Morgunblaðið - 22.12.1959, Síða 20
20
MORGTJISBLAÐIÐ
Þriðjuagur 22. des. 1959
irar aftur send heim, þar eð eng-
in batamerki höfðu orðið sýni-
leg á heilsu hennar, var búið að
fcoma fyrir stórri lyftu í hinum
endurbyggða turni, svo að nú
gat hún, hvenær, sem hún vildi,
komizt í sjúkrastólnum sínum
upp í útsýnisturninn, sem var
henni svo kær. Þannig opnaðist
henni óvænt aftur heimur
bernskuáranna.
Húsameistarinn, sem hafði orð
ið að flýta sér með framkvæmd-
Irnar, hafði raunverulega hugsað
meira um tæknileg þægindi
en hreinan byggingarstíl. — Hið
teningsmyndaða form, sem hann
hafði sett á hinn hrjúfa, ferkant
aða turn, hefði með hinum beinu,
geometrisku línum sínum betur
hæft skipakví eða rafveitu, en
barok-stíl litlu hallarinnar, sem
hlaut að vera allt frá dögum
Maríu Theresíu. En engu að síð-
ur höfðu óskir föðursins rætzt.
Edith varð mjög hrifin af útsýnis
svölunum, sem leystu hana á svo
óvæntan hátt úr tilbreytingar-
lausu varðhaldi sjúkrastofunnar.
Úr þessum útsýnisturni gat hún
skoðað í gegnum sjónauka allt
hið víðáttu mikla hérað, fylgzt
með öllu, sem fram fór í nágrenn
inu, hvort heldur var sáning eða
uppskera, starf eða leikir. Eftir
hina löngu einangrun komst hún
aftur í tengsl við heiminn og
sjálft lífið. Hún gat setið klukku
stundum saman uppi í turninum
og horft á járnbrautarlest, sem
hlykkjaðist reykspúandi eftir
brautarteinunum fyrir neðan. —
Ekki svo mikið sem einn einasti
vagn fór eftir þjóðveginum, án
þess að hún veitti honum ekki
athygli og — eins og ég fékk að
vita síðar — hún hafði fylgzt
með mörgum ferðum okkar, her
æfingum og liðskönnunum.
Af einhverjum undarlegum,
eigingjörnum ástæðum hélt hún
samt þessu afskekkta varðbergi
sínu leyndu fyrir öllum heimilis
gestum, eins og einkaheimi sín-
um og ég skildi það á hinum
auðmjúka ákafa Jósefs, að hann
áleit það merki um alveg sér-
staka hylli mína, að mér skyldi
vera boðið að heimsækja þenn-
an stað, sem annars var flest-
um lokaður með öllu.
Hann bauðst til að flytja mig
upp í lyftunni og ég sá, hversu
hreykinn hann var af því, að
honum skyldi vera treyst til þess
að stjórna einn þessu dýra farar
tæki, en þegar hann sagði mér,
að auk þess lægi hringstigi alveg
upp á svalirnar, afþakkaði ég
boðið. Ég gerði mér í hugarlund,
hversu dásamlegt það hlyti að
vera, að sjá stöðugt ný og ný
landsvæði breiðast út fyrir fót-
um manns, eftir því sem hærra
kæmi í turninum. Og vissulega
hafði hver þessi glerlausa rifa,
sem kallaðar voru gluggar, nýtt
og heillandi útsýni að bjóða aug
anu. Lognvær, gegnsæ hitamóða
hvíldi eins og gullvefur yfir hinu
fagra héraði. Reykurinn sveif yf
ir reykháfum hinna dreifðu
húsa, í hreyfingarlausum hringj
um. Ég gat séð — hver útlína
virtist sem skorin út úr hinum
heiðbláa himni með flugbeittum
hnífi — stráþökt bændabýlin
með hinum venjulegu storka-
hreiðrum á þakbrúnunum og
andapollana fyrir framan hlöð-
urnar, sem glitruðu eins og fægð
ur málmur. Og úti á vaxlitum
ökrunum sá ég dvergsmáar mann
verur, mislita nautgripi á
beit, konur við þvott og illgresis
reitingu, þunglamalegar uxa-
kerrur og litla vagna. Þegar ég
var kominn upp þessi níutíu
þrep og stóð alveg uppi í turn-
inum, gátu augu mín hvarflað
eftir vild yfir alla ungversku
sléttuna og þangað sem mjótt
strik, að öllum líkindum Karpata
fjöllinn, sást með bláleitu bliki
fjærst úti í fjarlægri móðu sjón-
deildarhringsins. Og til vinstri
sást litla borgin okkar, snotur og
samanþjöppuð, með hvolfmynd-
aða kirkjuturninum sínum. Með
berum augum gat ég greint her-
skálana okkar, ráðhúsið, skóla-
bygginguna, æfingarsvæðið. Og
í fyrsta skipti, síðan við komum
hingáð, sá ég nú hina látlausu
fegurð þessa afskekta landshluta.
En ég gat ekki helgað mig
þessu friðsamlega og kyrrláta
útsýni, því að jafnskjótt og ég
kom upp á hinar flötu þaksvalir,
varð ég að búa mig undir að
heilsa sjúku stúlkunni. í fyrstu
sá ég engin merki um návist
hennar. Tágastóllinn, sem hún
sat í, sneri breiðu bakinu að mér
og huldi gersamlega hinn granna
líkama hennar, eins og ljós skjöld
ur. Borð með heilum hlaða af
bókum og opnum grammofóni,
var það eina sem benti til návist
ar hennar. Ég hikaði við að koma
svona aftan að henni. Kannske
var hún sofandi eða niðursokk-
in í vökudrauma sína og þá gat
hin skyndilega koma mín gert
henni hverft við. Ég gekk því í
stóran sveig framlhjá henni á
svölunum, til þess að koma
beint framan að henni. En þeg-
ar ég var að læðast umhverfis
hana, uppgötvaði ég að hún svaf.
Granni líkaminn var vandlega
vafinn tepputn og á hvítum
kodda hvíldi hið barnslega and-
lit í umgjörð hins ljósjarpa
hárs, sem hnígandi sólin sveipaði
rauðleitum gljáa.
Ég nam ósjálfrátt staðar og
virti sofandi stúlkuna fyrir
mér, eins og fallega mynd. All-
an þann tírna, sem við höfðum
verið saman, hafði ég raunveru-
lega aldrei fengið tækifæri til að
horfa á hana, því að hún barðist
ósjálfrátt á móti því, að láta at-
huga sig, eins og allar tilfinn-
inganæmar og viðkvæmar mann-
eskjur. Jafnvel ef augu manns
hvíldu af tilviljun eitt andar-
tak á henni, kom litla geðvonsku
hrukkan þegar í ljós milli augn-
anna, augnalokin depluðu óeðli-
lega hratt og varirnar herptust
saman. Ekki var mögulegt að
virða fyrir sér vangasvip henn-
ar eitt augnablik, án þess að hún
yrði þess vör. En nú, þegar hún
lá þarna með lokuð augun, gat
ég virt fyrir mér eftir vildi (og
mér fannst næstum ég vera að
fremja einhverja óhæfu, þjófn-
aðj nauðgtm) andlitsfall hennar,
þar sem hið barnslega blandað-
ist á dásamlegan hátt hinu kven-
lega og veika. Varirnar urðu ör-
lítið aðskildar, eins og á þyrstri
manneskju og hún andaði hægt
og rólega, en jafnvel við þá litlu
hófst brjóst hennar og hné. Ég
læddist með ýtrustu varkárni
nær henni. Skuggarnir fyrir neð
an augun, bláu æðarnar á gagn-
augum og hið rauðleita gagnsæi
nasavængjanna, allt sýndi þetta
hversu þunn o’g litlaust ytri húð
in var, sem skyldi hinu alastur
jólacjjö^
— ☆ —
\Jer(). Lr. 595
Jfekla
Austurstræti 14
Sími 11687
Jólatrésseríur
- 17 Ijós -
NORMA amerískar
SERÍUPERUR
Ver« kr. 3.50 stk.
Jó.latrésseríurnar
sem fást hjá okkur eru
með 17 ljósum. Það hef-
ir komið í ljós að vegna
misjafnrar spennu sem
venjulega er um jólin,
endast 17 ljósa-seríur
margfalt lengur errvenju
legar 16 Ijósa.
mAusturstræti 14
^fTciVllí Simi 11687
a
r
L
a
Baldur, þú ert í minnihluta ...
Við munum halda áfram ferðinni
í fyrramálið án þess að snúa við.
Allt í lagi Markús, allt í lagi.
Og nú. ætla ég að fara að sofa
í minu þægilega trjágreina-rúmi.
Við ætlum öll að reyna að sofa.
. . Eg skal athuga bátana og ann-
an farangur áður en ég legg mig.
Nokkrum minútum seinna.
Markús, Markús!
Hvað er að Súsanna.
f
bleika holdi fyrir ytri áhrifum.
Hversu tilfinninganæmur hlýt-
ur maður að vera, hugsaði ég
með mér, þegar æðarnar slá
svona óvarðar og skammt undir
yfirborðinu. Hversu óbærilega
myndi maður þjást, ef maður
hefði svona dúnléttan álfalíkama
sem virtist skapaður til að
svífa, dansa, líða áfram, en væri
svo hlekkjaður við hina þungu,
þéttu jörð. Aumingja, fjötraða
stúlkan. — Aftur fann ég hina
ofsalegu ólgu æstra tilfinningu
brjótast fram í hugskoti minu,
þessa sáru, örmagna en jafn-
framt æsandi meðaumkunar-
kennd, sem greip mig ávallt helj
artökum, þegar mér varð hugsað
til ógæfu hennar. Hendur mínar
titruðu af löngun, til að strjúka
henni blíðlega um vangann. Mig
langaði að lúta niður að henni
og sjá brosið fæðast á vörum
'hennar, jafnskjótt og hún vakn-
aði og þekkti mig. Þörfin fyrir
að sýna blíðu og viðkvæmni, til-
finning sem óhjákvæmilega var
blandin meðaumkun, í hvert
skipti sem ég hugsaði um hana,
eða horfði á hana, rak mig nær
henni. En ég mátti ekki raska
þessum svefni, sem losaði hana
við hina hræðilegu staðreynd til-
veru hennar — í svipinn. Það er
undursamlegt að vera nálægt
hinum sjúka, þegar hann er sof-
andi, þegar allar áhyggjur og
ótti gleymast, þegar sjúkleiki
hans er svo gersamlega úr sög-
xmni, að hann brosir jafnvel í
svefninum, brosi sem er honum
framandi, brosi sem tilheyrir
honum ekki og sem hverfur um
leið og hann vaknar. Hvílík náð,
hugsaði ég með mér, að hinir ör-
kumluðu, hinir særðu og lemstr-
uðu, þeir sem forlögin hafa svik
ið, skuli a. m. k. í svefninum
ekki vita um skapnað sinn eða
vanskapnað líkama síns, að
draumurinn, hinn miskunsami
svikari, skuli a. m. k. sýna þeim
þeirra eigin mynd, fallega og
......gparið yður hiaup
á milli margm vcrzlama ■
OOtWOi
fl OílUM
tfWl!
Ausfcurstræti
ailltvarpiö
Þriðjudagur 22. desember
8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. —
8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón«
leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tón-
leikar. — 9.10 VeSurfregnir. —
9.20 Tónleikar).
12.15—13.15 Hádegisútvarp — (12.2f
Fréttir og tilkynningar).
15.00—16.00 Miðdegisútvrap. — (16.00
Fréttir og veðurfregnir).
18.25 Veðurfregnir.
18.50 Tónleikar. — Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
20.30 Daglegt mál (Arni Böðvarsson
kand. mag.).
20.35 Utvarpssagan: „Sólarhringur** eft
ir Stefán Júlíusson; VIII. (Höf-
undur les).
21.00 Einleikur á píanó: Claudio Arrau
leikur lög eftir Chopin.
21.25 Upplestur:
a) Baldvin Halldórsson leikari les
ljóð eftir Sigfús Daðason, úr
bókinni „Hendur og orð“.
b) Halldór Stefánsson rithöfund-
ur les úr bók sinni „Fjögra
manna póker“.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 A bókamarkaðnum.
22.40 Lög unga fólksins (Kristrún Ey-
mundsdóttir og Guðrún Svafars-
dóttir).
23.35 Dagskrárlok.
Miðvikudagur 23. desember
(Þorláksmessa)
8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. —
8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón-
leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tón-
leikar. — 9.10 Veðurfregnir. —
9.20 Tónleikar).
12.00 Hádegisútvarp. —- (12.25 Fréttir
og tilkynningar).
12.50—14.00 „Við vinnuna“: Tónleikar
af plötum.
15.00—16.30 Miðdegisútvarp. — (16.00
Fréttir og veðurfregnir).
18.25 Veðurfregnir.
18.30 Utvarpssaga barnanna: „Siskó á
flækingi“ eftir Estrid Ott; XVI.
lestur (Pétur Sumarliðason kenn-
ari).'
18.55 Tónleikar. — Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
20.30 Jólakveðjur. — Tónleikar.
22.00 Fréttir óg veðurfregnir.
22.10 Framhald jólakveðja og tónleik-
ar. — Síðast danslög.
01.00 Dagskrárlok.