Morgunblaðið - 22.12.1959, Side 1

Morgunblaðið - 22.12.1959, Side 1
24 síður Ljósmynd O. K. M. Stærsta flugvél okkar nýja Loftleiðavél- iri- kom i gær Vesturveldin bjóða Krúsjeff tii fundar í París 27. apríi NÝJA Loftleiðavélin kom til Reykjavíkur í gær- kvöldi. — Margt manna hafði safnazt saman við af- greiöslu félagsins á Reykja- víkurfiugvelii um 10-leyt- ið þrátt fyrir kuldann. — Eftirvæntingarsvipur var á hverju andliti og fólkið rýndi út í myrkrið, í suð- vesturátt og beið þess að sjá Ijós nýju vélarinnar í fjarska. Nokkrar mínútur yfir 10 heyrðust hróp í mannfjöld- anum: Þarna er hún, sjáið þið hana ekki? Menn rýndu enn meira. Jú, það var rétt. Hátt á lofti, að því er virtist yfir Keflavík, sást rautt Ijós Framh. á bls. 23. PARÍS, 21. des. LEIÐTOGAR hinna fjögurra vestrænu stórvelda luku í dag þriggja daga viðræðum um viðhorfin í alþjóðamálum. — Urðu þeir ásáttir um það að bjóða Nikita Krúsjeff, for- sætisráðherra Sovétríkjanna, til stórvéldafundar í París, sem hef jist þann 27. apríl. Að því búnu yfirgaf Eis- enhower, Bandaríkjaforseti, París með farþegaþotu sinni. Ætlaði hann að koma við í Madrid á Spáni og Casablanca í Marokkó á leið sinni heim til Bandaríkjanna. Þeir de Gaulle, Macmillan og Eisenhower luku ráðstefnu sinni ásamt með Adenauer, með því að skrifa hver um sig bréf til Krús- jeffs, sem eru efnislega sam- hljóða. Segir t. d. 1 bréfinu frá Eisenhower, að það sé æskilegt að forustumenn stórveldanna komi við og við saman til fund- ar. Er því álitið að Parísarfundur- inn 27. apríl verði aðeins sá fyrsti af fleiri „toppfundum“ og að þeir verði haldnir til skiptis í París, Washington, London og Moskvu. Á Vesturveldaráðstefnunni, sem er nú lokið, var m. a. rætt um afvopnunarmálin, Þýzka- landsmálin og þar á meðal Berlínar-vandamálið. Forustu- mennirnir voru sammála um þrjú eftirfarandi grundvallar- atriði í Berlínarmálinu: 1) Ekki kemur til mála, að neitt ríki fjórveldanna geti einhliða losað sig undan skuldbinding- um sínum í Berlín. 2) Vesturveldin munu áfram halda fast við það, að þeim beri réttur til opinnar um- ferðar til og frá Vestur-Berlín. 3) Vesturveldin munu ekki sam- þykkja það, að austur-þýzkum yfirvöldunum verði falið að taka við hlutverki Rússa í Austur-Berlín. í tilkynningu hinna vestrænu leiðtoga er sérstök áherzla lö'gð á efnahagslegt samstarf Vestur- landa. Segir m. a. í tilkynning- imni: Framh. á bls. 22. Indverjor fogna Eisenhower INDVERJAR fögnuðu Eisenhower Bandaríkjafor- seta ákaflega er hann kom til Nýju Delhi í Asíuför sinni. Meðfram leið hans frá flugvelli til miðborgar- innar safnaðist svo mikill J manngrúi, að slíkt hafði aldrei sézt allt frá þeim degi er Indland fékk sjálf- stæði og áætla menn, að mannfjöldinn hafi numið um tveimur milljónum. Sums staðar þrengdi fólk sér yfir lögregluhindranir til þess að komast sem næst bifreið þeirri er Eis- enhower og Nehru sátu í. Fékk lögreglan við ekkert ráðið, en jafnvel Nehru steig út úr bifreiðinni og hjálpaði til við að ryðja henni leið gegnum mann- þröngina. Það er álit margra, að með þessari heimsókn Eis- enhowers muni hefjast nýr þáttur í samskiptum Ind- lands og Bandaríkjanna. Telja menn, að Indverjar, sem verið hafa hlutlausir í alþjóðadeilum, muni nú verða miklu hliðhollari Bandaríkjunum en áður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.