Morgunblaðið - 22.12.1959, Page 6
6
MORCUNBLAÐIÐ
Þriðjuagur 22. des. 1959
Miðsföðvardœlur
Væntanlegar. Tökum á móti pöntunum. \
Helgi Hiagnússon & <Co.
Hafnarstræti 19.
Aluminiumpappír
Steikið jólamatinn í aluminíumpappír.
Geymið jólamatinn í aluminíumpappír.
Helgi IHagnússon & Co.
Hafnarstræti 19 — Símar 13184 og 17227.
Ekta Skozkur kristall
Frábært dæmi um skozkan listiðnað ðlæsileg
og sérstæð gjafavara. Aðeins eitt st. af gerð.
Minnisstæð jólagjöf. Fæst hvergi í bænum nema
hjá okkur. Ennfremur allskonar skrautvörur,
tlr, Klukkur og Silfurvörur, sem eru öllum
kærkomnar jólagjafir.
Kaupið kjörgripi þá minnast móttakendur jóla-
gjafanna þeirra lengi og ljúft.
Magnús Sigurjónsson
Skartgripaverzlun — Laugaveg 45.
Vinsœlasta
jólagjöfin
er peysa irá
VERZLUNIN
Skólavörðustíg 13 — Sími 17710.
íslenzk útgáfa á
Jack London
Jólatré á Austurvelii
ÍSAFOLD á þakkir skilið fyrir
að hafa hrundið af stokkunum
smekklegri útgáfu á verkum Jack
Londons, sem í nærfellt hálfa
öld hefur verið einhver víðlesn-
asti höfundur heims. Allt frá því
að þessi furðulegi ameríski ævin-
týramaður hóf að skrifa sögur
sínar rúmlega tvítugur (hann var
fæddur 1876), hafa sögur hans
verið alþýðu manna á Vestur-
löndum staðfesting þess, að til-
veran sé ævintýraleg og stór-
brotin og hættuleg. Saga höfund-
arins sjálfs, sem er ekki síður
kunn en bækur hans, hefur gefið
ævintýrum hans um gullgrafara,
sjóhetjur, veiðimenn og stór-
brotna flækinga æskilegan sann-
sögublæ í hugum manna: hann
var sjálfur gullleitarmaður í
Alaska, bíræfinn veiðiþjófur á
San Fransiskóflóa um fermingu,
krónískur laumufarþegi á eim-
lestum í æsku, þrælkaður sjó-
maður á örgustu fleytum
Kyrrahafsins, ofdrykkjumaður
12 ára að eigin sögn, veiðimaður
í Klettafjöllum, tukthúslimur í
þrælkunarvinnu við Erievatn.
Þar á ofan gerist hann víðkunn-
ur í einu af þeim fáu hetjugerf-
um, sem nútíminn á einkarétt á.
Hann var árum saman róman-
tískur farandblaðamaður fyrir
ýmis helztu blöð og tímarit
Bandaríkjanna. Sagt er, að hann
hafi verið hæstlaunaði blaðamað-
ur heims á sínum tíma. Enginn
rithöfundur á þessari öld hefur
getið sér jafnmikla frægð sem
ævintýramaður nema Ernest
Hemingway.
Hetjudáðir á afskekktum stöð-
um eins og í Alaska eða afkim-
um Kyrrahafsins, tvísýnt föru-
mannalíf, yfirmennsk barátta við
höf og veður og óargadýr eru
vitanlega alltaf vinsæl söguefni,
eins og metsölubókaskrár hvers
árs bera með sér. Samt falla
flestar metsölubækur í gleymsku
eftir fáeina mánuði og höfund-
anna sér hvergi stað í neinni
bókmenntasögu. En Jack London
virðist ætla að lifa af sér breyt-
ingar tímans og þolleysi þeirra,
sem bækur lesa. Vitaskuld er
hann langt hafinn yfir venjulega
dægurhöfunda: hann hefur stíl,
sem að vísu er stundum öfga-
fenginn, en aldrei meiningarlaus,
hann hefur brennandi sannfær-
ingu, þjóðfélagsskoðun og trú á
viss lífsgildi, sem eru ekki, eins
og verða vill í reyfurum, upp-
tuggin almenningssjónarmið. Og
persónur hans eiga við raunveru-
leg vandamál að etja, sem eiga
rætur sínar í skapferli þeirra, og
fyrir þá sök fær hin reyfaralega
atburðarás sagnanna einatt raun-
sanna og fullgilda merkingu.
Heimspeki hans og þjóðfélags-
skoðanir kunna stundum að virð-
ast gamaldags, en það eru engu
að síður heimspeki og þjóðfélags-
skoðanir. Á þessum dögum, þeg-
ar bilið milli bókmennta og
skemmtilesturs virðist vera að
gerast æ breiðara, er það holl
reynsla að líta í Jack London.
Hann sannar með sínum hætti að
þetta bil er hægt að brúa enn
sem fyrr. Og á hinn bóginn, ef
til vill, að almennur lesandi
firtist ekki af bókmenntum, ef
þær eru skemmtilegar.
Út hafa þegar komið þrjár sög-
ur eftir London hjá ísafold:
Óbyggðir kalla (þýð. Ólafur við
Faxafen), Spennitreyjan (Sverrir
Kristjánsson) og Ævintýri Jack
London (Ingólfur Kristjánsson).
Kristján Karlsson.
Geir Hallgrímsson borgarstjóri
þakkar fyrir tréð
1 FYRRADAG var jólatréð, sem
Óslóarbúar hafa að venju sent
Reykvíkingum, afhent við hátíð-
lega athöfn á Austurvelli. Athöfn
in hófst klukkan 16 með því að
Dómkórinn söng tvo sálma undir
stjórn dr. Páls ísólfssonar. Því
næst flutti sendiherra Norð-
manna liér á landi, Bjarne W.
Börde, ræðu og mælti á íslenzku.
Hann kvað þessa gjöf Óslóarbúa
vera til merkis um það hvern
vinarhug Norðmenn bæru til
frændþjóðar sinnar hér á landi
og hann óskaði að gagnkvæm
kynni og skilningur milli þjóð-
anna mætti enn aukast. — Því
næst bað hann dóttur sína, frú
Unni Kröyer, að tendra ljósin á
trénu og flutti sendiherrann ís-
Framh. á bls. 10.
skrifar ur
dagleqa lífínu
* Stórhættulegar
sprengjur
Piltur um tvítugt leit inn
til Velvakanda á dögunum.
Hann var með annan hand-
legginn í fatla og gipsumbúðir
um hendina. Erindi hans var
að segja okkur frá slysinu,
sem hann hafði orðið fyrir, eí
það mætti verða öðrum til við-
vörunar.
Hann hafði ásamt öðrum
pilti útbúið sér sprengju með
því að fylla koparhólk púðri
og festa kveikjuráð í. Vildu
þeir nú vita hve mikill hvell-
ur yrði af þessu og sögumaður
I okkar hélt á hólknum meðan
hinn kveikti í. Hólkurinn
sprekk í hendi hans og stór-
skaddaði hann. Fór framan af
þumalfingri og litli fingur
handarinnar verður ónýtur.
Aðgerð á hendinni tók tvo
tíma á slysavarðstofu og pilt-
urinn verður frá vinnu í tvo
til þrjá mánuði án þess að fá
nokkuð bætt úr tryggingum,
þar sem slysið er talið orsakað
af vítaverðu gáleysi.
Velvakandi innti piltinn eft-
ir því, hvar hann hefði kom-
izt yfir efnið í sprengjuna og
skýrði hann svo frá, að hann
hefði fengið það á verkstæð-
inu, sem hann vinnur á, en
hann er bifvélavirkjalærling-
ur. Þessi staðreynd hlýtur að
vekja þá hugsun, hvort ekki
sé alltof auðvelt fyrir unglinga
að komast yfir efni, sem þeir
síðan geta gert sér stórhættu-
legar sprengjur úr. Er full
ástæða fyrir alla, sem slíkt
efni hafa undir höndum, að
vera vel á verði, svo unglingar
komizt ekki yfir það og geri
sér úr því sprengjur sér og
öðrum ef til vill til stórskaða.
Velvakandi þakkar piltinum
fyrir þá skynsemi og þann
þroska, sem hann sýndi með
því að koma sögunni á fram-
færi. Vonandi verður hún ein
hverjum til viðvörunar.
# Of mörg merki
Bílstjóri kom að máli við
Velvakanda og minntist á
nýju umferðarmerkin, sem nú
hafa verið sett upp við fjölda-
margar götur. Eru þau merkt
Stanz og ber bílum skilyrðis-
laust að stanza áður en þeir
aka inn á þá götu, sem merkin
eru við.
Bílstjórinn kvað merki þessi
mjög gagnleg og sums staðar
bráðnauðsynleg eins og t. d.
þar sem ekki sér götu fyrr en
út á hana er komið. Hins veg-
ar sagði hann, að sér fyndist
þessi merki stundum óþörf
eins og t. d. þar sem sér vítt
til beggja handa löngu áður
en að komið er að götu þeirri,
sem skylt er að staðnæmast
við.
„Það er viss hætta í því fólg
in, ef slík merki eru sett upp
víðar en brýn nauðsyn kre'-
ur“, sagði bílstjórinn. „Þá
telja menn þau óþörf og til
trafala og hirða ekki um að
fara eftir þeim. Einnntt í þvi
er hin mesta hætta fólgin. —
Reglur eiga að vera til að fara
eftir, en mega ekki vera
þannig, að þær stuðli að því
að menn virði þær að vettugi".