, Guðmundur S. Guðmundsson, Vilhjálmur Aðal- steinsson, Jón Magnússon og Gísli Hafliðason. — 12 sveitir tóku þátt í keppni þessari og munu 5 efstu sveitirnar flytjast upp í meistaraflokk, en keppnin í meistaraflokki hefst 11. jan. n. k. A V ♦ * Endanleg röð sveitanna varð þessi: 1. sv. Einar Arnasonar 14 st. 2. — Þórðar Elíassonar 11 — 3. — Agnars Ivars 8 — 4. — Björns Benediktss. 8 — 5. — Þóris Sigurðssonar 8 — 6. — Rósm. Guðmundss. 7 — 7. — Bernh. Guðmundss. 7 — 8. — Sigurleifs Guðjónss. 6 — 9. — Ingólfs Böðvarssonar 6 — 10. — Guðm. Jónssonar 5 — 11. — Reimars Sigurðssonar 3 — 12. — Hjartar Ingþórssonar 1 — A ¥ ♦ * Að 4 umferðum loknum í bridgekeppni starfsmanna ríkis- stofnana er röð 5 efstu þessi: 1. sv. Ríkisútvarpsins 8 st. 2. — Fiskifélags íslands 6 — 3. — Brunabótafél. íslands 4 — 4. — Skipaútgerðar ríkisins 4 — 5. — Innflutningsskrifst. 4 — ♦ ¥ ♦ * N. k. sunnudag hefst hjá Bridgefélagi Reykjavíkur tví- menningskeppni og er það síð- asta keppnin fyrir jól. ,,Rauða myllan Reykjavík 44 1 DAG opnar ný veitingastofa á Laugavegi 22. Á neonskilti úti fyrir stendur hið þekkta nafn „Rauða myllan“. Þessi veitinga- staður er þó gjörólíkur samnefnd um stað í París. Hér er fyrst og fremst selt kaffi, hið vinsæla ítalska expressokaffi og íslenzkt pokakaffi. Þá er þar á boðstólum smurt brauð og kökur, smáréttir eins og ís og fromage og loks verður á matmálstímum til alls kyns súpur, því væntanlega vilja margir heldur súpu, brauð og mjólkurglas fyrir þriðjung verðs venjulegrar máltíðar, ef þeir komast ekki heim í mat. Benny Sigurðardóttir, hús- Hannibol d þingi Heimssnm- bonds frjólsra verkolýðsfélaga FORSETI Alþýðusambands ís- lands, Hannibal Valdimarsson, situr þing Heimssambands frjálsra verkalýðsfélaga, sem haldið er í Brussel 3. til 12. þ.m. Var einum fulltrúa héðan boðið að sitja þing þetta, en Alþýðu- samband Islands er meðlimur í Heimssambandi frjálsra verka- lýðsfélaga. Heimssamband frjálsra verka- lýðsfélaga er stofnað í London 7. des. 1949 og varð því tíu ára í gær. Tildrögin að stofnuninni voru þau, að allt frá 1945 höfðu verkalýðssamtök einstakra vest- rænna þjóða verið að segja sig úr Heimssambandi verkalýðsfé- laga vegna síaukinna kommún- istiskra áhrifa innan þeirra sam- taka. Verkalýðssamtök frá 53 lönd- um voru stofnaðilar að Heims- sambandi frjálsra verkalýðsfé- laga og innan vébanda þeirra voru 46 milljónir meðlima. Aðset ur þess er í Brussel. mæðrakennari veitir þessum nýja veitingastað forstöðu, en eigandi er hlutafélagið Rauða myllan. Innrétting er hin smekk- legasta og sá Páll Guðmundsson, húsgagnaarkitekt um hana. Er innréttingin miðuð við að lista- menn geti þar hengt upp myndir sínar, sem verða til sölu. Nýstár- leg lýsing er í veitingastofunni, lampar úr opalgleri, og hefur Björn Einarsson, raffræðingur séð um hana. Málverkasýnmg Eyfells vel sótt EYJÓLFUR J. Eyfells listmálari opnaði sl. sunnudag málverka- sýningu í Selvogsgrunni 10. Að- sókn hefur verið mjög góð. Hafa þegar um 600 manns sótt sýn- inguna og margar myndir selzt. Sýningin er opin þessa viku kl. 19—22 e.h. og laugardag og sunnudag kl. 14—22. Aðgangur er ókeypis. LONDON, 7. des. — (Reuter) Moskvuútvarpið sagði í gær, að sovézkir vísindamenn vonuðust til að geta „í mjög náinni fram- tíð“ sent geimflaug til reikistjarn anna Mars og Venusar til þess að taka af þeim myndir, á sama hátt og „bakhlið“ tunglsins var Ijósmynduð. — Sagt var í út- varpinu, að þetta væri svar við spurningu frá hlustanda í Banda ríkjunum um þetta efni. skrifar úr daglegq iífinu ucjlýóeneliAr ! Athugið Auglýsingar, sem birtast eiga í jólablaðinu, þurfa að hafa bor- izt auglýsingaskrifstofunni, sem allra fyrst, og í síðasta lagi fyrir n.k. laugardag 12. þessa mán- aðar. |fíör0im|)|0í)ií» Sími 22480. • Staurvika og staurbiti Jólaannirnar komast senn í algleyming og gæti það þá ef til vill verið þreyttu fólki nokkur huggun og uppörvun að heyra, að þessi tími hefur lengi verið annasamur. í Þjóð- sösgum Jóns Árnasonar er sagt frá önnunum fyrir jólin, m. a. á þessa leið: „Næstu vikuna fyrir jólin eru vökur hafðar lengstar á íslandi og vakan miðuð við sjöstjörnuna til sveita þar sem ekki eru stundaklukkur, er svo vakað þangað til stjarnan jSr er komin í nónstað eða miðaft- an. Þessi vika er bæði kölluð ' ' „augnavika“ og „staurvika”. Augnavikan heitir hún af því að þá „vaka menn öll augu úr höfði sér“, þreytast við ljós- birtuna og verða dapureyðir, en staurvika af því að til þess að halda vöru fyrir fólkinu, létu húsbændur „vökustara" á augu þess þegar það fór að dotta á kvöldin . . . En af því húsbændur á íslandi vita að allir vilja hafa nokkuð fyrir snúð sinn var það venja að hver húsmóðir gæfi hjúum sínum í vökulokin meðan staurvikan stóð yfir góðan bita af einhverju sjaldfengnu bæði í sárabætur og fyrir það að þau legðu svo hart að sér með vökur og vinnu. Sá glaðn ingur sem gefinn var í því skyni var kallaður „staur- biti“. Menning og menning Velvakanda hefur borizt eft- irfarandi bréf: Kæri Velvakandi! Að gefnu tilefni langar mig til að biðja þig fyrir örlitla skýringu vegna ummæla, sem mun hafa verið beint til mín 1 pistli þínum 5. desember. Þar stendur: „Þá getur hún þess um bændamenninguna, að sá málsvari hennar, sem hæst og mest hefur talað fyrir henni, og hvatt til að viðhalda henni á þessu ári, hafi áður lýst yfir því, í útvarpi, að íslenzk bændamenning væri liðin und ir lok. Hvað skydi það þá vera, sem blessaður maður- inn vill viðhalda?" Þetta er skarpleg og góð athugasemd hjá frúnni, sem hún á heimtingu á að fá svar við. — Og svar mitt er þetta: í útvarpsþætti Sigurðar Magnússonar „Spurt og spjall að“ var rætt um atvinnulíf. Ég nota þar því vitamlega orðið menning í merkingunni civilization (verkleg og félags- leg meiming) og ég hygg að allir séu sammála um að hin gamla verklega og félags- lega bændamenning sé liðin undir lok. í deilunum um kjör dæmamálið nota ég alls staðar menningu í merkingunni cul- ture (því eins og frúin bendir á þarf ekki að varðveita það sem liðið er undir lok). — Culture merkir hina siðrænu og andlegu menningu, sem væntanlega er enn við líði. Á flestum nálægum tungum eru þessi tvö orð civilization og culture notuð um menningu. Á ísenzku notuð við þetta eina orð menning um bæði hug- tökin og því ekki að furða þótt þessi fátækt okkar kunni að valda einhverjum misskiln- ingi. Með vinsemd og virðingu. Gunnar Dal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.