Morgunblaðið - 22.12.1959, Síða 13
Þriðjuagur 22. des. 1959
MORGUNBLAÐIÐ
13
\* :
Sunnanhólmar
ur, en miðkaflinn síztur. Ingi-
mar er heimspekilega sinnaður og
veltir fyrir sér ýmsum kosmísk-
um vandamálum, en það getur
verið skáldum áhættusamt að
leika sér með afstrakt hugtök og
segja óræða hluti eins og hann
gerir til dæmis í einkunnarorð-
um- fyrsta kaflans:
Hér stórskemmir samt síðasta
línan ljóðið, því þar fer samlík-
ingin viS líkkistuna út um þúfur.
Svipuðu máli gegnir um ljóðið
„Vor“. Þar er jörðinni líkt við
konu sem legið hefur vetrarlangt
á sæng til að ala vorið, og að fæð
ingu lokinni hjalar grænn svörð-
urinn í vöggu. Þetta er frumleg
samlíking (þó henni svipi lítið
eitt til líkingar Bjarna Thoraren-
sens í „Veturinn"), en mér finnst
skáldið ekki vinna nógu vel úr
henni: hann hefði átt að gera
Ijóðið þéttara í sér og heilsteypt-
ara með því að sleppa hlývind-
unum og sólinni sem græða sár-
in, því mér vitanlega hljótast ekki |
að jafnaði sár af barnsburði, þó
ýmis önnur óþægindi kunni að
vera honum samfara.
Megin gallinn á ljóðum Ingimars
er sá að tákn hans eru ekki nægi
lega áþreifanleg, og svo hitt að
hann einbeitir sér ekki sem
skyldi að úrvinnslu þeirra lík-
inga sem hann notar.
Mér finnst honum vera alltof
tamt að nota almenn eða óhlut-
kennd orð sem fela ekki í sér
neina beina skírskotun, heldur
dreifa miklu fremur athygli les-
andans, orð eins og nótt, myrk-
ur, jörð, tungl, stjörnur, draum-
ur, hjarta, sál, ást, hatur, gleði,
sorg, vindur, sól, tár, ósk, þrá, rós,
blóm, óendanleiki og önnur slík.
Mörg þessara orða koma fyrir í
hverju ljóðinu eftir annað, og
týna af þeim sökum ferskleikan-
um sem þau á annað borð hafa,
auk þess sem slík orð eru svo al-
menns eðlis og svo útþvæld orðin
í skáldskap, að þau vekja naum-
ast nýja skynjun, nema þá í ný-
stárlegum samböndum. Að sjálf-
sögðu eiga öll orð tungunnar jafn
an rétt í skáldskap, en Ijóð krefj-
ast þess að hvert orð sé vegið á
hárnákvæmum vogarskálum,
þannig að ekkert orð komi til
greina annað en það sem notað
er. Þá kann ég og mjög illa við
Ingimar Erlendur Sigurðs-
son: Sunnanhólmar. LjóS.
72 bls. Bókaverzlun Sigfús-
ar Eymundssonar, Reykja-
vík 1959.
HEÐ sérkennilega nafn, sem Ingi-
mar Erlendur Sigurðsson hefur
valið fyrstu ljóðabók sinni, vefst
sennilega fyrir ýmsum, því það
mun hvergi skráð á orðabækur
enn sem komið er. Að sögn gam-
alla og fróðra Vestfirðinga er
orðið notað um litla skýhnoðra af
sérstakri gerð sem stundum sjást
á heiðum himni í vetrarlok og
sagðir eru boða komu vorsins þar
vestra. Nafnið á bókinni er þann-
ig í senn fallegt og táknrænt —
eða svo lít ég að minnsta kosti
á nafngiftina.
Það er nefnilega svo um þetta
frumverk hins unga Ijóðskálds,
sem löngu er orðinn kunnur fyr-
ir snjallar smásögur, að það get-
ur tæplega talizt annað en vor-
boði. Ljóðin minna flest á þessa
litlu fallegu skýhnoðra sem reika
um háloftin og hverfa út í geim-
inn. Þau eru með öðrum orðum
mjög huglæg og óhlutkennd.
Skáldið gefur kenndum sínum og
fantasíu lausan tauminn, en reyn
ir sjaldan að finna hin áþreifan-
legu tákn sem geri ljóðin mynd-
ræn eða hlutstæð. Þó er því ekki
að neita að stundum bregður fyr-
ir snjöllum myndum í ljóðunum,
til dæmis í „Feigð":
Sólin mjakast eftir himninum
eins og kista
skreytt gulum og rauðum
blómum; og brátt
mun hún sökkva með lík dagsins
í djúpið.
Rísa svo aftur að morgni
og sækja meira.
Eins og blindur maður
finnur regnið
falla á hendur sínar
í myrkrinu
og sér ekki
himininn
eins og blindur maður
finnur ilminn
berast að vitum sínum
í myrkrinu
og sér ekki
blómið
sjáum við
ásýnd þína
Guð.
brauð • •••
Á NORÐURLANDI, einkum
um austanvert Norðurland, er
laufabrauðsdagurinn svokall-
aður ennþá fyrsti hátíðisdag-
ur barnanna í sambandi við
jólin. Hafa börnin ekki minna
gaman af því að skera út laufa
brauðið en að borða það.
í sambandi við jólahátíðina
verða fullorðnir gjarnan, sem
börn á ný og taka af heilum
hug þátt í gleði þeirra sem
yngri eru. Á það ekki sízt við
um laufabrauðsbaksturinn. —
Hjá sumum fjölskyldum er
það siður að allir komi saman
nokkrum dögum fyrir jól, full-
orðnir jafnt sem börnin, og
stundum bætast jafnvel vinir
og kunningjar úr öðrum hús-
um í hópinn. Eftir að búið er
að fletja kökurnar þunnt út,
er tekið til við að skera og
keppast allir um að hafa fall-
egustu mynstrin eða myndirn-
ar á kökunum sínum. Þetta er
mikið vandaverk og oft setið
yfir því langt fram á nótt.
Eftir að búið er að steikja kök
urnar í feiti, hafa sumir sam-
eiginlega kaffidrykkju og
smakka á góðgætinu, en aðrir
geyma það til jólanna, þegar
það er borið á borð með hangi-
kjötinu.
Meðfylgjandi myndir tók
Sig. P. Björnsson af börnum
á Húsavík við að skera laufa-
brauðið og af fallegu kökun-
lun þeirra fullbökuðum.
þokukennd orðasambönd eins og
„vagn sumarsins“, „hófatak hjart
ans“, „jóreykur tregans”, auga
mannkyns", „auga hatursins" og
„augu eldsins1.
Orðfæri Ingimars er ekki nógu
hnitmiðað; honum hættir til
mælgi. í Ijóðinu „Bylting" eru
til dæmis mjög góðir sprettir, eins
og þessi:
Ingimar Erlendur Sigurð'sson
spyrjið ekki
um sannleikann:
hinir dánu rísa
úr gröfum sínum
og kasta beinum
í vegfarendur
og réttlætið
leitar afdreps
í fangelsum:
En upphaf þessa ijóðs er óþétt
og myndlaust. Þar £r talað um
hlutina, en ekki dregnar upp
táknrænar myndir af þeim. Hugs-
unin og tilfinningin í ljóðinu eru
vafalaust einlægar, en ég sakna
klárari líkinga og þéttara forms.
Ingimar er greinilega róman-
Bókinni er skipt í þrjá kafla,
og er fyrsti kaflinn þeirra bezt-
Heilsteyptustu ljóðin í bókinni
eru „Kyndlar", „Kínverski múr-
inn“, „Til prédikarans“, „Fangi“,
„Morgunljóð“, „Bréf án utaná-
skriftar“ og „Guð“. Það síðast-
nefnda er þannig:
Eins og sandkorn í alheiminum
er sálin og eins og sandkorn
í sálinni er alheimurinn.
,,Það á
að
gefa
börnum
tískt skáld og hefur gaman af
að leika sér með andstæður og
þversagnir: „Sorgin er hjarta
gleðinnar". En mér virðist róman
tíkin stundum villa honum sýn
og gefa ljóðum hans falskan tón,
til dæmis í „Skýjakljúfar" sem
hefst á nokkrum góðum samlík-
ingum, en dettur svo niður í lokin
og verður glært.
Þetta er spakmæli sem ég kann
ekki að meta og finnst lítill skáld
skapur rúmast í því, þó það kunni
að vera stórbrotinn sannleikur,
hvað veit ég? En alhæfingar af
þessu tagi eru sjaldan til prýði
í skáldskap. Ljóð eiga ekki fyrst
og fremst að segja einhvern sann-
leik, heldur sýna hann.
Annars er þessi fyrsta Ijóða-
bók Ingimars einkar geðþekk,
tungutak hans einfalt og „hrein-
legt“, og það er ákveðin heið-
ríkja yfir bókinni í heild, falleg-
ur tónn í ljóðunum. Maður ósk-
ar þess aðeins að hann gæti gert
tilfinningar sínar áþreifanlegri,
sýnt manni hug sinn.
„Janúarsíða“ dagatalsins
Fallegt og
sérstœtt
almanak
Frágangurinn er látlaus, en
kápumynd Hafsteins Austmanns
hálfklúðursleg. Prentvillur sá ég
engar, en að minnsta kosti eina
hugsunarvillu, þegar skáldið tal-
ar um „þyrst eitur“ (kannski er
það bara ein af þverstæðunum
hans). Og ekki er gott að gera
sér grein fyrir hvernig blóð
storknar „eins og kaldur eldur“.
Bókin gæti sem sagt verið vor-
boði, ef skáldinu tækist að þétta
skýhnoðrana sína, svo af hlytist
regnskúr sem félli á jörðina og
hendur lesandans (sbr. ljóðið
,,Guð“).
Sigurffiur A. Magnússon.
OLÍUFÉLAGIÐ Skeljungur hefir
gefið út dagaskrá fyrir árið 1960,
sem sérstæð má teljast. — f stað
landslags- og sjávarmynda, sem
löngum hafa prýtt íslenzk daga-
töl, eru þarna myndir af ýmsum
þjóðlegum minjum, einkum mun-
um, sem geymdir eru í Þjóðminja
safninu.
Með dagatali janúarmánaðar
fylgir mynd af síðu úr Svalbarðs-
bók Jónsbókar — Kristinréttur
(ljósm. Lithoprent — og fylgja
henni einkunnarorðin „Handritin
heim“. — Með dagatali hinna ell-
efu mánaðana fylgja eftirtaldar
myndir, sem allar eru teknar af
Gísla Gestssyni, safnverði: Göm-
Framh. á bls. 17.