Morgunblaðið - 11.02.1960, Qupperneq 11
Fimmtudapur 11. febrúar 1960
MORCTJlSTtLAÐlÐ
11
Lagður grunnur að heilbrigðara og
réttlátara
Gagngerðar endurbætur gerðar á
fjármálakerfi landsins
IJr framsöguræðu Gunnars
Thoroddsens, fjármálaráÖherra,
við 1. umr. fjárlagafrv.
1 HINNI ítarlegu fjárlagaræðu á mánudagskvöldið, gerði
Gunnar Thoroddsen, fjármálaráðherra, glögga grein fyrir
þeim gagngerðu endurbótum, sem gerðar verða á fjármála-
kerfi ríkisins og ýmsum umbótum í fjármálum landsins,
sem ríkisstjórnin beitir sér fyrir. Einnig rakti hann lið fyrir
lið einstakar greinar fjárlaganna, og drap að lokum á fyrir-
hugaðar lagabreytingar, sem mikil áhrif hafa á ríkisbúskap-
inn. Gagnrýni stjórnarandstöðunnar var mjög neikvæð og
í svarræðu sinni hrakti fjármálaráðherra helztu ádeilur
stjórnarandstæðinga mjög rækilega. Hér fer á eftir útdráttur
úr framsöguræðu f jármálaráðherra:
í upphafi máls síns gat ráð-
herrann þess, að þar sem horfið
yrði frá uppbóta- og styrkja-
kerfinu og nýtt efnahagskerfi
tekið upp, hefði nýtt fjárlaga-
frumvarp verið samið, en fjár-
lagafrumvarp það, er lagt hefði
verið fyrir á haustþinginu hefði
byggzt á eldra kerfinu.
Afkoma ríkissjóðs 1959
Þá vék ræðumaður að afkomu
ríkissjóðs á árinu 1959. Gat hann
þess, að sá ósiður hefði ríkt um
langt skeið, að ganga ekki endan-
lega frá reikningum ríkis og rík-
isstofnana fyrr en 2—3 ár væru
liðin frá lokum reikningsársins,
og ekki lægi enn fyrir frum-
varp um samþykkt á ríkisreikn-
ingi fyrir árið 1957 í byrjun þessa
árs. Á þessu yrði nú gagngerð
breyting og hefðu ráðstafanir
verið gerðar til þess að ríkis-
reikningar fyrir árin 1957, 1958
og 1959 yrðu lagðir fyrir Alþingi
á bessu ári.
Samkvæmt bráðabirgðayfirliti
var afkoma ríkissjóðs 1959 þann-
ig:
Tekjur: Skattar og tollar kr.
769,134,000,00. Tekjur af rekstri
ríkisstofnana kr. 352,099,000,00.
Tekjur af fasteignum 10 þús.
Vaxtatekjur 2 millj. Óvissar
tekjur 14 milljónir. Tekjur því
samtals kr. 1037,2 millj.
Gjöld: Vaxtagjöld 3,1 millj.,
forsetaembættið 1,4, Alþingis-
kostnaður 8,7, Stjórnarráðið 17,
utanríkismál 14,6, dómsmál 65,8,
innheimta tolla og skatta 26,
sameiginlegur embættiskostnað-
ur 1,5, heilbrigðismál 41,1, vega-
mál 87,5, samgöngur á sjó 14,9,
vitamál 24,6, flugmál 11,3, veður
þjónusta 4,6, ýmis mál, 4,7,
kennslumál 142, opinber söfn,
bókaútgáfa o.fl. 11,2, kirkjumál
13.1, landbúnaðarmál 75,6, sjávar
útvegsmál 17,9, iðnaðarmál 3,5,
raforkumál 22,3, rannsóknir í
þágu atvinnuvega 8,6, félagsmál
152, eftirlaun og tillag til lífeyris
sjóðs 25,8, til útflutningssjóðs
152.1, óviss útgjöld 9 milljónir.
Greiðslur samkvæmt heimild-
um og sérstökum lögum 5,1 millj.
og væntanleg fjáraukalög 17
þús. Útgjöld á rekstrarreikningi
verða þannig 965 milij. og rekstr
arhagnaður 72,2 millj.
Eignahreyfingar: Innborganir á
eignahreyfingum 71,5 millj. Út-
borganir á eignahreyfingarreikn-
ingi 178,9 millj.
Kekstrartekjur fjárlaga 1959
voru áætlaðar 1005,6 millj. en
urðu 1032 millj. eða 31,7 millj.
umfram áætlun. Rekstrargjöldin
voru áætluð í fjárlögum 947,1
millj. en urðu 17,9 millj. umfram.
Helztu umframgreiðslur voru 2
millj vegna landhelgisgæzlu, 4
millj. vegna fyrirhleðslu á Mýr-
dalssandi, eftirlaun og tillag til
lífeyrissjóða 2 millj., óviss út-
gjöld 4 millj. og greiðslur sam-
kvæmt sérstökum lögum 5 millj.
Reksturshagnaður varð 72,2
millj., þar við bætast fyrningar
4 millj., innborganir skv. 20 gr.
9,3 millj., greiðsluafgangur 43,5
millj., samtals 129,06 millj. Til
frádráttar kemur svo samkvæmt
20. gr. fjárlagaliðir og veitt lán
samtals 121,04 millj. Þannig
verða eftir 8,02 millj. af greiðslu-
afgangi, þegar búið er að jafna
milli áranna 1957, 1958 og 1959.
Sparnaður í ríkis-
rekstrinum
Um leið og efnahagskerfi þjóð-
arinnar í heild er endurskoðað og
endurbætt, þarf einnig að endur-
skoða og endurbæta allt starfs-
kerfi og starfshætti ríkisins
sjálfs, stjórnarráð, skrifstofur
þess og ríkisstofnanir, hélt fjár-
málaráðherra áfram máli sínu.
Með hyggilegri vinnubrögðum,
meiri vélakosti og rösklegri verk
stjórn er oft hægt að fá miklu
meiri vinnu og betri fyrir minna
fé. Til eru vissulega þær skrif-
stofur og stofnanir ríkisins, sem
eru til algerrar fyrirmyndar um
stjórnsemi, stundvísi og vinnu-
afköst en víða eru þverbrestir í
innviðum ,og mikið skortir á að
árvekni, stundvísi, vinnusemi og
afköst séu með þeim hætti, sem
vera bæri. Hér þarf að verða
breyting á.
Ráðherrann skýrði frá því, að
þremur starfsmönnum stjójnar-
ráðsins hefði fyrir nokkru verið
falið að gera tillögur um strang-
ara eftirlit með stundvísi og
vinnu ríkisstarfsmanna. Hefðu
þeir nú skilað tillögum sínum
um aukið aðhald, stimpilklukk-
ur og fastara eftiriit, og yrði
þéssi nýja skipan bráðlega upp
tekin.
Við allsherjar endurskoðun
rikisrekstrarins, kvað fjármála-
ráðherra einkum tvær leiðir
koma til greina. Gömlu aðferðina
að skipa sparnaðarnefndir með
brauki og bramli, eins og oft
hefði verið gert, með undralitl-
Gunnar Thoroddsen
fjármálaráðherra
um árangri. Margt skynsamlegt
hefðu þær nefndir lagt til, er
skipaðar hefðu verið undanfar-
inn IV2 áratug, en fátt af þeim
tillögum hefði komizt í fram-
kvæmd.
Hin leiðin, sem margar aðrar
þjóðir færu, væri þessi:
Til þess að ná raunhæfum ár-
angri um sparnað í opinberum
rekstri, aukna hagkvæmni og
betra skipulag, þarf að vinna að
þessu að staðaldri af hinum fær-
ustu kunnáttumönnum. Yfir-
stjórn sliks starfs er þá oftast í
höndum einhvers starfsmanna
ríkisins. Hann hefur sér til að-
stoðar verkfræðinga, reksturs-
fræðinga, hagfræðinga og aðra,
sem gert hafa slík störf að sér-
grein sinni ,enda er nú svo kom-
ið við ýmsa háskóla að sérstök
kennsla og námskeið eru höfð í
þessum fræðum. Þá er ýmist að
slikir sérfræðingar eru fastir
starfsmenn ríkisins eða sjálfstæð
ir ráðunautar, sem fá sérstaka
greiðslu fyrir hvert verk sem
þeim er falið og eru margar slík-
ar ráðunautaskrifstofur til í ná-
grannalöndunum. Þessi starf-
semi, sem kölluð er á norrænum
tungum „rationalizering“, hefur
verið kölluð hagsýsla á íslenzku.
Reykjavíkurborg setti slíka skrif
stofu á stofn hjá sér fyrir 2 ár-
um og hefur hún þegar gefið
góða raun. Og enda þótt einhverj
ir kunni að kalla þetta undarleg-
an sparnað, að byrja á því að
setja á stofn skrifstofu eða skrif-
stofudeild, þá er reynslan sú alls
staðar, að þessi kostnaður borg-
ar sig upp í beinhörðum pening
um á stuttum tíma og það marg-
faldlega. Kostnaður við strangara
eftirlit og umbætur í vinnubrögð
um er vanur að skila hagnaði
fljótlega.
Hagsýsla í þágu
ríkisins
Þá skýrði ráðherrann frá þeim
undirbúningi, að skipulegri hag
sýslu í þágu ríkisins, sem hafinn
er og komst þannig að orði.
„Á vegum fjármálaráðuneyt
isins er hafinn undirbúning-
ur að skipulegri hagsýslu í
þágu ríkisrekstursins. Eftir
því, sem ég hef kynnt mér
slíka starfsemi, tel ég að for-
dæmi Norðmanna henti okk-
ur íslendingum einna bezt. í
12 ár hefur sérstök deild í
fjármálaráðuneytinu norska
unnið að þessum málum að
staðaldri. Ég hefi ritað fjár-
málaráðherra Norðmanna um
þessi mál, og hefur hann heitið
allri aðstoð og upplýsingum
til þess að koma slíkri starf-
semi á fót hér, og m.a. boðizt
til að senda hingað, okkur til
ráðuneytis, hagsýslustjóra
norska ríkisins, ef við óskum
þess, til leiðbeiningar við að
byggja upp starfið hér“.
Þá sagði hann, að enn hefði
ekki unnizt tími til að koma
fram sparnaði í einstökum grein
um og fjárlagafrumvarpið því að
verulegu leyti reiknað út
með kostnaði og útgjöldum við
ríkisreksturinn, eins og hann er
nú. Marga útgjaldaliði í þessu
frumvarpi teldi ríkisstjórnin
sjálfsagt að reyna að lækka,
en slíkt krefðist undirbúnings-
vinnu og ekki þýddi að áætla þá
lægri í fjárlögum fyrr en niður-
staða væri fengin um hvert ein-
stakt atriði varðandi nýtt og
hvern sparnað það leiddi af sér.
Þá nefndi fjármálaráðherra eftir
talin atriði, sem hann kvað verða
að endurskoða á .rinu og ætti að
vera hægt að lækka í fjárlögum
næsta árs.
1) Utanríkisþjónustan. Kvað
hann að undanförnu hafa ver-
ið til sérstakrar athugunar
í utanrikisráðuneytinu með
hvaða hætti mætti koma þar
fram sparnaði.
2) Framkvæmd skattamála
og fyrirkomulag við álagningu
og skattheimtu. Nú væru 219
undirskattanefndir, 3 menn í
hverri, og svo „ rskattanefnd
og rikisskattanefnd og kostn-
aðurinn við þær samtals 3
millj. á ári. Væri til athugun-
ar hjá tekjuskattanefndinni,
hvort ekki væri rétt að leggja
niður þetta skipulag og taka
í staðinn nokkrar skattstofur
með færustu mönnum, lög-
giltum endurskoðendum og
öðrum.
3) Rekstrarhalli Skipaút-
gerðar ríkisins væri áætlaður
15 millj. í þessu frv. Til t-
hugunar væri, hvort ekki
mætti draga að verulegu eða
öllu leyti úr þessum miklu út-
gjöldum ríkissjóðs, án þess að
draga úr þjónustu Skipaút-
gerðarinnar.
4) Innflutningsskrifstofan,
sem nú yrði Iögö niður.
5) Kostnaður við skyldu-
sparnað og skriffinnsku í sam
bandi við hann, er hefði verið
2 millj. 150 þús.
6) Kostnaður við fram-
kvæmd orlofslaga væri áætl-
aður 625 þús.
7) Kostnaður við eyðingu
refa og minnka, er nú væri
áætlaður 3 millj.
8) Halli hefði verið á rekstri
póstsjóðs árum saman, en nú
væri fyrirhugað að láta hann
bera sig.
9) Endurskoða þyrfti bíl;.-
kostnað ríkisins og starfs-
manna þess og setja um það
fastari reglur.
10) Ueggja mætti niður ýms
ar 1. unaðar nefndir.
11) Gengið yrði fastar og
betur eftir innheimtu rikis-
tekna og útistandandi skulda.
Bætt vinnubrögð í
vegamálum
I sambandi vð bætt skipuldg
og vinnubrögð vil ég strax
hreyfa á þessu stigi einu máli,
sagði fjármálaráðherra, og það
er varðandi framkvæmdir í vega-
málum. Það er venja í frumvarpi
til fjárlaga, að áætla eina heild-
ardpphæð til nýrra þjóð-
vega, en Alþingi skiptir svo
þessu fé í einstakar fjárveitingar
til einstakra vega að tillögu fjár-
veitinganefndar. Þessar fjárveit-
ingar hafa undafarin ár verið
220—230 að tölu. Um helmingur
fjárveitinganna, þ. e. meira en
til 100 vega, er að upphæð milli
10—15 þús. kr. í hvern stað. Eins
og nú er háttað vegagerð hér á
landi með stórvirkum vélum og
tækjum, er Ijóst og óumdeilan-
legt að við bessar smáu fjárveit-
ingar fer a. m. k. önnur hver
króna til ónýtis, er beinlínis
fleygt í kostnað við flutning á
vélum og mannskap til og frá.
Það væri augljóslega til hagræð-
is og hagsbóta yfrir alla aðila,
fyrir ríkissjóð og fyrir það fólk
í byggðum landsins, sem á að
njóta þessara vega, að upphæð-
irnar yrðu stærri og færri, þann-
ig að hver króna nýtist betur. Ég
veit að það er viðkvæmt mál I
hverri sýslu og hverri sveit að
þeirra vegur fái eitthvað á
hverju ári, en er ekki hugsanlegt
að leysa málið með því t. d. að
gera 4ra ára áætlun um vegagerð
og um alla þá vegi, sem nú eru
og hafa verið í fjárlögum eða
fjárveitinganefnd vill taka inn,
að gerð væri um þá áætlun og
í stað þess að tiltekinn vegur
fengi t. d. 25 þús. kr. á hverju
ári í fjögur ár, þá fengi hann 100
þús. kr. fjárveitmgu í ár eða á
næsta ári, eða einhvern tímana
á þessu fjögra ára tímabili. Fjár-
málaráðherra kvað þetta hafa
veriC ræ.. í ríki-„ijórninni og
beindi eir. ijegið til fjárveitinga-
nefndar að hafa þetta sjó: ar.-lð
í huga, er hún færi að skipta vega
fénu.
Niðurstöðutölur
Þá gaf fjármálaráðherra yfirlit
yfir breytingar á tekju- og
gjaldaliðum í þessu frv. frá fjár-
lögum 1959. Hækkun á tekjulið-
um frá fjárlögui-i 1959 var 431,8
millj., en hækkun gjalda frá síð-
ustu fjárlögum 429,9 millj.
Einstakir útgjaldaliðir
Þá vék ráðherrann að einstök-
um greinum frumvarpsins, fyrst
gjaldadálkunum. Kvað hann það
hafa verið reiknað út sérstaklega
með aðstoð Hagstofu íslands,
hver 'hrif gengisbreytingin hefðí
á útgjcld rikisins, en við þennan
útreikning heft i ekki verið hægt
að hafa samráð við forystumenn
einstakra ríkisstofnana og þvl
mætti búast við að einhverra lag-
færinga kynni að vera þörf.
Vaxtagreiðslur af lánum ríkis-
sjóðs er áætlaðar millj. og
hækka um 4Vá millj. Þessari
hækkun valda í fyrsta lagi vext-
ir af láni hjá Landsbanka ís-
lands, sem er fast lán vegna
kaupa á 10 togurum í Bretlandi.
í öðru lagi hækkun vaxta af iáni
vegna framlags - óðabanka
og gjaldeyrissjóðs og loks hækka
vaxtagreiðslur ríkissjóðs af við-
skiptareikningi Seðlabankans. A1
þingiskostnaður hækkar um 1V4
millj., sem stafar bæði af fjölg-
un þingmanna og „j. lágri áætiun
1959.
Dómgæzla og lögreglustjórn
hækkar um 6,3 millj. Veidur
mestu rekstur hins nýja varð-
skips, sem áætlað er að kosti 4V4
milljj..
Framhald á bls. 12.