Morgunblaðið - 11.12.1959, Qupperneq 2
2
MORGVNBLAÐ1Ð
Fðsfudagur 11. des. 1959
Eisenhower ræðir / indverska Jbinginu um:
5 eða 50 ára áætlun um að
sigrast á tortryggni
NÝJU DELHl, 10. des.
— (Reuter) —
í D A G flutti Eisenhower
Bandaríkjaforseti ræðu á
sameinuðu þingi Indlands. —
Þar lýsti hann því m. a. yfir,
að herstyrkur Bandaríkjanna
gegndi mikilvægu hlutverki
til verndar vinum og banda-
mönnum Bandaríkjanna gegn
árásarhættu, sem þeim stafar
frá annarlegri lífsskoðun, er
væri studd af geysilegu her-
veldi. —
Hátíðablær var yfir indverska
þjóðþinginu, pegar Eisenhower
Noel-Baker
aihent Friðar-
verðlounin
ÓSLÓ, 10. desember.
— (Reuter) —•
PHILIP Noel-Baker, sjötugur
þingmaður brezka Verka-
mannaflokksins, veitti í dag
móttöku friðarverðlaunum
Nóbels 1959. — Afhendingar-
athöfnin fór fram í aðalsal há-
skólans hér.
Það var Gunnar Jahn, for-
maður fimm manna Nóbels-
verðlaunanefndar Stórþings-
ins, sem afhenti verðlaunin,
en þau eru gullpeningur, verð
launaskjal og rúmlega 300
þúsund norskar krónur.
Mikill mannfjöldi var saman
kominn kringum stórt jólatré á
snæviþöktu torginu framan við
háskólann til að fylgjast með
komu Ólafs Noregskonungs frá
konungshöllinni, sem er í nokkur
hundruð metra fjarlægð.
Var þetta í fyrsta skipti síðan
Nóbelsverðlaunum var fyrst út-
hlutað 10. desember 1901, að
sjónvarpsáhorfendur um gjör-
valla Evrópu gátu fylgzt með
athöfninni.
Gunnar Jahn kvað Noel-Baker
hafa síðustu 45 ár „tileinkað
nauðstöddum störf sín, hvort
heldur væri á stríðstímum, eða
milli styrjalda. En umfram allt
hefur hann sífellt og óþreytandi
unnið að því að fyrirbyggja að
styrjöld brytist út“.
I>á minntist Gunnar Jahn á
störf Noel-Bakers við Þjóða-
bandalagið, en þar var hann í
framkvæmdastjórn 1919-—22, og
störf hans að stofnun Sameinuðu
þjóðanna. Hann hefði verið ráð-
herra í ríkisstjórn þeirri, er
samdi um sjálfstæði Indlands og
verið mikill áhrifamaður Verka-
mannaflokksins í stjórnarand-
stöðu.
gekk í salinn. Varaforseti Ind-
lands, R. S. Radhakrishnan,
kynnti forsetann fyrir þingheimi
og sagði áð milljónir manna litu
á hann sem tákn lýðræðis og
frelsis.
Radhakrishnan vék að hinum
stórkostlegu móttökuih, sem for-
setinn hlaut njá almenningi við
komuna til borgarinnar, er sýndi
bezt hvernig indverska þjóðin liti
á þennan vestræna forustumann.
Forsetinn hóf ræðu siná með
því að befa Indverjum kveðju
bandarísku þjóðarinnár,; sem
teldi að vélferð sín vaeri tengd
velferð indversku þjóðarinnar.
Bandaríkjamenn eiga þá ósk
sameiginlega ásamt Indverjum
að mega lifa í frelsi, virðingu fyr-
Elzti oiaðoi
landsins lótinn
ELZTI maður landsins Kristján
Jóhann Jónsson bóndi í Lamba-
nesi í Fljótum er látinn, en hann
varð 104 ára gamall 9. ágúst sl.
Hann hafði látizt að heimili sínu.
Þegar Kristján varð 100 ára,
lýsti blaðamaður frá Mbl. hon-
um sem „gáskafullu gamal-
menni“. Hann var fæddur í
Fljótunum og þar ól hann allan
sinn aldur, en á Lambastöðum
hóf hann búskap á jólaföstunni
árið 1899. Hann hafði byrjað sjó-
róðra 12—13 ára og var þá ráð-
lagt að tyggja skro við sjóveik-
inni og í afmælissamtalinu segir
hann æ síðan hafa tuggið skro.
Innan við tvítugt fór hann að
róa í hákarl og var hann í há-
karlalegum í 10—12 ár.
ir manngildinu og friði með rétt-
læíi.
Þá vék Eisenhower að því að
nútímavísindi bpnúðu leiðir til
bættra lífskjara, en að heimur-
inn væri því miður alltof sundr-
aður og fullur af tortryggni.
Hann kvaðst koma sem vinur
Indlands. Það hefði lengi verið
ósk hans að korha í heimsókn til
Indlands og votta indversku þjóð
inni virðingu sína vegna menn-
ingar hennar, framfara hennar
og styrkleika hennar meðal sjálf
stæðra þjóða. Mannkynið allt er
í mikilli þakkarskuld við Ind-
land, en við Bandarikjamenn eig-
um einnig sameiginlega hags-
muni með indversku þjóðinni.
Þið og við höfum frá byrjun
leitað eftir þjóðlegri stefnu um
eflingu lýðræðisins, hélt Eisen-
hower áfram. Báðar eru þjóðirn-
ar af mörgum rótum runnar,
fólkið talar mörg tungumál, en
úr þessum margbreytileik höfum
við skapað styrkleika. Hvorki þið
né við höldum því fram, að við
höfum alltaf á réttu að standa.
Við leitum báðir framfara og
umbóta fyrir alla borgara okk-
ar og tryggjum það, að ríkið
verði þjónn en ekki herra eigin
þjóðar.
Þá sagði Eisenhower, að Banda
ríkin hefðu ætíð hafnað þeirri
skoðun, að alþjóðavandamál
ætti að leysa með valdbeitingu.
Hinsvegar minntist hann ekki
beinum orðum á landamæradeilu
Indverja og Kínverja.
Að lokum lagði forsetinn til að
þjóðirnar sameinuðust í fimm
ára eða fimmtíu ára áætlun um
baráttu gegn tortryggni. Þjóðirn
ar ættu að beita sér að því að
afnema orsakir spennu og á-
rekstra. Ef þær gerðu það, þá
gætu þeir útrýmt því, vegna þess
að allt slíkt væri sköpunarverk
ríkisstjórna, sem ættu að þjóna
hagsmunum þjóðanna.
VeÖurfregnir
Z' NA /5 hnútar
SV 50 hnútar
X Snjókoma
» ÚÍi
V Skúrir
II Þrumur
Vsvali
KuUaskH
Hifaski/
H Hai
L Lotqi
Grunn lægð er yfir Græn-
landshafi. — Veðurhorfur
næsta sólarhring: Suðvestur-
land, Faxaflói og miðin: SA-
kaldi smá skúrir. Breiðafjörð-
ur til Norðurlands og miðin:
S-goía, víðast léttskýjað.
Nýr bátur
til Sigluf jarðar
SIGLUFIRÐI, 10. des: — Út-
gerðarmaður hér í bænum, Þrá-
inn Sigurðsson, hefur nú fengið
gjaldeyris- og innflutningsleyfi
til kaupa á 110 tonna stálbát, sem
byggður verður í Hollandi.
Svo sem skýrt hefur verið áður
frá hér í blaðinu, hefur fyrir
stuttu lokið myndarlegri stækk-
un hraðfrystihússins ísafoldar og
aukið afkastagetu þess verulega,
en ekki kemur hún að fullum not
um vegna hráefnaskorts. Hinn
nýi stálbátur Þráins, verður m. a.
gerður út til þess að afla hráefna
fyrir frystihúsið. — Stefán.
ibBbi
fi r.ftt/truilf.fflr.trít rS^SrSirSUttíns. *y. (f ’SthtstM
Finnska skipið Anna strandaði við austurströnd Skotlands í fárviðrinu. Bjarglínu var skotið út
í skipið og 18 manna áhöfn þess bjargað. Sýnir myndin þann atburð.
— 100 fórust
Framh. af bls. 1.
izt. Skipið var með þrjá björg-
unarbáta — og er einn ófundinn.
Mannlaust skip
Áhafnarinnar á þýzka skipinu
Mercur er saknað. Skipverjar sex
hafa sennilega farið frá borði í
björgunarbát, en veður hefur ver
ið með afbrigðum slæmt og mjög
er tekið að óttast um mennina.
Merciu- var á siglingu á Norður-
sjó, þegar neyðarkall barst frá
skipinu. Sænskt skip var þá í
námunda við Mercur og sigldi
upp að hinu nauðstadda skipi.
Skipverji kastaði sér fyrir
borð með línu og komst yfir í
sænska skipið, en skömmu síðar
sloknuðu ljósin á Mercur og
skipið hvarf út í myrkrið.
I dag fannst skipið svo aftur
marandi í kafi. Brezkur togari
var þar nærstaddur og komst
maður frá honum um borð í
Mercur. Fann hann þar engan lif-
andi sálu og er því ætlað að
skipverjar hafi yfirgefið skipið.
Langur og sorglegur listi
Undan Portlandi fórst togbát-
ur með tvö smáskip í togi. Ekki
er vitað hve margir voru með
skipunum. Tugir skipa hafa í dag
leitað aðstoðar vegna ýmissa
erfiðleika, áhöfnum hefur verið
bjargað af nokkrum skipum, sem
komin hafa verið að því að
sökkva eða verið að »eka upp að
klettóttri strönd.
Fyrir Katanesi í Skotlandi fórst
togarinn George Robb með 12
manna áhöfn. 17 sjómenn drukkn
uðu þegar portúgalska skipið
Marialva fórst út af höfninni í
Leixoes. f Grikklandi hvolfdi um
helgina ferjubát- með 10 manns
innanborðs og drukknuðu þeir
allir.
Áður hefur verið sagt frá því
að björgunarskip með átta mönn-
um fórst við Dundee í Skotlandi
og pólskt fiskiskip fórst í Eystra-
salti með fimm manns. Hér hefur
þá verið talið upp að 89 manns
hafi farizt á sjó í fárviðrinu í
Evrópu. Auk þess berst fjöldi
frétta af því að einstökum mönn-
um hafi skolað út af bátum og
skipum, svo að sízt er of mælt
að ætla að yfir 100 manns hafi
farizt í veðrahamnum.
Austfirðir og Suðausturland
og miðin: SA-gola, sumstaðar
skúrir.
Horfur á laugardag: All-
hvöss austan og SA átt þíð-
viðri, rigning sunnanlands, en
bjart á Norðurlandi, einkum
vestan til.
2000 tunnnr
til Sandgerðis
SANDGERÐI, 10. des.: — í dag
komu 18 síldarbátar að, með alls
2000 tunnur. Voru hringnótabát-
arnir aflahæstir, sem fyrr. Var
Rafnkell með 472 tunnur, Jón
Gunnlaugsson og Víðir H. með
300 tunnur hvor. Hæstur rekneta
bátanna var Ásgeir RE með 125
tunnur og Hamar með 121.
Nokkuð er saltað hér sem fyrr,
en svo smá hafði nótasíldin ver-
ið að hún fór í bræðslu.
Kvikmyndasýning
Alliance Francaise
Á MORGUN, laugardaginn 12.
des. efnir Alliance Francaise til
kvikmyndasýningar í Nýja Bíói.
Hefst hún kl. 2 síðdegis. Sýnd
verður franska kvikmyndin „La
Symphonie Phantastique“ sem
fjallar um ævisögu franska tón-
skáldsins Berlioz. Jean-Loui*
Barrault fer með hlutverk tón-
skáldsins í myndinni.
Aukamynd fjallar um franska
listmálarann Bernard Buffet.
Allir félagsmenn Alliance Fran-
caise og gestir þeirra eru vel-
komnir á sýninguna.
Vináttutengsl
Islands og
Rúmeníu
EINS og kunnugt er gaf rúm-
enska stjórnin Þjóðminjaisafninu
foriáta þjóðbúning rúmenskan.
Félagið Vináttutengsl íslands og
Rúmeníu hyggst nú endurgjalda
gjöfina með því að senda íslenzk
an faldbúning til Rúmeníu. f
þeim tilgangi heldur félagið baz-
ar með ýmsum rúmenskum mun-
um, útsaumi, tréskurði og öðrum
skrautmunum, bókum og tímarit-
um. Um leið verður haldin ljós-
myndasýning, sem fjallar einkum
um 500 ára afmæll Búkarestborg
ar, en auk þess með myndum úr
menningar- og framkvæmdalífi
þjóðarinnar. Jafnframt þessu
verða sýndar rúmenskar kvik-
myndir. Bazarinn verður í MÍR-
salnum, Þingholtsstræti 27, laug-
ardaginn 13. þ.m. kl. 2—9 og
sunnud. 14. kl. 7—9 e.h. Kvik-
myndasýningar verða bæði kvöid
in kl. 9.
Þess er vaenzt að félagsmenn
fjölmenni, en aðgangur er ókeyp-
is og allir vélkomnir.