Morgunblaðið - 11.12.1959, Side 24

Morgunblaðið - 11.12.1959, Side 24
13 dagar til jola dagar til jdla 277. tbL — Föstudagur fl. desember 1959 Aflamet síldar- vertíbannnar AKRANESl, 10. des. HRINGNÓTABÁTURINN Höfrungur setti í dag aflamet síldarbátanna á Faxaflóasvæð inu og við Suðurland, þegar undan er skilin síldargangan í Hvalfirði hér' á árunum. — Renndi Höfrungur að garðin- um í morgun svo dekkhlað- inn að flaut yfir skammdekk- Ekkert > ........ saltað Kvenfólkið i verk- falli KEFLAVÍK, 10. des. HINGAÐ komu í dag 25 bátar með 2935 tunnur síldar. Voru snurpubátarnir hæstir: Vonin 569 tunnur og Jón Finnsson 513. Fór öll síldin í bræðslu fyrir það að hún var smá og að hér er nú ekkert saltað. — Guðfinnur var hæstur rek- netabáta með 153 tunnur, Andri og Vísir með 142 tunn- ur hver. Fundur var haldinn í Verkakvennafélaginu kl. 2 í dag og var rætt um miðlunar- tillögu síldarsaltenda, og var hún felld af fundarkonum. Er því algjör óvissa um síldar- söltun hér í Keflavík og eng- ar nýjar viðræður hafa verið ákveðnar til lausnar deilunni. Hringurinn leggur fram 4. milljónina HINN 8. þ. m. afhentu frú Soffía Haraldsdóttir og frú Eggrún Arnórsdóttir fyrir hönd stjórnar Kvenfélags- ins Hringsins ráðherra heil- brigðismála, Bjarna Bene- diktssyni, dómsmálaráð- herra, ávísun fyrir einni milljón króna, sem er fram- lag frá félaginu til barna- spítala í nýbyggingu Lands- spítalans, sem nú er í smíð- um. Hefur félagið þá lagt fram fjórar milljónir króna til barnaspítalans, auk bún- aðar í sjúkrastofur barna- deildar þeirrar, sem starfað hefur í Landsspítalanum nú um skeið. Ráðherrann veitti fjár- hæð þessari viðtöku og þakkaði rausnarleg framlög Kvenfélagsins Hringsins til þessara mála, fyrr og síðar. (Frá dóms- og kirkjumála- ráðuneytinu). ið og landaði hann 1128 tunn- um. Fékk hann síldina í 2 köstum. Annar hringnótabát- ur fékk 783 tunnur, en alls komu hér á land í dag 3200 tunnur af síld. Aflahæstu rek- netabátanna voru: Sveinn Guðmundsson 193 tunnur, Fylkir 175, Fram 128 og Ás- björn 119 tunnur. Skipstjóri á Höfrungi er Garðar Finnsson, Skagabraut 4 hér á Akranesi. Siglufjarðar- skarð rutt Siglufirði, 10. des. — UNDANFARIÐ hefur verið hér eindæma veðurblíða á þessum tima árs. Er sem vorið sé á næstu grösum, því nú ertu snjóýtur komnar upp í Siglufjarðarskarð og gær verið að opna það fyrir bílaumferð. Hefur það aldrei áð- ur borið við í sjálfum desember, að Siglufjarðarskarð hafi verið rutt. — Stefán. Jólasvipur á Sigluf irði SIGLUFIRÐI, 10. des. — Jóla- svipur færist nú yfir Siglufjörð. Ljósaskraut prýðir aðalgötu bæj- arins og jólastjarna hefur verið sett upp hjá kirkjunni. Á Ráðhús toginu hefur verið reist 10 m hátt jólatré, kveðja frá vinabænum Herning í Danmörku. Þá hafa félagar í Lionsklúbb í hyggju að setja upp jólastjörnu eina mikla við sjúkrahúsið. — Stefán. Sýslunefnd Vestur-Skaftafellssýslu ber kistu Gísla Sveinssonar úr kirkju. í kirkjudyrum sjást frú Guðrún Einarsdóttir og Sveinn Gíslason, sonur hins látna alþingisforseta. Löghald í „Bæjar- húsinu" á Akranesi Dr. Helgi Pjeturss f GÆR gerðist sá atburður uppi á Akranesi, að gert var löghald í Bæjarhúsinu, sem er eins konar ráðhúss Akraness. Var löghaldið gert fyrir 12 þúsund króna skaða- bótakröfu á hendur bæjarsjóði. Á Lekt hús selt Mál þetta stafar af hússölu bæjarins. Fyrir ári seldi það manni nokrum, Eðvari Árna- syni, hið gamla skólastjóra- hús á Akranesi, en það kom í Ijós, að húsið lak og krafðist kaupandinn skaðabóta fyrir það, en hefur mætt hinu mesta þver- lyndi hjá bæjárstjóranum í því að fá mál sitt leiðrétt. Hefur það gengið svo langt, að bæjar- stjórinn sendi ekki einu sinni umboðsmann til þess að vera viðstaddur mat á gallanum. Þetta mál hefur dregizt á lang- inn í heilt ár, vegna allskyns mót- bára bæjarstjórans og hefur bæj- arstjórinn á Akranesi m. a. lýst því yfir, að hann vilji ekkert með mál þetta hafa að gera. 1 gær. fór lögfræðingur hús- kaupandans, Guðlaugur Einars- son, upp á Akranes og krafðist hann þess að gert yrði löghald í eignum bæjarins til tryggingar 12 þúsund króna skaðabótakröfu. Er ekki venjulegt að gera slíkt löghald í eignum bæjarfélaga, en Ferðabók dr. Helga Pjeturss kemur út í dag í DAG kemur út „ferðabók dr. Helga Pjeturss“. En þar safnað saman á einn stað hinum fjöl- mörgu ferðaþáttum hans bæði af ferðum innanlands og erlendis. Bókin skiptist í þrjá megin- kafla. Sá fyrsti er ritgerð sú, sem dr. Helgi skrifaði um Græn- landsferð sína 1897, í leiðangri Frode Petersen. Kom hún fyrst út 1899 í ritinu „Um Grænland að fornu og nýju“. Nokkrum árum seinna (1905) skrifaði hann doktorsritgerð um jarðfræði íslands. Annar þáttur bókarinnar eru íslenzkar frá- sagnir, sem hann skrifaði af ferð- um sínum og rannsóknum hér heima, en í þeim þriðja eru frá- sagnir af utanferðum hans, eink- um á árunum 1908—1912, en þá fór hann suður í lönd til þess að kynnast nýjungum í jarðfræði, flytja fyrirlestra og hitta merka jarðfræðinga og sjá sig um. Vilhjálmur Þ. Gíslason sá um útgáfuna, en Halldór Pétursson teiknaði titilblað, myndir og kápu. Útgefandi er Bókfellsút- gáfan, og er frágangur bókarinn ar allur hin bezti. lögfræðingurinn kveðst hafa ósk- að þess, eingöngu vegna þess að hann hefði oftsinnis orðið fyrir greiðslutregðu og vanskilum bæjarsjóðs. Söguleg löghaldsaðgerð Fulltrúi bæjarfógetans á Akra- nesi, Valgarður Kristjánsson, framkvæmdi löghaldið. Bæjar- stjóri Akraness, Daníél Ágústínus son, var ekki viðlátinn þegar fó- getaaðgerðin var framkvæmd, en settur bæjarstjóri í fjarveru hans, Sigurður Haraldsson, gjald- keri bæjarsjóðs, neitaði að koma fram fyrir hönd bæjarfélagsins. Þá var þar nærstaddur einn bæj- arfulltrúanna, Sigurður Guð- mundsson, lögregluþjónn. Var hann beðinn um að benda á eitt- hvað til löghalds, en hann neit- aði að gera það. Skoraði fógeti þá á lögfræðinginn að benda á ein- hverjar eigur bæjarins, sem gera mætti löghald í. Benti hann á Bæjarhúsið og var löghald gert í því, og fógetagerðinni þinglýst. Áminning fógeta Að lokum brýndi fógeti fyrir gerðarþola að óheimilt væri að ráðstafa hinni kyrrsettu eign á nokkurn hátt, er í bága færi við gjörð þessa að viðlagðri refsi- ábyrgð. Jólaglaðningur happdrœttisins ; Beykvíkingor og Hafnfirðingnr skiptu með sér Vz milj. í gær í GÆRDAG kom jólaglaðningur Háskólahappdrættisins á 2573 vinninga, en þeir skiptu með sér vinningsupphæð að krónutölu til 3.645.000,00. Kom hæsti vinning- urinn hálf milljón króna á fjórð- ungsmiða. Það er seinlegt verk að draga út svo marga vinninga, enda var klukkan farin að halla í sjö þeg- ar drætti var lokið, en hann byrj- aði klukkan 1 eftir hádegi. Hæsti vinningurinn 500.000 kr. komu á fjórðungsmiða nr. 4108. Voru það Reykvíkingar og Hafnfirðing ar sem skiptu með sér þessum veglega jólaglaðningi kr. 125.000 í hlut. Þegar vinningurinn kom upp hafði útdráttur staðið í um það bil eina klst. Nokkru síðar kom næst hæsti vinningurinn 100.000 krónur á heilmiða nr 29520, einnig í umboði hér í Reykjavík. Undir lokin komu svo báðir 50.000 kr. vinningarn- ir, sá fyrri á fjórðungsmiða nr. 2951 og síðari vinningurinn á heilmiða í Vífilstaðaumboðir.u nr. 37154. Þessi númer hlutu 10.000 kr. hvert: 4038 — 4128 — 4584 — 7360 _ 8000 — 9661 — 13316 — 13572 — 14127 — 21374 — 26119 — 26386 — 30040 — 35569 — 35714 — 39793 — 40237 — 42310 — 43930 — 49461. Þessi númer hlutu 5.000 kr. hvert: 317 — 2747 — 2950 — 2952 — 3013 — 3459 — 4107 — 4109 — 4294 — 8050 — 11595 — 12231 — 12855 — 14018 — 14125 — 15218 — 15372 — 16489 — 17461 — 18101 — 18986 — 19913 — 22626 — 23269 — 24022 — 24528 — 24928 — 25851 — 27074 — 27261 — 29519 —29521 — 29570 — 29804 — 30613 — 33044 — 33874 — 36203 — 37153 — 37155 — 37808 — 38097 — 40176 — 42023 — 44420 — 45493 — 47497 — 47940 — 49550. — (Birt án ábyrgðar). Lá við slysi SANDGERÐI, 10. des: — Skips- höfnin á vélbátnum Mumma hafði þá sögu að segja, er hún kom úr róðri, að við borð hafi legið, að báturinn færi á hvolf er hann fékk svo stórt kast í herpi- nótina. Urðu skipverjar að skera nótina frá, til þess að takast mætti að rétta bátinn aftur. —Axel.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.