Morgunblaðið - 22.12.1959, Síða 3

Morgunblaðið - 22.12.1959, Síða 3
Þriðjuagur 22. des. 1959 MOnCVWBl.AÐlÐ 3 Grímsstööum í Mývatns- sveit, 1J/. desember. EKKI verður um það sagt hvað margt fé hefur farizt í stórhríðinni 8. og 9. nóv., en fullyrða má að það er margt sem farizt hefur og vantar. Það er því víst að tjónið af bylnum hefur orðið töluvert. Þó útlit væri fyrir á tímabili að það mundi hafa verið mun meira en í ljós kom þegar frá leið, þá er ekki allt tjónið fólgið í fjárdauðan-. um. —■ Öll sú vinna, sem fór í það að leita að fénu, mundi gera margfalt stærri upphæð, ef reiknuð væri venjuleg vinnu- laun, en verðmæti þess fjór, sem farizt hefur. Víða hefur leitum verið haldið áfram, allt fram að þessu og 6. þessa mán- aðar fundust 4 kindur lifandi í fönn. Það eru þær síðustu, sem ég veit um að fundizt hafi lifandi, og þó merkilegt sé, voru þær vel hressar. Hundarnir fundu féð Það.er orðið mjög margt féð sem grafið hefur verið úr fönn. Hafa hundarnir átt mestan þátt 1 að finna það. Þar sem hundarnir gerðu að- vart um að fé væri í fönninni var umhverfið kannað með stöngum, sem borað var niður í skaflana. Bezt reyndust til, slíkrar könnunar langir teinar úr steypujárni. Þeir gengu vel niður í fönnina og festust þar ekki, sem oft kom fyrir um tréstengur. En oft kom það fyrir að stengurnar náðu ekki til botns, þó langar væru. Björgun frá hungurdauða Það var öllum ljóst, þegar leið að lokum nóvembermán- aðar, að engar líkur voru til, þess að leitirnar borguðu sig fjárhagslega, en það hafði engin áhrif á áhuga manna við að leita. Fjármennirnir telja ekki eftir að leggja ó sig hvaða fyrirhöfn sem er, ef þeir með því hafa von um að bjarga einhverri sauðkind frá hungurdauða undir fönninni. Skiðasleðar voru mikið notað- ir til að aka heim þeim kind- um, sem voru svo lasburða að þær gátu ekki gengið. Voru þær þá vafðar í teppum til að verja þær fyrir kulda, sem mjög vildi sækja á þær þegar þær komu upp úr tiltölulega hlýjum snjóhúsum, sérstak- lega ef þá var stormur og stundum mikið frost. Þann 10. des. fóru 3 menn á jeppa suður í Herðubreiðar- t*--*'*"*1*-*-*, Vj« * * * * mm I lindir og fundu þar 2 lamb- hrúta. Voru þeir mjög vel á sig komnir. Þeir voru settir á vog, þegar þeir komu niður í Mývatnssveit. Sá þeirra sem þyngri var reyndist 58 kíló. Undanfarið hafa nokkrum sinnum komið hlákur og snjó tekið mikið, en feikna stór- fenni er víða. Allir akvegir eru nú vel færir, og á Mý- vatni er afbragðs skautaís. Lítið er skotið af rjúpum, en eftirspurn eftir þeim mjög * * tonn mikil og verðið hátt og fer stöðugt hækkandi. Skýring á myndinni Til þess að gefa gleggri hug- mynd um það hvernig leitað er í fönninni, hef ég teiknað mynd af því sem oft gerist, fyrsta mánuðinn eftir stórhríð- ina. Mér datt í hug að Morg- unblaðið gæti notað myndina. Tveir menn eru að leita i fönn, þeir hafa sinn hundinn hvor, sem eru þeim kostum húnir, að Ieita að fenntu fé. Neðri hundurinn á myndinni hefur vísað á stað þar sem kind eða kindur eru undir, og fylgist nú af áhuga með mokstrinum, til að vita hvað upp úr fönninni kemur. Hund- urinn sem ofar er, er farinn að grafa í fönnina þar sem hann finnur á lyktinni að kind muni vera. Maðurinn sem . með hann er, er ekki farinn að moka skaflinn, en kannar umhverfið með járnstönginni, því oft geta verið fleiri kind- ur saman með litlu millibili, þó hundurinn átti sig ekki á því fyrst í stað. Búið er að búa um lasburða kind á skíða- sleða og fjær til vinstri, sést gryfja í snjónum, þar sem kind hefur verið grafin upp. — Jóhannes. Brezku börnin, sem hingað komu til að sjá jólasveininn, fóru til Sauðárkróks á laugardaginn í boði Flugfélags tslands. Jólasveinninn var að sjálfsögðu með í förinni, og á Sauðárkróki var skemmtun haldin, er sóttu milli 300 til 400 skagfirzk börn. — Á myndinni sést Kertasníkir ræða við börnin. bjargað úr STAKSTEINAR „Hafa ekki þ -ozkast í aldafjórðung“ Thor Vilhjálmsson, rithöfund- ur, hef'ur nýléga gefið út fjör- lega ritaða ferðaþætti frá Rúss- landi, er bera fyrirsögnina: „Und- ir gervitungli“. Segir hann þar bæði kost og löst á því, sem fyrir augun bar á ferðum hans um Sovétríkin. Á einum- stað í bókinni lýsir Thor Vilhjálmsson heimsókn sinni í menningarmiðstöð eina austur þar. Kemst hann þá m.a. að orði á þessa leið: „Einn dag var ég beðinn um að koma á fund í þessu húsi með áhugafólki um bókmenntir. Eink um hafði það lagt stund á Norð- urlandabókmenntir og nokkrir megináherzlu á íslenzkar bók- menntir. Þar var ég beðinn um að flytja erindi um samtímabók- menntir á íslandi og nefndi þá höfunda helzt, sem mér þótti ein- hvers virði. Að því loknu hófust fyrirspurnir óg var spurt um hina furðulegustu menn og hvernig bókmenntasköpun þeirra gengi og voru flestir þeirra litlir spá- menn á íslandi, nema kannske í einhverjum fámennum félögum. Þar var til dæmis talað um rit- höfundinn Gunnar Benediktsson með lotningu og fór ég að undr- ast það, hverjir væru nú helztu ráðunautar Rússa um íslenzkar bókmenntir. Þeir sem taka sam- an höfundalista handa Rússum, hljóta að vera meðal kreppuára- stalinista og þeirra, sem hafa ekki þroskazt í aldarfjórðung, þekkja ekkert sem gerzt hefur í veröld- inni þann tima og þjappa sér fastar saman, eftir því sem fækk aði í hópnum og vitundin sljóvg- ast“. Ganga um gnístandi tönnum Thor Vilhjálmsson heldur síð- án áfram: „Þessi hópur hefur, að því er virðist, svarið þess dýran eið að þykja allt fallegt, sem kemur frá Sovétríkjunum en ganga um gníst andi tönnum í heimalandi sínu og eru á göngu sinni um samfélag okkar hin hæpnasta auglýsing og Iítið trekkerí fyrir unaðsemdir sósíalismans. Sumt af þessu fólkl hefur komizt í boðsferðir til Sov- étríkjanna og snjallir áróðurs- menn eru látnir taka á móti þvi og tala við þetta fólk, eins og Sovétþjóðunum væri vel kunnugt um ágæti þeirra, það nyti jafnvel frægðar þar, og verður þetta vit- anlega oft til að svipta það síð- ustu freistingum til gagnrýnilegs mat á veruleikanum í sambandi við Sovétríkin, því ekki hefur það náð því forystuhlutverki í rásinni heima fyrir, sem metnað- urinn stóð kannski einhverntím- ann til, og gengzt því meira upp við hnitmiðað skjall“. Olíubraskið vekur mesta athygli Um þessar mundir vekja gjald- eyris- og tollsvik oliufélaga SÍS mesta athygli meðal íslenzks al- mennings. Sætir það vissulega engri furðu. Hér er um að ræða víðtæðcasta braskmál, sem um getur á íslandi. Það vekur einnig athygli, að Tíminn, aðalmálgagn Framsókn- arflokksins, leggur litla áherzlu á að flytja fréttir af þessu hneykslismáli. Það birtir að vísu fréttatilkynningu rannsóknardóm aranna sl. laugardag. En i sunnu- dagsblaði Tímans er ekki minnzt á málið einu orði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.