Morgunblaðið - 22.12.1959, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 22.12.1959, Qupperneq 17
Þriðjuagur 22. des. 1959 MORCVlSTtLAniÐ 17 — Fallegt og Framh. aí bls. 13. ul ábreiða, Askur, Gamalt altaris- klæði, Trafaaskja, Þórshamar, Keldur á Rangárvöllum (gamli bærinn), Höfðaletur á rúmfjöl, Silfurspenna, Kistill, Brauðmót og loks Kirkjan á Hofi í Öræfum. Myndirnar eru allar mjög skýr- ar og vel teknar, og prentunin, sem Lithoprent hefir annazt, er með ágætum. Yfirleitt má segja, að frágangur þessa sérstæða daga tals sé allur hinn bezti. — Á með- fylgjandi blaði, þar sem félagið óskar viðtakendum gleðilegs árs og þakkar viðskiptin á gengnu ári, segir: „fslendingar eru fá- tækir að þjóðlegum minjum, en fáar þjóðir hafa hlotið dýrmæt- ari arf. fslenzk tunga, sem varð- veitzt hefur óskert um aldaraðir, og ódauðlegar bókmenntir for- feðranna eru meginstoðir menn- ingar vorrar og þjóðernis. Megi það verða oss áminning og hvöt til aðhlynningar og varðveizlu þjóðlegra verðmæta. Félagslíf Skíðafólk — athugið! Dvalið verður í skíðaskála Ár- manns í Jósefsdal milli jóla og nýárs. Kennsla fyrir alla. — Til- kynnið þátttöku í síma 12765 eða 23292 og verða þar gefnar nán- ari upplýsingar. — Stjórnin. 0 .0 # t> 0 0 * * »*■ + ■++.#+****■»* Það er þegar sýnilegt, að metsolubókin Lögmdl Parkinsons í þýðingu Vilmundar Jónssonar landlæknis ætlar að hljóta sömu viðtökur hér á landi og hvarvetna'annars staðar. Allir þeir, sem lesið hafa, ljúka upp einum munni: BÓKIN ER EINSTÖK í SINNI RÖÐ OG AFBURÐA HNYTTIN. Vissulega kemur þetta ekki á óvart. — Lögmál Parkinsons missir hvergi marks og á hvarvetna jafnvel heima, án tillits til landmæra og þjóðernis og stjórnarhátta. Hver skyldi t. d. geta lesið kaflann. ÆÐRI FJÁRMÁL mörk dvínandi áhuga, án þess að honum komi í hug umræðurnar um rjúpuna á al- þingi? Og þannig mætti lengi telja. Nálega allt það, sem Parkinson tekur til meðferðar í bók sinni, á sér svo margar hliðstæður í íslenzku þjóðfélagi og þjóðlífi, að bókin gæti beinlínis verið skrifuð um íslenzk málefni. Bókin er svo alþjóðleg og sígild, að hún á hvarvetna jafn vel heima. Og þar er að finna skýringuna á því, að Lögmál Parkinsons hefur verið þýtt á fleiri tungumál og selzt meira en nokkur önnur bók í veröldinni um margra ára skeið. Innan tveggja ára frá útgáfudegi var bókin komin út í fimmtán út- gáfum í Bandaríkjunum. í Bretlandi komu út níu útgáfur á tæpu ári, Danir keyptu upp fimm útgáfur á fjórum mánuðum. IÐUNN Skeggjagötu 1 — Sími 12923 Arnesingar Spillið ekki helgi jólanna með neyzlu áfengis. Gleðileg jól! Félag áfengisvarnarnefndar í Árnessýslu. JÓLABOK NORÐRA: Vilhelm Moberg: Vesturfararnir Þessi skáldsaga Mobergs hefur selst í 450 þús. eintökum í Svíþjóð einni og verið metsölubók i Bandaríkjunum. Þetta cr talin ein skemmtilegasta bók höfundar og hefur fengið frábæra dóma. 496 bls. kr. 220,00 ib. ELEKTROUIX N ý k o m i ð : Hrærivélar Bónvélar Ryksugur Lottbónarar Þeir sem hafa hug á að tryggja sér þessar óviðjafnanlegu heimilisvélar til jólagjafa í ár, eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við oss sem fyrst. Þetta eru einustu heimilisvélarnar af slíku tagi sem hafa 2M> árs ábyrgð. Einkaumboðsmenn: Hannes Þorsteinsson & Co. Njdsnarinn Sorge Dr. Richard Sorge er langfrægasti njósnari, sem kom við sögu í síðustu heimsstyrjöld, enda óumdeilanleg staðreynd, að hann olli straumhvörfum i styrjöldinni. Þáttur hans í gangi styrjaldarinnar var afdrifaríkari en nokkurs annars einstaklings, enda sagði Mac Arthur hershöfðingi um starf hans, að það væri „örlögþrungið dæmi um snilldarlega árangursrika njósnastarfsemi“. Richad Sorge var djarfur, gáfaður og óvenju lega slunginn njósnari, enda er frásögnin af njósnum hans og ævintýralegum ferli svo spennandi, að enginn skáldskapur kemst í hálfkvist við hsuia. Njósnarinn Sorge segir frá staðreyndum, en eigi að síður er leitun á jafnspenn- andi skeinnitibók og henni. Þetta er hin ákjósanlegasta jólabók karlmanna. — Bókin er stór og vel út- gefin, en kostar þó aðeins kr. 158,00 ib. IÐUNN Skeggjagötu 1 — Sími 12923

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.