Morgunblaðið - 11.12.1959, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 11.12.1959, Qupperneq 23
Fðstudagur 11. des. 1959 MORCIJTSBLAÐÍÐ 1 23 Ðinn nýi sendiherra Breta, Ch. Stewart, kom til Reykjavíkur síðdegis í gær flugleiðis frá Bretlandi. Hér er hann kynntur fyrir ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins, Hendrik Sv. Björnssyni, sem er maðurinn í ljósa frakkanum. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) Ástin endurvakin — Útgerbm Framhald af bls. 1. hagsráðstafanir tækju gildi, héld ur en hann var samkvæmt því samkomulagi, sem gert var við fyrrverandi ríkisstjórn hinn 5. janúar 1959. 1 sambandi við umræðurnar hafði Verðlagsráð Landssam- bandssins lagt fram áætlanir um rekstur 60 rúmlesta vélbáts á komandi vertíð, og samþykkti aðalfundurinn að vísa þeim áætl- unum til stjórnar og Verðlags- ráðs Landssambandsins, og að þær yrðu hafðar til hliðsjónar í væntanlegum umræðum, sem fram færu milli fulltrúa ríkis- stjórnarinnar og fulltrúa Lands- sambandsins um hinar fyrirhug- uðu ráðstafanir í sambandi við efnahagsmálin. Stjórnarkjör Jafnframt samþykkti fundur- inn, að í umræðum þeim, sem fram færu, yrði athugað um leið- réttingu á þeim ágreiningi, sem orðið hefir milli útvegsmanna og fiskkaupenda um fiskverð í sam bandi við úrskurð sjávarútvegs- málaráðuneytisins frá 14. apríl 1959. Að lokinni afgreiðslu mála, hófst stjórnarkjör, og var Sverrir Júlíusson endurkjörinn formaður L.Í.Ú. Aðrir í stjórn voru kjörnir: varaformaður, Loftur Bjarnason, Aðalstjórn: Jón Axel Pétursson, Ólafur Tryggvi Einarsson, Ás- geir G. Stefánsson, Kjartan Thors Finnbogi Guðmundsson, Sveinn Benediktsson, Björn Guðmunds- son, Jón Árnason. Varastjórn: Jónas Jónsson, Ólafur H. Jónsson, Hafsteinn Bergþórsson, Andrés Pétursson, Jón Halldórsson, Ingvar Vilhjálmsson, Margeir Jónsson, Baldur Guðmundsson. Að lokinni stjórnarkosningu fór fram kosning Verðlagsráðs Landssambandsins fyrir komandi ár. Formaður Verðlagsráðs var kjörinn Sverrir Júlíusson, en varaformaður Jón Halldórsson. Aðrir í aðalráð: Baldur Guð- mundsson, Valtýr Þorsteinsson, Ólafur Tryggvi Einarsson, Haf- steinn Bergþórsson. í vararáð: Björn Guðmundsson, Guðfinnur Einarsson, Ólafur H. Jónsson, Ragnar Thorsteinsson. Endurskoðandi var kjörinn Beinteinn Bjarnason. k Að lokinni kosningu stjórnar og Verðlagsráðs, tók formaður til máls, og kvaðst vona, að stjórn sú, sem nú hefði verið kjörin, reyndist þeim vanda vaxin að standa í þeim viðræðum, sem fi'amundan væru, í sambandi við þær breytingar, sem fyrirhugaðar væru í efnahagsmálum, og að þau verkefni, sem fyrir lægju, til hagsbóta fyrir sjávarútveginn og þjóðina í heild. Að lokum óskaði hann fulltrú- um gleðilegra jóla og hagsældar á hinu komandi ári, og óskaði mönnum, sem til fundarins höfðu komið um langan veg, góðrar heimferðar. MlLANÓ. HIN blóðheita óperu- stjarna María C a 11 a s vakti um síðustu helgi meiri eftirtekt en nokk- urn tíma áður. Hún gekk hönd í hönd með eigin- manni sínum um götur Mílanó. Auk þess sendi hann henni afmælisblóm vönd, 24 rauðar rósir, og að því búnu fóru þau saman að kaupa nýja sportbifreið. Þetta kemur mönnum á óvart eftir sögurnar sem gengið hafa um skilnaðar- mál Maríu Callas og eigin- manns hennar, milljóna- „Drang66 gef nar gjafir SIGLUFIRÐI, 10. des. — Bæjar- stjórn Siglufjarðar hefur sam- þykkt að veita hinum nýja flóa- báti, Drang, sérstaka viðurkenn- ingu. Verður skjaldamerki bæjar ins skorið í tré, en það síðan gef- ið bátnum og það sett upp í reyk- sal skipsins. Áður en að þessi gjöf barst Drang, hafði kvennadeild SVFÍ hér gefið til skipsins ljósmynd af Siglufirði. — Stefán. Málflutningsskrifstofa Jón N. Sigurðsson hæstaréttarlögmaður. Laugavegi 10. — Sími: 14934. Magnús Thorlacius hæstaréttarlögmaður. Málflutningsskrifstofa. Aðalstræti 9. — Sími 1-1875. mæringsins Giovanni Batt- ista Meneghini, en upplausn tíu ára hjónabands þeirra var í heimsfréttum fyrir skömmu. Nú er hins vegar talað um sættir. Orsök skilnaðarmálsins virtist mega rekja til vin- áttu söngkonunnar við griska stórútgerðarmanninn Aristoteles Onassis, sem ný- lega er hlaupinn frá konu sinni. Skilnaðarmál Callas og Meneghinis gekk allt þannig, að ekki lofaði góðu um sættir. Söngkonan lét svo ofsalega, að allir þóttust vissir um að vinátta þeirra yrði aldrei tekin upp að nýju. En nú ganga þau sem sé um, hönd í hönd. — Varnarlidið Framh. af bls. 1. Tilfærsla hersveitarinnar úr landhernum hefur verið í athugun nokkurn tíma og þýðir ekki að Bandaríkin dragi neitt úr heildarstyrk- leika sínum. Þegar hersveitin snýr aftur til Bandaríkjanna, verður hún sameinuð öðrum virkum hersveitum. 1 Reutersskeyti í gærkvöldi seg ir að skömmu eftir að landvarna- ráðuneytið bandaríska gaf út of- anritaða tilkynningu hafi það gefið út aðra tilkynningu um að allt „landherlið“ Bandaríkjanna á íslandi, eða um 1200 hermenn, verði flutt á brott þaðan, en eftir verði flugliðar og sjóliðar, sam- tals um 4000 manns, sem ekki verða fluttir brott. Talsmaður ráðuneytisins lagði áherzlu á það, þegar hann svar- aði spurningum, að Bandaríkjun- um hefði ekki borið skylda til þess samkvæmt skuldbindingum sínum við NATO að hafa um- rætt landherlið á íslandi. Þó talsmaðurinn neitaði að ræða nánar um það atriði í til- kynningunni, að hugsanlegt væri að auka aðrar varnarráðstafanir á íslandi, fékkst örugglega upp- lýst, að í athugun væri aukning á liði flotans þar. Enn bætti talsmaðurinn því við, að minnkun landhersins á íslandi hefði verið í athugun í 2 Ví ár og stæði þetta í engu sam- bandi við nýlega árekstra á ís- landi. Enn hefur enginn verið skipað ur til að taka við yfirstjórn varn- arliðsins á íslandi. Embættis- menn í utanríkisráðuneytinu, segja, að Bandaríkjastjóm hafi tekið þessar ákvarðanir einhliða, en málið hafi verið rætt við ís- lendinga. Þeir sögðu einnig að Atlantshafsráðinu hefði verið tilkynnt um þetta fyrirfram. — Utan úr heimi Framh. af bls. 12. aðildarríkja. Uppi á þakinu starfslið og sendinefndir hinna 15 verður „veitingastofa" undir ber- um himni, en í kjallaranum er stöðupláss fyrir 500 bifreiðir. O Undir sama þak NATO-byggingin hefir þegar kostað sem svarar um 200 millj- ónum íslenzkra króna. — Vel kann að vera, að á henni séu byggingarfræðilegir vankantar •— og þá ekki síður fagurfræði- legir. En hvað, sem um það má segja, er það þó stór framför, að allir embættismenn bandalagsins og allar skrifstofur þess skuli nú komast undir sama þak, í stað þess að vera á víð og dreif um alla Parísarborg, svo sem verið hefir til þessa. , EGGERT CLAESSEN og GÚSTAV A. SVEINSSON hæstaréttarlögmenn. Þórshamri við Templarasund. MÁLFLCTNINGSSKRIFSTOFA Páll S. Pálsson Bankastræti 7. — Sími 24 200. Ibúð oiskast Ung barnlaus og reglusöm hjón óska eftir 2—3 her- bergja íbúð, helzt á góðum stað 1 austurbænum. Fyrirframgreiðsla getur komið til greina. Tilboðum sé skilað á afgreiðslu blaðsins fyrir hádegi á laugar- dag merkt: „Reglusemi — 4370“. Stúlka eða kona sem getur starfað sjálfstætt að enskum bréfaskriftum óskast til starfa hjá stóru einkafyrirtæki hér í bæ. Þær sem hafa áhuga á starf- inu leggi nafn, heimilisfang og síma á afgreiðslu blaðsins merkt: „Einkaritari — 4372“. Innilegar þakkir færi ég öllum sem veittu mér ánægju með heimsóknum, gjöfum, skeytum og hlýjum árnaðar- óskum á áttræðis afmæli mínu 1. desember. Sérstaklega þakka ég forstjóra og starfsfólki Ölgerðar Egils Skalla- grímssonar fyrir þeirra rausnarlegu gjcifir. Guð blessi ykkur öll. -Jargrét Jóhannsdóttir. Þakka af hjarta öllum, sem glöddu mig með gjöfum, heimsóknum og sendu mér hlýjar kveðjur á áttræðis afmæli mínu 8. nóv. s.l. Guð blessi ykkur öll. Sigríður Jónsdóttir, Hofi, Vestmannaeyjum. Faðir okkar, GUÐMUNDUR J. GUÐMUNDSSON prentari, Lokastíg 5 andaðist í Landspítalanum fimmtudaginn 10. desember. Jarðarförin auglýst síðar. Guðrún Guðmundsdóttir, Gunnar Guðmundsson Faðir minn PÁLL ÞORSTEINSSON frá Tungu í Fáskrúðsfirði, andaðist að heimili mínu 9. desember. Stefán Pálsson. Bróðir okkar EINAR GUÐMUNDSSON bókbindari, lézt í Kaupmannahöfn 3. desember síðastliðinn. F.h. konu hans og barna. Steingrímur Guðmundsson, Þorgils Guðmundsson. Móðir okkar JÓNlNA JÓNSDÓTTIR verður jarðsungin frá Eyrabakkakirkju laugardaginn 12. desember kl. 1,30. Fyrir mína hönd og systkina minna. Sveinn Pálsson. Kærar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför systur okkar INGIBJARGAR GRÍMSDÓTTUR Eyrún Grímsdóttir, Ágústína Grímsdóttár Herdís Grímsdóttir. Hjartanlega þökkum við öllum sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför GlSLA SÆMUNDSSONAR Einnig þökkum við samstarfsmönnum hans á Reykja- víkurflugvelli og flugmálastjóra mikilsverða aðstoð. Ragnheiður Ólafsdóttir og Nína Björk Öllum þeim er auðsýndu mér og mínum samúð við frá,- fall SIGURÐAR GUÐMUNDSSONAR færi ég hjartans þakkir. Sérstaklega vil ég þakka Út- gerðarfélaginu Venus h.f. fyrir alla þess aðstoð. Guð blessi ykkur öll. Fyrir mína hönd og barnanna. Hulda Pétursdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.