Morgunblaðið - 11.12.1959, Qupperneq 8
8
MORCUWnr 4fílÐ
Föstudagur 11. dts. 1959
Ferðabók Þorvaldar
Thoroddsen
KOMIÐ er út annað og þriðja
bindi af Ferðabók Þorvalds Thor
oddsens. Hið fyrsta kom út fyrir
jól í fyrra, og ef að líkum lætur
kemur hið fjórða og síðasta inn-
an skamms. í>að er út af fyrir sig
til fyrirmyndar, að slíkt ritverk
skuli koma út 4 skömmum tíma.
í>ví miður er það alsiða hér, að
útgáfur ritverka dragast um of
á langinn.
Bækurnar eru prentaðar á
ágætan pappír, frágangur allur
mjög til fyrirmyndar af hálfu
prentverks og bókbands.
Ástæðan til þess, að ég hripa
þessar línur, er fyrst og fremst
sú, að þetta er bók handa ungu
fólki, sem á eftir að kynnast
landi sínu og dásemdum þess.
Jafnframt er þetta bók handa
öllum, sem hafa yndi af ferðalög-
um, hvort heldur er í byggð eða
óbyggð. Þó að Ferðabókin taki
einkum til jarðfræði landsins
eru ferðalýsingarnar venjulega á
þann veg að margt grípur inn í
frásögnina, bæði um atvinnu-
hætti og annað, svo að á stund-
um stendur líf þjóðarinnar og at-
vinnuhættir hennar ljóslifandi
fyrir sjónum lesandans.
Hin síðari ár hafa Árbækur
Ferðafélags íslands verið helzta
leiðsögubók ferðamanna um land
ið. Þær eru margar hverjar ágæt-
ar, en af því að þær eru samdar
af mörgum höfundum koma fram
mismunandi sjónarmið við land-
lýsingar, en þær eru allt
frá nákvæmu bæjatali og upp
í greinagóðar héraðslýsingar.
Ferðabókin er hins vegar öll sam
in af þeim manni, sem mest og
bezt yfirlit hefur haft um allt
landið, og fyrir því eru lýsingar
í innbyrðis samræmi hver við
aðra. Og það er næsta ótrúlegt,
hve miklu Þorvaldur getur komið
saman af þeim atriðum, sem
máli skipta, í stuttu en skýru
máli. En slíkt er þeim einum
fært, sem hafa fullkomið vald á
efni því, sem um er rætt.
Ferðabókin er því hvorttveggja
í senn góð ferðalýsing og leið-
sögubók ásamt því að vera ágæt
landlýsing. Ýmsir hafa fundið
það Ferðabókinni til foráttu, að
stíll höfundar væri þurr og mál-
far á stundum með dönskum
blæ. En því er til að svara, að
stíll höfundar er laus við alla
skrúðmælgi en er skýr og ljós.
Og þó að einstöku sinnum
bregði fyrir danskri orðaröð í til-
vísunarsetningum ætti slíkt ekki
að gera neinum mein, sízt þegar
orðskipun í íslenzku er ört að
sveigjast inn á enskar brautir.
Ég tel að ferðabókin sé ein
hver hollasti lestur fyrir ungt
fólk, því að lestur hennar verður
til þess að leiða huga þess að
hollum ferðalögum um landið.
Þorvaldur Thoroddsen
Og því er þessi bók einhver hin
heppilegasta jólagjöf handa ungl
ingum. Þetta er verk, sem verð-
ur mönnum æ kærara því oftar,
sem þeir lesa það. Og allir, sem
unna náttúru landsins geta ekki
án þessarar bókar verið.
Ágætar skýringar fylgja hverju
bindi, og eru þær samdar af
Jóni Eyþórssyni. Maður saknar
þess, að þær skuli ekki vera
fleiri. En fyrir skýringarnar hef-
ur þessi útgáfa miklu meira gildi
en fyrri útgáfan. Nokkrar teikn-
ingar og eitt kort fylgja þessari
útgáfu. ,
Þeir, sem hafa gefið út Ferða-
bókina hafa unnið þarft verk og
eiga þakkir skildar fyrir.
Hákon Bjarnason.
GRA
B
án suitar
Ær ERIK OLAÍ-HANiFN
Alvarlegur hjartasjúkdómur
er meira en lítið hættulegur lífi manna. En hitt vita kannske
ekki allir jafnvel, að offita, sem komin er á allhátt stig,
er fólki á miðjum aldri jafnhættuleg og alvarlegur hjarta-
sjúkdómur. Sú staðreynd er þó kunn sérhverjum lækni og
raunar mörgum öðrum.
Nýjar vísindalegar tilraunir hafa varpað algerlega nýju
ljósi á orsakir offitu og afsannað ýmsar eldri kenningar.
Meginatriði hinna nýuppgötvuðu sanninda eru þessi:
Enginn þarf lengur að svelta sig til að grennast. Það er
ekki fæðumagnið, sem máli skiptir, heldur eru það kol-
vetnin, sem fyrst og fremst ber að vara sig á. -—- Út er
komin í íslenzkri þýðingu Kristínar Ólafsdóttur læknis
bókin.
CRANNUR án sultar
Þar er mikinn fróðleik að finna um eðli, orsakir og afleiðingar offitu og gerð ræki-
leg grein hinum nýju megrunaraðferðum, sem vakið hafa mikla athygli um
allan heim. Þá eru í bókinni ýtarlegar töflur um magn kolvetna, hvítu og fitu
í öllum algengum mat, og er það til stórmikils hagræðis fyrir alla þá, sem þurfa
að grenna sig. — Allur er sá fróðleikur, sem bókin geymir, settur fram á svo
ljósan og auðskilinn hátt að hverjum og einum má að fullu gagni koma.
Ýmsir fremstu menn danskrar læknastéttar hafa lokið miklu lofsorffi
á þessa bók, og er sýnishorn af ummælum þeirra prentað á kápu
bókarinnar. — Verð kr. 55.00.
IÐIJIMIM Skeggjagötu 1 Sími 12923
Bezt að auglýsa í MORCUNBl \ÐINU
Dr. Björn Sigurðsson
frá Veðramóti — minning
„Dáinn horfinn, harmafregn.
Hvílíkt orff mig dynur yfir .. “
★
ÞAÐ má víst teljast koma með
scinni skipunum, þetta, en verk-
efni vefjast löngum mörg að hönd
um okkar sveitafólks, svo blek-
iðja situr á haka. Hitt er einnig
víst að góðs manns ber að geta,
síðar sem fyrr.
Svo mun víst, að mörgum fleiri
en sifjaliði hans hefir stigið
harmur djúpt í brjóst, við hel-
fregn þessa ágætismanns, — og
furðulega harðleikin og tillits-
laust virðist hönd þess máttar, er
brá sigð dauðans á lífsþráð hins
tiltölulega unga, sístarfandi, sí-
leitandi manns, dr. Björns, er á
stuttri starfsævi hafði tekizt að
ráða torskildar rúnir og áður
óræðar gátur vísinda, gátur, sem
öðrum, er við höfðu glímt höfðu
reynst óviðráðanlegar.
Við vonuðum og raunar viss-
um, að framundan hlutu að bíða
hans úrlausnir stórra verkefna,
til bætts hags og blessunar þjóð
okkar.
Við spyrjum gjarnan: Er nokk
ur snefill vits eða réttlætis í því
að svipta nútíð og framtíð starfi
og hæfileikum slíkra manna, sem
Björns, á blómaskeiði lífs og and-
legs þroska?
Hver getur svarað slíkum
spurningum, svo öruggt sé og tii
fulls við hlitandi.
Það bregður fyrir í hug mér ljóð
línum saknaðaróðs, er fegurðar-
og bjartsýnisskáld fyrri tíðar
orkti um ungan, horfinn vin sinn.
Skáldið segir:
Krjúptu að fótum friðarboðans
fljúgðu á vængjum morgun-
roðans,
meira aff starfa guffs um geim.
Er nú ekki þessi fullyrðing skálds
ins, um að hinn ungi afburða-
hæfileikamaður, sé burtkallaður
af starfssviði þessa jarðlífs, til
enn stærra og víðtækara starfs
á vettvangi nýs lífs í nýjum
heimi. Líklegasta svarið við þess-
ari spurningu okkar: Hví var
hann kallaður frá okkur. En það
svar raskar þó ekki þeirri full-
yrðingu: Við máttum ekki missa
hann.
Samstarfsmenn og vinir Björns
hafa þegar minnzt hans með virð-
ingu og aðdáun, í ræðum og skrif-
um. Þeir hafa brugðið upp mynd
af lífsstarfi hans og ómetanlegum
vísindaafrekum, einkum í þarfir
íslenzks landbúnaðar.
Það eru einkum tvær ástæður
er til þess bera, að ég bregð penna
að blaði og minnist með virð-
ingu, þakklæti og hlýhug, þessa
afbragðsmanns og vinar — vinar,
sem ætíð gjörði mig ögn betri
og bjartari í geði, við samfundi
okkar og samtöl. Hin síðari er
þakklætishugur er bændur þessa
lands hljóta að bera í brjóstum
til- hans vegna hinna stórþörfu
afreka, sem hann vann öllum
fjárbændum landsins, er hann
réði niðurlögum garnaveikiplág-
unnar.
Það var stundum þungbúið
skýjafar á himni lífsbaráttu og
Nýr Bísam-pels
til sölu. Nýtízku snið. Uppl. hjá
Guffmundi Guftmundssyni, dömuklæðskera,
Kirkjuhvoli.
Nýjar 5 tonna
vélsturtur
til sölu. Uppl. í búðinni.
H. Jónsson & Co.
Brautarholti 22 — Sími 22255.
Sparisjóðurinn Pundið
Klappaistíg 25
Ávaxtar sparifé gegn hæstu vöxtum.
Annast öll venjuleg sparisjóðsstörf.
Bæfarsjóður Hafnarfjarðar
óskar eftir að kaupa 20 tonna aftanívagn (Prailer)
Upp.l á skrifstofu bæjarverkfræðings Hafnarfjarðar.
lífsafkomu íslenzkra bænda, með-
an hinar skæðu fjárpestir geis-
uðu og lítil von til úrbóta.
Svo rofar til, er fram stígur
úr fylkingum rannsókna- og vís-
indamanna, ungur maður, með
ljós í höndum, er brá birtu á veg
hinan vonlitlu. Nú hefur þessi
ötuli, síleitandi, sístarfandi vís-
indamaður fundið ráð eða meðal,
er eyddi að kalla dauðavaldi
þeim, er ógnaði allri hagsæld fjár
bænda.
Það má teljast til sannrar gæfu
mennsku, að fá dreift skuggura
dapurleiks og vonleysis af götu
eins þjakaðs maruis, en því meiri
hamingja, sem fleiri fá notið
birtu og styrks, frá hug og hönd-
um hins vökula, sjáandi hjálpar-
manns.
Þessi stóra lífsgæfa hlotnaðist
hinum nýlátna afreksmanm,
Birni Sigurðssyni.
Þótt minnzt sé hinnar þraut-
seigu, sigursælu baráttu hans
sem vísindamanns, þá er ekki
þar með fulltalið ágæti hans, né
mannkostir. Ég og aðrir, er hann
hafa þekkt frá bernsku, til síð-
ustu stundar, reyndum hvílíkur
öðlingsmaður hann var að allri
gerð. Hve vel honum tókst að
varðveita birtu og hreinleik sinn
ar barnslundar. Hve létt honum
var og ljúft að leysa vandræði
allra þeirra er til hans leiuðu
leiðsagnar og ráða.
Hann virtist aldrei skorta úr-
ræði á ýmsum vanda annarra
manna. Alltaf skein birta bjart-
sýninnar frá honum.
Það vill oft henda suma þá,
er hlotnazt hefur hugfesta bók-
vits og lærðra fræða, að þeir
líta smátt til hinna minna vit-
andi. En engan hef ég vitað
lausari við hroka yfirlætisins ea
Björn Sigurðsson. Sá töggur vita
og mannkosta, er með honura
bjó, áttu rætur sínar raktar til
vitiborins foreldris og þróttugs
vel gefins bændafólks, langt 1
ættir fram. Þaðan var honum
í merg runnin, gjörhyglin og
þrautseigjan í vísindastarfi.
Mörg er sú raun erfiðleika, er
mönnum mætir á lífsgöngu, í dag
anna baráttu og lífsþarfanna
striti, en það held ég, að fáir
hefji erfiðari glímu en hinn sí-
leitandi vísinda- og uppfinninga-
maður. Honum hljóta oft að skap
ast vonbrigði. Honum bjóðast oft
friðlausar andvökunætur, áður
en sigur vinnst.
Dr. Bjöm naut þess, sem og
margir heilladrjúgir afreksmerua
á ýmsum sviðum, að eiga ágæta
konu.
Kona Björns, Una Jóhannes-
dóttir, var honum styrkur og afl
gjafi í erfiðu vísindastarfi, og
hlýhuga vemdari í allri lífsbar-
áttu og lífsraun.
Svo að síðustu þetta: Ég þakka
mannkostamanninum Birni Sig-
urðssyni, ég þakka hans ómetan-
elga farsældarstarf, til hags og
heilla fyrir íslenzka bændastétt,
í nútíð og framtíð.
„Hver verður til að taka við
af honum,
hver treystir sér af landsins
vösku sonum?“.
Þorbjöm Bjömsson.
Geitaskarði.